Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 23 HANNES H. GISSURARSON: Róttæklinga- áróðurinn í skólunum Er róttæklinga- áróöur óverjandi? Nokkrar greinar hafa birzt í Morgunblaðinu, Þjóðviljanum og Vísi síðustu vikurnar um róttækl- ingaáróðurinn í skólunum, flestar í tilefni ^reinaflokks eftir mig, Háskóli Islands — rannsóknar- stofnun eða róttæklingahreiður? Þar sem ég gagnrýndi rit þriggja róttæklinga, Páls Skúlasonar, Hjalta Kristgeirssonar og Gísla Pálssonar. En er róttæklingaáróð- ur í rauninni óverjandi? Ég ætla í þessari grein að fara örfáum orðum um þær röksemdir, sem róttæklingar færa fyrir áróðri sínum. Eg get ekki miðað við greinar þeirra í Morgunblaðinu og Þjóðviljanum, því að þær eru varla efnislegar, heldur við fjórar grein- ar þeirra í 3.-4. hefti Tímarits Máls og menningar 1977. Rök- semdirnar eru einkum tvær. Hin fyrri er sú, að skólarnir séu þegar íhaldssamir, að íhaldsmenn (í merkingunni: stuðningsmenn nú- verandi siðakerfis) rói í sífellu á nemendurna, að róttæklingarnir eigi því að fá að róa á þá til mótvægis. Hin seinni er sú, að enginn kennari eða fræðimaður geti verið hlutlaus, að hann hljóti að velja úr staðreyndunum, skilja þær sínum skilningi, að hlutleysis- kröfunni sé því ekki hægt að sinna. Á ríkiö aö kosta áróöur róttæklinganna? Þessar röksemdir róttækling- anna eru alls ekki með öllu ógildar. Forsendur þeirra eru ekki rangar, heldur ályktanirnar. Það er rétt, að enn er kennsla fremur í anda íhaldssemi en róttækni í skólunum (til dæmis má taka kristinfræðina í barnaskólum). En hvað er að því? Á ríkið aðkosta kennslu, sem ætlað er að auðvelda þaö, að því verði bylt? Allir skólar í öllum löndum eru til þess að fræða og siða nemendur, breyta þeim úr börnum í þegna (ef ríkið er alræðisríki) eða borgara (ef ríkið er lýðræðisríki). Sérhvert stjórnkerfi hvílir á einhverju siðakerfi, og skólar eru til þess að færa þetta siðakerfi á milli kynslóðanna. Ég held, að róttækl- ingarnir geti ekki efazt um þennan almenna tilgang skólanna í neinni alvöru, þeir geta aðeins efazt um það, að siðakerfið sé rétta siða- kerfið, en það jafngildir því í lýðræðisríki eins og hinu íslenzka, að þeir efist um lýðræðiskerfið. Það mega þeir auðvitað, en þeir eiga að finna annan vettvang til þess en skólana. Þeir eiga ekki að fela áróður sinn, ekki að læða kenningu sinni að unglingssálun- um. Og þeir eiga að kosta hann sjálfir. Ihaldssemi er ekki af hinu illa, nema það, sem haldið er í, sé illt. Og eigum við ekki að reyna að halda í lýðræðið? Ósanngirni róttæklinganna Það er líka rétt, sem róttækl- ingarnir segja, að enginn einstakl- ingur getur verið hlutlaus. (Einstaklingar eru aldrei hlut- lausir, þeir komast ekki hjá einhverjum fordómum, en vísindin eru hlutlaus í þeim skilningi, að í þau verða ekki sótt rök fyrir eða gegn siðferðilegum skoðunum.) En einstaklingurinn getur reynt að vera sanngjarn, hann getur reynt að gera öðrum skoðunum en sínum sæmileg skil, hann getur reynt að velja ekki orð, sem hafa baráttublæ. Ég gagn- rýndi róttæklingana þrjá fyrir ósanngirni þeirra. Ég benti til dæmis á það, að Páll Skúlason reit í riti sínu: „Sú heimspekistefna sem leggur alla áherslu á að skýra og reyna að leysa grundvallar- vandamál þjóðfélagsins er kennd við Karl Marx (1818-1883) og nefnd „marxismi"" — eins og engir aðrir heimspekingar hefðu glímt við vanda stjórnmálanna. Ég benti líka á það, að Gísli Pálsson gat í kennslubók sinni aðeins einnar bókar um hagfræði, Inngangs að hagfræðikenningu marxismans, eftir marxsinnann Mandel, og þannig má iengi, lengi telja. En bezta dæmið um ósanngirni rót- tæklinganna