Morgunblaðið - 01.10.1978, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.10.1978, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 17 Ungir sjálfstæðismenn þinga um þessa helgi og ræða málefni Sjálfstæðis- flokksins. Aukaþing þeirra er þáttur í þeim víðtæku um- ræðum sem þegar eru hafnar og munu standa yfir innan Sjálfstæðisflokksins næstu mánuði og misseri um stöðu flokksins og stefnu í kjölfar alvarlegra kosningaósigra á sl. vori. Umræður ungra sjálfstæðismanna munu að verulegu leyti snúast um skipulagsmál samtaka þeirra og Sjálfstæðisflokksins, verð- bólguna og kosningaréttar- mál. Það er vissulega tíma- bært fyrir ungt fólk í Sjálf- stæðisflokknum að bera saman bækur sínar. Eitt af því, sem sjálfstæðismenn hljóta að hafa áhyggjur af í sambandi við kosningaúrslit- in ér sú augljósa staðreynd, að Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur að undanförnu ekki náð því sambandi við uppvaxandi kynslóð í landinu og áður var. Það er hins vegar ekki sízt verkefni samtaka ungra sjálfstæðismanna að tryggja að stefnumótun og störf Sjálfstæðisflokksins taki eðlilegt tillit til sjónarmiða ungs fólks og að Sjálfstæðis- flokkurinn sé í tengslum við hugmyndir nýrra kynslóða. Hér skal ekki lagður dómur á það, hvers vegna þetta hefur ekki tekizt sem skyldi á undanförnum árum en aug- Ijóslega er ekki sízt þörf á því, að ungir sjálfstæðismenn ræði í sínum hópi þennan vanda Sjálfstæðisflokksins. Bersýnilegt er, að skipu- lagsmál Sjálfstæðisflokksins eru fyrirferðarmikill þáttur í starfi aukaþings ungra sjálf- stæðismanna. Það er skiljan- legt, og nauðsynlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að laga skipulag sitt og flokksstarf að nýjum viðhorfum og breyttum tímum. Hins vegar er ástæða til að undirstrika, að breytt skipulag mun eng- um straumhvörfum valda í starfi Sjálfstæðisflokksins á næstu misserum. Sjálf- stæðisflokkurinn þarf öðru fremur á að halda nýjum hugmyndum, sem orðið geti grundvöllur endurnýjaðrar stefnu flokksins. Stefna Sjálfstæðisflokksins hefur á síðustu áratugum tekið mjög mið af forystuhlutverki flokksins á sviði utanríkis- og öryggismála og við uppbygg- ingu atvinnu- og efnahags- lífs. Sjálfstæðismenn verða að gera sér grein fyrir því, að svo mikið hefur áunnizt í þessum efnum, og lífskjör fólks eru orðin svo góð, að áhuginn beinist ekki síður að öðrum sviðum en efnalegri afkomu. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur á að skipa miklum fjölda fólks, sem er reiðubúið að leggja fram starf við jákvæða stefnumótun og býr yfir líflegum hugmyndUm um framtíðarþróun samfélags- ins. Starfskrafta þessa fólks þarf að virkja betur en gert hefur verið. Skipulag stjórn- málaflokks getur aldrei orðið annað en tæki til þess að berjast fyrir og koma á framfæri hugmyndum og stefnumörkun. Þess vegna ber að vara sjálfstæðismenn við því að leggja of mikla áherzlu á skipulagsbreyting- ar en hvetja í þess stað til öflugra málefnastarfs. Nú Istuttri athugasemd hér í Morgunblaðinu í fyrradag um vísitöluútreikning og gamalt kjöt og nýtt sagði Olafur Björnsson, prófessor m.a.: „Ef stjórnvöld ákveða að Iækka bæði framfærslu- vísitölu og kaupgjaldsvísitölu með niðurgreiðslum, verður almenningur að eiga þess kost að fá vöruna á því niðurgreidda verði, sem kaupgjaldsvísitalan miðast við. Ella verður það aðeins kauplækkunin, sem kemur til framkvæmda, en ekki verð- lækkunin