Morgunblaðið - 01.10.1978, Síða 14

Morgunblaðið - 01.10.1978, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 14 „Nánast enginn munur á Fríkirkjunni og Þjóðkirkjunni ” — segir Þorsteinn Björnsson, sem senn lætur af störfum sem Fríkirkjuprestur „Ég heí aldrei séð eftir því að hafa sótt um embætti Frí- kirkjuprests á sínum tíma,“ sajíði séra borsteinn Björnsson Fríkirkjuprestur í samtali við Morftunhlaðið í vikunni. bor steinn lætur nú af störfum hjá söfnuðinum þar sem hann hefur starfað allt frá því árið 1950. „betta er ákaflega elsku- legt fólk og starfið hefur KenKÍð snuðrulaust fyrir sig öll þessi ár.“ sagði borsteinn ennfremur. Þorsteinn sagði, að Fríkirkju- söfnuðurinn hefði verið stofnað- ur árið 1899, nánar tiltekið þann 19. nóvember það ár. Kirkja safnaðarins var hins vegar ekki vígð fyrr en 1903, en fram að þeim tíma var messað í Góð- templarahúsinu. „Það var sr. Lárus Halldórs- son sem kom með Fríkirkjuhug- sjónina hingað til lands frá Ameríku," sagði Þorsteinn, „þannig að söfnuðurinn Varð til fullt eins fyrir áhrif utan að eins og fyrir deilur hér heima. Þó var um það deilt á þessum árum, hvort Dómkirkjuprestur skyldi áfram vera einn eða hvort þeir ættu að vera tveir. Var algjör- lega synjað fyrir það að þeir skyldu vera tveir, af dönsku landsstjórninni, þannig að Frí- kirkjan var stofnuð. — Dóm- kirkjuprestarnir urðu síðan tveir aðeins tíu árum síðar, þannig að þetta fólk hefur kannski verið tíu árum á undan sinni samtíð! En séra Lárus var ákaflega óformlegur maður í allri sinni prestsþjónustu, og meðal annars má nefna að hann prédikaði og vann yfirleitt öll prestsverk á sínum jakkafötum, en notaði ekki hempu eða önnur klæði við guðsþjónustur. Þetta breyttist svo allt saman þegar séra Ölafur Ólafsson kom til safnaðarins, hann vildi hafa allt með sama sniði og það var hjá þjóðkirkjunni, og þannig hefur það verið síðan. Séra Olafur hafði áður verið prestur í Arnarbæli í Ölfusi og víðar fyrir austan fjall, og mjög margt fólk kom í söfnuðinn úr Árnessýslu, fólk sem var að flytja til bæjarins og þekkti Ólaf og vildi áfram vera hjá honum. Fjölgaði mjög í söfnuð- inum í tíð séra Ölafs, en þó fjölgaði mest þann tíma sem séra Árni Sigurðsson þjónaði söfnuðinum." Var áður tæp fjórtán ár hjá Þjóðkirkjunni „Ég sjálfur var áður starfandi prestur hjá Þjóðkirkjunni," seg- ir Þorsteinn, „ég var í tæp fjórtán ár prestur úti á landi. Fyrst var ég í um það bil sjö ár í Árnesi í Strandasýslu, og síðan í rúm sex ár á Þingeyri. Og þaðan fer ég svo suður til Fríkirkju- safnaðarins. Þetta var að vissu leyti alveg nýr heimur að koma norður á Strandir, ekki síst þar sem ég var nú kaupstaðarbarn, alinn upp í Hafnarfirði. Ég fæddist þó suður í Garði, í Miðhúsum. Þessi dvöl mín norður á Ströndum er mér því mjög minnisstæð, einn- ig vegna þess að þetta voru mín fyrstu ár í prestsskap, og svo fyrir það að þar kynntist ég konu minni, Sigurrósu Torfa- dóttur, hún var úr mínu fyrsta prestakalli. Hún hefur verið mér ómetanleg stoð og stytta. Býst ég við að prestsferill minn hefði orðið hér nokkru styttri ef hún hefði ekki stappað í mig stálinu. En áður en ég tók við starfi sem Fríkirkjuprestur hafði ég sótt um önnur prestaköll, en ekki fengið. Einnig hafði ég eitthvað spurst fyrir um Frí- kirkjuna, án þess þó að sækja um. Síðan gerist það, að hópur fólks úr Fríkirkjusöfnuðinum kom að máli við mig, og hvatti mig til að sækja um starf Fríkirkjuprests, og svo fór að ég .gerði það, og var kosinn. Kom mér það þó satt að segja talsvert á óvart, þar sem á móti mér sóttu tveir glæsilegir kenni- menn, þeir sr. Árelíus Níelsson og sr. Emil Björnsson. Almenn kosning fór fram í söfnuðinum, og hlaut ég þar flest atkvæði, þetta var í ársbyrjun 1950. Upp úr þessum kosningum var svo Óháði söfnuðurinn í Reykjavík stofnaður. Fylgis- menn séra Emils vildu ekki una þessum niðurstöðum, enda höfðu þeir nánast gengið út frá því sem vísu, að sr. Emil hlyti kosningu. Hér var einkum um að ræða hluta safnaðarstjórnar- innar, en þegar til átti að taka fór eins og stundum vill verða, að fólkið vill sjálft fá að taka ákvarðanir en vill ekki láta stjórna sér. Þetta mál var talsvert mikið hitamál á sínum tíma meðal fólks í söfnuðinum, þó milli okkar sr. Emils hafi aldrei verið neitt nema gott. Eitt af því sem deilt var um eftir kosningarnar, og stofnun Óháða safnaðarins, var það að þeir vildu fá