Morgunblaðið - 30.09.1978, Síða 23

Morgunblaðið - 30.09.1978, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 55 Jón Nikulásson frá Kirkjubœ — Minning Fæddur 6. ágúst 1903. Dáinn 1. júlí 1978. Lengi hef ég ætlað að setjast niður og skrifa nokkur orð til minningar um Jón, en fram- kvæmdin ekki orðið að sama skapi, enda á ég erfitt með að trúa því að hann skuli vera farinn frá okkur. Ég á ekki fáar minningar frá uppvaxtarárunum þar sem Jón tengist að meiru eða minna leyti, hann var mér alltaf eins og afi, þolinmóður og góður. Sem barni finnst manni alveg sjálfsagt að allir séu manni góðir, það er ekki fyrr en ég varð fullorðin að ég gerði mér grein fyrir að þetta var ekki algilt eða sjálfsagt, og þarafleiðandi var kannski ekki alltaf borgað í sama í þá góðu daga t- óþekktaranginn var stundum gæðunum yfirsterkari, en það haggaði Jóni ekkert, það voru ekki fáar ferðirnar sem hann þurfti að fara á eftir mér upp í klettana í Herjólfsdal til þess að ég færi mér ekki að voða, eða taka mig með út í Elliðaey með kindurnar, o.fl. o.fl. Á hverju sumri frá 2ja ára aldri sigldi ég með honum til Eyja, það sem ég var í sveit hjá honum og Sölu og Gunný, og fékk tækifæri til að upplifa margt sem ekki mörg börn fá tækifæri til. Jón var ekki aðeins sagður góður og tillitssam- ur við mig heldur alla sem á vegi hans voru, enda fáir vinafastari og tryggari, þótt ekki væri hann margorður eða hávaðasamur. Jón fæddist að Kljá í Helgafells- sveit árið 1903 og voru foreldrar hans Guðrún Bjarnadóttir og Nikulás Þorsteinsson. Vegna erfið- leika heima fyrir fluttist Jón aðeins 7 ára að aldri til Bolungar- víkur þar sem hann var tekinn í iHef opnaöi Lögmannsskrifstofu aö suöurlandsbraut 18, 3. hæö. Sími: 84433. Jón Halldórsson héraðsdómslögmaður. Playtex vörurnar eru komnar. Vinsamlegast endurnýjiö pantanir ykkar. Hafursfell, heildverzlun, sími 20480. Sumarbústaðarland Sumarbústáöarland til leigu ca. 45 til 50 km frá Reykjavík. Landiö er ca. 2500 fm. Landiö er skipulagt og leigist til langs tíma, vegalagning og giröing komin. Tilboö sendist Mbl. fyrir miövikudag merkt: „Bústaöur — 1898“. Við Bergþórugötu 3ja—4ra herb. portbyggö rishæö um 95 ferm. í steinhúsi til sölu, sér hitaveita og suöursvalir. Útb. 7 millj. Upplýsingar í símum 35441 og 18546 í dag og næstu daga. fóstur af móðursystur sinni. Bol- ungarvík átti mjög sterk ítök í honum alla tíð og ég fékk að heyra margar sögur þaðan. 1940 fluttist Jón til Vestmanna- eyja þar sem hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Salgerði Arngrímsdóttur frá Kirkjubæ, þar sem þau síðan bjuggu. Þau eignuð- ust eina dóttur, Guðrúnu, sem er gift Einari M. Einarssyni og eiga þau 3 dætur. Jón átti aðra dóttur, Sonju, áður en hann fluttist til Vestmannaeyja, býr hún í Gríms- nesi. Jón var lengi sjómaður á fiski- bátum, einnig á Herðubreið og Herjólfi, og í kjölfar þess var hann að sjálfsögðu sífellt í snúningum fyrir Pétur og Pál, þar sem bæði þessi skip gengu á milli lands og Eyja, og allt þótti jafn sjálfsagt. Við eldgosið í Eyjum ‘73 fluttust þau Jón og Sala til Reykjavíkur þar sem Gunný og Einar tóku á móti þeim opnum örmum og studdu þau í erfiðleikunum sem því öllu fylgdi. Húsið þeirra var eitt af þeim fyrstu sem fóru undir hraunið, þar sem það var eitt af Kirkjubæjar- húsunum, þetta var ekki bara venjulegt hús, heldur byggt af