Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 17 Tvær myndlista- sýningar á Akureyri Akureyri, 30. september. TVÆR myndlistarsýningar verða opnaðar á Akureyri í dag. Klukkan 15 opnar Ingvar Þorvaldsson sýningu á vatnslita- og olíumynd- um í Gallerí Háhól og verður sýningin opin tii 8. október kl. 20—22 virka daga og 15 til 22 um helgar. Klukkan 16 opnar Jóhanna Bogadóttir sýningu á 25 grafík- myndum í kjallara Möðruvalla, raungreinahúss Menntaskólans á Akureyri. Sú sýning verður einnig opin til 8. október frá kl. 17 til 22 virka daga og 16 til 22 um helgar. Sv.P. - / H Ráðstefna BFÖ um um- ferðarmál BINDINDISFÉLAG ökumanna gengst nú um helgina fyrir ráð- stefnu þar sem fjallað er um umferðarmál og sækja hana fulltrúar frá systurfélögum á Norðurlöndunum og NUAT, Nordisk Union for Alkoholfri Trafik, norrænu sambandi félag- anna. í gær var á ráðstefnunni fjallað um ungmennastarf innan NUAT og var hátíðarfundur BFÖ haldinn síðdegis, en félagið á 25 ára afmæli um þessar mundir og í tengslum við það er ráðstefnan haldin svo og stjórnarfundur NUAT. í dag fara þátttakendur í ferðalag, en kl. 14 hefst fundur þar sem greint verður frá norrænni löggjöf um áfengi og umferð og tala þar Elver Johnson og Valeri Surell frá Svíþjóð og Gunnar Aspeland frá Noregi, en þeir hafa allir afskipti af umferðarmálum í sínu heimalandi. Stjórnmálaskóli S j álf stæðisflokksins 13. til 18. nóvember Björgunarsveitin Stakkur í Grindavík efndi íyrir nokkru til torfæruaksturs. en í 10 ár hefur sveitin afiað fjár til starfs síns með þessum hætti. Sigurvegari keppninnar að þessu sinni var Vilhjálmur Ragnarsson. Myndina af ökumanninum, sem ekur svo geyst á tveimur hjólum, tók ljósmyndarinn á 1/500 sek. og sagði hann það ekki hafa nægt til að fá hann óhreyfðan á myndina! Ljósm. Kristinn. EINS og kunnugt er hefur stjórn- málaskóli Sjálfstæðisflokksins verið haldinn sex undanfarin ár. Er það samdóma álit allra, er til þekkja, að skólahaldið hafi tekizt vel og orðið þátttakendum til mikils gagns og ánægju. Skólanefnd stjórnmálaskólans hefur nú ákveðið að stjórnmála- skólinn verði haldinn frá 13.—18. nóvember n.k. Megintilgangur skólans er að veita þátttakendum aukna fræðslu almennt um stjórnmál og stjórn- málastarfsemi svo og að gera þeim kleift að tjá sig áheyrilega og skipulega og ná valdi á góðum Ritari Ökukennarafélagsins: Okukennarar þurf a að sýna skírteini GUÐMUNDUR G. Pétursson ökukennari og ritari Öku- kennarafélags Islands kom að máli við Morgunblaðið vegna fréttar af próflausum öku- kennara, sem greint var frá í blaðinu í gaer. Sagði Guð- mundur að ökukennarar hefðu jafnan þurft að sýna skírteini sín, þegar þeir kæmu með nemendur í próf, en vissulega kvað hann ákveð- ið vandamál vera í sambandi við þá ökukennara, sem tekið hefðu próf áður en reglur breyttust og áður en kröfur til ökukennara urðu eins harðar og þær eru í dag. Guðmundur kvað það vilja ökukennara að stuðla að bættri umferðarmenningu. Viðhorfin á síðari árum hefðu breyzt mikið. í sambandi við þetta atvik í Hafnarfirði, sagði Guðmundur, að það hefði verið árvekni bifreiða- eftirlitsmanns þar syðra, Karls Ásgrímssonar, sem hefði komið upp um málið, er hann krafði umræddan öku- kennara um skilríki. vinnubrögðum í félagsstarfi og stjórnmálabaráttu. Meginþættir námsskrár verða sem hér segir: 1. Þjálfun í ræðumennsku, fundarsköp o.fl. 2. Almenn félagsstörf og notkun hjálpartækja. 3. Þáttur fjölmiðla í stjórnmála- baráttunni. 4. Hvernig á að skrifa greinar. 5. Um blaðaútgáfu. 6. Helztu atriði íslenzkrar stjórnskipunar. 7. íslenzk stjórnmálasaga. 8. Um Sjálfstæðisstefnuna. 9. Skipulag og starfshættir Sjálf- stæðisflokksins. 