sem ég kann, er það, að á námsskrá Menntaskólans í Hamrahlíð eru á einu námskeiðinu róttæklingagreinarnar fjórar, sem ég gat um í greinarbyrjun án þess að nokkurt efni sé til mótvægis! (En tvær þeirra eru beinar árásar- greinar á Morgunblaðið.) Vanda- samt er að skilgreina, hvað sé sanngirni, en þetta er að minnsta kosti ekki sanngirni. Útúrsnúningar Róttæklingarnir og vinir þeirra reyna einnig að afskræma mál- flutning mótherjanna, þegar þeir ræða um hann. Til dæmis má taka tvær greinar, sem birtust í Morgunblaðinu í síðustu viku, aðra eftir Hálldór Guðjónsson, kennslu- stjóra Háskólans, hina eftir Árna Sigurjónsson námsmann, báðar til varnar riti Páls Skúlasonar (en rit Hjalta Kristgeirssonar og Gísla Pálssonar eru líklega óverjandi að mati þeirra. Bragi Guðbrandsson er eini maðurinn, sem hefur ritað grein til varnar riti Gísla, sem er eins löng og hún er rýr að efni.) Árni reit: „Hannes sakar Pál um „almenna vanþekkingu" og rök- styður skoðun sína með því að benda á að Páll lét ógert að nefna tvær ákveðnar bækur í riti sínu sem Hannes hefði viljað hafa með." Hann reit síðan: „Ég get líka sagt við Hannes: af hverju skrifað- ir þú ekki í grein þinni að Islenzk málfræði eftir Björn Guðfinnsson kom út í fimmtu útgáfu árið 1958?" En hvað hafði ég ritað? Ég haiði ritað um Pál: „Hann ritar einnig, að „eina almenna inn- gangsritið á íslensku að kenning- um Karls Marx" sé bókin Marxisminn eftir Ásgeir Blöndal Magnússon, sem kom út 1937. Hann getur þess ekki, að bókin Socialisminn eftir Gunnar Árna- son kom út í tveimur bindum 1935—1936. Asgeir er marxsinni, en Gunnar ekki." Ég hafði með öðrum orðum bent á, að staðhæf- ing Páls um „eina almenna inngangsritið" var röng, hin bókin eftir Gunnar Árnason var ekki nefnd, en íslcnzk málfræði eftir Björn Guðfinnsson kom málinu ekki við fremur en flestar aðrar íslenzkar bækur. Útúrsnúningur Árna blasir við, og annað er eftir þessu í grein hans. Ókvæöisorð Kennslustjóri Háskólans reit: „Hannes lætur að því liggja, að Páll... sé ekki heill á geðsmun- um." Ég hringdi í Halldór og spurði hann, hvað hann ætti við með þessari staðhæfingu. Hann svaraði mér svo, áður en hann skellti á í bræði sinni, að hann ætti við orðið „hugaróra" (en ég sagði, að rit Páls væri hugarórar um veruleikann í grein minni)! Útúr- snúningur Halldór blasir við: Orðið „hugarórar" er síður en svo þeirrar merkingar. I íslenzkri orðabók menningarsjóðs segir, að merking þess sé „heilaspuni, taumlaus ímyndun". Og annað er eftir þessu í grein hans. Kennslu- stjórinn kallaði mig „níðskrifara", „skrumara" og „loddara" í grein sinni, sem var „jafn full af stóryrðum og hún er snauð af röksemdum" eins og dr. Þorsteinn Sæmundsson sagði í snjallri grein\ í Morgunblaðinu s.l. mánudag. Én hvað kallar kennslustjórinn gagn- rýni dr. Páls Árdals, en hann er eini íslendingurinn, sem hefur getið sér orð á alþjóðlegum vettvangi sem heimspekingur, gefið út bækur á ensku og kennt við brezka og kanadíska háskóla? Dr. Páll Árdal var í dómnefnd, þegar Páll Skúlason sótti um lektorsstarf við Háskólann, og að sögn róttæklingsins Gunnlaugs Ástgeirssonar í Stúdentablaðinu 20. desember 1973 „gagnrýnir hann Pál Skúlason ótæpilega og er óþarft að rekja það nákvæmlega. Segir hann m.a. að kennsluskráin sé illa skrifuð og ennfremur síðar að ekki verði ráðið af gögnum að Páll Skúlason sé fær um að rita ljóst og vekjandi (clearly and excitingly) um heimspeki á ís- lensku". Og „segist hann óttast, að þess konar „cultural analysis" sem umsækjandi virðist álíta að sé þungamiðja heimspekinnar, sé alls ekki það sem íslenskir stúdentar þarfnist". Hvers vegna