Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 Með kaupunum á meirihluta Arnar- flugs á dögunum er allt milli- landaflug íslendinga í höndum eins og sama aðilans — Flug- leiða. Litla leiguflugfélagið, sem að mati sumra stofnendanna, var sett á laggirnar meö þaö megin markmið að tryggja heilbrigða samkeppni í íslenzkum flugmál- um og íslendingum sem hag- stæðast verðlag í leiguflugi, er þannig orðið hluti af stórveldinu, sem það var stofnaö til höfuðs, ef svo má segja. Það er ekki að undra þótt ýmsir velti vöngum yfir því hvernig komið sé — en meiningar eru deildar eins og vænta má, þegar hagsmunirnir á bak við stofnun Arnarflugs á sínum tíma voru jafn ólíkir og raun ber vitni. Forsvarsmenn Arnarflugs halda því fram nú, að þeir séu einfaldlega orðnir reynslunni ríkari — ákaf- lega áhættusamt og erfitt sé að reka flugfélag, sem sé jafn lítil rekstrareining og Arnarflug er, ekki sízt nú á tímum þegar samkeppnin í hinu alþjóðlega flugi sé svo hörð sem hún er. Flugleiðamenn segja, aö þeir hafi nú um skeið haft hug á að hasla félaginu völl í leiguflugi og með aðild að Arnarflugi fáist viss grunnur til aö byggja þá starf- semi á, þannig að þetta skref sé báðum til hagsbóta. Svo er það minnihlutinn meöal hluthafa Arnarflugs — áhuga- mennirnir er söfnuðu hlutafé og stofnuðu hlutafélag til að koma í veg fyrir einokunaraðstöðu Flug- leiða í leiguflugi íslenzkra aöila. Þeir hafa ekki fengið neinar upplysingar um hvað gerðist, en segja þessa framvindu eðlilega algjörlega andstæða upphaflegu markmiði félagsins. • Spratt úr hrjóstrugum jarðvegi Arnarflug er sprottið úr fremur hrjóstrugum jarðvegi, eins og flestir muna. Alþýðubankamál og gjaldþrot Air Viking voru á allra vörum, forsvarsmenn Samvinnu- bankans og Olíufélagsins höfðu þungar áhyggjur út af skuldum og tryggingum Air Viking, því að veöin voru bundin í flugkosti félagsins og tröllasögur gengu um ástand þessara véla. Starfs- menn og flugliðar Air Viking höfðu einnig sínar áhyggjur. Þeir horfðu fram á missi atvinnu og margir hverjir áttu verulegar fjárhæðir inni hjá hinu gjaldþrota félagi. Þá var það þriðji hópurinn, sem líka var áhyggjufullur. Þetta voru áhugamenn um ódýrar leiguferðir til og frá íslandi, fólk sem taldi að tilvist Air Viking hefði haft sitt að segja í þá veru að halda verði á leiguferðum t.d. til sólarlanda niðri og að Flugleið- ir myndu sæta lagi strax og það væri orðið eitt um hituna. Það voru þessir þrír hópar sem stofnuðu Arnarflug dag einn í apríl 1976. Flugfélagið fékk í vöggugjöf þrjár vélar Air Viking. Tvær þessara véla voru þegar búnar með flugtíma sína, svo aö þeirra beið að fara í mikla skoðun, en þriðja vélin átti enn nokkuð eftir af flugtímum. Reksturinn var byggður á henni en hinar vélarnar voru bútaðar niöur í varahluti. • Ör vöxtur Þó að varla verði sagt að Arnarflug hafi farið af staö meö miklum glæsibrag hefur þó vöxtur félags- ins verið ótrúlega hraður, enda segir framkvæmdastjóri þess, Magnús Gunnarsson, með nokkru stolti: „Arnarflug hefur raunverulega verið vaxtar- broddurinn í íslenzkum flug- málum þessi síðustu ár.“ Velta félagsins var fyrsta árið — 1976 — um 227 milljónir króna og félagið flutti þá um 18 þúsund farþega. Þá þegar voru forráða- menn félagsins farnir að leita fyrir sér um flutning á erlendum vettvangi, sérstaklega eftir ára- mótin 1976/77 þegar íslenzk flugmálayfirvöld höfðu neitaö félaginu um leyfi til áætlunarflugs til allmargra borga hér í ná- Fréttaskýring FIukvcI ArnarfluKís — máluð í litum Air Möltu, sem félagið hefur flogið mikið fyrir. verið töluverður léttir að þessum kauþum Flugleiða, því að þar með losnuðu þau út úr klípu, sem þau flæktust inn í meðan Air Viking var og hét auk þess að eignast dágóöan hlut í Flugleið- um. Þá hefur einnig flogið fyrir, aö Arnarflug hafi líkt