Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 21 X-bær — 40 búsund manna bæjarfélag á 21. öld Meyer, Helveg Petersen og Sorensen gefa hugmyndafluginu lausan tauminn og bregöa upp mynd af dönskum bæ, þar sem búa um 40 þúsund manns. Meö skipulagðri iðnþróun er svo komið að framleiðslan takmarkast við fáeinar vörutegundir, en auk þess aö hafa atvinnu af iðnaði og þjónustu, stunda bæjarbúar vefnaö, garöyrkju og búskap, eins og tíðkazt hefur þar um slóðir um langan aldur. X-búar eru sérfræðingar í fram- leiðslu á einingum til húsbygginga, og hefur bærinn orðið nokkurs konar miöstöð slíkrar framleiðslu í landinu. Þá stendur rafeindaiðnaður og smíði á margskonar sjálfstýriútbúnaði í vélar með miklum blóma í bænum, og þessar sérgreinar eru sameinaöar í byggingar- einingum, sem eru með innbyggðu hitunarkerfi, sem stjórnað er með sjálf- virkum rafeindahitastillum, sem gera það aö verkum að hitunarorka gernýtjst. Þessar merkilegu byggingareiningar eru búnar til í verksmiðju, sem heitir Bygisol. Þetta er rótgróið fyrirtæki, sem á sínum tíma var stofnað af nokkrum ungum iönaðarmönnum, og fé til að standa straum af stofnkostnaði var að mestu fengið að láni úr opinberum stofnlána- sjóöi, sem hefur það markmið að efla atvinnulífsþróun í landinu. Bygisol er eins og flest önnur fyrirtæki þjóðareign og er skipulagt sem samvinnufyrirtæki þar sem starfsfólkið hefur helming fulltrúa í stjórninni. Ríkið er með 25% atkvæða í stjórninni og bæjarfélagið sömuleiðis. Hjá Bygisol starfa um 300 manns. Allir eru með sama tímakaup og allir hafa sömu möguleika til að hafa áhrif á daglegan rekstur. Stjórn fyrirtækisins gætir hags- muna þess gagnvart valdastofnunum þjóðfélagsins, annast fjármál þess og tekur ákvarðanir um fjárfestingu, aöbún- aö og endurbætur á vinnustaö, svo dæmi séu nefnd. Stjórnin leggur tillögur sínar fyrir starfsmenn fyrirtækisins og eru allar ákvarðanir í fyrstu umferð háðar sam- þykki meirihluta þeirra. Ef ekki næst samstaða á starfsmannafundi er ákvöröunarvaldið í höndum stjórnarinnar, en starfsmenn geta þó áfrýjað málinu til ríkisstjórnarinnar, sem þá skipar gerðar- dóm í málið. Innan Bygisol hafa ekki komið upp vandamál, sem ekki hefur verið unnt að leysa innan fyrirtækisins. Ýmis fyrirtæki hafa staðið í ströngu með að leysa ágreiningsmál, sem í flestum tilvikum hafa risiö út af því að stjórn fyrirtækis — þar sem fulltrúar ríkis og sveitarfélags hafa verið með helming atkvæöa — hefur krafizt þess að framleiðsiuháttum yröi breytt með tilíiti til hagsmuna heildarinnar, enda þótt meiri- hluti starfsmanna fyrirtækisins lýsti sig fylgjandi óbreyttu fyrirkomulagi. Bygisol átti í upphafi viö ýmis vandamál að stríða, aðallega vegna þess að starfsmennirnir áttu erfitt með að venjast þeirri tilhugsun að velgengni fyrirtækisins heföi það ekki í för með sér að afrakstur þeirra sjálfra yrði meiri en lögbundnar relgur segja fyrir um varðandi tekjuskiptingu í þjóðfélaginu. Á hverju ári ákveður þjóðþingiö hver vinnulaunin skuli vera og tekjuafgangur einstakra framleiðslufyrirtækja þetta áriö kemur hvorki þeim sjálfum