og tel ég ekki ofsagt að kalla það fölsun, meira að segja grófa fölsun, ef um mikilvæga neyzluvöru þarf Sjálfstæðisflokkurinn fremur á að halda nýjum hugmyndum en breyttu skipulagi. Vafalaust munu þessi sjónarmið koma fram í umræðum í hópi unga fólks- ins í Sjálfstæðisflokknum nú um helgina. Og alla vega er það framtak þess að efna til sérstaks þings til þess að fjalla um málefni flokks þess, jákvæðúr þáttur í þeim um- ræðum, sem nú fara-fram um stefnu og stöðu flokksins, umræðum, sem hljóta að beinast að endurnýjun og eflingu flokksins eftir ósigra hans í kosningunum sl. vor. er að ræða.“ Nú liggur það fyrir að við vísitöluútreikning vegna bráðabirgðalaga vinstri stjórnarinnar var miðað við verð á gömlu kjöti en ekki nýju. Hins vegar er það á almannavitorði, að gamla kjötið á lága verðinu liggur ekki á lausu. Augljóslega er því hér um grófa fölsun á vísitölunni að ræða. Fölsun er fölsun, þótt hægt sé að koma óorði á sannleikann og þótt Tíminn reyni að halda því fram, að Morgunblaðið hafi falsað fréttir vegna þess eins að Morgunblaðið hefur flett ofan af fölsun vinstri stjórnarinnar á vísitölunni. Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnartulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Nýjar hugmyndir eru nauðsyn- legri en breytt skipulag Fölsun er fölsun Tvær myndlista- sýningar á Akureyri Akureyri, 30. september. TVÆR myndlistarsýningar verða opnaðar á Akureyri í dag. Klukkan 15 opnar Ingvar Þorvaldsson sýningu á vatnslita- og olíumynd- um í Gallerí Háhól og verður sýningin opin til 8. október kl. 20—22 virka daga og 15 til 22 um helgar. Klukkan 16 opnar Jóhanna Bogadóttir sýningu á 25 grafík- myndum í kjallara Möðruvalla, raungreinahúss Menntaskólans á Akureyri. Sú sýning verður einnig opin til 8. október frá kl. 17 til 22 virka daga og 16 til 22 um helgar. Sv.P. Ráðstefna BFÖ um um- ferðarmál BINDINDISFÉLAG ökumanna gengst nú um helgina fyrir ráð- stefnu þar sem fjallað er um umferðarmál og sækja hana fulltrúar frá systurfélögum á Norðurlöndunum og NUAT, Nordisk Union for Alkoholfri Trafik, norrænu sambandi félag- anna. í gær var á ráðstefnunni fjallað um ungmennastarf innan NUAT og var hátíðarfundur BFÖ haldinn síðdegis, en félagið á 25 ára afmæli um þessar mundir og í tengslum við það er ráðstefnan haldin svo og stjórnarfundur NUAT. 1 dag fara þátttakendur í ferðalag, en kl. 14 hefst fundur þar sem greint verður frá norrænni löggjöf um áfengi og umferð og tala þar Elver Johnson og Valeri Surell frá Svíþjóð og Gunnar Aspeland frá Noregi, en þeir hafa allir afskipti af umferðarmálum í sínu heimalandi. Stjórnmálaskóli S j álf stæðisf lokksins 13. til 18. nóvember Björgunarsveitin Stakkur í Grindavík efndi fyrir nokkru til torfæruaksturs. en í 10 ár hefur sveitin aflað fjár til starfs síns með þessum hætti. Sigurvegari keppninnar að þessu sinni var Vilhjálmur Ragnarsson. Myndina af ökumanninum, sem ekur svo geyst á tveimur hjólum, tók ljósmyndarinn á 1/500 sek. og sagði hann það ekki hafa nægt til að fá hann óhreyfðan á myndina! Ljósm. Kristinn. EINS og kunnugt er hefur stjórn- málaskóli Sjálfstæðisflokksins verið haldinn sex undanfarin ár. Er það samdóma álit allra, er til þekkja, að skólahaldið hafi tekizt vel og orðið þátttakendum til mikils gagns og ánægju. Skólanefnd stjórnmálaskólans hefur nú ákveðið að stjórnmála- skólinn verði haldinn frá 13.