Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 61 itéitSt, • J K /1 ! : d VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100KL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI fyrir eru og á lóö sem tilheyrir húsinu? Þetta ættu þeir sem leyfi veita fyrir þessum verzlunar- rekstri að athuga. Fyrir nú utan þaö hversu mikill óþrifnaður er á þessu títtnefnda horni vegna þessa viðskiptamáta sem yfir stendur 14—15 stundir dag hvern og sá gnýr sem fylgir þegar bílar stanza bíða í lausagangi, kannski margir í einu eða eru ræstir á ný með miklum glumrugangi svo undir tekur í nágrenninu. Enn er það annað mál, sem mig fýsir að fá lagað hér við stíginn, en það er þegar skorin var sneið af malbikinu við eystri brún þessa stígs við Verzlunarskólann og þar lagt nýtt malbik, en langleiðin út að Bjarnastíg er óunnin enn og illgengt ef fara þarf yfir götu. Umferðarþunginn liggur austan megin þessa stígs vegna bílastæð- anna vestan megin. Þegar eitthvað er um að vera í skólanum er bílamergðin slík að freistast er til að leggja bílum báðum megin götunnar milli Hellusunds og Bjargarstígs og lokast þar stund- um næstum því útgönguleið úr íbúðarhúsunum. Slíkt er óhæfa ef koma þyrfti t.d. sjúklingi að eða frá húsi skyndilega. Sé vegarbrún merkt gulum lit má ekki leggja bíl þar við og því síður á gangstétt, slíkt er tvöfalt brot. Ef kært er til lögreglunnar, sem vafalaust veit af þessu, beitir hún sektúm, en lítur að öðru leyti vægt á brot í þessum tilvikum, sem framin eru þegar alger örtröð er við skólann. Eg vona að þetta géti vakið menn til umhugsunar og þeir sem hér gætu átt hlut að máli tekið til sín, þó segja megi að réttara hefði e.t.v. verið að snúa sér beint til viðkomandi yfirvalda. 6555-4097“. • Svartir sauðir „Ég vil benda Sigurði Arn- grímssyni á að í grein minni um fjölkvæni er minnst á að þeir einstaklingar sem hafa fjölkvæni í hávegum eru teknir út af sakra- menntum. Ég veit einnig að það eru alltaf svartir sauðir í öllum kirkjum. Því miður er heildin of oft dæmd eftir þessum svörtu sauðum. En við því er ekkert hægt að gera. Ef einhvern langar til að vita meira þá get ég til dæmis bent Þessir hringdu . . . • Hver velur prestana? Maður nokkur spurði hver það væri sem veldi presta til að flytja morgunbænir og annað efni í útvarp og sjónvarp. Finnst mér sagði maðurinn, að vel mætti velja fleiri, þ.e. presta úti um land en mér finnst aðallega hafa verið Reykjavíkurprestar í þessum fjöl- miðlum, og sakna ég þó t.d. sr. Emils Björnssonar. Velvakandi fékk þær upplýsing- ar hjá útvarpi að það leitaði til hinna ýmsu presta eftir að annast morgunbænir og væri reynt að dreifa því sem mest, en eðlilega gengi stundum illa að fá til þess presta utan af landi vegna fjar- lægðar. Um útvarpsmessurnar er hins vegar það að segja að nefnd á vegum prestanna sér um að velja presta til að annast þær. Um sjónvarpið hefur gilt sú regla að fá nokkurn veginn til skiptis presta og leikmenn til að annast helgi- stundirnar að kvöldi dags, og þá nokkur skipti í einu. á bæklinginn „Hvað um mormóna" sem hluti af þessari grein var tekinn úr. Með fyrirfram þökk, Ásthildur Geirsdóttir.“ • Hræddir við flugvélar? „Kæri Velvakandi. Ekki eru allar þjóðir hræddar við flugvélagný og væri skrítin sjón að sjá hræðslusvip á borgar- búum í Reykjavík þegar heyrðist til flugvélar, eins og algengt er í Reykjavík. Það vill nefnilega svo til að margar vélar sem fljúga um loftin blá hafa að geyrna dauða og eyðileggingu innanborðs sem varp- að er á saklaus fórnarlömb úti í heimi. Þjóðir, sem hafa stranga refsi- löggjöf á hendur þeim sem morð fremja, halda á loft boðorðunum og hafa presta í þjónustu sinni til að kenna vilja Guðs en senda heilan her til að tortíma þúsund- um manna. Prestar þessara þjóða eru látnir biðja um Guðs blessun þeim til handa sem hafa það að atvinnu að slátra fólki. Það er sem sé ekki sama hvernig þú drepur, fyrir hvern og til hvers. Morðingi er sá kallaður sem verður manni að bana vísvitandi og er hann lokaður inni og jafnvel tekinn af lífi. En maður sem flýgur um loftin blá með hræðileg eyðingarvopn og varpar vísvitandi dauða og eyðiieggingu á þúsundir manna, hvað ætli sé gert við hann? Honum er fagnað sem hetju og föðurlandsvin. Er fólk orðið svo heilaþvegið og siðlaust að það greini ekki gott frá illu? Jú, það veit nokkurn veginn hvað er rétt og hvað er rangt. Gallinn er bara sá að það hefur lokað sig inni í myrkrinu. Einar Ingvi Magnússon." HOGNI HREKKVISI «... ©1978 0 McNaught Synd., Ine. *...Oú»‘l TtOHDA bK-Tl... WfAR. ” 53? SIG6A V/öGA í Á/LVERAk <íy ytetfYtÚM foJL o& /yiAtSLa. ‘yraja /fp£v 4JU& Stjórnunarfélag íslands Vinnur Þú eftir áætlun? Metur þú arösemi verkefna? Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir nám- skeiði um „Arðsemi og áætlanagerð" að Hótel Esju dagana 5., 6. og 7. október n.k. og stendur námskeiðið í 21 klst. Leiöbein- andi á námskeiðinu er Eggert Ágúst Sverrisson viðskiptafræðingur sem um árabil hefur starfaö viö rekstrarráðgjöf hjá ráðgjafafyrirtækinu Hagvangi hf. Á námskeiðinu er lögö áhersla á raunhæf dæmi úr íslensku atvinnulífi. Námskeiöið er ætlaö: — framkvæmdastjórum — skrifstofustjórum — verkstjórum — og auk þess stjórnendum stofnana og öðrum áhugamönnum sem vilja tileinka sér nútíma aöferðir viö rekstur fyrirtækja. Allar nánari upplýsingar og skráning þátttakenda fer fram á skrifstofu S.F.Í. aö Skipholti 37, sími 82930.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.