né starfs- mönnum þeirra til góða sérstaklega. Þaö tók upphaflega nokkurn tíma aö ná samstöðu um þetta atriði, en nú orðið er það almenn skoðun að þessar nýju leikreglur þjóöfélagsins séu eðlilegar og sanngjarnar. Hagnaöarsjónarmið ekki alisráöandi Að sjálfsögðu er þess ekki að vænta að öll fyrirtæki í landinu séu ævinlega rekin með hagnaði, enda er hagnaðarsjónar- miðið ekki það eina, sem til greina kemur. Byggðastefna og síbreytilegar aðstæður í þjóðfélaginu eru þættir, sem nauðsynlegt er að taka tillit til, og hagsmunir þjóðarheildarinnar eöa byggðarlagsins geta gert þaö að verkum að hallarekstur sé réttlætanlegur um tíma. Sýni árs- uppgjör að tap hafi verið á rekstri fyrirtækis taka ríki og sveitarfélag það á sig fyrsta áriö. Stjórn fyrirtækisins lætur gera úttekt á rekstrinum og á grundvelli niöurstöðunnar er gerð fjárliagsáætlun, sem hæglega getur gert ráð fyrir aö næstu árin verði fyrirtækið rekið á kostnað hins opinbera sé þjóðhagsleg nauðsyn talin vera á því. Bygisol, er sem fyrr segir, eins og flest önnur fyrirtæki í eigu hins opinbera, en smáfyrirtæki þar sem fáir vinna eru oft í eigu þeirra sem reka þau. Slíkt eignarfyrir- komulag takmarkast af þeirri meginreglu að einstaklingar séu ekki atvinnurekendur annarra einstaklinga, heldur starfi þar ekki aðrir en eigendurnir sjálfir. Algengt er aö þessi litlu sjálfseignarfyrirtæki annist ýmiss konar þjónustu, og að þar vinni fjölskylda saman. X-bær hefur mikla og góða samvinnu við Y-bæ, sem er næsta sveitarfélag, en þar búa 60 þúsund manns. Meðal annars er þessi samvinna á sviði læknisþjónustu og fræðslu, en einnig í efnahagsmálum og atvinnumálum. Y-búar framleiða hitunar- tæki, sem nýta sólarorku, og samvinna þessara tveggja bæjarfélaga, sem leggja stund á skylda framleiðslu hefur stuðlað að verulegri þróun hitunartækni þar sem nýtt er óþrjótandi orka, eins og geislar sólar og vindar himinsins. Þjóðfélagsupp- bygging og eignarréttur Eins og fyrr segir er ráðgert að þjóðfélagsuppbyggingin verði í mun ríkari mæli en nú er í samræmi við fulltrúalýð- ræði. Starfsmenn fyrirtækja og stofnana kjósa sér sjáffir leiðtoga, þar sem þeir hljóta að þekkja bezt til þarfa og manna á staðnum. Þannig verður það fyrirkomulag til að mynda úr sögunni að ráðherrar skipi í embætti, en ekkert mælir þó á móti því að í ábyrgðarstöður séu kosnir menn utan viökomandi stofnunar, og æskileg og eölileg endurnýjun eigi sér stað með þeim hætti, ekki síður en að starfsmenn hennar eigi þess kost að takast á hendur aukna ábyrgö. Þannig mun þjóðfélagið grund- vallast á litlum einingum, og fyrirtæki á borð við Bygisol verður tryggð hlutdeild í stjórn sveitarfélagsins í gegnum svonefnd staðarfélög, sem sveitarfélög skiptast í, en sveitarfélögin senda síðan fulltrúa á þjóðþing. Þannig ætlast bókarhöfundar til að valdakerfið verði keðjuverkandi og byrji raunverulega í hinum minnstu einingum þjóðfélagsins, þeim, sem eru næst einstaklingum. Allar fasteignir, landeignir og fram- leiðslutæki verða í eigu hins opinbera. Þetta þýðir þó ekki allsherjar eignaupp- töku, heldur er ráð fyrir því