og fyrirrenn- ari þess verið byrjað að hlaða upp skuldum hjá Olíufélaginu vegna eldsneytiskaupa, en Vil- hjálmur Jónsson, forstjóri Olíu- félagsins, hefur neitað því að Arnarflug hafi verið orðinn nokk- ur baggi á félaginu, en kvaðst ekki geta svaraö öðru um skuldir Arnarflugs við Olíufélagið en þar hefði í alla staði verið um eðlileg viðskipti aö ræða. Aörir fulltrúar í stjórn Arnarflugs samþykktu einnig þessi kaup. Þetta voru fulltrúar starfsmanna og flugliöa Air Viking, sem ásamt áhugamönnum um stofnun leigu- flugfélags hér á landi í stað Air Viking, sameinuðust á sínum tíma um söfnun hlutafjár í Arnarflug grannalöndunum. „Viö geröum okkur strax grein fyrir því, aö þaö væri alls ekki nægilegur grund- völlur til að byggja á rekstur félagsins að eiga allt undir sólarlandaferðum fáeina mánuði á hverju ári,“ segir Magnús Gunnarsson, og þess vegna hafi ekki verið um annað að ræða en leita í æ ríkara mæli eftir leiguflugi erlendis. í því hefur viðgangur félagsins verið fólginn. Á síðasta ári flutti Arnarflug alls um 80 þúsund farþega og velta þess varð á því ári um 850 milljónir króna. Bæði þessi ár stóö reksturinn undir sér og félagiö gat fært út kvíarnar. Hins vegar hefur félagiö einnig oröið fyrir ýmsum áföllum. í maí 1977 kom veruleg tæring fram í einu vél félagsins, sem hafði í för með sér að í skyndi varð aö leita nýrra flugvéla til að unnt væri aö standa við gerða samninga. Stjórn og forsvarsmenn Arnarflugs við komu fyrri nýju vélarinnar frá Bandaríkjunum. Sameining Arnarflugs og Flugleiða er beggja hagur segja talsmenn félaganna • Nýjar fiugvélar Arnarflugsmenn fengu fljótlega augastað á tveimur Boeing 720B flugvélum, sem voru í alla staði með mun hagkvæmari hreyfla en fyrri vélin, sem var einnig af Boeing-gerö, og reyndar voru þessar vélar í alla staöi veiga- meiri flugvélakostur. Kaupleigu- samningur var geröur fyrir báöar þessar vélar, og í kjölfar þess var fyrir alvöru fariö að leita fyrir sér um verkefni í leiguflugi á erlend- um mörkuðum, sem gengið hefur vonum frámar, að því forráða- menn félagsins segja. Félagiö hefur aö staðaldri flogið fyrir ýmis þekkt félög hér í álfu og víöar, svo sem Braaten, Mærsk, Brittania, British Airways, British Midland, Air Lingus, Kenya Air- ways og Air Malta. Eftir aö félaginu haföi vaxið svo ásmegin í flugvélakosti hafa umsvif þess einnig verið meiri en nokkru sinni fyrr og félagið hefur líka haldiö uppi umtalsverðum rekstri utan landsteinanna. Arn- arflug flutti fyrri hluta þessa árs á eigin vegum og annarra samtals 120 þúsund farþega eða 40 þúsund fleiri en allt árið í fyrra. Hins vegar voru íslenzkir farþegar aöeins um 14 þúsund talsins af heildarfjöldanum. Að sögn Magnúsar Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Arnarflugs, er reiknað meö því aö velta félags- ins í ár verði hátt á annan milljarö króna og launagreiðslur félagsins eru á fjórða hundrað milljónir. Starfsmannafjöldinn hefur vaxið úr aöeins 13 manns í upphafi í um 90 manns yfir mesta annatímann núna. • Fleiri áföll Einhverjir kynnu því að ætla, að forráöamenn Arnarflugs yndu bærilega sínum hlut og væru í Ijósi þessarar þróunar, er rekin hefur verið, síður en svo á þeim buxunum að láta Flugleiðum eftir meirihlutann í félaginu. En málið er víst ekki alveg svona einfalt. Áföll og ýmsir aörir erfiðleikar hafa sett mark sitt á rekstraraf- komuna, svo aö líkur eru á að félagiö verði rekið meö halla í ár í fyrsta sinn í sögu félagsins. í vor sem leiö varð félagið fyrir því áfalli til dæmis að nefhjól á annarri flugvélinni brotnaöi þegar hún var í lendingu í London. Magnús Gunnarsson segir að þetta hafi veriö geysilegt áfall fyrir félagið. Til aö standa við geröa samninga þurfti að leigja flugvél frá ööru félagi meö fullri áhöfn í tvo mánuði, sem aftur hafði í för meö sér