Morgunblaðið - 30.09.1978, Síða 13

Morgunblaðið - 30.09.1978, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 45 Konumyndir eftir Henri Matisse. undarlega vildi til, að þessari deild var lokað á undan öðrum deildum safnsins. Deildinni, ásamt öðru á efstu hæðinni virðist lítið haldið fram miðað við annað á safninu. Það er merkileg saga á bak við hið óviðjafnanlega samsafn mynda impressjónistanna og helstu lista- manna Parísarskólans á fyrstu áratugum aldarinnar, allt til Auguste Herbin. Koma hér við sögu tveir óvenjulega listlgöggir menn, þeir Iwan Morosow og Serge Schtschukon. Það er öllum öðrum fremur þeim að þakka, að safnið á sennilega meira af meistaraverkum impressjónist- anna en nokkurt annað safn í heimi svo og einnig af myndum frá aldamótunum og fram að heims- styrjöldinni fyrri. Á lítið meir en 15 árum sönkuðu þessir tveir menn að sér frábæru safni nýrri franskrar listar. Líkt og Katrín mikla keypti Morosow ekki einungis fullgerð verk heldur miðlaði ýmsum verkefnum. Þann- ig fékk hann ellefu málverka dekorasjón eftir Maurice Denis og tvær fjögurra metra langar mynd- ir eftir Bonnard. Hann keypti 18 verk eftir uppáhaldsmálara sinn Paul Cézannae og auk þess II verk Bonnards svo og verk eftir Gauguin, Renoir, Manet, van Gogh m.m. Fernande Olivier, segir frá því í bók sinni um árin sín með Picasso: „Dag einn kom furðulegur maður í fylgd með Matisse á vinnustofu Picasso — Herra Schtshukin frá Moskvu. Rússneskur gyðingur og aðdáandi nýlista. Lítill fölur maður með stórt höfuð sem minnti á svín. Svo þjáður sem hann var af stami, var varla hægt að skilja stakt orð af því sem hann sagði, hvað hafði mjög truflandi áhrif og gerði manninn ennþá afkáralegri. En málverk Picasso orkuðu sem opinberun á hann. Hann keypti tvær myndir á mjög hagstæðu verði og varð síðan trúfastur kaupandi." Lýsingin mun vera nærri lagi, þrátt fyrir að Schtshu- kin væri enginn gyðingur svo sem Daniel Henry Kahnwiler lista- verkamiðlari hefur fullyrt. Schtsukin átti mikla höll í Moskvu, sem hann skreytti með úrvals málverkum og í hvert sinn er Kahnweiler sendi honum skeyti um að nú ætti hann ný verk eftir Picasso o.fl. kom hann fljótlega í eigin persónu frá Moskvu. Hann var einn hinn fyrsti til að meta Cézanne, Gauguin og van Gogh og keypti kúbískar myndir Picassos á tímum er margir einlægustu aðdáendur hans — jafnvel ekki listasalinn Amrise Vallard, megn- Trúðurinn og laxkona hans — Picasso. uðu að fylgja honum eftir. Safn hans af myndum eftir Henri Matisse er frábært og vafalítið eitt hið besta í veröldinni. Að öllu samanlögðu eru kaup þessara tveggja manna nær óskiljanleg en um leið aðdáunarverð og skýra að nokkru þá grósku sem var í rússneskri myndlist á fyrstu áratugum aldarinnar. Þegar Schtsukin flúði til Parísar eftir októberbyltinguna var hann ekki lengur svo fjáður maður, að hann gæti keypt myndir í sama mæli og áður. En hann var samt mjög örlátur öllum útlögum og heimsótti sýningar skjólstæðinga sinna reglulega. Er hann var eitt sinn spurður að því, hvort hann saknaði mynda sinna, svaraði hann því til, að það hafi alltaf verið ásetningur sinn að stofan safn, hann hefði þó gjarnan viljað eiga myndirnar dálítið lengur, en væri ánægður með þá ágætu meðferð er myndirnar hefðu hlot- ið. Raunar hefur síðan gengið á ýmsu og myndirnar hafa sennilega stórum lengur gist kjallara- geymslur safnanna í Moskvu og Leningrad en hingað uppi til sýnis á veggjum þeirra. En myndunum var skipt á milli Eremitage- og Puschin- safnsins í Moskvu. Eftir árið 1910 og fyrstu fimm- tán árin eftir byltinguna