Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 Þáttur foreldra Nýr þáttur, sem verður á Barna- og fjölskyldusíðu Morgunblaðsins öðru hverju í vetur. Eins og undanfarin ár mun Barna- og fjölskyldusíðan vera með ýmsa þætti, sem frekar eru ætlaðir fullorðnum en börnum, og mun svo einnig verða á þessum vetri. Ungir foreldrar hafa rætt við okkur og bent á, að brýn þörf sé á hvatningu til foreldra um að gefa uppeldinu og öllu því sem lýtur að börnum og ábyrgðinni gagnvart þeim, ríkari gaum en fram til þessa. Við höfum því m.a. leitað .til Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og fengið leyfi til þess að birta úrdrátt úr bæklingum þeim, sem komið hafa út á þeirra vegum, og vekja athygli á ýmsu því sem snýr að börnum og hversdagslegum vanda, sem við lendum oft í gagnvart þeim. Gott væri einnig að fá fleiri ábendingar um efni á þessu sviði og hvetjum við því lesendur eindregið til þess að senda okkur línur þar að lútandi. ' Takið börn alvarlega Tilfinningalíf barna er oft mjög viðkvæmt. Þau þurfa að fá tíma til þess að þroskast. Heimur þeirra er annar en heimur okkar. Veruleiki þeirra er oft öðru vísi en okkar. Hvc oft særum við fullorðna fólkið ekki börnin af þvi' að við tó'kum þau ekki alvarlega? Við höfum ekki alltaf nægilega glögga tilfinningu fyrir vanda- málum barnanna og skiljum ekki viðleitni þcirra til að leysa þau. En - ef við ætlum og eigum að ná árangri í uppeldinu, megum við ckki beita sjónarmiðum og gildis- mati hinna fullorðnu. Við verðum að reyna að setja okkur algerlega í spor barnanna, miða við hvernig þau skynja umheiminn, hvernig þau finna til og hugsa. Við verðum að virða óskir þeirra og þarfir. „Takið börnin alvarlega" ætti að vera kjörorðið í öllu uppeldi Takið þau alvarlega, þegar þau koma með allar sínar spurningar! Afgreiðið barnið ekki með rangri útskýringu eða með því að segjai „þetta íærðu að vita, þegar þú verður stór". í stað þess ættum við að fagna spurningum þeirra. Segið cins og er, hvort sem barnið vill fá að vita hvers vegna tunglið skfni cða hvaðan litlu börnin komi. Það líður hvort sem er ekki á löngu, þar til það kemst á snoðir um að litla systir eða litli bróðir t.d. voru ekki keypt á sjúkrahúsinu. Trúnaðartraustið hcfur orðið fyrir áfalli, og barnið kemst á þá skoðun. að ekki sé til neins að spyrja, cf það vcrður mn if n hmnm þess vart, að það fær ekki sönn svör víð spurningum sínum. Miklu betra er að segja hrein- skilnislcgai „ég veit það ekki" en að grípa til ósanninda, ef maður kann ekki svör við spurningun- um. Slíkt hefur engin skaðleg áhrif á virðingu barnsins fyrir foreldrum sínum — þvert á móti! Takið þau alvarlega, ef þau eiga í' erfiðleikum með málið. Að herma eftir þeim og hlæja að þeim eykur aðeins á örðugleik- ana. Eigi barnið erfitt með að mynda ákveðin hljóð eða tjá sig að öðru leyti. vcrðum við bezt að liði með því að tala sjálf skýrt og greinilega og falla ekki í þá freistni að tala barnamál. Takið börnin alvarlega í leikj- um þeirra! Gefið þeim tíma til að leika sér, og umfram allt — lofið þeim að leika sér í friði, þegar þau eru komin af stað með leikinn. Lítið á leikinn sem starf barnsins, og sættið ykkur við hann á þeim grundvelli! Virðið leikinn það mikils, að þér truflið hann ekki eða bindið enda á hann að óþörfu. Forðizt að trufla í miðjum spennandi byggingarleik barna vegna þess að þér viljið sýna betri aðferð til að byggja eða af því að þér fáið löngun til að gæla við barnungann og jafnhatta hann. / Takið trúnaðarmál barnsins alvarlega