Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 1. OKTOBER 1978 „Ég er Þess ekki verður að hafa hátt um Adolf Hitler. Líf hans og starf gefa ekki tilefni til neinnar tilfinningasemi. Hann var baráttumaður, baröist fyrir mannúð og var boðberi fagnaðarerindisins um réttlæti til handa öllum Þjóðum. Hann var í fremstu röð umbótamanna en söguleg örlög hans uröu bau að hann lifði á tímum hins ýtrasta siðleysis, sem að lokum varð honum aö falli. Þannig leyfir hinn almenni Vestur-Evrópubúi sér aö líta á Adolf Hitler, og við, nánir stuöningsmenn hans, hneigjum nú höfuð okkar að honum látnum." Svo mörg voru Þau orð, en Það voru fleiri en Knut Hamsun sem hneigðu höfuðiö Þegar Þessi eftirmæli birtust á prenti í maí 1945. Þetta urðu um leið eftirmæli Knut Hamsuns um sjálfan sig. Hann var elskaður og dáður um allan hinn menntaða heim, Nóbels-verölaunahafi, annálaöur fyrir stílsnilld, „við getum ekki varizt brosi elskunnar við að heyra nafn hans nefnt," og hann hafði gert hið eilífa Ijós Norðurlandssumarsins ódauðlegt. Þeir, sem mikið elska komast heldur ekki hjá Því að missa mikið, og Þetta gilti um aðdáendur Knut Hamsuns. Hann var stimplaður og dæmdur sem nasisti og föðurlandssvikari, — settur á sakamannabekk par sem skugga tveggja manna bar hæst, Hamsuns og Quislíngs. Quisling fékk sín réttarhöld, hlaut sinn dóm og var skotinn. Þar var gengið hreint til verks. Hamsun hlaut Þyngri refsingu, hatur, fyrirlitningu, ofsóknir og smán, og hjarði Þar til hann var 96 ára gamall, rúinn æru og vinum, löngu orðinn blindur og heyrnarlaus. Turkild Hansen. inni laug hann að þessu fólki, því að síðustu fyrirmaelin sem hann gaf voru á þá leið að í útvarpstil- kynningu skyldi sagt, að hann hefði fallið i bardaga. Svo stakk hann upp í sig byssuhlaupinu og hleypti af. Hamsun á hinn bóginn — segir Torkild Hansen — var aflögufær, jafnvel á yztu nöf, og hann brást ekki einu sinni_ Adolf Hitler á örlagastundu. „Hann skoraðist ekki undan ábyrgðinni. Hann meðgekk að hann var náinn stuðningsmaður Hitlers, og það gerði hann af frjálsum vilja. Það hefði hann vel getað látið ógert." Annað atriði í flókinni skýringu Torkild Hansens á framkomu þessa flókna manns sækir hann meðal annars til eiginkonu skálds- ins, Marie Hamsun. Hún segir það hafa verið í andstöðu við eðli hans að vera á sama máli og meirihlut- inn. „Ég verð að vera á móti," skrifar Hamsun sjálfur, þá aðeins 17 ára að aldri, og þessi afstaða breyttist ekki með aldri og þroska. Tore Hamsun segir að uppreisnar- girni föður hans hafi meðal annars komið fram í því að hann hafi sótzt eftir félagsskap þeirra sem börðust fyrir málstað, sem var í „... ekki til að sýna, heldur til að skilja og skýra" Eftir að réttarhöldunum yfir Hamsun lauk sagði hann: „Gögnin eru tíl. Kannski verða þau ein- hverntíma skoðuð." Nú hafa þau loks verið skoðuð niður í kjölinn, meira en aldarfjórðungi eftir að Hamsun lézt. Grónar götur hafa verið grafnar upp. Það hefur verið rótað í því, sem átti að vera búið og gert, og það þurfti danskan mann til að skrifa bókina, sem en'? inn Norðmaður hefði þorað að skrifa, eins og haft hefur verið á orði eftir að verk Torkild Hansens, „Réttarhöldin yfir Knut Hamsun", kom út fyrir nokkrum dógum. Bókmenntagagnrýnendur ljúka flestir upp einum munni um ágæti verksins, og eiga yfirleitt ekki nógu sterk orð til að lýsa hrifningu sinni. „Snilld, merkilegt, stórkost- legt, óskiljanleg innlifun, ná- kvæmni, dirfska", allt eru þetta orð, sem fyrir koma í bókmennta- gagnrýni norrænna blaða þessa dagana. Torkild Hansen reynir ekki að hvítþvo Hamsun. Hann segist ekki ganga þeirra erinda að reyna að sýkna hann, heldur hafi hann leitazt við að skilja og útskýra. „í fremstu röð umbótamanna ... hneigjum höfuð okkar." Þessi orð Hamsuns um Hitler kölluðu á viðbjóð, reiði og fyrir- litningu. Menn fengu klígju. Ein- ræðisherrann, sem hafði vaðið yfir ríki álfunnar á skítugum skónum, ofboðið flestu því sem hægt var að ofbjóða, og voru þó ekki nándar nærri öll kurl komin til grafar. Torkild Hansen hefur ekki viljað sætta sig við þá skýringu að Hamsun hafi einfaldlega verið æstur nasisti, að hann hafi verið í