—18. nóvember n.k. Megintilgangur skólans er að veita þátttaker.dum aukna fræðslu almennt um stjórnmál og stjórn- málastarfsemi svo og að gera þeim kleift að tjá sig áheyrilega og skipulega og ná valdi á góðum Ritari Ökukennarafélagsins: Okukennarar þurfa að sýna skírteini GUÐMUNDUR G. Pétursson ökukennari og ritari Öku- kennarafélags Islands kom að máli við Morgunblaðið vegna fréttar af próflausum öku- kennara, sem greint var frá í blaðinu í gær. Sagði Guð- mundur að ökukennarar hefðu jafnan þurft að sýna skírteini sín, þegar þeir kæmu með nemendur í próf, en vissulega kvað hann ákveð- ið vandamál vera í sambandi við þá ökukennara, sem tekið hefðu próf áður en reglur breyttust og áður en kröfur til ökukennara urðu eins harðar og þær eru í dag. Guðmundur kvað það vilja ökukennara að stuðla að bættri umferðarmenningu. Viðhorfin á síðari árum hefðu breyzt mikið. í sambandi við þetta atvik í Hafnarfirði, sagði Guðmundur, að það hefði verið árvekni bifreiða- eftirlitsmanns þar syðra, Karls Ásgrímssonar, sem hefði komið upp um málið, er hann krafði umræddan öku- kennara um skilríki. vinnubrögðum í félagsstarfi og stjórnmálabaráttu. Meginþættir námsskrár verða sem hér segir: 1. Þjálfun í ræðumennsku, fundarsköp o.fl. 2. Almenn félagsstörf og notkun hjálpartækja. 3. Þáttur fjölmiðla í stjórnmála- baráttunni. 4. Hvernig á að skrifa greinar. 5. Um blaðaútgáfu. 6. Helztu atriði íslenzkrar stjórnskipunar. 7. íslenzk stjórnmálasaga. 8. Um Sjálfstæðisstefnuna. 9. Skipulag og starfshættir Sjálf- stæðisflokksins. 10. Stefnumörkun og stefnufram- kvæmd Sjálfstæðisflokksins. 11. Marxismi og menning. 12. Utanríkismál. 13. Sveitarstjórnarmál. 14. Vísitölur. 15. Staða og áhrif launþega- og atvinnurekendasamtaka. 16. Efnahagsmál. 17. Kynnisferðir í ýmsar stofnan- ir. Skólinn verður heilsdagsskóli meðan hann stendur yfir frá kl. 09:00—18:00, með matar- og kaffi- hléum. Skólahaldið er opið öllu Sjálf- stæðisfólki og er það von skóla- nefndarinnar, að þeir sem áhuga hafa á þátttöku hafi samband við skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í síma 82900 eða 82963 eða sendi skriflega tilkynningu um þátttöku til skólanefndarinnar Háaleitis- braut 1, Reykjavík. Þátttöku verður að takmarka við 30 manns. ,n0«rleifci ru »; 'SLANO stöðugt upp á skaftið. Þeir eru einnig vísbending um, að Sval- barði er orðinn átákapunktur í Norður-Atlantshafi. Menn þurfa ekki lengi að dvelja í Noregi eða ræða við norska stjórnmálamenn og embættismenn til þess að átta sig á, að í raun eru norskir ráðamenn helteknir af hugsuninni um útþenslustefnu Sovétmanna á noröurslóðum, á Svalbarða og í námunda við Norður-Noreg. Reynslan sýnir, að þegar Sovét- menn hafa náð tilteknu markmiði snúa þeir sér að því næsta. Framvinda mála á Svalbarða nú sýnir okkur Islendingum í hnot- skurn, hvað gæti gerzt hér, ef við tryggjum ekki öryggi okkar með viðunandi hætti. Umbrot meðal „herstöðvar”- andstæðinga Samtök herstöðvaandstæðinga efndu til ráðstefnu laugardag fyrir viku, þar sem rætt var um „ný viðhorf og hugsanlegar baráttu- leiðir herstöðvaandstæðinga í framtíðinni" eins ogþað er orðað í frétt Þjóðviljans. I viðtali við formann miðnefndar samtakanna í Þjóðviljanum greinir hann frá því að starf þeirra á síðasta ári hafi mistekist í verulegum atrið- um og ekki hafi tekist að „koma á fót rannsóknastarfsemi á vegum miðnefndar sem gæti orðið undir- staða í pólitískri röksemdafærslu