10. Stefnumörkun og stefnufram- kvæmd Sjálfstæðisflokksins. 11. Marxismi og menning. 12. Utanríkismál. 13. Sveitarstjórnarmál. 14. Vísitölur. 15. Staða og áhrif launþega- og atvinnurekendasamtaka. 16. Efnahagsmál. 17. Kynnisferðir í ýmsar stofnan- Skólinn verður heilsdagsskóli meðan hann stendur yfir frá kl. . 09:00-18:00, með matar- og kaffi- hléum. Skólahaldið er opið öllu Sjálf- stæðisfólki og er það von skóla- nefndarinnar, að þeir sem áhuga hafa á þátttöku hafi samband við skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í síma 82900 eða 82963 eða sendi skriflega tilkynningu um þátttöku til skólanefndarinnar Háaleitis- braut 1, Reykjavík. Þátttöku verður að takmarka við 30 manns. \ * <íí(IS(; „, ,,U<». >™ ,«1»"""' "*. „ -t'W *¦ iennmönr,Uðub i', . . '¦ ; ¦ ,,'.,., '' ¦ :;;:"::"VI..»;™'^"' , ¦......¦ ^,m,s ;^-:- '.' " k '•^¦i-'.k,, ¦"¦"* '«**, t* q """». . '""''•".....,*, Z™T "i '¦A '-......... ->*-¦¦',,,>, ¦.....i™'-»-.-"^;;r"" °<> , . S;^:i»"'^::f::r ***K|dSl«..... .. g v"' ¦"IÍ..I1 '¦>¦''•-<..p',n ' '¦ '-'".-¦ • '.:r:T-..........*«J" «•¦...„. '--¦'" =».., .,"'" • ,„ •;'""'.i',"„^.i . ••.;,/'" ¦"' ¦¦........,;.."¦ ,'¦¦ "¦•*".,: ".."r '"•.....,."" -,,. ,., ; ,¦ "¦<......,, "' ¦ í Þjóðviljanum greinir hann frá því að starf þeirra á síðasta ári hafi mistekist í verulegum atrið- um og ekki hafi tekist að „koma á fót rannsóknastarfsemi á vegum miðnefndar sem gæti orðið undir- staða í pólitískri röksemdafærslu á þessu starfsári, sem var kosn- ingaár, og í framtíðinni." Jafn- framt segir formaðurinn.....það verður örugglega tekist á um pólitíska meginstefnu Samtaka herstöðvaandstæðinga nú í haust og liggur þegar fyrir tillaga til lagabreytinga þar að lútandi". Umbrotin innan Samtaka her- stöðvaandstæðinga eru athyglis- verð, nú hefur það gerst í fyrsta sinn, að pólitískur burðarás þeirra, Alþýðubandalagið, hefur tekið sæti í ríkisstjórn, án þeirrar meginkröfu í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar, að varnarliðið verði látið hverfa af landi brott. í Þjóðviljanum hafa í sumar birst greinar, þar sem efast er um haldgæði stefnu Samtaka her- stöðvaandstæðinga, þar sem þeim hafi ekki tekist að sýna fram á, hvernig sjálfstæði íslands verði tryggt eftir að stefnumál samtak- anna hefur komist til fram- kvæmda. Þá hefur einnig komið fram sú gagnrýni, að samtökin séu ekki nægilega markviss í baráttu sinni. Áherslan, sem þau leggi á baráttuna gegn efnahagslegum tengslum íslands við umheiminn, dreifi aðeins athyglinni frá for- sendunni fyrir starfi samtakanna. Hlutlæg rann- sókn — falskar forsendur Augljóst er af lestri forystu- greinar Þjóðviljans laugardag fyrir viku, hver er stefna hans í þessum skoðanaágreiningi innan Samtaka herstöðvaandstæðinga. Fyrirsögn greinarinnar er: „011 sjálfstæðisbarátta er efnahagslega hagkvæm, einnig baráttan gegn hernum." Þar eru rifjaðar upp þær al- kunnu staðreyndir, að Islandi hefur vegnað betur efnahagslega eftir að landið hlaut sjálfstæði en undir erlendri áþján. Lýst er blessun sinni yfir þeirri utanríkis- stefnu, sem miðað hefur að því að tryggja efnahagslegt sjálfstæði landsins á undanförnum áratug- um. Sú stefna hefur einmitt verið mótuð af þeim, sem gerðu sér jafnframt ljóst, að tryggja þyrfti sjálfstæði landsins með því að sjá því fyrir vörnum, en það var gert með aðildinni að Atlantshafs- bandalaginu og gerð varnarsamn- ingsins við Bandaríkin. Síðan segir í forystugrein Þjóð- viljans: „Þessi megifiregla (þ.e. að við höfum fullt vald á samskiptum okkar við aðrar þjóðir) var rofin þegar bandaríski herinn hreiðraði hér um sig í óþökk meirihluta landsmanna. Hersetan er ósam- rímanleg sjálfstæði þjóðarinnar, gengur gegn öryggi landsins í stríði