Morgunblaðið - 01.10.1978, Síða 20

Morgunblaðið - 01.10.1978, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 Eftir langt sumar af Þófi um Þaö hverjir eigi aö ráöa yfir fólkinu í landinu, fisknum í sjónum í kring og krf"U'etr'nU’ sky,ur a,,t 1 einu UPP 1 Vatnsmýrinni erlendum manni, sem boðar nýjar kenningar um Það hvernig' Þjóðfelagið og mannlifið eigi að vera og hvernig ekki. Hann krefst nýtni og sparsemi, ætlar að útstrika peningamælikvarðann, sem notaður er á allt mögulegt og ómögulegt, vill að allir pegnar Þjóðfélagsins fái hnifjofn og skattfrjáls lágmarkslaun, að Þjóðir heims skipti bróðurlega á milli sín auölindum á láði og í legi virðist að sumu leyti kreddufastari en Marx og Adam Smith, vill vera góður við fólk og hlífa Því til dæmis við skottum. Kannski er hann með Messíasar-komplex — að minnsta kosti langar hann til að frelsa heiminn. , °9 hvernig viðtökur fær svo slíkur trúboði á íslandi? Miðað við algenga fundarsókn í Norræna húsinu fer ekki a milli mala að hann trekkir. Þegar fyrirlesturinn er að hefjast á mánudagskvöldi er bekkurinn péttskipaður í samkomusalnum, allar dyr eru rifnar upp á gátt, margir eru í bókasafninu og á ganginum og búiö er að leita uppi hvern kjaftastól í húsinu. Samkomugestir eru á Þriðja hundraö og Það er sundurleitur hópur. Kallar og kellingar, annaluð fyrir stífar pólitískar meiningar til hægri og vinstri, kvenréttindahetjur, menningarvitar, bohemar, uppdubbaðar borgarafrúr, meðvitaðar listakonur, sveipaðar skikkjum og með slegið hár, aldraðir, heimsborgarar, skeggjuð eftirvæntingarfull ungmenni á sandölum og „venjulegt“ fólk. Þegar Niels I. Meyer hefur lokið máli sínu hefjast umræður og fyrirspurnir. Sumír hafa bara pörf fyrir pað að vekja athygli á sjálfum sér, eins og gengur, og nota tækifærið til að tala yfir hausamótunum á samkundunni, aðrir vilja fa nanari útskýringar, og enn aðrir purfa að vara við Því, sem Þeir telja vera villutrú. Einn teiur bersynilegt að Meyer og félagar hans ætli sér að gera borgarana aö „Þrælum kommúnismans“, en fæstir eru reiðubúmr til að taka afstöðu til málsins á stundinni, - hjala heldur góðlátlega um að Þetta sé „intressant ideologia. m _ Uppreisn frá miðju mannúðlegt jafnvægisþjóðfélag í bók þeirri, sem hér er fjallaö um, „Opror fra midten" er því slegið föstu, að hin víðtæku vandamál, sem hvarvetna blasa við í iðnríkjum nútímans, veröi ekki leyst með aðferðum, sem hingað til hafi tiðkazt. Bókarhöfundar telja að þróunin hafi í för með sér sívaxandi ágreining milli hagsmunahópa í þjóðfélaginu, og þegar víðar er skyggnzt, á milli ríkja þjóða og fátækra. Leitazt er við að svara spurning- um um hvernig brugðizt skuli við breyttum aðstæðum,. þannig að koma megi á „mannúðlegu jafnvægisþjóðfélagi", og er þá ekki síður átt við mannfélagið í heild en fólkið, sem byggir afmörkuö ríki. Höfundarnir eru þrír Danir, Niels I. Meyer, eðlisfræðingur, K. Helveg Peter- sen, leiðtogi Róttæka vinstri-flokksins, sem er eins konar Framsóknarflokkur þeirra í Danmörku, og Villy Sorensen, rithöfundur og heimspekingur. Bókin kom út í Danmörku í febrúar, á fimm alda afmæli Thomas More, en „Opror fra midten" fjallar ekki síður um Útópíu en rit Mores. Viðtökur bókarinnar hafa eins og að líkum lætur verið misjafnar. Ýmist vekja kenningar höfundanna hrifningu eða andúð, en óhætt er að segja að viöbrögðin hafi borið vitni um allt annað en tómlæti. Allar götur síðan bókin kom út hefur um fátt verið meira rætt og ritaö í Danmörku. Höfundarnir hafa