að jafnan voru 3—4 áhafnir Arnarflugs aðgerð- arlausar heima en á fullum launum, svo aö bein og óbein útgjöld af völdum þessa óhapps voru mikil. Arnarflugsmenn vilja þó ekki fallast á, aö áfallið í London og allt er því fylgdi sé meginástæða fyrir því aö þeir ákváöu aö ganga til samninga við Flugleiöir. Hins vegar hafa sumir í þeirra hópi látiö þau orð falla, að þetta óhapp hafi ef til vill oröið til þess að neyða þá til að horfast í augu við staðreyndir — þ.e. hversu rekstur flugfélags meö aðeins tvær flugvélar sé ótryggur og gífurlega áhættusamur, eins og aöstæðum á hinum alþjóðlega flugmarkaði sé háttað. • Of lítil rekstrareining „Það var í raun ekkert annað fyrir okkur að gera,“ sagði Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíufélagsins og stjórnarformaöur Arnarflugs, í samtali við Mbl. „Þessi fasti markaður okkar, flugið til sólar- landa var svo tiltölulega lítiö, aö við urðum að bera uppi mestan hlut okkar kostnaöar á erlendum leigumörkuðum, en í Ijósi þess hversu samkeppnin er þar hörð, töldum við eðliiegt aö ná þannig meiri samvinni; viö Flugleiðir. Sannleikurinn sá, að félagiö var svo lítil rekstrareining aö það var mikil áhætta í því fólgin, eins og við fengum aö reyna í vor, ef ekki er um neinn bakstuöning að ræöa frá stærra félagi. Auk þess hefur það auðvitað sitt aö segja, aö af völdum óðaverðbólgunnar hér veröur reksturinn minna samkeppnisfær." • SamÞykkt samhljóða í stjórninni Salan á Arnarflugi til Flugleiða var samþykkt samhljóða innan stjórnar Arnarflugs. Ljóst má vera, að fulltrúum Sambands- fyrirtækjanna í stjórninni hefur áður en Sambandsfyrirtækin komu inn í myndina, en það voru fulltrúar flugliðanna sem fengu sæti í stjórninni ásamt fulltrúum Sambandsfyrirtækjanna. Þeir hafa einnig vafalaust taliö hag sínum bezt borgiö með þessum hætti, því aö forsvarsmenn Flug- leiða hafa gefið ádrátt um að Arnarflug verði áfram rekið sem sjálfstæð rekstrareining með sama starfsliöi aö mestu leyti. • Sumir telja illa farið hvernig tókst til Hins vegar eru ýmsir forsvarsmenn áhugamannahópsins ekki sáttir við framvinduna, en hafa ekki fengiö rönd við reist. „Mér þykir leitt hvernig þessum málum er komið,“ segir Ragnar Ingólfsson, einn af talsmönnum þessa hóps: Hann kvaöst hafa haldið, eins og ýmsir fleiri, að með því að endurreisa þetta leiguflugfélag væri veriö að skapa grundvöll til eðlilegrar samkeppni um verö á leiguflugi. „Nú var það vitaö mál vegna ýmissa erfiðleika, aö ekki varð hjá því komist að hafa Olíufélagið og fleiri Sambands- fyrirtæki með í þessu og við héldum jafnvel aö það myndi veröa félaginu lyftistöng. Þetta gekk líka nokkuð vel — þaö uröu að vísu áföll í rekstrinum, sem sjálfsagt hefði mátt yfirstíga, ef vilji hefði veriö fyrir hendi.“ Ragnar sagði, aö flestir sem kæmu nálægt flugrekstri vissu aö vísu að heldur lítiö vit væri í þannig rekstri með aöeins tvær flugvélar, en engu að síður hefði Flugfélagi islands tekizt þaö um árabil og gefist nokkuö vel. „En mér finnst undarlegt hvernig þetta átti sér allt stað, því að ég sé ekki betur en meö þessu sé Olíufélagiö oröið stór hluthafi í Flugleiðum. Hvað þarna liggur að baki vita líklega þeir einir, sem að þessu stóðu“, sagöi Ragnar. Hann kvaðst gera ráð fyrir aö Arnarflug yröi starfrækt áfram sérstaklega, ekki alltof háö Flugleiöum, en þó mætti Ijóst vera aö tengslin væru mikil. „Meirihluti stjórnarinnar eru Flugleiðamenn," sagði Ragnar, „svo að það verða þeir sem ráða veröinu á leigufluginu hér á landi. Þess vegna tel ég illa farið hvernig til tókst.“ • Flugleiöamenn gera lítiö úr einok- unaraöstööunni Ekki hefur tekist aö fá úr því skorið hjá forráöamönnun Arnarflugs eða Flugleiöa að hvers frum- kvæöi viðræöurnar um kaup Flugleiöa á Arnarflugi voru,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.