og friði, dregur úr nauðsyn- legu sjálfstrausti við að leysa vanda hversdagsins í tæknilegum og skipulagslegum efnum, truflar eðlilegt samlíf við nágrannaþjóð- í þessari klausu blasir við hvers vegna herstöðvaandstæðingar geta ekki komið á fót rannsóknastarf- semi innan vébanda sinna. Stað- reyndin er sú, að hlutlæg rannsókn getur ekki byggst á fölskum forsendum. Lítum nánar á þær forsendur, sem settar eru fram í forystugrein Þjóðviljans: 1. íslendingar hafa ekki fullt vald á samskiptiim síiiiim við aðrar þjóðir. eftir að bandaríski herinn „hreiðraði um sig í óþökk meirihluta landsmanna". Bandarískur liðsafli kom hingað til lands í fyrsta sinn 1941 og var um það samið milli ríkisstjórna Islands, Bretlands og Bandaríkj- anna. Frá þeim tíma hafa allar þær meiriháttar ákvarðanir verið teknar í utanríkismálum íslands, sem lagt hafa grundvöilinn að sjálfstæði þjóðarinnar. Meiri sam- staða var um varnarsamninginn 1951 á Alþingi en aðildina að Atlantshafsbandalaginu 1949. Sú stefna sem þá var mótuð hefur ávallt notið meirihlutafylgis með- al þjóðarinnar. 2. (Hersetan) er ósamræmanleg sjálf.stæði þjóðarinnar. Sjálfstæði íslands út á við er tryggt með vörnum landsins. íslensk stjórnvöld geta einhliða sagt varnarsamningnum við Bandaríkin upp með 18 mánaða fyrirvara. Engar hömlur eru því lagðar á fullan sjálfsákvörðunar- rétt þjóðarinnar um eigin málefni með varnarsamningnum. 3. (Hersetan) gengur gegn öryggi landsins í stríði og friði. Of langt mál yrði úr því ef í smáatriðum yrði rakið gildi dvalar varnarliðsins hér á landi í stríði og friði. Grundvallaratriðin eru þessi: a) Hugsanlegur árásaraðili á ísland veit að árás á landið er árás á öll ríki Atlantshafsbandalagsins (5. gr. Atlantshafssáttmálans) og auk þess lendir hann strax í átökum við bandarískt varnarlið í landinu sjálfu, sem verður eflt með tafarlausum liðsflutningum. b) Kjarninn í friðargæslu nú á tímum er traustur, fyrirbyggjandi viðbúnaður Atlantshafsbandalags- ins. Varnarstöðin hér á landi er mjög mikilvægur liður í þessum viðbúnaði. 4. (Hersetan) dregur úr nauð- synlegu sjálfstrausti við að leysa vanda hversdagsins í tæknilegum og skipulagslegum efnum> Ekki er ljóst hvað við er átt með þessari staðhæfingu. Ef hún höfð- ar til þess, að raddir hafa heyrst um það, að Bandaríkjamenn ættu að verða virkir þátttakendur t.d. í vegagerð í landinu, má segja, að hún hafi við rök að styðjast. Hins vegar er talað um „tæknileg" og „skipulagsleg" efni og verður að fara fram á nánari skilgreiningu á því, hvað bak við orðin stendur, til þess að afstóðu sé unnt að taka til fullyrðingarinnar. 5. (Hersetan) truilar eðlilegt samlíf við nágrannaþjóðir> Þessi fullyrðing er einnig óljós, því að ekki er skilgreint, hvað við er átt með orðinu „nágrannaþjóð- ir". Ekki getur verið átt við samaðila að Atlantshafsbandalag- inu. Á Norðurlöndum er hið norræna jafnvægi (nordiska bal- ansen) í öryggismálum orðið að viðurkenndri staðreynd í stefnu- mótun. Sú stefna sem íslendingar hafa fylgt í öryggismálum er liður í þessu jafnvægi og þar með eðlilegu samstarfi Norðurlanda- þjóðanna á þessu sviði. í samstarfsyfirlýsingu ríkis- stjórnar Ólafs Jóhannessonar er mælt fyrir um það, að ríkisstjórn- in skuli koma á fót nefnd allra þingflokka til að fjalla um öryggi íslands. Ástæða er til að binda nokkrar vonir við störf þessarar nefndar, ef menn ganga til starfs- ins í henni með það í huga að hafa það, sem sannara reynist. Ætli Alþýðubandalagið hins vegar að starfa í nefndinni í anda þeirra falsraka, sem sett eru fram í tilvitnaðri forystugrein Þjóðvilj- ans, virðist nefndin andvana fædd, þegar hún verður skipuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.