Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 Fimm víðkunnar persónur segja frá draumförum sínum ÞEPAD tuAK MARTROÐIN VITJAR „Ég stend allsnakinn á dansgólfi" „Mín martröð er dálítið hjákátleg," segir Snowdon lávarður. „Hún er alltaf með sama hætti. Ég fer í dans- samkvæmi í Buckinghamhöll drottningunni til heiðurs. Búist er við því að hennar hátign stígi í salinn þá og þegar — og allir standa hljóðir hjá í lotningu. Skyndilega beinast allra augu að mér. í fyrstu er ég hreykinn og hæstánægður. Ég á athygli þessarar virðu- legu samkomu óskipta. Þá tek ég eftir því að augnaráð viðstaddra er fjandsamlegt. Ég litast í kring í hópnum í von um að það sé einhver annar, sem eftirtektina vek- ur. Loks birtist drottningin. Af örvæntingu veit ég ekki hvað ég á af mér að gera, því allir glápa á mig enn sem fyrr. Fólk virðir mig fyrir sér frá toppi til táar án samúðar og sjálf drottningin rennir til mín heiftarfullu auga. Augljóslega er ekki allt með felldu. Svo mikið veit ég nú. Ég gjóa augunum niður. Mér til ólýsanlegrar skelfing- ar uppgötva ég að það er hvorki tangur né tetur utan á mér. Ég er kviknakinn. Eins og herfa stend ég og get enga björg mér veitt. Líkami minn er átakanlega fölur. Þegar ég lít niður dettur mér í hug að buxur hafi verið fundnar upp til að fela einmitt þetta. Astandið er ömurlega vandræðalegt og auðvitað blábert brot á hirð- siðum. En þegar hér er komið er draumurinn á enda. Þessi sviplegu endalok draga síður en svo úr geðshræringu minni. Ef eitthvað þessu líkt gerðist raunverulega ætti ég þá kost á að bjarga mannorði mínu?" '¦eiiS&zSföS&t " ¦¦''-f&m&afm' ¦ •'"--¦.:< \ ¦^¦¦áB/M^é^'^ /i/játe^Söte í«;:.¦:¦'»-¦ r^&mMm^^ ¦--^¦¦-¦¦¦^¦^m^é^^: Martröö — Koparstunga eftir Roland Topor. Snowdun lávarftur, er skildí vift Margréti Bretaprinsessu í maí sl. „Mig dreymir að Karólínu verði rænt" „Ég er á engan hátt frá- brugðin öðrum mæðrum á jarðríki. Hverjum skyldi það koma á óvart? Það er mín versta martröð að dreyma að eitthvað voveiflegt hendi börnin mín. Þegar draumar þessir eru á enda furða ég mig oft á hvað þau eru glaðleg eftir allt saman," segir. furstafrúin af Mónakó, Grace Patricia. „Ég hef aldrei þrengt að þeim. Ég hef ávallt gætt þess að rexa ekki um of. En það ber ekki að skilja svo, að ég beri ekki umhyggju fyrir þeim. Þau eru vaxin ur grasi. Ég er eftir sem áður móðir þeirra og læt mér annt um velferð þeirra. Þegar ég fæ martröð snýst hún iðulega um börnin. Stundum vakna ég upp um miðjar nætur og hugsa um þau. E.t.v. er því svo farið um allar mæður. I hræðilegum draumi, sem vitjar mín sí og æ, verð ég vitni að því að Karólínu dóttur minni er rænt. Heimurinn, sem við búum í, er á viðsjálum vegi. Við heyrum stöðugt í kringum okkur um pólitísk eða grimmdarleg tilgangslaus mannrán. Ég óttast í sífellu að eitthvert barna minna kunni að falla þessum sam- vizkulausum glæpamönnum í hendur. I martröð minni leiði ég mér dóttur mína fyrir sjónir sem gísl þessara manna, sem krefjast óheyri- legs lausnargjalds. Um slíkar nætur kynnist ég kvlða og áhyggjum móður, sem óttast um líf barns síns. Það er skelfileg reynsla. Það er uggur í brjósti mínu, er ég tala um hana. Uggur yfir því að þurfa að þola slíka kvöl aftur og aftur." Grace furstafrú af Mónakó. „Ráðist á höllina og ég faðma barnið að mér" Eftirfarandi lýsingu á draumförum sínum gaf ír- anska keisaraynjan Farah Diba, spænsku dagblaði nokkrum vikum áður en óeirðir hófust í heimalandi hennar nýlega. „I martr'öð minni, sem sífellt endurtekur sig, lætur einhver mér ástkær lífið, einhver úr minni eigin fjöl- skyldu. Ég lifi einlægt í hræðsiu um að einhver þeirra sé feigur. Ég veit að ekkert okkar fær á endanum umflúið dauðann eða fundið ráð til að sigrast á honum. Sérhvert okkar verður að hlíta örlögum sínum. Það sem ég óttast fyrst og fremst er að blóði einhvers nákom- ins verði úthellt með ofbeldi. En þessi draumsýn gerir mér ekki einasta órótt að nóttu til heldur einnig um hábjartan daginn. Hún ásækir mig myrkranna á milli og unnir mér engrar hvíldar. Ég óttast um líf barna minna og keisarans. Það setur að mér hroll í hvert skipti, sem draumur þessi skýtur upp kollinum ... Ég sé í anda er vopnaðir menn ryðjast inn í hóllina með hnífa, byssur og lurka í hönd. Þeir þusta um hina löngu ganga og leita keisar- ans dyrum og dyngjum. Ég heyri heróp og dauðaöskur, sé hvar verðir okkar og þjónar berjast og falla einn af öðrum. Svöðusárin flaka á höfðum þeirra eftir byssu- kúlur. En hryllingnum er ekki þar með lokið. Ægilegast af öllu er, þegar það rennur upp fyrir mér að mér er engrar undankomu auðið út úr höll- inni. Þessir menn, sem eru á höttunum eftir syni mínum og mér — þessir menn, sem Farah Diba, eiginkona írans- keisara, býr nú á Majorka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.