Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 2
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 150 fulltrúar á aukaþingi SUS AUKAÞING Sambands ungra sjálfstæðismanna var sett aí Jóni Magnússyni form. SUS kl. 10 árdegis í gær, laugardag. Þingið sitja 150 fulltrúar víðs vegar að af landinu. í setn- ingarræðu sinni sagði Jón: „t>að sem skiptir máJi í dag, er Nýtt lyf við gláku NVTT lyf við gláku cr fyrir nukkru komið á markaðinn, framleitt af fyrirtækinu Merck Sharp and Dohme. og neínist það timolol maleate cða timoptic. Mbl. spurði Úlfar Þórðarson augnlækni hvort meðal þetta væri kunnugt hérlendis: — Já, við höfum notað þetta meðal í alllangan tíma með sæmilegum árangri. Það upp- fyllir ekki allt sem framleið- endur þess segja um það, en það hefur komið sér vel í vissum tilvikum gláku sem einmitt er algeng hjá okkur og það er góð viðbót við þau lyf sem fyrir eru. Misjafnt er hversu vel sjúkling- ar þola það, en það fer eftir því hvort þeir hafa aðra sjúkdóma samtímis eða ekki. Þetta er eina nýja lyfið við gláku í langan tíma, en það er alldýrt, sagði Úlfar Þórðarson að lok- að blása til nýrrar sóknar. Eyða sundrungu og móta sókndjarfa stefnu í anda frjálshyggju og félagslegs réttlætis." Að lokinni þingsetningu var gerð grein fyrir störfum undirbúnings- nefnda þingsins. Voru það Inga Jóna Þórðardóttir, sem fjailaði um starfsemi og skipulag Sjálf- stæðisflokksins, Fríða Proppé fjallaði um starfsemi og skipu- lag SUS, Kjartan Jónsson fjall- aði um mál verðbólgunefndar og Tryggvi Gunnarsson fjallaði um kjördæmamál. Þá var gerð grein fyrir drb'gum að almennri stjórnmálaályktun. í gær störfuðu nefndir þings- ins. Þinginu verður slitið í kvöld, en áður flytur Geir Hallgríms- son formaður Sjálfstæðisflokks- ins ávarp. Þá verða einnig afgreiddar ályktanir þingsins. I ræðu sinni sagði Jón Magnússon form. SUS m.a.: „Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag voru ósparir á loforðin við síðustu kosningar. Nú hefur komið í ljós að kosningaloforðin voru eingöngu sett fram sem yfir- og gylliboð. Ef eitthvað er pólitískt siðleysi þá er það hegðun' þessara flokka." Að lokum sagði Jón: „Við skulum vinna vel á þessum fundi, svo að ungir sjálfstæðismenn fái verð- ugt vegarnesti á aukaþingi á Þingvöllum í upphafi þeirrar baráttu sem framundan er í stjórnarandstððu." Hugsanlega selt á Sölvhólsgötu ef framtíðarlóð f æst — segir Erlendur Einarsson í DAGBLAÐINU Tímanum í gær er haft cftir Ragnari Arnalds menntamálaráðherra að til greina kæmi að kaupa húseign Sambandsins við Sölvhólsgötu ef hún væri föl. Mbl. sneri sér til Erlcnds Einarssonar forstjóra SÍS og spurði hann hvort nokkuð væri afráðið varðandi þetta máL — Það hefur ekki verið rætt um Sjúkraliðar styðja meinatækna SJÚKRALIDAFÉLAG íslands hefur sent frá sér eftirfarandi yffrlýsingut Sjúkraliðafélag íslands Iýsir eindregnum stuðningi við aðgerðir meinatækna sem hafa sagt stöðum sínum lausum frá og með 1. apríl s.l. í mótmælaskyni við túlkun kjaranefndar á röðun þeirra í launaflokka. Meinatæknar á öllu landinu munu hætta störfum 1. okt, þar sem óskum þeirra um viðræður til lausnar kjaradeilunni hefur ekki veriö sinnt. að ríkið keypti húsið núna nýlega, en það kom til tals fyrir nokkrum árum, þegar við vorum að leita fyrir okkur eftir stað sem væri hentugur fyrir alla starfsemi Sambandsins, sagði Erlendur. Við hefðum viljað reisa skrifstofuhús- næði sem næst birgðastöð okkar við Holtaveg, en borgaryfirvöld hafa ekki ennþá gefið ákveðið svar. Taldi Erlendur aðspurður koma til greina að fara út fyrir borgina ef ekki fengist lóð í Reykjavík. — Ég geri ráð fyrir að þetta yrði skoðað ef við hefðum vissu fyrir því hvar hægt væri að byggja framtíðarhúsnæði fyrir Samband- ið en starfsemin er nú á fjórum stöðum í borginni, sagði Erlendur Einarsson að lokum . og hann kvaðst ekki geta sagt um hvert söluverð hússins yrði ef af solunni vrði. Frá SUS-þinginu í gær. Fiskimálasérfræðingur Norðmanna í Brussel: ísland hefur náð betri samn- ingum við EBE en Norðmenn - NORDMENN hafa mikla mögu- leika á að flytja út fisk til meginlands Evrópu og höfum við varla byrjað að notfæra okkur þennan markað. Það er mikil framtfð í þessari útflutningsgrein, segir Otto Hansen sem starfar við norska sendiráðið í Briissel og hefur með fiskimál að gera, en hann hefur 15 ára reynslu í þessu starfi, og kcmur þetta fram í' viðtali við norska blaðið Sunnmörsposten. — Fiskur er stöðugt meira met- inn í' löndum Efnahagsbandalags- ins, segir Hansen, og má t.d. nefna síldina sem var á mínum æskuárum í Noregi