verið á ferö og flugi til að ræða um bókina og sérstökum starfshópum hefur víða verið komið á fót án þess að höfundarnir hafi haft þar frumkvæði. Bókin hefur þegar verið þýdd á nokkur tungumál og er veriö aö undirbúa útgáfu hennar í ýmsum löndum, meðal annars á íslandi, en útgáfufyrirtækið Örn og Örlygur stefnir að því að hún komi út innan skamms. Ef til vill má segja að ummæli Mogens Glistrups séu nokkurs konar ýktur samnefnari fyrir þá gagnrýni, sem fram hefur komiö á kenningar höfunda „Opror fra midten“. Þremur dögum eftir að bókin kom út lýsti Glistrup því yfir að höfundarn- ir ætluðu sér bersýnilega að gera Danmörku að „nýrri Kambódíu“, hvorki meira né minna. Þótt fæstir hafi tekið svo djúpt í árinni eru ýmsir sem óttast að „uppreisn frá miðju“ og mannúðlegt jafnvægisþjóðfélag“ í framhaldi af henni mundi stuöla að einræöi, en ekki valddreifingu á flestum sviðum, eins og bókarhöfundar boða. Með ráðdeild og nægjusemi í innganginum hér að framan er ef til vill tekið nokkuð djúpt í árinni, en í megindráttum er boðskapur bókarinnar sá, að hagvöxtur vestrænna iðnríkja sé kominn í hámark og að ekki verði lengur haldið áfram á sömu braut og undanfarna áratugi. Þrátt fyrir þetta vanti mikið á að jafnrétti sé ríkjandi í þessum löndum, þar sem ástandið sé þó langtum betra en annars staðar. Höfundarnir benda á að þaö geti ekki staðizt til lengdar að fjórðungur mannkyns gíni yfir þremur fjóröu hlutum afrakstursins af auðlindum heimsins og aö fyrr en seinna megi búast við því að í odda skerist vegna þess reginmunar, sem sé á kjörum fólks í ríku löndunum og hinum snauðu. Þrátt fyrir þetta eru þeir ekki svartsýnir. Þeir telja unnt að skipa málum svo aö bilið mjókki, því að með ráðdeild og góðum vilja geti allar þjóðir heíms haft nóg að bíta og brenna og þar að auki átt afgang, sem nota megi til að bæta og fegra mannlífiö. Þeir telja jafnrétti ekki markmið í sjálfu sér, heldur álíta þeir að jafnrétti sé óhjákvæmilegt, ef takast eigi að koma á þjóðfélagi þar sem jafnvægi, friður, frelsi og mannúð megi ríkja. Þetta séu nauðsynlegar aðstæður eigi einstaklingur- inn aö fá næði til að rækta sjálfan sig og umhverfið, en það hljóti að vera hiö æðsta takmark. Hægfara Þróun en ekki bylting — breytingin byrji innan frá Titill bókarinnar gefur til kynna meiri sviptingar en efnið gefur tilefni til. Niels I. Meyer viðurkennir fúslega að bókarheit- inu hafi veriö ætlað að vekja athygli og víst bendir oröið „opror" til þess að hér sé á feröinni enn ein byltingarkenningin, meö tilheyrandi valdboði og blóðsúthellingum. Því fer þó fjarri. Þetta á ekki að verða nein hraðferð, heldur hægfara breyting, sem ekki gengur eftir neinni allsherjarformúlu. Höfundarnir hugsa sér að framtíðarþjóð- félagið verði í stórum dráttum ekki komið á fyrr en í fyrsta lagi eftir tvo mannsaldra. Breytingin á aö hefjast neöst í valdapýra- mídanum, hjá einstaklingunum sjálfum. í hinni nýju þjóðfélagsgerð situr einstakl- ingurinn í fyrirrúmi, og um leiö og áherzla er lögö á að skapa honum sem mest svigrúm eru einkaframtakinu skorður settar þannig að einn getur ekki hagnazt á kostnað annars. Framboð og eftirspurn eru ekki ráöandi öfl í efnahagslífinu eins og áður var, því að forsendur markaðs- kapphlaupsins eru brostnar. Enginn hefur lengur hag af því að auka neyzluþörfina, þar sem gróðamöguleikarnir hafa verið afskrifaöir. Af þeirri ástæðu er það sjálfgert að auglýsingaskrumið er horfiö, en í staðinn er komin upplýsingastarfsemi um vöruna og notagildi