þeim sjálfum og Sala búin að gera ynd'slegan blómagarð allt í kring, við þær erfiðu aðstæður sem þar voru til þess að fá blóm til að dafna, nálgaðist það kraftaverki. Það urðu því mikil viðbrigði að flytjast í blokk í Reykjavík, en þau gerðu samt heimilislega og hlýlega íbúðina sína þar, en það var aldrei það sama, Jón hafði aldrei nein orð um það heldur var þetta nokkuð sem maður fann. Á meðan á gosinu stóð var Jón lengst af við hjálparstarf úti í Eyjum, og eiga margir honum gott að gjalda síðan. Jón var lengi búinn að eiga við erfið veikindi að stríða, en það var ekki neitt sem hann hafði orð á, hjúkrunarfólk og aðrir sem hjálpuðu honum fengu aldrei nema gott orð og hans hjartans þakklæti. Það er svo miklu meira að minnast en erfitt að koma frá sér á pappír, mig langar til þess að þakka fyrir allt sem mér féll í skaut, og votta ykkur öllum, Sölu, Gunný, Einari og börnunum mína innilegu samúð og hluttekningu. Gerður Pálmadóttir. Gerplu ÞAÐ ER ÆÐI eykur orku og lipurö. Innritun í síma 74925 Afmœlis- off minningargreinar AF GEFNU tilefni skal það enn ítrekað, að minningargreinar, sem birtast skulu í Mbl., og greinarhöfundar óska að birtist í blaðinu útfarardag, verða að berast með nægum fyrirvara og eigi síðar en árdegis tveim dögum fyrir birtingardag. t FANNEY JÓNSDÓTTIR trá Bíldudal, Hjallavegi 23, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 3. október kl. 13:30. Dntur, tangdaaynir, barnaborn og aðrir vandamenn. Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát, minningarathöfn og útför fööur okkar, SIGURÐAR Þ. SVEINSSONAR, frá Áai í Vopnafirði. Fyrir hönd vandamanna. Syatkinín frá Áai. t Faöir okkar, INGIBERGUR JÓNSSON, Veaturgötu 65, veröur jarösettur frá Fossvogskirkju, mánudaginn 2. október kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag íslands eöa aörar líknarstofnanir. íría Niaaen, Sigurður Ingibergaaon. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞURÍÐUR PÁLSDÓTTIR, sem lést aö Sólvangi laugardaginn 23. sept. veröur jöröuö frá Þjóökirkjunni ( Hafnarfiröi þriöjudaginn 3. okt. kl. 14.00. Jðna Markúadðttir, Grímur Bacmann, Kjartan Markúaaon, Guðrún Guðmundadðttir, Gunnar Markúaaon, Sigurlaug A. Stefánadóttir, Helgi Maríaaaon, Dóra Óakaradóttir, og bamabðrn. t Innilegar þakkir flytjum viö öllum þeim, er auösýndu okkur samúð og vinarhug viö andlát og jaöarför dóttur okkar og systur, INGIBJARGAR SÓLVEIGAR HLÖOVERSDÓTTUR, Birna Júlíuadóttir, Hlöðver Oddaaon, Kríatján Hlöðveraaon, Svanhildur Hlööveradóttir, Guðríður Hlöðveradóttir. t Hjartanlega þökkum viö öllum sem auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför konu minnar, móöur okkar, tendamóður og ömmu, JENNÝAR MAGNÚSDÓTTUR, Sólvallagötu 19 Halldór Gíalaaon, Vilborg Halldóradóttir, óli Tyne, Magnúa Halldóraaon, Guðrún Halldóradóttir, Chriater Edenfjörd, Gíali Halldóraaon, Halldór Halldóraaon, og Lennart Halldór. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför, EMILS E. GUÐMUNDSSONAR, Elaý Emiladóttir, Arnar Sigurðaaon, Emilía S. Emilsdóttir, Hreiöar Þórhallsson, Edda Emiladóttir, Rudolf Thorarensen, Kolbrún E. Biela, Harry Biela, Guömundur Ó. Emilsson, Eygló Kriatjánedóttir, Valur Emilaaon, Guðrún Valtýadóttir, Sigrún E. Delavante, Ómar Emilaaon, Michael Delavante, Smári Emilaaon, Nanna Magnúadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.