Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 25 Alli og Palli Einu sinni voru tvær mýs, sem hétu Alli og Palli. Þær áttu heima skammt frá vatni nokkru. Stundum fengu þær leyfi hjá foreldrum sínum til þess að fara niður að vatninu og leika sér smá stund. Dag einn fundu þeir Alli og Palli stórt vaskafat. Þeir ákváðu í skyndi að reyna að sigla, þar sem stór tréstong var í miðjúnni á vaskafatinu, eins konar mastur. Og á mastrið var hengdur vasaklútur! Þeir ýttu vaskafatinu á flot. Hæ, hæ og hó hó! Nú var þeim skemmt. Skútan þeirra flaut. Já, hún sigldi meira að segja feikna vel að þeirra mati. En þeir höfðu aðeins siglt í fáeinar mínútur, þegar veðrið versnaði. Öldurnar stækkuðu og vaskafatið hentist til og frá. Þeir urðu meira að segja að ríghalda sér. En það var e.t.v. ekki það versta. Allt í einu komu þeir auga á stóran fisk, sem elti „skútuna" þeirra. Þeir litu óttaslegnir hvor á annan. Var þetta ekki hákarl? Hættulegur hákarl? Þeir vonuðu í lengstu lög, að þá ræki á land, og loks varð þeim að ósk sinni. Þeir stukku upp úr vaskafatinu og hrósuðu happi yfir því að hafa sloppið lifandi úr þessum sjávarháska. Þeir störðu á „skútuna" sína í fjörunni. Allt í einu fóru þeir báðir að hlæja. Þeir hlógu og hlógu, eins og þeir hefðu séð eitthvað feiknalega skemmtilegt. Og það var reyndar skemmtilegt. Fiskurinn, sem þeir Efni fyrir börn og unglinga í f jölmiðlum Úrdráttur úr bréfi írá lesanda Gott fólk. Vegna hvatningar ykkar um að láta í ljósi skoðanir á efni handa börnum og unglingum í útvarpi og sjónvarpi, þá vil ég leggja til, að þar verði flutt meira af kristilegu efni handa ungu kynslóðinni. Messur og helgistundir eru ómissandi, en fyrst og fremst handa fullorðnum. Æskilegt væri, að þjóð, sem telur sig kristna, hefði fasta þætti með kristilegu efni fyrir börn og unglinga bæði í útvarpi og sjón- varpi. Þeir gætu verið með mjög margvíslegu móti, því að þessir fjölmiðlar hafa marga möguleika. Ég þykist sjá, að Barna- og fjölskyldusíðan í Morgunblaðinu vilji gjarna flytja efni í þessum anda, og bið ég ykkur blessunar á þeirri braut. Lesandi 5 Kaffisala og happdrætti aö Hótel Loftleiöum sunnudaginn kemur 1. okt kl. 3. Flugferö til London. Matur á Loftleiöum. Innanlandsflugferöir. Lukkupokar fyrir börnin. Kvennadeild F.B.S. Lóubúð nýkomið Glæsilegar vetrarkápur, peysur og pils. Smábarnagall- ar og úlpur meö hettu, vatteraöar mittisúlpur barna og unglingastæröir. Lóubúð Bankastræti 14. Lóubúð Skólavörðustíg 28. héldu, að væri hættulegur hákarl, var aðeins uppblásinn leikfangafiskur, sem hafði festst við bátinn þeirra og dróst þess vegna alltaf á eftir þeim! Og í hvert skipti, sem Alli og Palli sögðu frá þessari sjóferð sinni, skellihlógu þeir, og höfðu alltaf jafngaman að henni. \ Getur þú búið til eitthvað annað en dýr ur þessum þremur tölum? Náðu þér í blað og blýant og gerðu tilraunir. Heilabrot og gátur 1. Hús nokkurt hefur tvo innganga, en þegar við höfum sett fæturna út úr því, þá erum við loks komin inn í það, hvaða hús er það? 2. Rótin snýr upp — og það vex niður á við, en aðeins á vetrum, aldrei á sumrum. Hvað í ósköpunum er þetta? 3. Ég er með stóran munn, en get þó ekki talað — með tvö eyru, en get þó ekkert heyrt — þrjá fætur, en get þó ekki gengið. Hver er ég? 4. Hvaða tvær tölur eru það, sem eru samtals 7, ef þær eru margfaldaðar hvor með annarri? 1. Svör annars staðar á síðunni POLYFONKORINN Ungt ffólk meö góöa söngrödd, næmt tóneyra og helst nokkra tónlistarmennt- un, óskast í allar raddir kórsins. Ókeypis raddþjálfun á vegum kórsins. Næsta viöfangsefni: J.S. Bach, Jólaóra- toría. Æfingar hefjast sem hér segir: Alto, þriöjudag 3/10 kl. 20. Sopran, þriöjudag 3/10 kl. 21. Tenor, miövikudag 4/10 kl. 20. Bassi, miövikudag 4/10 kl. 21:30. Skráning nýrra félaga í símum 43740, 17008, 72037, 71536 eftir kl. 6. Höfum ávallt fyrirliggjandi: ASA finnsku sjónvarpstækin 22" og 26" KATHREIN sjónvarpsloftnet og kapal RCA transistora, I.C. rásir og lampa. AMANA örbylgjuofna. TOTAL slökkvitæki. Útvegum med stuttum fyrirvara: STENDOR innanhúskallkerfi. TOA magnarakerfi. SGC talstöövar fyrír Gufunesradio S.S.B. Georg Ámundason & Co., Suöurlandsbraut 10. Símar: 81180 og 35277.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.