Alþýðublaðið - 11.02.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.02.1931, Blaðsíða 2
ALÞtÐUBLAÐIÐ £ „Máttarstöíparnlr“, / „MgbL“ reynk í gær í 'grein, sem er talsvert á annan metra að lengd, en ekki að sama skapi skilmerkileg, að telja lesendum sínum trú um, að þeir, sem séu og verði auðugir af fé, þeir séu hinir ómissandi máttarstóipar þjóðfélagsins, og að afkoma þjó’ð- arinnar grundvallist fyrst og fremst á stórútgerðarmönnum og öskiheildsöium, sem hafí reynst svo dásamlega ráðsnjallir í út- vegun nýrra markaða. Sumt af þessu er sagt beiniínis og hitt á lesendunum að geta \kilist, þó að vissaxa hafi þótt að tæpa sums staðiar að eins á meining- unni Það er svo sem eitthvað annað um „slæpingjana“ hans Jóms Ólafssonar, sjómennina, sem eru svo' hlálegir að krefjast svo mikilla lauha, að fjölskyjdur þeirra þurfi ekki að svelta og klæðast tötrum eiinum e’ða göml- um aflóaflikum af stórútgerðar- mannafólkinu, jafnvel þótt það gæti orðið til að auka fjársafn hinna ómissandi „máttarstólpa", ef það færi þá til annars held- ur en meiri íburðar í híbýli, klæöi og skemtibifreiðar þeárra, — svo að drykkjarfanga sé ekki getið —r, sem reyndar verður að teljast vafasamt, eftir því, sem reynslan hefir orðið um ýmsa af „máttarstóJpumum". „Mgbl.“ fiinst svo sem ekki mik- ið viö það að athuga, þó að Jón 01. kalli sjómemn og atvinnulausa verkamenn slæpingja. Þaö lítur út fyrir, að „trippa“veiðari þess telji, að þeir eigi slæpingjahrigzl- in meira en skilið, úr því að þeir dirfast að æmta, e'ða skræmta, en taka eklú þegjandi og með knéfalli. á móti þeim molum, sem „máttarstólp unum“ þóknast að kasta í þá að vinnulaunum. Efnfspilteir látiætn. I nótt andaðist í Landsspítal- anum 15 ára gamall piltur, Eiður Hallbjannarson prentsmiöjustjóra, Halldórssonar. Hann var í 3. bekk mentaskólans. Eiður heitinn var bráðgáfaðilr og hinn mesti efnispiltuT. „Alexsndrína ds’ottn" ingu strandar. í gæf kl. 2 strandaði „Alexand- rína drottning“ við Kullen í Sví- þjóð á leið til Kaupmannahafnar. Ðimmviðri var á þegar hún strandaði. Hún losnaði aftur um flóðáð o-g kom til Kaupmanna- hafnar kl. 5 í morgun. Er hún talin lítt eða ekki skemd, en það vfirður. hrátt rannsakað. Ógnrlegt lyfJts~o!tur. Hneyksli. er* vekar athygli alls heimsías. Uppljóstranir enska visinda- mannsins. Enskur vísindamaður, dr. Ha- den Guests að nafnii, hefir ný- lega ritað nokkrar greinir í enska jafnaðarmannablaðið „Daily He- rald“, sem valdið hafa geysiat- hygli um gervallau heim. Hafa (blöð í öllum löndum birt greinir Visindamannsins eða útdrætti úr þeiihi, og efiii þeirra er rætt af miklufii hita. Dr. Guests hefir eftir miklar rannsóknir komist að jæirri hræðilegu uppgötvun, að lítil klíka stórgróðamanna, er eiga ra- diiumnámur í nýlendum Belgíu í Kongo, okra gifurlega á þessu einu hinu undursamlegasta hjálp- arefni læknavísindanna radí- um. Fer hér á eftir útdráttur úr skýrs'lu'rn dr. Haden Guests, enn fremur ýmsar upplýsingar um málið úr öðrum áttum: Sjoundi hver maður deyr úr krabbameini. Haden Guest byrjar með þvi að upplýsa, að sjöundi hver full- orðinn maður á jörðinni deyi úr krabbameini. Þessi voðaveiki eykst hraðfari, og eina meðalið, -sem getur hjálpað, er radíum. Sjúkt mannkynið hrópar þvi á radíum, meira radíum. En svar- ið, sem það fær, er þetta: 10,000 pund sterling '■=. 