Morgunblaðið - 01.10.1978, Page 15

Morgunblaðið - 01.10.1978, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 15 Evrópskur þotuhreyfill afhentur Liége. 29. september — AP. BELGÍSKA hergagnafyrirtækið Fahrique Nationale (FN) afhcnti í dag fyrstu F-100 þotuhreyfilinn sem Belgar, Hollendingar, Danir og Norðmenn framleiða í samein- ingu. Þessar þjóðir hafa ákveðið að kaupa F-16 orrustuflugvélina sem er smíðuð í Bandarikjunum og þau viðskipti hafa verið kölluð „hergagnasala aldarinnar*4. Hreyfilinn hannar fyrirtækið Pratt and Whitney sem er dóttur- fyrirtæki United Technologies í East Hartford, Connecticut, og er hann notaður í F-16. Alls munu Bandaríkjamenn og Evrópuþjóðirnar fjórar framleiða 348 F-16 flugvélar. Alls verða 438 hreyflar framleiddir í sameiningu í evrópsku orrustuflugvélarnar. Kostnaðurinn við hreyflasmíðina er áætlaður rúmlega einn milljarður dollara. Hvert land um sig framleiðir einhvern tiltekinn hluta hreyfils- ins. Hreyflarnir verða settir saman í verksmiðjum F.N. í Herstal skammt frá Liége. Svíþjóð: Ákvörðun um kjarn- orkuverin frestað Stokkhólmi. 29. september, AP. SÆNSKA stjórnin frestaði í dag að taka ákvörðun um hvort leyfa skyldi gangsetningu tveggja kjarnorkuvera, en stjórnin er klofin 1' þessu máli og telja kunnugir að það geti jafnvel leitt til falls hennar áður en langt um líður. Ilefur þetta mál verið daglega til umræðu á ríkis- stjórnarfundum frá 8. september sl. Áreiðanlegar heimildir herma að Thorbjörn Fálldin forsætisráð- herta hafi lagst gegn því að leyfið verði veitt, en hann hafi hins vegar mætt harðri andstöðu Gösta Bohman efnahagsráðherra og Ola Ullsten aðstoðarutanríkisráð- herra. Fálldin skýrði fréttamönnum frá því í dag að stjórnin hefði frestað ákvörðun þar til að nákvæmar rannsóknir sérfræð- inga á því hvort hægt verði að geyma úrgangsefni frá verksmiðj- unum í berggrunninum án þess að náttúrunni og mönnum væri stofnað í hættu, hefðu farið fram. Sagði Fálldin að starfssemi kjarn- orkuveranna, sem eru í Ringhals og Forsmark, yrði leyfð ef jákvæð- ar niðurstöður fengjust úr rann- sóknunum. flytur á morgun í OnTtfaþmnþ Austurstræti 22 n ||I / Byltina i afgreiðslu herrafata Öll herraföt, jakkar og buxur á gínum inni í versluninni til hagræðingar í fata- vali. Klæðskeraþjónusta — saumum eftir máli. Stórir, rúmgóðir mátunarklefar. Verið velkomin ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.