Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 49 í ÚTLITI EINS OG HITAVEITURÖR - „Auðvitað má misnota allá hluti í hernaðarlegum tilgangi." metorðagirnd. Otrag hefur þegar látið í veðri vaka að fyrirtækinu væri aufúsa á að veita ríkjum eins og Brasilíu, Sri Lanka pg Indónesíu af sérfræðiþekkingu Aframhald Hinir stóru meistarar þýzkrar eld- flaugagerðar frá Peenemunde og Trauen (leynileg rannsóknastöð á Líineburger- heiði) töfðu sig heldur ekki yfir vanga- veltum yfir hvort hagnýta mætti afrakst- ur vinnu þeirra í hernaðarskyni. Fyrir þeim skipti tæknin sjálf mestu. Vísindamennirnir Wernher von Braun, Kurt Debus, Eugen Sánger, L-ene Bredt og Wolfgang Pilz fóru ekki í grafgótur með þá vitneskju sína að hafa mætti gagn af eldflaugum með annað fyrir augum en sigrast á geimnum. Það voru t.a.m. Wernher von Braun og félagar hans, er hönnuðu V2 eldflaugina í Peenemunde til að jafna London til jörðu. Forstjóri Otrags, Lutz Kayser, sem er þrjátíu og níu ára að aldri, lítur á sig sem erfingja þessarar þýzku hefðar. Hann lauk diplómprófi í verkfræði og var nemandi Sángers. Hann er náinn vinur Wolfgangs Pilz. Einnig hefur Kayser átt samskipti við sprengiefnasérfræðinginn Irene Bredt og Kurt Debus, forstöðu- manns bandarísku Kennedy-geimrann- sóknastöðvarinnar, til 1974. Athygðis- verðast er þó, að í framkvæmdum sínum í Zaire styðst Kayser við rannsóknir, er forverar hans og lærifeður gerðu á tímum nasista. Pilz hefur jafnvel látið þau orð falla að Kayser-eldflaugin sé áframhald af fyrir- tælunum er Peenemúnde-sérfræðingarnir höfðu uppi árið 1945. Við stríðslok höfðu stórveldin hratt á hæli að kaupa til sín fremstu vísinda- menn Þjóðverja. Von Braun og Debus hurfu til Bandaríkjanna en Frakkar hrepptu Pilz, Sánger og Bredt. I Frakklandi héldu þremenningarnir áfram tilraunum sínum og hönnuðu fyrstu eldflaug Frakka „Veronique", er brenndi saltpéturssýru og olíu. Árið 1954 sneri Sánger aftur til Þýzkalands og setti á stofn rannsóknastofu í eðlisfræði í Stuttgart og helgaði sig tilraunum með geislaorku. Þremur árum síðar, er Sánger leiðbeindi „starfshóp í geimferða- og eldflaugatækni" varð Kayser, sautján ára að aldri, nemandi hans. Á sama tíma tókst vinskapur með Wolfgang Pilz og Kayser. „Lutz stofnaði húsi föður síns í hættu með sprengiefnatilraunum," sagði Pilz, „allt kolsviðið í kringum hann." Tveimur árum eftir að Lutz Kayser lauk lokaprófi 1970 setti hann á stofn tæknirannsóknastöð í því skyni að þróa útbúnað, er nota skyldi m.a. til geimferða og eldflaugagerðar. Kayser datt í lukku- pottinn aðeins ári síðar, er honum hlotnaðist 3,57 milljón marka rannsókna- styrkur frá Bonn. Prófunarnefnd Rann- sókna- og tilraunastofnunar um loft- og geimferðir kynnti sér áform Kaysers ýtarlega. Formaður hennar, Armin Dadieu, sem verið hafði sérstakur ráðunautur Hermanns Göring á tíma, kvaddi gamlan félaga til: Wolfgang Pilz. Pilz hafði sjálfur gert sér dælt við hugmyndir um að nota díselolíu og saltpéturssýru sem eldflaugaeldsneyti. Það kom því ekki á óvart að hann skyldi leggja ráðagerðum Kaysers lið. Fleiri kunnir sérfræðingar lögðu hönd á plóginn og má fullvíst telja að fyrirtæki Kaysers hefði seint borið ávöxt hefði hann ekki notið ráðgjafar hinna allra fremstu úr röðum þeirra. Skattaeldflaug Kayser kom einnig til góða að hafa þrautreynda fjármálasérfræðinga með í ráðum og voru fyrrverandi forseti flugfyrirtækisins Atlantis, Werner Will, og bankastjóri IOS-bankans