hennar. Borgaralaun fyrir alla — sama tímakaup að auki fyrir vinnuframlag í þessu merkisþjóðfélagi fá allir sömu laun. Frá fimmtán ára aldri og fram á grafarbakkann fær hver einstaklingur svokölluð borgaralaun, sem nægja vel til að sjá fyrir grundvallarþörfum. Höfund- arnir hugsa sér að þau gætu veriö sambærileg viö þaö, sem í þessari fornöld eru meðaleftirlaun í Danmörku, um það bil 25 þúsund krónur á ári. Þótt ekki sé raunhæft aö umreikna það í íslenzkar krónur sakir mismunar á framfærslu- kostnaði og almennu kaupgjaldi, má geta þess að þetta veröa um 1.4 milljónir íslenskra króna. Börn innan fimmtán ára aldurs fengju ívið minna til framfærslu þar sem þau eru talin ódýrari í rekstri en fullorðnir. Borgaralaunin mundu meðal annars gera fólki kleift að leggja niður launaöa vinnu um stundarsakir, til dæmis til að setjast á skólabekk, sinna hvítvoð- ungum eða bara sjálfu sér. Með þvt aö unglingar tækju sömu borgaralaun og aðrir væri sú röksemd endanlega brostin að langskólagengnir veröskulduöu hærri laun en aðrir. Allir fengju sömu tímalaun fyrir unnar vinnustundir, enda er á það bent að störf, sem talin eru sérlega áhugaverð og hvetjandi, séu í sjálfum sér forréttindi fyrir þá, sem þeim sinna, — forréttindi, sem ekki sé á bætandi með því að greiða fleiri krónur fyrir en þá vinnu, sem sé síður eftirsóknarverð, miðað við almennt gildismat. Höfundarnir gera ráð fyrir því aö menn geti drýgt tekjur sínar með því að leggja fram vinnu, og að meö því móti megi allt aö því þrefalda borgaralaunin. Þaö sé hverjum og einum síöan í sjálfsvald sett hvaö hann vill á sig leggja til þess aö hafa rýmri fjárráö en borgaralaunin veita honum, enda sé þaö liður í sjálfsögöum mannréttindum aö fólk geti látiö eitt og annaö eftir sér. Sumir vilji sanka aö sér munum af ýmsu tagi, bókum, listaverkum, bílum eða glerkúm, svo dæmi séu nefnd. Aðrir gangist upp í því aö drekka höfug vín, eta ostrur eöa ferðast, og allt hljóti þetta að fara eftir geöþótta hvers og eins og komi ekki öðrum viö, sízt þjóöfélaginu. Verkaskipting og jafnrétti á vinnumarkaði Atvinnuleysi er eitt alvarlegasta vanda- mál, sem við er að etja í hinum vestrænu iðnríkjum, og er það þekktara en svo að útmála þurfi með mörgum orðum, enda þótt hér á íslandi hafi tekizt að bægja því frá, meðal annars með launajöfnunar- stefnu. í framtíöarþjóðfélagi Meyers og félaga hans er ekkert atvinnuleysi. Þar er í fyrsta lagi skipulagt með tilliti til þarfa þjóöfélagsins til hvaða starfa menn mennta sig, og innan starfsgreinar er þeirri vinnu, sem völ er á, einfaldlega skipt á milli þeirra, sem bjóða sig fram. í þessu sambandi bendir Meyer á að um þessar mundir sé um það bil þriðjungur allra tungumálakennara í Danmörku iðjulaus og þiggi atvinnuleysisstyrk. Þeir, sem séu við kennslu, fái á hinn bóginn rífleg laun, en kvarti almennt undan alltof miklu vinnuálagi. Nær væri og þjóöhagslega margfalt betra að allir þessir kennarar væru starfandi og skiptu með sér bæði launum og vinnustundum. Valddreifing á öllum sviðum Höfundar bókarinnar gera ráð fyrir því að dreifa valdinu í þjóðfélaginu verulega frá því sem nú er. Þannig eiga allir að hafa jafnan rétt til ákvarðana í sínu nánasta umhverfi, á vinnustað og í þjóölífinu yfirleitt. Þeir vilja færa fulltrúalýöræöiö í æðra veldi en draga jafnframt úr þeirri samþjöppun valdsins, sem til dæmis felst í því stjórnarskrárbundna atriöi aö þing- menn séu „eingöngu bundnir við sannfær- ingu sína og eigi viö neinar reglur frá kjósendum sínum" en