á þessu starfsári, sem var kosn- ingaár, og í framtíðinni." Jafn- framt segir formaðurinn „ ... það verður örugglega tekist á um pólitíska meginstefnu Samtaka herstöðvaandstæðinga nú í haust og liggur þegar fyrir tillaga til lagabreytinga þar að lútandi". Umbrotin innan Samtaka her- stöðvaandstæðinga eru athyglis- verð, nú hefur það gerst í fyrsta sinn, að pólitískur burðarás þeirra, Alþýðubandalagið, hefur tekið sæti í ríkisstjórn, án þeirrar meginkröfu í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar, að varnarliðið verði látið hverfa af landi brott. í Þjóðviljanum hafa í sumar birst greinar, þar sem efast er um haldgæði stefnu Samtaka her- stöðvaandstæðinga, þar sem þeim hafi ekki tekist að sýna fram á, hvernig sjálfstæði íslands verði tryggt eftir að stefnumál samtak- anna hefur komist til fram- kvæmda. Þá hefur einnig komið fram sú gagnrýni, að samtökin séu ekki nægilega markviss í baráttu sinni. Áherslan, sem þau leggi á baráttuna gegn efnahagslegum tengslum íslands við umheiminn, dreifi aðeins athyglinni frá for- sendunni fyrir starfi samtakanna. Hlutlæg rann- sókn — falskar forsendur Augljóst er af lestri forystu- greinar Þjóðviljans laugardag fyrir viku, hver er stefna hans í þessum skoðanaágreiningi innan Samtaka herstöðvaandstæðinga. Fyrirsögn greinarinnar er: „Öll sjálfstæðisbarátta er efnahagslega hagkvæm, einnig baráttan gegn hernum." Þar eru rifjaðar upp þær al- kunnu staðreyndir, að íslandi hefur vegnað betur efnahagslega eftir að landið hlaut sjálfstæði en undir erlendri áþján. Lýst er blessun sinni yfir þeirri utanríkis- stefnu, sem miðað hefur að því að tryggja efnahagslegt sjálfstæði landsins á undanförnum áratug- um. Sú stefna hefur einmitt verið mótuð af þeim, sem gerðu sér jafnframt ljóst, að tryggja þyrfti sjálfstæði landsins með því að sjá því fyrir vörnum, en það var gert með aðildinni að Atlantshafs- bandalaginu og gerð varnarsamn- ingsins við Bandaríkin. Síðan segir í forystugrein Þjóð- viljans: „Þessi megirtregla (þ.e. að við höfum fullt vald á samskiptum okkar við aðrar þjóðir) var rofin þegar bandaríski herinn hreiðraði hér um sig í óþökk meirihluta landsmanna. Hersetan er ósam- rímanleg sjálfstæði þjóðarinnar, gengur gegn öryggi landsins í stríði og friði, dregur úr nauðsyn- legu sjálfstrausti við að leysa vanda hversdagsins í tæknilegum og skipulagslegum efnum, truflar eðlilegt samlíf við nágrannaþjóð- ir“. í þessari klausu blasir við hvers vegna herstöðvaandstæðingar geta ekki komið á fót rannsóknastarf- semi innan vébanda sinna. Stað- reyndin er sú, að hlutlæg rannsókn getur ekki byggst á fölskum forsendum. Lítum nánar á þær forsendur, sem settar eru fram í forystugrein Þjóðviljans: 1. íslendingar hafa ekki fullt vald á samskiptum sinum við aðrar þjóðir, eftir að bandariski herinn „hreiðraði um sig í óþökk meirihluta landsmanna". Bandarískur liðsafli kom hirigað til lands í fyrsta sinn 1941 og var um það sarnið milli ríkisstjórna íslands, Bretlands og Bandaríkj- anna. Frá þeim tíma hafa allar þær meiriháttar ákvarðanir verið teknar í utanríkismálum Islands, sem lagt hafa grundvöllinn að sjálfstæði þjóðarinnar. Meiri sam- staða var um varnarsamninginn 1951 á Alþingi en aðildina að Atlantshafsbandalaginu 1949. Sú stefna sem þá var mótuð hefur ávallt notið meirihlutafylgis með- al þjóðarinnar. 