gert að hið opinbera kaupi smám saman upp eignir af einstaklingum, sem síðan hafi til umráöa þaö fé sem fyrir fæst þar til þeir deyja drottni sínum. Að þeim látnum renna deildar, fari forgörðum og afleiðingin verði stöðnun og sinnuleysi um æskilegar framfarir. Slíku vísar Meyer á bug með því, aö í staðinn komi önnur verömæti, sem hljóti að fullnægja þörfum mannsins í ríkari mæli en peningar geti nokkurn tíma megnað — manngildi, auknir þroska- möguleikar, jafnræöi og jafnrétti, sem stuöli að friði og jafnvægi, bæði innan afmarkaðra þjóðfélaga og í samskiptum þjóða í milli. Vinstri menn andmæla „Opror fra midten" aöallega á þeirri forsendu að þessu útópíuþjóðfélagi sé ekki unnt að koma á nema með byltingu. Það þýði ekkert að vera að þæfa fram og til baka um þjóöfélagsbreytingar áratugum og jafnvel öldum saman, slíkt leiöi aðeins til glundroða og sóunar á verömætum og kröftum. Meyer segir að vinstri menn bregði þeim félögum um barnaskap og óraunhæfa bjartsýni, en þeir hafi á móti beöiö um skilgreiningu á hugtakinu „stéttarbarátta." Hyer eigi að berjast við hvern og um hvað? Ábyrgir menn geti ekki gert ráð fyrir blóðugri byltingu og ofbeldisaðgerðum til að ná æskilegum markmiöum, sízt þeim, sem stuöla eigi að friöi og jafnvægi. Þeim sé aðeins hægt aö ná meö friösamlegri þróun og samkomu- lagi. Meyer segist að gamni sínu hafa rætt hugmyndir sínar við forstjóra dansks stórfyrirtækis í iðnaði, en hann gæti heitið Jensen. Jensen féllst á hagræöi þeirrar valddreifingar og atvinnulýðræðis, sem Meyer talaði um, og taldi lítil tormerki á að unnt væri að koma því við innan fyrirtækisins, en sagði síðan: „Það er bara ekki nóg að ég sé hlynntur því og telji að hægt sé að taka þetta hugmyndakerfi upp í mínu fyrirtæki. Líttu bara á mann eins og hann Olsen. Þú fengir hann aldrei til að fallast á þessar hugmyndir, hann er svo íhaldssamur, eins og reyndar fjölmargir aðrir stjórnendur fyrirtækja, sem ég þekki. Þaö er ekki aöallega launajöfnuö- urinn, sem hann mundi hafa áhyggjur af, heldur minnkandi áhrif og völd hans sjálfs." Þetta sagöi Jensen. Næst fór Meyer til Olsens, en báðir reka mennirnir framleiöslufyrirtæki á sama sviði og þekkjast vel persónulega. Það kom í Ijós aö Olsen var í stórum dráttum á sömu Höfundar „Opror fra midten“: Villy Serensen, K. Helveg Petersen og Niels I. Meyer. eignir þeirra, að frátöldum persónulegum munum til ríkisins, og er það í samræmi við þá stefnu að forréttindum hvers konar, til dæmis efnahagslegum forréttindum vegna arfs, skuli útrýmt. Þetta mun verða til þess að völd og áhrif í þjóðfélaginu vegna eigna og aðstöðumunar valda ekki togstreitu og spennu eins og verið hefur. Jörðin og auölindir hennar verða allra eign, og svo nefnt sé dæmi, þá verða olíuauölindir í sjó sameiginlegt orkuforða- búr allra þjóða, sem Sameinuðu þjóðirnar eða hliðstæð alþjóðastofnun sér um réttláta skiptingu á. Gagnrýni frá vinstri og hægri Gagnrýni á þær hugmyndir, sem hér hefur verið leitazt við að gera grein fyrir, hefur komið jafnt frá hægri og vinstri. Niels Meyer segir að markmiðið sjálft X — mannúðlegt