1 gram radinm. Radíumnámurnar í nýlendum Belgíumanna í Kongo eru rík- ustu radíumnámur heimsins. Belgiskt félag á námurnar, og hefir þetta félag stofnað til hrings meðal radíumnámueigenda og hafa þeir einkarétt á sölu þessa lyfs bæði í Evrópu og Am- eríku. Dr. Guests var sendur til Kon- go af „Daily Herald“. Ætlaði hann að heimisækja námurnar, at- huga íramleiðsiuhættina o. s. frv. Hann komist eftir mikla erfiðleika til Elizabethville, sem er smá- bær í Mið-Afríku, en lengra nær jámhraut ekki. Leigði hann sér þá bifreið og ók til Chimko- bu, en þar eru námurnar. Dr. Guests gerði boð fyrir námufor- ístjórann. Varö hann lengi að bíiða til að ná tali af honum, og á meðan gerði hann athuganir isínar. Komst hann að raun um, að námumar höfðu ekki verið starfræktar í langan tíma, en að nú ætti að fara að starfa í þeim að nýju. Radíum handa öllu sjúku mannkyni. Loks þegar nárauforstjórinn veitti dr. Guests viðtal, varð hið glæpsamlega framferði radíum- braskaranna augljóst fyrir hon- um. Forstjórinn neitaði dr. Guests algerlega um aðgang að námunum og neitaði einnig að svara spurningum hans viðvíkj- andi rekstri þeirra. Guests tókst þó að komast leynilegainnínám- urnar og eftir rannsóknir sín- ar var hann þess fullviss, að það ef ekki framleiðslukostnaðurinn, sem gerir radíum eins ógurlega dýrt og það er. Engar vélar eru nötaðar. Efnið, sem radíum er unnið úr, er höggvið úr nám- unum meö hökum og eingöngu iinnfæddir menn vinna. Hver maðuf hefir minna en eitt ■ sterl- ingspund (kr. 22,15) á viku í kaup. Dr. Guests heldur því fram, \að í inámum þessium sé svo mik- ið af radíum, að það nægi öllu sjúku mannkyni Radiumhringur- iinn hefir aldrei gefið opinbera reikningsskýrs'lu um reksturinn, og því getur dr. Guests að eins gert áætlanir um kostnaðinn við framleiðsluna. Kemst hann að þeirri hræðilegu niðurstöðu, að eigendur námanna græði 4500 pund sterling (um 99 675 kr.) á hverju einasta radíumgrammi. Vér heimtura svar. Að lokum krefst d:r. Guests þess, að radiumhringurinn gefi opinbera skýrslu um þessi mál. Hann segir: „Það er skylda þess- ara blóðugu okrara að upplýsa mannkynið um ástandáð. Þeir hafá neitað imér um svör, en nú spyr alt mannkynið, og þeim spurningum geta auðmennirnir eldd vísað á bug. Þegar 7. bver fullorðinn maður, sem lifír á þessari jörð, deyr úr krabba- aneini, og radíum er hið eina Jyf, sem getur mest og bezt læknað lænnan sjúkdóm, þá er það blóð- ugt, að fámenn klíka samvizku- Jausra auðmanna haldí lyfinu í þvi verði, að fæstir geta notið þess, jafnvel heil riki geta ekki keypt það vegna verðsins. Þús- undirnar deyja úr