Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 Austurrískum fréttamanni vísað frá Sovétríkjunum Moskvu, 29. sept. Reuter. ERHARD Hutter, íréttamaður austurríska sjónvarpsins í Moskvu, skýrði starfsbræðrum sínum þar í borg svo frá í kvöld, að sovézk stjórnvöld hefðu aftur- kallað vegabréfsáritun hans. Hann hefur starfað í Moskvu í rösklega sex ár. Hann sagðist hafa vitneskjuna frá yfirmönnum sínum í Vínarborg og hefðu starfsmenn scndiráðsins þar í borK Kreint þeim frá þessu. Sú ástæða var gefin að Hutter var sagður srunaður um að hafa tekið þátt í „andsovézkum áróðri~ og „ólöglcgum viðskipt- um". Hann kvaðst þó álíta að hin raunvcrulega ástæða lægi í þeim tengslum sem hann hefði náð við ýmsa sovézka borgara í starfi sínu og þar í hópi væru ýmsir andófsmcnn. Hutter er kvæntur sovézkri konu. Hann sagði að sér væri enn ókunnugt um hvaða tímamörk sovézk stjórnvöld hefðu sett hon- um og því væri ekki ljóst hvenær hann yrði að hverfa á braut. Hutter er eini austurríski fréttamaðurinn í Moskvu. Hann er sjöundi vestræni fréttamaðurinn sem rekinn er frá Sovétríkjunum eða neyddur með öðrum ráðum til að hverfa þaðan sl. tíu ár. Hutter gaf í skyn að sovézk stjórnvöld hefðu fyrir rösku ári hafið aðgerðir sem miðuðu að því að hann færi úr landi. Nóbels- verðlaun hækkuð Stokkhólmi. 28. september. Reuter. NÓBELSVERÐLAUNIN í ár verða alls 3.625.000 sænskar krónur sem er met og samsvarar 3.6% hækkun frá síðasta ári þrátt fyrir mesta samdrátt í sænsku efnahagslífi síðan í heimskreppunni miklu. Stig Ramel barón, fram- kvæmdastjóri Nóbelstofnunar- innar í Stokkhólmi, sagði í dag að þetta jafngilti 40% hækkun að raungildi síðan 1953 þegar stofn- unin fékk heimild til meira frelsis í fjárfestingum. Ramel barón sagði: „Stefna okkar er að sigra verðbólguna og láta verðlaunaféð hækka. Við fylgjum langtímafjárfestingar- stefnu og fáum margar góðar ráðleggingar." I Osló hefur verið staðfest að Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafi lagt til að Anwar Sadat forseti fái friðar- verðlaunin. Aðrir sem eru sagðir tilnefndir eru Stefan Wysszynski kardináli frá Póllandi, sovézkir andófs- menn og systir Teresa í Kalkútta. Leiðrétting í FRÉTT Morgunblaðsins af sekt- arheimild í sambandi við brot á Iögum um ráðstafanir til að draga úr tóbaksreykingum tífaldaðist sú hámarksupphæð, sem lögin gera ráð fyrir. Hæsta sektargreiðsla er 500 þúsund krónur eða hálf milljón. Þetta leiðréttist hér með. Leiðrétting MISSAGT var í blaðinu í gær að Ágúst F. Petersen sýndi aðeins olíumálverk á sýningu sinni að Kjarvalsstöðum. Ágúst sýnir einn- ig olíupastelmyndir og vatnslita- myndir. Smfðum Neon- 09 plastljósaskiltL Einnig ýmiss konar hluti úrAcdlplasti. Nconþjönustair ML Smiðjmcsi 7, Simi 43777 Bókhaldsfyrirtæki til sölu Til sölu er hluti í grónu bókhaldsfyrirtæki í borginni. Þeir sem kynnu aö hafa áhuga á aö kaupa gott fyrirtæki í fullum gangi sendi tilboo á afgreiöslu blaösins ásamt upplýsingum merkt: „Trúnaöarmál — 1884". VARÚÐ, HÆTTA, ENN SKAL ORT, ALLT SKAL FÆRT ÚR SKORÐUM! VWHUUUb Þórarinn Eldjárn í Disneyrímum er fjallað um Walt Disney (1901 hans og störf fyrir og eftir dauðann. Myndskreytt af Sigrúnu Eldjárn. Bræóraborgarstíg 16 Sími 12923-19156 1966), líf IOVHH IB-lanin: Nokkrar nviunaar J66.880 1001100 Þessar tölur sýna breytingar á ráöstöfunarfé eftir 6 og 12 mánaða sparnaö. IB lánin hafa vakið verðskuldaða athygli. Þau eru raunhæf leið til lána fyrir almenning. En til þess að þau haldi kostum sínum þarf að endur- skoða kerfið reglulega, m.a. með tilliti til verðlags- þróunar. Þetta hefur Iðnaðarbankinn einmitt gert. Því hefur verið ákveðið að gera eftirtaldar breytingar: Stofnaöur hefur verið nýr 18 mánaða flokkur. Hámarks innborgun er kr. 50.000. Ráðstöfunarfé (eigin sparnaður ásamt IB-láni) að loknu sparnaðartímabili, með slíkri innborgun, nemur þá 1.8 milljón króna auk vaxta. 2. Hámark mánaðarlegra innborgana hefur verið endur- skoðað. Gildir það um nýja reikninga og er sem hér segir: f 6 mánaða flokki kr. 30.000 í 12 mánaða flokki kr. 40.000 118 mánaða flokki kr. 50.000 124 mánaða flokki kr. 60.000 í 36 mánaða flokki kr. 60.000 148 mánaða flokki kr. 60.000 3. Þá hefur Iðnaðarbankinn ákveðið, að fengnum fjölda til- mæla, að gefa fólki kost á að lengja spamaðartímabilið, enda lengist þá lánstíminn og upphæð IB-lánsins hækkar að sama skapi. Nánari upplýsingar veita IB ráðgjafar hver á sínum afgreiðslustað — þeir vita allt um IB lán. S^^ Banki þeirra sem hyggja að framtíðinni * Iðnaðarbankinn *»VÖÍ* Aðálbankiogútibú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.