Morgunblaðið - 01.10.1978, Side 3

Morgunblaðið - 01.10.1978, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 3 Þrumubingó Hvatar nk. fimmtudagskvöld SJALFSTÆÐISKVENNA- FÉLAGIÐ Hvöt eínir til þruniubinjíós í Sigtúni næst- komandi fimmtudag klukkan 20.30. Verðmæti vinninga er um 2 milljónir króna og er enginn vinningur undir 80 þúsund krónum að verðftiæti. Á síðasta ári hélt Hvöt þrumu- bingó og varð þá mikill fjöldi manna frá að hverfa. Nú verður hins vegar spilað á báðum hæðunum 1 Sigtúni. Vinningar, sem eru að verð- mæti 2 milljónir króna, eru m.a. 10 Útsýnarferðir til sólarlanda, til Costa del Sol, Costa Brava, Grikklands, Italíu, Júgóslavíu og 13 daga ferð með Guðmundi Jónassyni hér innanlands. Þá verða í vinninga málverk, hús- gögn, alls konar rafmagnstæki, vöruúttekir á fatnaði, matvæl- um og sitthvað fleira. Spilaðar verða 18 umferðir, en að auki verða skemmtiatriði. Sigríður Hannesdóttir eftir- herma og gamanvísnasöngkona skemmtir og Sigmar Pétursson leikur á harmoníku. Vetrarstarf Hvatar er nú að hefjast, en vonir standa til að það verði bæði mikið og öflugt, svo sem verið hefur. Sigríður Hannesdóttir. Júlíana og Isleifur á mál- verkauppboði Klausturhóla MÁLVERKAUPPBOÐ hafa um áratuga skeið verið vinsæll liður menningardagskrá vetrarins. Klausturhólar, listmunauppboð Guðmund- ar Axelssonar, hefja vetrarstarfið á Hótel Sögu n.k. þriðjudag kl. 5. Það er 46. uppboð fyrirtækisins og verða að þessu sinni seld myndverk unnin með margvíslegum efnum, svo sem olíu, vatnslitum, rauð- og svartkrít, olíupastel, bleki. tússi, acryllitum, dúkskurðarmyndir o.fl. Boðin verða upp myndverk eftir unga listamenn, miðaldra og ýmis verk eru eftir hina allra þekktustu og virtustu meistara á þessari öld. Það sem einkum vekur athygli er hinn mikli fjöldi gamalia teikninga eftir meistara Kjarval. Meðal yngri málara vekja athygli tvær olíumyndir eftir Sverri Haraldsson, önnur nokkurra ára gömul frá Þingvöllum og hin hálfgeómetrísk Reykjavíkurmynd frá 1952, auk tveggja teikninga eftir sama. Myndir eru eftir Hring Jóhannesson, húsamynd eftir Kára Eiríksson, teikning eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur og af öðrum núlif- andi málurum má nefna verk Valtýs Péte-'of'nar, Eggerts Guð- mundssonar, Veturliða, auk þriggja mynda eftir Finn Jónsson, sem nú má teljast Nestor ísienzkra mynd- listarmanna og njóta verk hans viðurkenningar víða um heim og eru mjög sjaldfengin, því ár og dagur er nú síðan listamaðurinn hætti að selja myndir sínar. Myndir hans eru úr Þjórsárdal, stór olíumynd og Öræfagróður, auk vatnslistamyndarinnar Eyðibýli. Verk látinna málara eru að þessu sinni óvenjulega mörg og meðal þeirra myndir eftir listamenn, sem aðeins sjást örsjaldan á markaði. Má þarna nefna tvær olíumyndir eftir Júlíönu Sveinsdóttur, Blóma- mynd og mótív frá ltaliu. Tryggva- götumynd eftir Baldvin Björnsson og málverkið Víkingaöld eftir þann kunna naívista ísleif Konráðsson. Tvær myndir verða seldar eftir Gunnlaug Scheving, dúkrista og vatnslitamynd frá Borgarnesi. Þrjár myndir eftir Gunnlaug Blöndal, tússmynd Jóns Engilberts af fjallakofa, tvær pastelmyndir eftir Nínu Sæmundsson, æðarfugla- mynd Höskuldar Björnssonar, og sérstæð landslagsmynd eftir Guðmund frá Miðdal, ennfremur mynd úr Hornafirði eftir Jón Þorleifsson. Yfir tuttugu myndverk meistara