Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTOBER 1978 15 Evrópskur þotuhreyfill afhentur Liége. 29. september — AP. BELGÍSKA hergagnaíyrirtækið Fabrique Nationale (FN) afhenti í dag fyrstu F-100 þotuhreyfilinn sem Belgar, Hollendingar, Danir og Norðmenn framleiða í samein- ingu. Þessar þjóðir hafa ákveðið að kaupa F-16 orrustuflugvélina sem er smíðuð í Bandaríkjunum og þau viðskipti haf a verið kölluð „hergagnasala aldarinnar". Hreyfilinn hannar fyrirtækið Pratt and Whitney sem er dóttur- fyrirtæki United Technologies í East Hartford, Connecticut, og er hann notaður í F-16. Alls munu Bandaríkjamenn og Evrópuþjóðirnar fjórar framleiða 348 F-16 flugvélar. Alls verða 438 hreyflar framleiddir í sameiningu í evrópsku orrustuflugvélarnar. Kostnaðurinn við hreyflasmíðina er áætlaður rúmlega einn milljarður dollara. Hvert land um sig framleiðir einhvern tiltekinn hluta hreyfils- ins. Hreyflarnir verða settir saman í verksmiðjum F.N. í Herstal skammt frá Liége. Sviþjóð: Ákvörðun um kjarn- orkuverin frestað Stokkhólmi, 29. september, AP. SÆNSKA stjórnin frestaði í dag að taka ákvörðun um hvort leyfa skyldi gangsetningu tveggja kjarnorkuvera, en stjórnin er klofin í þessu máli og telja kunnugir að það geti jafnvel leitt til falls hennar áður en langt um líður. Hefur þetta mál verið daglega til umræðu á rfkis- stjórnarfundum frá 8. september sl. Áreiðanlegar heimildir herma að Thorbjörn Fálldin forsætisráð- herra hafi lagst gegn því að leyfið verði veitt, en hann hafi hins vegar mætt harðri andstöðu Gösta Bohman efnahagsráðherra og Ola Ullsten aðstoðarutanríkisráð- herra. Fáildin skýrði fréttamónnum frá því í dag að stjórnin hefði frestað ákvörðun þar til að nákvæmar rannsóknir sérfræð- inga á því hvort hægt verði að geyma úrgangsefni frá verksmiðj- unum í berggrunninum án þess að náttúrunni og mönnum væri stofnað í haettu, hefðu farið fram. Sagði Falldin að starfssemi kjarn- orkuveranna, sem eru í Ringhals og Forsmark, yrði leyfð ef jákvæð- ar niðurstöður fengjust úr rann- sóknunum. ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Al (.I.YSIV. \ SIMINN l'.K. 22480 flytur á morgun i Austurstræti 22 afgreiósiu herrafata Öll herraföt, jakkar og buxur á gínum inni í versluninni til hagræöingar í fata- vali. Klæöskeraþjónusta — saumum eftir máli, Stórir, rúmgóðir mátunarklefar. Veriö velkomin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.