2. (Ilersetan) er ósamræmanleg sjálfstæði þjóðarinnar. Sjálfstæði Islands út á við er tryggt með vörnum landsins. íslensk stjórnvöld geta einhliða sagt varnarsamningnum við Bandaríkin upp með 18 mánaða fyrirvara. Engar hömlur eru því lagðar á fullan sjálfsákvörðunar- rétt þjóðarinnar um eigin málefni með varnarsamningnum. 3. (Hersetan) gengur gegn öryggi landsins í stríði og friði. Of langt mál yrði úr því ef í smáatriðum yrði rakið gildi dvalar varnarliðsins hér á landi í stríði og friði. Grundvallaratriðin eru þessi: a) Hugsanlegur árásaraðili á ísland veit að árás á landið er árás á öll ríki Atlantshafsbandalagsins (5. gr. Atlantshafssáttmálans) og auk þess lendir hann strax í átökum við bandarískt varnarlið í landinu sjálfu, sem verður eflt með tafarlausum liðsflutningum. b) Kjarninn í friðargæslu nú á tímum er traustur, fyrirbyggjandi viðbúnaður Atlantshafsbandalags- ins. Varnarstöðin hér á landi er mjög mikilvægur Iiður í þessum viðbúnaði. 4. (Hersetan) dregur úr nauð- synlegu sjálfstrausti við að leysa vanda hversdagsins í tæknilegum og skipulagslegum efnum> Ekki er ljóst hvað við er átt með þessari staðhæfingu. Ef hún höfð- ar til þess, að raddir hafa heyrst um það, að Bandaríkjamenn ættu að verða virkir þátttakendur t.d. í vegagerð í landinu, má segja, að hún hafi við rök að styðjast. Hins vegar er talað um „tæknileg“ og „skipulagsleg" efni og verður að fara fram á nánari skilgreiningu á því, hvað bak við orðin stendur, til þess að afstöðu sé unnt að taka til fullyrðingarinnar. 5. (llersetan) truflar eðlilegt samlíf við nágrannaþjóðin Þessi fullyrðing er einnig óljós, því að ekki er skilgreint, hvað við er átt með orðinu „nágrannaþjóð- ir“. Ekki getur verið átt við samaðila að Atlantshafsbandalag- inu. Á Norðurlöndum er hið norræna jafnvægi (nordiska bal- ansen) í öryggismálum orðið að viðurkenndri staðreynd í stefnu- mótun. Sú stefna sem íslendingar hafa fylgt í öryggismálum er liður í þessu jafnvægi og þar með eðlilegu samstarfi Norðurlanda- þjóðanna á þessu sviði. I samstarfsyfirlýsingu ríkis- stjórnar Ólafs Jóhannessonar er mælt fyrir um það, að ríkisstjórn- in skuli koma á fót nefnd allra þingflokka til að fjalla um öryggi Islands. Ástæða er til að binda nokkrar vonir við störf þessarar nefndar, ef menn ganga til starfs- ins í henni með það í huga að hafa það, sem sannara reynist. Ætli Alþýðubandalagið hins vegar að starfa í nefndinni í anda þeirra falsraka, sem sett eru fram í tilvitnaðri forystugrein Þjóðvilj- ans, virðist nefndin andvana fædd, þegar hún verður skipuð. 12 ----------------------------- Rússar tulka Svalbai sovg.gi-onstl samninginn á w sinn nc á Alojóöasamr yfirráö Norön ^rSovétmenHnh-UJ)yssur '•ndgongu á _ •>r»»ur Ö.Ö 1 »»IOIlð nierfc, ha,a Sv.lb,fda ' ^"Xlhogi, i1rt t hr l»yrlUí*lysió «t rnn í ranns«'»kn. • ' •'■'Iq.lvlusfc,, . ’* '•'"liyssi irr K í Reykj avíkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦• Laugardagur 30. september ♦ ♦ ♦ ♦ • • J Hvað er að gerast á Svalbarða? Allt sem gerist á N-Atlantshafi varðar hagsmuni okkar íslend- inga. Lega landsins á þessu hafsvæði hefur slíka lykilþýðingu að við getum ekki látið, sem okkur komi ekki við það, sem í kringum okkur gerist, allra sízt ef stórveldi eiga hlut að máli. Þess vegna ér nauðsynlegt, að við fylgjumst rækilega með því, sem nú er að gerast á Svalbarða. Samkvæmt alþjóðasamningi er Svalbarði norskt yfirráðasvæði. Fulltrúar 41 ríkis undirrituðu þann