í Múnchen, Walter Kuffner, Á hópi meðstofnenda Otrags. Af reynslu sinni við Atlantis (sem varð gjaldþrota) vissi Will hvernig fara átti að því að lokka fé út úr auðjöfrum í skjóli ríkisafskrifta. Þyngst vó þó e.t.v. að Will hafði á Atlantisdögum sínum komizt í kynni við alþjóðlegan fjármálamann, Fred Weymar að nafni. Weymar, sem umsetinn var af fjár- þurfa viðskiptamönnum, var engan veginn óðfús en þó hjálplegur. Hann hlustaði á Kayser útskýra gróðasjónar- mið sín og gaf svo jafnskjótt heilráð. Það kom í ljós að sérfræðingurinn gat státað af vinfengi við einn auðugasta þjóðhöfð- ingja svörtu Afríku, Mobutu Sese Seko. Haustið 1975 hélt Weymar í umboði Kaysers á fund vinar síns og „Mobutu hafði ekkert á móti ráðahagnum" (Weymar). Hinn 30. nóvember sama ár kynnti síðan Weymar Lutz Kayser fyrir forsetanum. „Ekki var nema hálf stund liðin," sagði Kayser, „er Mobutu hafði upptendrast af áhuga." Hann heillaðist af glæstum framtíðarhorfum þar sem hann yrði fyrsti Afríkuleiðtoginn, sem ætti á að skipa gervihnetti á himnum til njósna. Varð honum tíðrætt um að eignast fyrsta „Kennedy-höfðann í Afríku". „Mobuto var fyrsti stjórnmálamaðurinn," sagði Kayser, „sem skildi ljóslega viðskiptalega þýðingu áætlunarinnar. Hann áttaði sig á að hún aflaði honum virðingar og e.t.v. fjár." Hinn 26. mars 1976 undirrituðu síðan ráðgjafi forsetans, Bokana W'ondangela, og Kayser samning í Kinshasa. í skemmstu máli var innihald hans eftirfarandi: Mobutu lét hinum hvítu herrum eftir næsta algeran yfirráðarétt yfir fjórum hundraðshlutum lands síns. Fyrir afnotaréttinn átti Otrag að greiða honum um 62.5 milljónir marka, eða um eitt hundrað milljarða ísl. króna á ári. Mobutu hefur engu síður gefið hinum þýzku vinum sínum kost á að fresta greiðslunum án vaxta þar til tekizt hefur að senda fyrstu burðarflaugina á loft. Með aðstöðu sinni í nýrri nýlendu, er liggur beint að landamærum Tansanínu og Sambíu, var Keyser og félögum hans kleift að yfirstíga þrálátar hindranir. Samkvæmt Þýzkalands-samningunum frá 1955 er Þjóðverjum til dæmis bannað að framleiða á þýzku landsvæði eldflaug- ar eða eldflaugahluta, er nota má í hernaðarskyni. Nýlendusamningurinn við Mobutu, er kveður og á um að öll Otragskeyti skuli bera skjaldamerki Zaires, sannaði brátt arðsemi sína. Fjármálaráðuneytið í Offenbach úrskurðaði að reikna mætti styrktarmönnum Otrags um 58 milljónir marka (um 928 milljónir ísl.) frádráttar- bærar til skatts árlega fyrir landnotaleig- una þrátt fyrir að Mobutu hafi frestað innheimtu hennar án vaxta. Samkvæmt reglugerð milli fyrirtækisins og fjármála- ráðuneytis Hessenfylkis, sem gerð var 1977, leyfist skjólstæðingum Otrags þó ekki lengur að skáka ríkissjóði í skjóli leigugjaldsins. En fjármálaspekingar Otrags létu krók koma á móti bragði. Til að láta greipar sópa um almannafé hækka þeir einfaldlega kostnað til rannsókna og fullkomnunar tækja. Svo er fyrir að þakka svefndofa skriffinnskubákns og vökru ábataauga einstaklinga að skattaeldflaug Kaysers þýtur áfram á himni vanstillt og án hæðarmælis. Annað veifið rétta Bonnráð- herrar út hjálparhönd — sumpart af tilviljun, sumpart fyrir fávizku sakir. Ekki verður annað sagt en Kayser hafi haft öll spjót úti. Varla voru einkennis- stafirnir þornaðir á flutningavélum hans en vestur-þýzka utanráðuneytið leigði þær til flutninga á hjálparvarningi til róstusvæða í Shaba á síðasta sumri. Kayser sendi Bonnstjórninni reikning að upphæð 