reit Hall- dór ekki grein um níðskrifarann, loddarann og skrumarann dr. Pál Árdal? Til þess eru líklega tvær ástæður, að kennslustjórinn reit grein sína. I fyrsta lagi er kennslustjórinn góðvinur Páls Skúlasonar, heldur, að gagnrýni rits eftir Pál sé árás á einstakling- inn Pál. I öðru lagi er kennslu- stjórinn starfsmaður þeirrar stofnunar, sem Háskólinn er, og heldur, að gagnrýni rits eftir annan starfsmann sé árás á stofnunina og henni í óhag. Tvöfeldni róttæklinganna Sérhver staðhæfing greina flokks míns er óhrakin. Og til ^^^^^S^I^i Árni K ommvuMsía bendir ti- «¦ sem eT hvorki neitl wm - n- hrldur itefur P*" "* "v""" j- IþTfl lars.oiniir. j fyrstu «j;ein_ rutUeklÍTiit*- ir6ðursril or l>ku. fulIyrðinjOijð.tii »r&ö«r»r f. „,„, „pinb... "*"í,1™.."; J." kj6». n..a *SJ iinnih.lik»»u6.lm<n „ þ.ð rinIiMIH* .»nít__ ,r «l»»t "I P™'«"°,I",(I»,, "n», r.nnrtkn.r.l6.tal"W hrfur Plll ««" fjoldi útReíir- 2Mn,n hu[[Ukið i »nn»n ,6 r«ð» ,,»tfik hj» „tftd.uí. "»"í£«>^..í-.- -t>rnM°" ¦ "rlupnn 6, v«™l«»" <£&, .rkbönnun,. <*. . U »6 H.nn" ™£rw>,,, „rkfðl.u. im.rk.6num <* r«rik..rS..iii-.v.nr k,nn.l«.k,U. prtta"- HaJW L^fitfe, , þó ekki tyrir þvl "6 ver» .klim« •' "•""«" U þvt fr»» ¦* "P» n kMtUlwnnwt. luti ,. Er «kU ".«»«™ »i H.nn**»r. »6 M ------abk Uw Hin un>| ei,»ek»tl Iþvt. »»| þnaknlltl or Guð wnss, '^,Z „'""•"». ,*,£'"' "« ÍT^ irxrZ: "'..ír,' Oil; ?£'"'"' li*'" ó»*.,"""1' ;"""»»'í''iL"'s"'' &"""•'^! '-"'.urr-ktn*r ^A ^,i'">"^:rtv«»* "'""í»"t;„''*-";t"'»».. """'-.»S„"".»..S,.r'í "r"s'^,T, k°&Z Se ^ "*"'i»»«C Jáfr&ði ^gtsr: llw Að ;ti,r n, ."""¦ttiu,,, ,-"""61, |,,."J" haí* <lar*illr,á,r. m*iiiir '¦ í»Mr ^J^gfræðÍ '6'jnd.n, 2&SK rtó£K ' lú.Nr r.,;r;iV'' "¦"' - '"""""¦'.'.ðsít.',",' '"")'»' ''.-""'¦"J.C-"""™ '». "»",¦"!'"«' te-r.í*!^.íT'ð '^"""..."uía."^?., «ln»h«, 'm.nun,- „,„" 1' v,ð |rti "» ».»u, "«' "~ jn-w-moir ' «I.i„.r- iiokks mins er onraKin. ug 111 þessa hefur einungis verið brugö- izt viö gagnrýni minni með útúr- snúningum og ókvæðisorðum. Rót- tækir framhaldsskólakennarar hafa nokkrir ráðist á mig í kennslustundum án þess að ég væri viðstaddur brotið þannig öll lögmál um drengskap í skoðana- skiptum, (en til þess væri ég fús). En skoplegt er það, að í þjóðvilja- greinum um mig er sagt, að ég krefjist atvinnubanns á róttækl- inga! Ég hef aldrei krafizt þess. Enn róttæklingar hafa kraf-izt atvinnubanns á mótherja sína. Gestur Guðmundsson, þjóðfélags- fræðingur og miðstjórnarmaður Alþýðubandalagsins, reit um nokkra foringja undirskrifta- söfnunarinnar undir kjörorðinu „Varið land" í Stúdentablaðið 8. apríl 1974: „í fúlustu alvöru: Er ekki kominn tími til að stúdentar krefjist þess að ofangreindum mönnum verði vikið frá Háskólan- um vegna síendurtekinna tilrauna þeirra til að beita stúdenta fasískri skoðanakúgun?" (Hvar var Halldór Guðjónsson, þegar þetta var ritað? Hvers vegna reit hann ekki grein til varnar þessum samkennurum sínum?) 011 við- brögð róttæklinganna við greinum mínum eru til marks um þá tvöfeldni þeirra, sem ég hef stundum gert að umræðuefni: Þeir kalla mig „níðskrifara", en skrifa sjálfir níð um mig. Þeir segja, að ég krefjist atvinnubanns, en krefj- ast sjálfir atvinnubanns. Þeir segja, að ég meiði menn í roði, en stofna sjálfir sjóð („Málfrelsis- sjóðinn", en Páll Skúlason er stjórnarmaður hans) til þess að aðstoða þá, sem meiða menn í orði. Hvar hef ég skrifað níð? Hvar hef ég krafizt atvinnuban. s? Hvar hef ég meitt menn í orði? Hvergi. Ég treysti lesendum til þess að fella dóm um gagnrýni mína. Mál er, að áróðri róttæklinganna í skólunum linni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.