samning. I þeim hópi eru Sovétríkin. Þess vegna gilda norsk lög á Svalbarða. Þar situr norskur sýslumaður, sem á að fylgjast með því, að norskum lögum sé fram- fylgt. Sovétríkin vinna nú mark- visst að því að brjóta niður yfirráð Norðmanna á Svalbarða. Á annan veg er ekki hægt að skilja umsvif Sovétmanna og aðgerðir á Sval- barða. Ef Sovétmönnum tekst þetta og ef þeim tekst að koma á fót einhvers konar herstöð á Svalbarða, sem þeir augljóslega vinna að, hafa ný viðhorf skapast í öryggismálum á N-Atlantshafi. Þá er veldi Sovétríkjanna í þessum heimshluta orðið enn meira en það er í dag. Nærvera þeirra er meira áberandi. Staða Atlantshafs- bandalagsþjóðanna mun veikari. Heimsvaldasinnað stórveldi hefur fært sig enn nær okkur. Af þessum sökum hljótum við að fylgjast vandlega með því, sem er að gerast á Svalbarða. Við hljótum að hafa af því þungar áhyggjur, ekki síður en Norðmenn. Sovézk umsvif á Svalbarða Nú í haust hefur það valdið upþnámi og áhyggjum í Noregi, að Sovétmenn hafa í trássi við norsk lög komið upp radarstöð á Sval- barða. Þeir fluttu þessa radarstöð í einu lagi að næturlagi með þyrlum frá meginlandi Sovétríkj- anna. Árla morguninn eftir var radarstöðin komin upp. Það er mat norskra hernaðarsérfræðinga að Sovétmenn geti notað þessa radar- stöð til margvíslegrar upplýsinga- öflunar og eftirlits á þessu svæði. Talsmaður norska utanríkisráðu- neytisins sagði um radarstöð Sovétmanna: „Við lítum á radar- stöð Rússanna á Kap Heer, sem gróft brot á fyrirmælum og reglum, sem gilda á Svalbarða." Radarstöðin er ekki eina vís- bendingin um hernaðarumsvif Sovétmanna á Svalbarða. Þeir hafa byggt þar myndarlegan flugvöll. Þeir hafa komið þar fyrir að staðaldri stórum þyrlum. Þeir hafa komið þar upp eftirlitsstöð með gervihnöttum, sem að sjálf- sögðu er ýmist hægt að nota í friðsamlegum tilgangi eða til hernaðarlegra þarfa. Þessari stöð komu þeir upp án leyfis Norð- manna. Þeir hafa fjölgað verulega þeim sovézku þegnum, sem að staðaldri búa á Svalbarða. Þeir hafa markvisst athafnað sig á Svalbarða án þess að hirða um að biðja Norðmenn um leyfi. Smátt og smátt eru Sovétmenn að vinna að því að brjóta niður norsk yfirráð á Svalbarða. Hvert skref, sem stigið er ti! viðbótar, þýðir, að Norðmenn eru smátt og smátt að missa tökin á þessu landsvæði, sem þeim ber sam- kvæmt alþjóðasamningum. Nú þegar hafa Sovétmenn komið upp á Svalbarða frumeiningum her- stöðvar. Þeir hafa byggt flugvöll, þeir hafa komið upp radarstöð. Þeir hafa byggt eftirlitsstöð með gervihnöttum með fullkomnum tölvubúnaði. Þeir hafa stórar þyrlur á svæðinu. Þeir hafa fjölgað mannskap þar og þeir banna Norðmönnum og öðrum að fara um svæði, sem þeir hafa fullan rétt til. Með öðrum orðum: Sovét- menn hafa lagt grundvöll að herstöð á Svalbarða og þurfa lítið annað en bæta smátt og smátt við það, sem þegar er til staðar. Fyrir u.þ.b. mánuði fórst sovézk njósnaflugvél á Svalbarða. Mikið kapphlaup hófst um að finna brakið og urðu Norðmenn fyrri til og fluttu upplýsingar úr því til Noregs þrátt fyrir hörð mótmæli Sovétmanna. Heimildir, sem Morgunblaðið telur áreiðanlegar, segja, að Sovétmenn hafi verið tilbúnir til að leggja brakið undir sig í krafti vopnavalds en hafi hopað þegar Norðmenn gerðu sig líklega til að svara í sömu mynt. Allir þessir atburðir á Sval- barða sýna, að Sovétmenn færa sig

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.