jafnvægisþjóðfétag — valdi ekki teljandi ágreiningi, enda þótt margir eigi erfitt með að gera sér í hugarlund að hægt sé að koma á algjöru jafnrétti og sú hugsun sé flestum framandi að ekki verði lengur hægt að græða peninga. Þess sé hins vegar að gæta, að eitt meginmarkmiðið sé að draga úr gildi peninga, sem mælikvarða á lífsgæði. Hægri menn, segir Meyer, virðast einkum hafa af því áhyggjur að sá hvati, sem felst í einkaframtakinu og voninni um fjárhags- lega umbun vegna dugnaðar eða ráð- skoðun og Jensen og taldi þetta allt saman koma mjög vel til greina frá sínu sjónarmiði, en sagði svo: „Það er bara ekki nóg að ég vilji þaö. Meyer bendir á aö margir stjórnendur fyrirtækja láti ekki stjórnast af gróðasjón- armiðum í þeim skilningi að þeir sækist stöðugt eftir því að komast yfir meiri fjármuni, heldur sé það spennan, fjár- hættuspiliö sjálft, sem hvetji þá til dáða. Þessi hvati hafi raunar komið miklu til leiðar í framfaraátt, og kannski verði leitt að svipta slíka menn þessari ánægju, en við því sé lítiö aö gera. Aðrir hagsmunir verði þyngri á metunum. „Það getur verið að ýmsir óttist að með þessum hugmyndum sé verið að reyna að koma á sósíalísku þjóðfélagi á borð við þau austur-evrópsku þjóðfélög, sem reynslan sýnir að eru gjörsamlega misheppnuð," segir Meyer. „í því sam- bandi er nauðsynlegt að hafa í huga að kenningar Marx, Lenins og fleiri slíkra spámanna, voru settar fram við allt aörar aðstæður en nú ríkja, og trúarkenning af því tagi eru gjörsamléga óraunhæfar nú og í fyrirsjáanlegri framtíð, á sama hátt og kenningar Adams Smith og Johns Stuart Mills í heild sinni eiga ekki lengur við. Ýmislegt úr öllum þessum hugmyndakerf- um á við á öllum tímum, en kerfin sem slík eru hvorki svo fullkomin aö þau nægi nútímaþjóðfélagi né heldur eiga þau við nema að litlu leyti við gjörbreyttar aðstæður. Við gerum ekki ráö fyrir alræði eins eða neins. Við viljum virka stjórnun, valddreif- ingu og kerfisbundna þátttöku í ákvörðun- um á öllum sviðum þjóölífsins. Auðvitað er þetta Útópía, sem viö erum að boða, og það er ekki alger tilviljun aö bók okkar kom út á fimmalda afmæli Thomas More. Viö teljum unnt að koma á þessari Útópíu, en að það muni taka langan tíma. Auðvitað þarf ekki að láta sér detta í hug að dæmi, sem við setjum fram til skýringar í þessari bók okkar, muni rætast á nákvæmlega sama hátt og okkur virðist nú líklegast að verða muni, heldur munu á þróunarbrautinni koma í Ijós óteljandi atriði, sem við getum ekki látið okkur óra fyrir. Þegar að ákvörðunum kemur verða þær að sjálfsögðu í samræmi við skynsemisrök í hverju tilviki en ekki einhverjar kreddukenningar okkar. Önnur niöurstaða en sú að stefna beri að mannúðlegu jafnvægisþjóðfélagi er ekki gefin — við setjum aðeins fram hugmyndir um hvernig hið eftirsóknar- verða þjóðfélag lítur út og bendum á leiðir til að koma því á. í þessu sambandi má benda á að efnahagslegt jafnrétti eða jöfnuður er ekki takmark í sjálfu sér, heldur leið, sem að öllum líkindum er óhjákvæmileg til að ná takmarkinu, sem er mannúðlegt jafnvægisþjóðfélag. í slíku þjóðfélagi