það er að finna bæöi í dönsku stjórnarskránni og hinni íslenzku. Þeir benda á aö í stjórnarskránni standi ekkert um það að þingmenn séu ekki bundnir af flokkum sínum, en það séu þeir reyndar í ríkum mæli. Flokkarnir láti svo aftur stjórnast mjög af vilja kjósenda, einkum þeirra, sem ekki séu flokksbundnir. Þetta geri það að verkum aö í stað þess að fara eftir stefnu, sem samþykkt sé á lýöræöislegan hátt á flokksþingum, láti stjórnmálaflokkar vonir um að krækja í lausafylgi í kosningum hafa alltof mikil áhrif á pólitískar ákvaröanir. Lausafylgiö sé fyrst og fremst þaö sem barizt sé um í kosningum og alltof miklir kraftar fari í aö spá í það. Skammtímasjónarmið og bráðabirgða- ráðstafanir telja þeir síðan verða af- leiðingarnar í svo ríkum mæli aö til óheilla horfi. Þessu vilja bókarhöfundar breyta, meðal annars með því að gera kjör fulltrúa — á þingi, í sveitastjórnum og innan minni stjórnunareininga í þjóðfélag- inu — persónubundnara en nú er. Ekki þannig að veldi „topp- og popp-pólitík- usa“ veröi aukið, heldur þvert á móti. Þeir telja að krefjast verði persónulegs sambands umbjóðenda og fulltrúa, þann- ig að fulltrúarnir þekki raunverulegan vilja kjósendanna, og gegni fremur því hlut- verki að flytja mál þeirra á vettvangi ákvarðana en að taka miö af einhverjum persónulegum hæöarmæli sjálfra sín, sem eðli málsins samkvæmt hljóti að vera brigðull og takmarkaður. Ein endurkosning Til að tryggja dreifingu valdsins vilja Meyer, Helveg Petersen og Serensen, að þingmenn og aðrir, sem kjörnir eru til að vera málsvarar í opinberum kosningum, sitji í mesta lagi tvö kjörtímabil samfleytt, það er að segja verði aðeins endurkjörnir einu sinni. Þeir telja fyrirsjáanlegt að núverandi flokkakerfi, sem að mestu byggist á hagsmunaágreiningi og tog- streitu um tekjuskiptingu líði undir lok, en þess í stað komi tiltölulega skammlífir flokkar um einstök mál eöa málaflokka, sem ofarlega veröa á baugi hverju sinni. Núverandi samþjöppun valds og áhrifa er þeim mikill þyrnir í augum og þeir telja dæmigert fyrir þetta kerfi, að tiltölulega fáir einstaklingar, í langflestum tilfellum karlmenn, móti stjórnmálaflokk og ráði þar lögum og lofum. Minni spámenn í flokknum eigi trauðla aögang að hinni lokuöu valdaklíku og stjórnmálaferill einstaklings sé háöur hlýðni og trú- mennsku við þessa flokksforystu. Oft veröi þetta til þess að hagsmunir flokksins séu látnir ganga fyrir hagsmunum þjóðar- heildarinnar, og þegar komið sé að því að taka ákvaröanir vegi umhyggja fyrir flokkshagsmunum iðulega þyngra á metunum en upplýsingar og staöreyndir, sem raunverulega ættu að ráða úrslitum. Aðaláhugamál flokksins sé aö auka veldi sitl og safna atkvæðum, og í stað þess að velta fyrir sér frambúðarlausn vandamála fari orkan að mestu í það aö eltast viö atkvæði og ýta til hliöar því sem til algerrra vandræða horfi á stundinni. Bókarhöfundar fullyrða að ákvarðanir séu ekki teknar í þingsölum, heldur í lokuöum flokksherbergjum og ráöherra- skrifstofum. Það séu leiðtogar stjórnmála- flokkanna, sem komi sér saman um málamiölun, en einstakir þingmenn hafi næsta lítil áhrif. Þingsalir þjóni aðallega þeim tilgangi að vera nokkurs konar leiksviö, — vettvangur þar sem stjórn- málamenn viöri skoðanir sínar opinber- lega, í þeim tilgangi aö hafa áhrif á kjósendur. Þetta viti kjósendur mæta vel, og í lýðræðisþjóðfélögum sé þetta ein af ástæðunum fyrir þverrandi trausti almennings á stjórnmálamönnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.