að hafa aðstöðu í Fríkirkjunni, og sögðu þeir sig ekki úr Fríkirkjusofnuðinum. — Það gat ég ekki fallist á, þar sem ég hafði nú verið kjörinn prestur safnaðarins, að annar prestur væri svo einnig þjónandi í söfnuðinum. Þessi mál leystust þó öll með tíman um, ekki hvað síst vegna þess að fólk í Óháða söfnuðinum kom sér upp kirkju á skömmum tíma og með miklum dugnaði." Lítill miinur á Fríkirkju og Þjóðkirkjunni Séra Þorsteinn segir, að sára- lítill munur sé á Fríkirkjunni og Þjóðkirkjunni, og alls enginn í sambandi við sjálfa guðsþjón- ustuna. Helsti munurinn sé sá, að Fríkirkjan sé á engan hátt tengd ríkinu, hvorki félagslega né fjárhagslega. Prestar Frí- kirkjunnar séu því ekki embætt- ismenn hins opinbera. Söfnuð- urinn verður því sjálfur að bera allan kostnað af safnaðarstarf- inu, bæði launagreiðslur til prestsins og annað. „Það fé hefur nú ekki alltaf dugað vel fyrir útgjöldum, enda ekki verið farið út í það að þyngja álögur á safnaðarfólki. — Aldrei hefur þó staðið á launagreiðslum til mín, þær hafa alltaf verið eins og um hefur verið samið, en ég hef nú sömu laun og prestar þjóðkirkj- unnar. Núna munu vera um sjö þúsund sálir í Fríkirkjusöfnuð- inum, og hefur sú tala nokkuð staðið í stað undanfarin ár. Tryggð fólksins hefur haldið söfnuðinum saman, tryggð fólksins og gamlar hefðir, auk sjálfrar Fríkirkjuhugsjónarinn- ar, að ríkið skuli ekki reka kirkjuna. Þessi stefna á að mínum dómi mikinn rétt á sér. Hér á landi eru það tveir söfnuðir sem hafa aðhyllst þessa kirkjuskipan, auk Frí- kirkjunnar hér í Reykjavík, það er Óháði söfnuðurinn hér í borg og Fríkirkjan í Hafnarfirði." Ólíkt öðrum söfnuðum Séra Þorsteinn segir það vera nokkru erfiðara að gegna prestsstörfum í Fríkirkjunni en í öðrum prestaköllum. Helsta vandamálið sé að söfnuðurinn sé dreifður um stórt svæði, án nokkurrar svæðamörkunar. Frí- kirkjusöfnuðurinn er dreifður um Reykjavík, Kópavog, Sel- tjarnarnes og víðar, og því er erfitt að kynnast sóknarbörnun- um, ólíkt því sem til dæmis er í litlum sóknum úti á landi eða jafnvel í Reykjavík þar sem um ákveðin borgarhverfi er að ræða. Fólkið hefur lítið breyst „Nei, fólk hefur lítið breyst frá því að ég hóf prestsstörf," segir Þorsteinn er ég spurði hann um hvort tíðarandinn væri nú mjög ólíkur því sem var er hann tók fyrst vígslu. „Þetta er allt mjög líkt því sem var. Þó get ég sagt það, að sósíalistarnir voru miklu harðari andstæðing- ar kirkjunnar hér áður fyrr en nú er. Þeir láta til dæmis núorðið nær alltaf ferma og skíra sín börn, en á því vildi vera misbrestur hér áður fyrr! — Annars veit ég yfirleitt ekki hvar safnaðarfólk mitt stendur í pólitík. En varðandi það, hvort nú sé ríkjandi meiri lausung og upp- lausn í þjóðfélaginu en áður fyrr, þá er það mín skoðun að svo sé ekki.“ Verður áfram í Fríkirkjunni, og þó... „Já, ég á frekar von á því að vera áfram í Fríkirkjunni þó ég nú láti af störfum. En þó er aldrei að vita hvað maður gerir þegar frá líður, þó þreyta geri vart við sig nú. Kannski vill maður fara aftur í prestsstörf að nokkrum tíma liðnum, eins og vinur minn sr. Jón Isfeld, sem hefur verið prestur á fleiri en einum stað eftir að hann „hætti". — Það er því sennilega of snemmt að slá nokkru föstu í þessu efni! En í öllu falli er það Fríkirkjusöfnuðurinn, sem ég hefi þjónað langlengst og kveð hann með þakklátum huga og samgleðst honum að hafa nú fengið nýjan og valinkunnan kennimann," sagði séra Þor- steinn að lokum. Hárgreiðslustofa opnuð í Breiðholti FYRSTA hárgreiðslustofan hefur verið opnuð í efra Breiðholti. Heitir hún Ýr og er til húsa að Dúfnahólum 2. Meistari stofunnar og eig- andi er Guðfinna Jóhanns- dóttir, en hún hefur unnið við hárgreiðslu í 15 ár. Hún vann áður í Permu og er nú einnig kennari við Iðnskólann. I nýju stofunni verður þjón- usta bæða fyrir dömur og herra og þar er boðið upp á allar helstu nýjungar. Með Guðfinnu vinnur Inga Gunn- arsdóttir á stofunni, en hún er að ljúka námi. Myndin sýnir Guðfinnu og Ingu að störfum í nýju stofunni. Ljósm. Emilía. Dayan í París París, 29. sept. AP MOSHE Dayan, utanríkisráðherra Israels, mun koma í opinbera heimsókn til Frakklands dagana 30. og 31. október að því er franska utanríkisráðuneytið greindi frá í dag. Heimsóknin er til endurgjalds komu franska utanríkisráðherrans de Guiringauds til Israels i marz 1977.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.