hálfgerður fátækramanna- matur. en nú er hún orðin eftirsótt á b'llum helztu veitingahúsum í þessum löndum og aðrar tegundir eru einnig að verða þýðingarmikl- ar. Þetta býður norskum fiskiðnaði uppá mikla mb'guleika. Otto Hansen var spurður hvaða áhrif tollmúrar hefðu á þennan hugsanlega aukna útflutning: — Það líður ekki langt þangað til Efnahagsbandalagið verður að taka tollamálin til meðferðar og varðandi ferskfisk má t.d. nefna að tollar hafa verið lækkaðir nokkuð og held ég að það sé fyrsta skref þess að tollar verði alveg felldir niður. Vera kann að þau mál verði þegar tekin til alvarlegrar umræðu innan EBE strax eftir nýár. Tollamálin valda nokkrum erfið- leikum varðandi frosna fiskinn og stendur Noregur þar íslandi að baki, sem þó hefur átt í þorskastríði við tvö EBE lönd og Færeyjar hafa einnig mun betri aðstöðu en við. En ég held að þetta kunni að lagast þegar ákveðnari stefna í fiskimálum verður mörkuð innan EBE. EBE-löndin veiða sífellt minni fisk og verðið hækkár og til þess að koma í veg fyrir frekari verðhækkanir er helzt til ráða að leyfa aukinn fiskinnflutning. Ég held að sá tími sé ekki langt undan að fiskverðið hækki gífurlega og þá verði gripið til þess að leyfa aukinn innflutning og lækka tollana. Otto Hansen sagði að norsk yfirvöld hefðu ýtt á að þessi mál væru tekin til endurskoðunar. Hann sagði að möguleikar væru miklir, t.d. fyrir lax, en helzt þyrfti að beina kröftunum að því að vinna markað fyrir hversdagslegan mat, eins og hann orðaði það og taldi erfitt að koma mjög ört með nýjungar á þessu sviði þar sem íhaldsemi ríkti í matarvenjum í flestum löndum. Enn er allt óvíst með breytingar á Júpíter FYRIR nokkru hóf Stálvík h.f. breytingar á togaranum Júpiter, en núverandi eigandi togarans, Hrólfur Gunnars- Aftur heyrðust neyðarsend- ingar frá finnska skipinu FLUGVÉL Landhelgisgæzlunnar varð í fyrradag vör við daufar neyðarsendingar á flugvélatíðni, þegar hún var á flugi suður af landinu. Flugvélin miðaði sendingarnar út og reyndust þær koma frá finnsku 11 þúsund tonna olíuskipi, Palva, sem statt var 180 mílur út af Dyrhólaey á vesturleið. Eins og menn muna eflaust heyrðust neyðarsendingar frá þessu sama skipi fyrir viku síðan, en þá var það á austurleið. Þá heyrðu tvær íslenzkar farþegaflugvélar send- ingarnar og Landhelgisgæzluflug- vélín miðaði þær út. Allt hefur reynzt vera í lagi um borð í bæði skiptin og kunnu skipverjar enga skýringu á þessum sendingum. Hafa þeir lofað að kanna málið rækilega og sjá til þess að þessar sendingar stöðvuð- ust. son, ætlar að láta breyta togaranum í nótaskip. Frá því var skýrt á sínum tíma, að Fiskveiðasjóður hefði gefið samþykki sitt til breyt- inga, sem kosta yfir 700 millj. kr., en samkvæmt þeim upp- lýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér, þá er enn allt á huldu með hvort af breyting- um verður, þar sem Lands- banki íslands mun ekki hafa gefið samþykki til lána. Stafar það af því, að skip það sem Hrólfur er nú eigandi að, Guðmundur RE, hefur enn ekki verið selt, og ekki víst hvort af sölu verður, þótt bráðabirgðasamningur hafi verið gerður. SkiphóU verður diskótek UM ÞESSAR mundir er unnið að breytingum á veitingahúsinu Skip- hóli í' Hafnarfirði. Eru þær m.a. f því fólgnar að breyta skemmti- staðnum í diskótek. Ný hestabók á 4 tungumálum Mynd Finns Jónssonar. sem verður á uppboði Klausturhóla. — frétt annars staðar á opnunni. EIN AF nýju bókunum á markaðn- um í haust verður bók um fslenzka hestinn, sem Iceland Review gefur út. Er hún veglega myndskreytt, með 90 litmyndum af hestinum á öllum árstíðum og í hinum ýmsu hlutverkum. Flestar eru myndirn- ar teknar á íslandi, en nokkrar þeirra eru teknar í útlöndum. Morgunblaðið hafði samband við Iceland Reviw og aflaði nánari fregna af þessari útgáfu. Mun Iceland Review gefa út bókina á ensku, en íslenzka útgáfan verður í höndum Bókaforlagsins Sögu. Þá Sjá hefur Iceland Review tekizt að selja bókina til útgáfu í nokkrum öðrum löndum og kemur hún út í haust í Bretlandi, Bandaríkjunum og Dan- mörku. Síðar í vetur verður bókin prentuð fyrir hollenzkt forlag og samningar standa yfir við forlög í Þýzkalandi og Sviss. Mun Iceland Review hafa bókina á boðstólum hér á öllum þeim tungumálum, sem hún verður prentuð á. Sigurður A. Magnússon hefur skrifað texta bókarinnar og fjallar hann m.a. um hlutverk hestsins í fornum og nýjum bókmenntum okkar auk þess að gera grein fyrir notkun hans í nútíð og fortíð. Fjölmargir ljósmyndarar eiga myndir í þessari nýju hestabók.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.