Morgunblaðið - 30.09.1978, Síða 16

Morgunblaðið - 30.09.1978, Síða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 OTRAG-ELDFLAUG Á SKOTPALLI - Byssukjaftur, sem beinist að öðrum Afríkuríkjum? MOBUTU OG OTRAG-FORKÓLFURINN KAYSER. - Draumsýn um eigin Kennedyhöfða. Þá væri Þýzkaland í veröldu fremst Framtakssemi eldflaugaverkfræðings frá Stuttgart hefur komið vestur-þýzku stjórninni á kaldan klaka auk þess að ýmsir draga nú í efa heilindi hennar í málefnum Afríku. Blökkumánnaríki heimsálfunnar fjargviðrast öfundsöm yfir aðgerðum vestur-þýzka fyrirtækisins Otrag í Zaire. Þar hefur Mobutu þjóðhöfðingi skotið skjólshúsi yfir til- raunir fyrirtækisins með ódýrar eldflaug- ar. Talað er um friðsamlegan tilgang ríkjum þriðja heimsins til framdráttar. Það, sem af er, hafa þó hlutafjáreigendur Otrags einir hagnast — og augsýnilega haft þýzka skattgreiðendur að féþúfu. Einsdæmi Það lítur út eins og hitaveiturör. Hæðin er tólt metrar, breidd áttatíu sentimetr- ar. í raun er það eldflaug. Skammt er þess að bíða að hundruð þessara röra verði kippuð saman með skotkjarna og þau send upp í himingeiminn. í lýðveld- inu Zaire, sem áður hét Belgíska Kongó, hafa þýzkir aðilar lagt mikið undir. Fyrsta tilraunaskotið, 17. maí 1977, hitti þegar í mark. Að vísu náði eldflaugin varla hærra en Jumbo-þota. En þegar hún féll áætlun samkvæmt til jarðar eftir stutt flug og splundraðist á afrískum eyðimerkursandi verður ekki annað sagt en hún hafi hitt viðkvæman blett heimspólitíkurinnar. Flokksblað sovéska kommúnistaflokks- ins hafði á orði „framkvæmd í anda vestrænnar nýlendustefnu". Forsætisráð- herra Angóla, Lopo Fortunato do Nasci- mento, sagði í ræðu á þingi Sameinuðu þjóðanna að eldflaugin væri „byssukjaft- ur, sem miðaði á Afríkuríki". „Tages-An- zeiger“ í Zúrich gerði því skóna að umræddir hólkar „væru í rauninni engu síður til þess fallnir að bera atómvopn". „Neues Deutschland" staðhæfði í júlí sl. að fyrirtækið Otrag væri yfirskin eitt fyrir vígvélaiðnað Sambandslýðveldisins og í sama mánuði komst sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Andrew Young, svo að orði að eidflauga- tilraunir Vestur-Þjóðverja hefðu verið kveikjan að afskiptum Austur-Þjóðverja í Shaba-héraði á sumri öndverðu. Leiðtogar svörtu Afríku fóru ekki leynt með áhyggjur sínar, er Helmut Schmidt kanslari fór um lönd þeirra í Iok júnímánaðar. Kaunda forseti Sambíu átti sinn þátt í að það rann upp fyrir kanslaranum að gera þyrfti reka að því að draga úr umsvifum Otrags (stytting fyrir „Orbital Transport — und Raketen — AG“). í raun þurfti Schmidt ekki að brýna ráðherra sína. Ráðherra í utan- ríkisráðuneytinu, Klaus von Dohnanyi, krafðist þess, að stjórnin legði þegar algert útflutningsbann á fyrirtækið og þjóðhetjan frá Mogadishu-aðförinni, Hans Júrgen Wischnewski, stakk upp á að senda mann á fund Mobutus að ráða honum að grípa í taumana. „Hnekkir utanríkisstefnu okkar er slíkur að eitthvað verður að gera hvað sem öðru líður," sagði Hans Dietrich Genscer utanríkisráðherra. Þörf orð í tíma töluð. Áreiðanlega er einsdæmi að minni háttar einkafyrirtæki hafi áður tekizt hrakhraufa þýzkri utanríkispólitík eins og Otrag. Fyrirtæki þetta, sem aðsetur hefur í Stuttgart og Neu-Isenburg, hefur nú til umráða landsvæði á stærð við austur-þýzka alþýðulýðveldið í austanverðu Shaba-hér- aði í Zaire. Á næstu árum hyggjast forráðamenn þess skjóta á loft gervi- hnöttum fyrir þróunarlöndin — og hver veit hvort þeir láta þar við sitja. I samningi Zaire-lýðveldisins og Otrags lét Mobutu nefnilega svo um mælt að vestur-þýzku eldflaugaverkfræðingarnir hefðu óskoraðan yfirráðarétt yfir áður- nefndu landsvæði til að gera úr garði „eldflaugar til nota í geimi og gufuhvolfi af hvaða tegund sem er“. I sextán síðna samningi er hvergi að finna orðið „friðsamlegur". I nýlendu sinni njóta Þjóðverjar fullkomins frjálsræðis. Alþjóðlega friðarrannsóknamiðstöðin í Stokkhólmi hefur þegar varað við því að Otrag-fyrirtækið útbreiði á þennan hátt eldflaugatækni, sem einnig má nota í hernaðarlegum tilgangi. Hún bendir á að það afli viðkomandi þjóðum ekki aðeins virðingar að eiga í himinhvolfinu gervi- hnetti, sem Otrag hefur skotið á loft, heldur kyndi og undir hernaðarlegri Éþíópía Mið-Afríkukeis^ aradæmiö Eldflauga tilrauna svæöi Otrags '*] Eldflaugaskotpallur ZAIRE stæröa samanburöur Samband /öveldiö V-2 ELDFLAUGIN — Fyrsta skreí á geimferðaöld. t

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.