945.000 mörk (um 51 milljón ísl. kr.) fyrir 315 flugstunda flutning á matvælum, bensíni og lyfjum. En Kayser lætur ekki hér við sitja. Hann hefur þegar í ráðum að gera alþjóðaflugvöll til millilendinga og frelsa þannig hvíta Afríkubúa, eins og Suður-Afríkumenn,. undan því að þurfa að hafa viðstöðu í Nairobí eða á Grænhöfðaeyjum. Því oftar, sem Kayser skýtur hólkum sínum á loft, því brýnni verður þörf hans á ferskum áætlunum. Þar sem samsetn- ing hverrar eldflaugar útheimtir hundruð eininga, þarf hann á eigin verksmiðju að halda. Hann hefur þegar gert upp hug sinn um hvernig afla á fjárins; með hjálp skattborgarans. Og í hvert sinn, sem hið opinbera er honum þrándur í götu grípur hann til sama gamla ráðsins að hóta því að flytja úr landi til Frakklands. Talgleði Pólitískar byrðar af bauki Kaysers verður stjórnin í Bonn að bera. I himinbláum auglýsingaritum sínum aug- lýsir Otrag ekki langdræga eldflaug, sem nær á braut umhverfis jörðu, heldur flugskeyti, er „spanna á þúsund kíló- metra" og með „fimm þúsund kíló- gramma" burðarþol. Þegar Kayser er inntur eftir stríðsnotagildi uppfinningar sinnar svarar hann því hreinskilinn til að „auðvitað væri hægt að misnota alla hluti í hernaðarlegum tilgangi". Ráðgjafinn Debus stærir sig upplitsfjarfur: „Með þessari eldflaug væri Þýzkaland í veröldu fremst." Við slíka talgleði gat auðvitað ekki hjá því farið að pótintátar heimspólitíkurinn- ar sperrtu eyrun. Sovétmenn hafa til dæmis lýst áhyggjum sínum allt frá því síðasta haust yfir „auðsýndri eldflauga- kappgirni" Vestur-Þjóðverja. Líta má svo á að Schmidt kanslari hafi því undirritað „tilskipun um breytingu útflutnings- skrár" þegar Breshnev kom til Bonn í apríl í því skyni að milda Sovétleiðtog- ann. Frá því að „Otraglögin" eins og Kayser kemst að orði, tóku gildi, þarf að leita sérstaks samþykkis við sölu eld- flaugar eða útflutnings hluta hennar. Forsætis- og utanríkisráðuneytið hafa þó hvatt til þess að gengið yrði enn lengra og fyrirtækið látið sæta algeru útflutnings- banni. Nágrannaríkið Angóla lætur sér ekki lynda aðgerðir Bonnstjórarinnar og veigrar sér við að skiptast á sendiherrum við Sambandslýðveldið meðan eldflauga- meistarar storka því í Zaire. Sendimenn Bonnstjórnarinnar hafa nú um mánaðaskeið átt í árangurslausu þrefi við Mobutu um að hann herti eftirlit með starfsemi Otrags. Þá hefur Schmidt varað Giscard d'Estaing, Frakklandsfor- seta, og Ernesto Geisel, forseta Brasilíu, við því að hlaupa undir bagga með Kayser léti hann af því verða að flytjast úr landi. „Bonnstjórnin er allt of blauð," segir Keyser. Færi svo að ráðamenn settu Kayser stólinn fyrir dyrnar af pólitískum sökum væri hann þó enn ekki af baki dottinn. Hann gæti þá snúið sér að nýjum verkefnum og neðanjarðar í þetta sinn. Þáverandi vísindaráðherra, Matthöfer, afhenti milljónamæringnum fyrir nokkru ávísun að upphæð 764,068 mörk (meira en 1,2 milljarðar ísl. kr.) til rannsókna á háþrýstiorku úr kolum. Vissulega þyrfti Kayser ekki að svíkja tiltraust styrktarmanna sinna, sem þá störðu vonsviknir gegnum Otrag-rörin. „Við látum okkur detta í hug að vinna verðmæti úr jörðu," segir Kayser, „það ku fyrirfinnast úraníum á eldflaugasvæði okkar." Til leitar og vinnslu kjarnorkuefnisins ver ríkiskassinn nefnilega skattpeningi. (býtt, stytt og „Der Spigel") endursagt úr Á HLIÐ OG ÚT í FRUMSKOGINN - Þriðja skottilraunin mistókst í júní á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.