Barnið á að geta treyst því, að hinn fullorðni fleipri ekki um hagi þess og vcikleika við hvern sem er. Það er frumstæðasta kurteisi að fara ekki að tala um kosti og galla viðstaddrar persónu við þriðja aðila, og þessi regla ætti að gilda sér í lagi einmitt um börnin. Við skulum sýna þcim kurteisi og nærgætni! Sem sagtt Takið börnin alvarlega sem einstaklinga og samborgara! Reynið að sjá heiminn og vanda- málin mcð þeirra augum! il 3o i f jJn^oj g jpjajj -njÁjg g i-iBuanxng I :JQAg Framhaldssagan Á hættuslóð- um í Afríku Ferð þessi bauð upp á margar hættur og óvenju- legar. En Livingstone lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna og hélt ótrauður áfram, þó að þeir fyndu ekki vatn dögum saman. Og árið eftir gerðist hann svo djarfur að leggja aftur upp í slíka ferð og tók þá konu og börn með sér! km frá Nagami vatninu yfirgaf einn af bestu vinun- um hann, Fleming að nafni, en Livingstone dvaldist þar um kyrrt í nokkra hríð til þess að segja innfæddum frá fagnaðarerindinu mikla um góða hirðinn. Hann læknaði sjúka og tók að sér nauðstadda, en reyndi um leið að undirbúa rannsókn- arleiðangur þvert yfir Afr- ekki mikinn ferðabúnað með sér. Þetta var löng leið, a.m.k. 4800 km. gegn- um landsvæði þar sem enginn hvítur maður hafði nokkru sinni stigið fæti sínum fyrr. í slíkum ferða- lögum pýðir ekki að vera lestaður með miklar klifj- ar. Hann tók aðeins með sér gott og sterkt sígauna- tjald, svefnpoka úr lamba- Sjálfsagt hefur það oft verið erfitt og spennandi, en þau hafa áreiðanlega einnig gefið sér tíma til þess að vera mikið með börnunum, leika við þau og fræða þau um allt hið nýstárlega, sem fyrir augu þeirra bar í þessari óvenjulegu ferð. Livingstone ákvað nú að reyna að rannsaka land- svæðið fyrir norðan Nagami vatnið. Hann þótt- ist viss um, að þar væri land hentugt mjög til rækt- unar. Hann byrgði sig því upp með matvöru og öðrum nauðsynjum og hélt af stað út í óvissuna. Ferðin varð lengri en hann ætlaði í upphafi. Hún tók níu langa og stranga mánuði, ýmist í miklum hitum og þurrki eða í beljandi rigningu á rigningartímanum. Um 320 íku, til Vesturstrandarinn- ar. Hann vonaði í lengstu lög, að hann gæti lagt af stað í þá ferð innan árs. Livingstone lýsir hinum innfæddu í Makololo sem hinum beztu, sem hann mætti nokkru sinni í Afr- íku. Höfðingi þeirra, Se- keletu, ungur og vaskur maður, varð mjög góður vinur hans. En það var einmitt á þessum slóðum, sem Liv- ingstone veiktist af Malar- íu (hitasótt), og sú veiki átti oft eftir að herja á hann þann tíma, sem hann átti eftir ólifað. Eftir sex mánaða dvöl í Linyanti, við Nagami vatn- ið, lagði Livingstone síðan af stað í norð-vestur átt. Tilgangur ferðarinnar var að finna leið frá Linyanti til strandar við Atlantshaf. Davíð Livingstone tók skinni og hestshúð sem teppi eða sæng. Og ekki má gleyma kínin-meðalinu, sem nauðsynlegt var að taka með vegna Malaríunn- ar. Ferðin varð þeim löng og ströng. Livingstone hafði með sér 27 innfædda svert- ingja af mismunandi ætt- stofnum. Þeir notuðu kanó- báta þar sem unnt var að koma þeim við, en urðu þá sífellt að vera á verði gagnvart flóðhestum og krókódílum. Þeir urðu fyrir mörgum smærri og stærri óhöppum, en áfram héldu þeir og slógu upp tjöldum á nóttunni í „fullkomnum friði", eins og Livingstone orðaði það sjálfur. Ferðalagið tók þá sex mánuði. Þá loksins komust þeir til strandarinnar á stað, sem heitir Loanda, litlu þorpi, sem tilheyrði Portúgölum á þeim tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.