tvö- faldaðist málverkaeign Eremitage- safnsins. Aldrei í sögu listarinnar hefur safn á jafn Ferðafélagarnir — Erna og Alfred Manns nr. 2 og 3 frá vinstri. skömmum tíma auðgast viðlíka að listaverkum. Kaup málverka, þjóð- nýting einkasafna ásamt samein- ingu opinberra listasafna leiddu til þessarar þróunar. Á þessum árum hlaut safnið mikið af gjöf- um, skipti á og seldi myndir, ásamt því að söfnin gengust undir endurskipulagningu. Þrátt fyrir að Moskva yrði höfuðborg Sovétlýð- veldisins varð Eremitage stærsta safn ríkisins. Á svipaðan hátt og Nikulás I hafði á sínum tíma látið sérfræðinga fara yfir safnið og meta m.vndirnar og síðan selt þær myndir er sérfræðingarnir töldu ofaukið, tóku menn nú að vega og meta myndir í sama tilgangi. Eftir að Nikulás hafði selt hluta safns- ins taldi það þó 3333 málverk. Hundrað árum seinna voru þau orðinn 8000 ásamt 40.000 teikning- um og 500.000 stungumyndum. Eftir byltinguna og við þjóðnýt- ingu einkasafna, komu í ljós ótrúleg auðæfi í myndlist og listiðnaði, — er víst að söfnunar- ástríða æðstu valdhafa hafi smitað út frá sér. Enginn hafði látið sér til hugar koma, að öll þessi auðæfi kæmu í ljós. Geta má þess, að mjög fáum tókst að koma eignum sínum úr landi vegna þess að fæstum hafði dottið í hug sá möguleiki að keisaraveldið liði undir lok. Þar sem allar geymslur fylltust af fjársjóðum á sviði lista og við tók endurskipulagning safnanna ákvað sovétstjórnin að selja hluta málverkanna ásamt höggmyndum veggteppum, postulíni o.fl. Hér var að sjálfsögðu um hæpna ráðstöfun að ræða því að fjöldi óbætanlegra listaverka hvarf á þann hátt úr landi, seld á uppboðum eða með beinum samningum við einkasafn- ara, svo sem senator Mellon hinn nafntogaða ameríska safnara. Hvað sem öðru liður þá er Eremitage-safnið eitt auðugasta safn veraldar og vel þess virði að það sé heimsótt. Það er þó alröng stefna að búa ekki betur að því og það er tvímælalaust milljarðatap í beinhörðum gjaldeyri að selja ekki bækur, upplýsingapésa, eftir- prentanir og kort í anddyrinu. Hér er ekkert, sem rússneska þjóðin þarf að fyrirverða sig fyrir og því óskar hinn vestræni gestur eftir betra skipulagi og meiri virðu- leikabrag. — Við ókum víða um hina fögru borg og skoðuðum byggingar — dokuðum af og til við, til að taka myndir af sögufrægum bygging- um. Leiðsögumaðurinn er var geðugur kvenmaður fræddi okkur á ýmsu um sögu bygginganna er á vegi okkar urðu. Hún hélt dálítinn fyrirlestur fyrir framan háskólann. Lýsti því m.a. hvernig styrkjakerfið væri — hinir dugleg- ustu fengju hæstu styrkina, en slægju menn slöku við námið misstu þeir alla styrki. Allir fengju vinnu að lokaprófi loknu eftir því sem verðleikar gæfu tilefni til. Það var ólíkt betra skipulag og strangari gæsla í hinu litla og vinalega sumarhúsi Péturs mikla er var uppáhaldsbústaður hans. — Sjálf sumarhöllin er hið glæsileg- asta hús en var lokuð gestum. Gríðarlega mikill gosbrunnur er fyrir framan höllina og er hann þakinn gulli prýddur höggmynd- um, — að vísu eftirlíkingum þess sem áður var. Hinn mikli garður er uml.vkur byggingarnar er ævin- týralegur og hefur hér fyrirmynd- in án efa verið sótt til Vestur- landa. I fyrri grein minni lýsti ég Vetrarhöllinni að nokkru, — sú höll er vísast frægust bygginga í Leningrad, bæði fyrir óvenjulega fegurð og svo í sögulegum skilningi, —- fyrir framan hana trónar mikil súla og er sagt, að hún sé ekki fest niður heldur hvíTI á eigin þunga. Það var töluvert rætt um nýbyggingarnar er gat að líta á Sjá nœstu síðu A

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.