krabbameini, en radíumnámunum er Jokað til að varna þvi, að mildð af lyfínu komist á markaðinn og verðið falli. — Vörumerki ra- díumhringsins ætti að vera hansbúpa og tveir leggir, því að framfer'ði auðhöldainna er eins og eitur, er drepur varnaT- lausar þúsundir sjúkra manna. — Það er lilta hræðilegt til þess að 'vita, að nokkuð af því radíum, sem kemst á heimsmarkajðjiinn, skuli' vera selt til iðjuhölda, er l>úa svo til úr þvi glysvaming, eins og sjálflýsandi úrskífur. Alt slíkt á að banna. Um það ættu allar þjóðir að geta sameinast. Þjóðabandalagið verður og að sameina allar þjóðir til baráttu gegn liinni fámennu radíum- kónga-klíku. — Frelsun mann- kynsins frá krabbameininu veft- ur á þ\d.“ Þetta er að eiras útdráttur úr skýrslum dr. Guests. En hann raægir til að sýna .fólki, hve auö- v.aldið er harðsvirað í kapp- hlaupinu um arð. Þetta er sann- arlega gott dæmi um eðli þess og innræti. Ekkert, hvað svo sem það er, er því heilagt. Jafnvei. aindvörp deyjancfíi manras myndL ]>að arðnýta, ef því tækiist. r Ihaldsróstiir. 0 .Klögumálin gengn á víxl.‘ Þess hefir verið getið hér ! blaðinu, að nokkrir gjaldþrota i- haldsmenn í FlafnarfiTði reyndti að sundra samtakamætti hafn- firsks verkalýðs me’ö þvi að „stofna" ver.klýösfélag þar i bæniun. Saga þéssa verklýðsfé- lags er næsta hörmuleg. Fyrsta Stofnunin fór út um þúfur vegna þess í fyrsta lagi, að yfíTgnæf- andi meiri hluti , ]>eirfa verka- manna, er sóttu fundinn, vildw ekki stofna félagið, þar sem verkamannafélagið „Hlíf“ væri öflugt og nógu sterkt til að ráða í hagsmunaharáttu verkamann- anna, og í öðru Jagi þótti þeim aldrei hafa blásið byrlega fyrir hagsmunamálum sínum frá íhald- inu. Svo fór um þá sjóferð. En nú fóru íhaldskarlarnir aft- ur á stjá. Þeir söfnuðu um 20 sálum samain, „stofnuðu“ „félag- ið“ með pomp og pragt og kusu sér „stjórn“. — En í þessu skrif- uðu vinnukaupendur, allir sem einn, undir kaupgjaldssamning- ana við verkamannafélagið „Hlíf" og verkakvennafélagið „Framtiö- iin“ og skuldbundu sig þar með tiil að taka enga aðra í vinnu en þá, sem væru í þeim félögum í Hafnarfirði, isem eru í Alþýðu- samhandi Islands. Þar aaed brugðu atvinnurekendurnir heng- ingarólinni um hális þessa nýja félags-ræfils. Þegar stjónn hins nýja félags frétti þetta, hlánaði hún af reiði. Reið hún heim í tdað til vinnu- kaupendanna og skammaði þé Jxrtnlausum skömmum — og var einum þeirra, sern alt af hefír verið sauðtrygg íhaldskind, svar- að um, „að hann væri l>ara bölv- aður bolsi". — Vinnukaupendur svöruðu illu einu. „Stjórnin" beið þá ekki boð- anna. Hún „bílaði" samstundis tií Reykjavíkur, gekk fyrir miðstjóm íhaldsins og kLagaði hafnfírska vinnukaupenidur. Miðsitjómin tók málið til meðferðar(i) og skamm- aðist við vinnukaupenduma. Þeir svöruðu enn illu einu. — Og nú er hræðilegt ósamkomu- lag á liafnfirska íhaldsheintilinu. Þar eru skammir og „skandering- ar“ og alt í uppnámi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.