verður fyrst og fremst að taka tillit til þarfa einstaklingsins og búa honum umhverfi, sem hann er fær um aö lifa og hrærast í, — rólegt umhverfi þar sem hraöi, kapphlaup, harka og hávaði ráða ekki ríkjum. Einstaklingurinn þarf að hafa eins mikið svigrúm og hægt er til að hafa áhrif á eigin velferð og annarra, og þetta svigrúm teljum við að unnt sé að skapa honum með því aö girða fyrir stjórnleysi og sveiflukennda röskun í þjóðarbúskapn- um, eins og nú er við lýði. Maðurinn er nú ekki burðugri en svo að hann veldur ekki þessu æðisgengna lífsgæðakapphlaupi, sem er þar aö auki tilgangslaust, þar sem þaö er í beinni andstööu við lögmál náttúrunnar," segir Meyer. Öryggismál og samskipti ríkja Meyer telur hættuna á átökum milli auðugra þjóða og snauðra meiri en hættuna á átökum milli þjóða, sem búa við slíkt hugmyndakerfi, eins og kommún- isma og lýðræöi. Hann álítur hættu stafa frá Sovétríkjunum, sem líkleg séu til að neyta færis til að freista nýrra landvinn- inga, geri lýöræðisríkin ekki ráðstafanir til að verjast. Því muni Atlantshafsbandalag- ið hafa hlutverki að gegna enn um sinn, en æskilegur möguleiki og vel hugsanlegur sé, að Evrópa veröi hlutlaus með tíð og tíma. Því megi nokkurn veginn treysta að stórveldið í vestri, Bandaríkin, muni ekki líða Sovétríkjunum ásælni í Evrópu, á sama hátt og Sovétríkin mundu ekki horfa á það aðgerðalaus, að Bandaríkin gengju á lagið og legðu undir sig þetta landsvæöi. Með öðrum orðum, að hið margumtalaða valdajafnvægi þurfi í framtíðinni ekki að grundvallast á her- væöingu Evrópuríkjanna, heldur geti stórveldin tvö eftir sem áður sóað fjármunum og kröftum í hernaðarbrölt, án þess þó að draga meö sér í dansinn fámennari ríki, sem hvort eö er eigi smæðar sinnar vegna ekki hagsmuna aö gæta í slíku valdatafli. Líkleg þróun verði síðan í þá átt að hin herskáu stórveldi dragist aftur úr og einangrist, og sjái að lokum þann kost vænstan að slíðra sverðin og snúa sér í staðinn að þarfari málum. Markmiö og leiöir Hér hefur verið leitazt við að gera í stórum dráttum grein fyrir stjórnmálahug- myndum þar sem stefnt er að markmið- um, sem engan veginn geta talizt frumleg eöa óvenjuleg. Flest hugmyndakerfi gera ráð fyrir því að komið verði á þjóðfélags- legu frelsi, jafnrétti og bræðralagi, — þjóöfélagi, þar sem allir hafa nóg aö bíta og brenna, og þar sem hægt er að sjá svo vel fyrir andlegum og líkamlegum þörfum, að einstaklingurinn fái næði og tækifæri til að láta sér líða vel og komast til nokkurs þroska. Þetta eru almenn markmið. en um leiðirnar hefur alltaf verið deilt og verður sjálfsagt meðan maðurinn, sem í eðli sínu er leitandi, byggir þessa jörð. í „Oprer fra midten" er bent á þau vandamál, sem við er að etja í heiminum og í einstökum þjóðfélögum, og síðan er bent á leiðir til að leysa þau með tilliti til fenginnar reynslu. Hvort þessar leiðir reynast færar eða æskilegar yfirleitt á eftir að koma í Ijós, en orð eru til alls fyrst, og óhætt er að segja að þessi bók sé þarft framlag til umræðna um þjóðfélagið og þróun þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.