hópi þeirra milljóna, sem létu blekkjast og fengu glýju í augun þegar Foringinn hreykti sér og öskraði hvatningarorð, með svip- una á lofti, lofandi þúsund ára sæluríki að loknum þjáningum og erfiði. Hansen spyr: „Hvað á þetta eiginlega að þýða? Hvað liggur að baki þessari hrikalegu kórvillu? Og hvers vegna kemur hún fram með þessum hætti á þessari stundu?" Svar Hansens er engan veginn einhlítt eða afdráttarlaust. Hann reynir ekki að sýkna Hamsun, en hann reynir að setja sig í spor hans, reynir að skilja hann og skýra síðan afstöðu hans. Hann segir m.a.: Hamsun kemur aftur til Öslóar eítir heimsóknina til Hitlers í Arnarhreiðrið. nasista í Noregi á hernámsárunum, fagnar honum ásamt heiðursverði. Terboven, hæstráðandi „Við lítum til baka á þessa atburði. Hamsun hafði þá fyrir framan sig. Þegar hann.lét þessi orð falla vissi hann ekki að Hitler hafði framið sjálfsmorö. Þvert á móti hélt hann eins og aðrir að Hitler hefði „fallið í bardaga". Enn sem komið var vissi hann ekki frekar en flestir aðrir um útrým- ingarbúðir. Honum var ekki kunn- ugt um fjöldamorðin í Rússlandi. Þeim ofbeldisaðgerðum nasista, sem hann hafði sjálfur vitað um, hafði hann mótmælt, og þau mótmæli höfðu ekki reynzt með öllu árangurslaus. En samt sem áður ... Árið 1945 var með engu móti hægt að líta á Hitler sem baráttumann fyrir mannúð eða boðbera fagnaðarerindis af nokkru tagi. Slíkur var hann ekki einu sinni í augum fólks, sem aðeins gat horft á þessa atburði í ljósi líðandi stundar." Hansen bendir á að Hamsun hafi orðið fyrir vonbrigðum með Hitler þegar hann kynntist honum persónulega, og að þegar af þeirri ástæðu hljóti að vera maðkur í mysunni, sérstaklega þar sem ekki verði séð að ytri aðstæður hafi þröngvað honum til að láta slík ummæli falla á þessari umræddu stundu, einmitt þegar honum mátti ljóst vera að þau mundu hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hann sjálfan. Tore Hamsun, sonur skáldsins, krafði föður sínn um skýringu á þessum orðum, og hún var á þá leið að þau hafi sprottið af þörf til að sýna „föllnu stór- menni drengskai". Þetta er orða- lag, sem Hansen reynir í bókinni að brjóta til mergjar. Hann telur þau að sumu leyti í samræmi við þá mynd, sem Hitler hafi til hinztu stundar tekizt að blekkja með milljónir manna, en bendir jafn- framt á að skilningur manna á heiðri, sóma og drengskap hafi mjög breytzt frá því sem var á horfinni öld. Hér hafi sumpart verið um að ræða viðbrögð manns, sem taldi sér ekki samboðið að hlaupast undan merkjum þegar allt var komið í óefni. Hér er engan veginn hægt að líta svo á að, skýringin sé fengin, en Hansen bendir auk þess á, að eftirmælin sýni betur en flest annað það hyldýpi sem í rauninni hafði verið á milli Hamsuns og Hitlers. Aldrei hafi Hitler brugðizt áhangendum sínum og stuðningsmönnum herfi- legar en á hinztu stundu. Hann lét handtaka Göring, svipti Speer embætti og lét skjóta Fegelein, mág sinn, og í erfðaskránni hafði ann að háði og spotti hershófðingj- ana, sem höfðu barizt fyrir hann, og hann laug að fólkinu, sem hafði fórnað svo miklu í þjónustunni við Foringjann. Á sjálfri banastund- -v;-v- —segir Torkild Hansen um „Réttarhöldin yfir Knut Hamsun" andstöðu við vilja meirihlutans, og fullyrðir í því sambandi að sjálfur málstaðurinn hafi þá oft orðið aukaatriði. Af hverju aðhylltist Hamsun nasismann? En hvernig gat maðurinn, sem skrifaði Pan, Suit, Viktoríu, Undir ha"uststjörnu og slík meistaraverk, orðið nasisti? Hvernig gat hann fallizt á þau sjónarmið að einn kynþáttur væri óalandi og óferj- andi og að annar bæri höfuð og herðar yfir alla hina. Hvaðan kom þetta tærandi eitur í huga hans? Torkild Hansen fullyrðir að Ham- sun hafi ekki verið „nasisti í eðli sínu", heldur að í æsku hans hafi verið sáð frækorni haturs á óllu því sem enskt var. Enskir lávarðar og fyrirmenni sóttu á þessum tíma í laxveiðiár á norðurslóðum, og heimildir eru til um kynni hans af slíkum mönnum. Þeir virðast ekki hafa sýnt honum ljúfmennsku og alúð, heldur hroka og fyrirlitn- Knut og Marie Hamsun árið skáidsins. 1950, tveimur árum íyrir andlát

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.