Kjarval eru á boðstólum, olíumynd- ir, blýants- og litateikningar, þar á meðal tvö gömul olíumálverk frá Þingvöllum. Myndirnar verða til sýnis í nýjum húsakynnum Klausturhóla n.k. mánudag kl. 10—18 og að Hótel Sögu þriðjudag kl. 9—15. Gaman að vinna með íslenzku tónlistarfólki — sögðu Krauze og Zukofsky Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í kvöld eru tilefni alþjóðlegs túnlistardags. en þessa dags. 1. október ár hvert er víða minnst og er það fyrir tilstilli Saméinuðu þjóðanna að svo er gert. Á efnisskránni eru þrjú verk. Fylgjur eftir Þorkel Sigurbjörnsson. píanókonsert eftir Zygmunt Krauze og sinfónía nr. 2 eftir Mendelsohn. Tveir erlendir tónlistarmenn koma við sögu á þessum tónleikum, þeir Zygmunt Krauze, sem leikur einleik á píanó í verki sínu, og Paul Zukofsky fiðluleikari sem leikur einleik í verki Þorkels. en hann er jafnframt stjórnandi tónleikanna. Mbl. ræddi stuttlega við þá á æfingu í fyrradag. —Eg- er hingað kominn nú til að leika píanókonsert sem ég samdi árið 1976 en ég reyni jöfnum höndum að leika með hljómsveitum og halda sjálfstæða tónleika og taka nokkurn tíma til að semja, sagði Krauze. Hann var spurður hvernig gehgi að taka frá tíma til að semja. — Það gengur dálítið upp og ofan, en yfirleitt reyni ég að haga því svo til að hljómleikar séu nokkuð þétt og síðan að gefist tími heima til að semja. Á hljómleikaferðunum er lítill tími til slíks. Zygmunt Krauze leikur með kamm- ersveit sem hefur á undanförnum árum ferðast víða um og haldið hljómleika og hefur hann t.d. verið í Mexikó og fer héðan til Englands þar sem hann leikur með kammersveitinni á 11 hljómleikum. Paul Zukofsky er fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, sem fyrr segir og Zygmunt Krauze fri Póllandi leikur einleik í píanókonsert sínum á hljómleikunum í kvöid. Ljósm. Emilía. leikur hann einleik í verkinu Fylgjur eftir Þorkel Sigurbjörnsson, en hann hefur tileinkað Zukofsky það vérk. — Þetta er í fyrsta sinn sem ég stjórna hér, sagði Zukofsky, en aðallega hef ég leikið og stundað kennslustörf og hefi ég t.d. nokkuð oft komið til Islands í þeim tilgangi. — Píanókonsert Krauze er mjög skemmtilegt verk og það hefur verið gaman að vinna að því hér, hljóm- sveitin er góð og tel ég að í henni sé mjög góður efniviður, sem hægt er að gera mikla hluti með. Hún er að mörgu leyti sambærileg við margar hjjómsveitir erlendar. Zygmunt Krauze tók undir það með Zukofsky að gaman væri að starfa hér og létu báðir vel af samvinnunni hvor við annan og sögðu að það kæmi vel til greina að þeir myndu starfa saman aftur, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir vinna saman. Paul Zukofsky stjórnar Sinfónfu- hljómsveitinni og leikur jafnframt einleik á fiðlu. Muniö Útsýnarkvöldiö aö Hótel Sögu í kvöld. wjm Greiðsluskilmálar: ÞUSUND KR ÚTBORGUN. — Afgangurinn á 5 mánuöum. fimmtudaga kl. 17.30. COSTA DEL SOL — brottför 8. október — 3 vikur. Nokkur sæti laus — Gististaöur: LA NOGALERA Tilboöiö stendur i 3 daga eöa til miðvikudags 4. okt. kl. 17.00. 5 dagar. í VETUR ER SKRIFSTOFAN OPIN VIRKA DAGA FRÁ KL. 9—5 LOKAÐ LAUGARDAGA Austurstræti 17, IL hæð Símar 26611 og 20100 Brottför: 12., 26. okt. 9., 23. nóv. Verö frá kr. 83.000. Innif. Flugfar, flugvallarskattur, gisting og enskur morgunveröur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.