Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 27
1 "1 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 27 heldur leggja báöir aðilar áherzlu á aö strax frá upphafi háfi veriö töluverö samvinna og samráð milli félaganna, t.d. um að hvort félagið legöi hinu til flugvél, þegar á þyrfti að halda. Flugleiöamenn staðhæfa einnig, að þótt Arnar- flug veröi nú hluti af Flugleiöum muni það hafa lítil sem engin áhrif á verðmyndun leiguflugsins hér á landi. „Það vill oft gleymast í þessu sambandi, að það eru aðrir möguleikar fyrir hendi, sem íslenzkar ferðaskrifstofur geta notfært sér, ef Flugleiðir spenna bogann um of í verðlagningu leiguflugsins," sagði Siguröur Helgason, forstjóri Flugleiöa, í samtali við Mbl. Kvaðst hann þar eiga við ýmis erlend leiguflug- félög, sem ekkert væri til fyrir- stööu að flygju hingaö og minnti hann á í því sambandi að um tíma hefði spænskt félag haldiö uppi nokkrum leiguferðum til íslands. Flugleiöamenn segja þess vegna, að ástæöurnar fyrir því að ákveöiö var að kaupa meirihluta í Arnarflugi hafi verið allt aörar en þær aö vilja útrýma keppninaut. Flugleiðir hafi um skeið tekið þátt í samkeppni um leiguflug á alþjóða markaöi og náð töluverö- um árangri. „Hins vegar höfum við gert okkur grein fyrir að þessi tegund flugrekstrar er talsvert frábrugðin rekstri á áætlunar- flugi, og þess vegna höfum við verið að velta þvffyrir okkur hvort við ættum aö ráðast í aö setja upp sérstaka deild eöa félag sem annaöist þessa tegund flug- rekstrar," sagði Siguröur Helga- son. Benti hann á ýmsar hliö- stæður hjá evrópskum áætlunar- flugfélögum, er hefðu slík leigu- flugfélög á sínum snærum. Sigurður var þá spuröur að því hvort Flugleiöamönnum þætti ekki vafasamur ávinningur að því að taka viö flugfélagi eins og Arnarflugi, sem allt benti til að ætti í rekstrarerfiöleikum um þessar mundir. „Við töldum á margan hátt eftirsóknarvert aö eignast hlut í Arnarflugi, sem þegar var komið með nokkur ítök á hinum alþjóölega leiguflugs- markaöi, og töldum aö þaö gæti gefiö aukið svigrúm, jafnt fyrir Flugleiöir sem Arnarflug," svaraöi Siguröur Helgason, og kvaö mundu unnið aö því aö bæta rekstur Arnarflugs til aö félagiö væri betur undir þaö búiö aö gegna hlutverki sínu. Þeir Sigurður Helgason og Hörður Sigurgestsson, fjármálalegur framkvæmdastjóri Flugleiöa, lögöu áherzlu á þaö í samtali viö Mbl. aö ísameiningu Flugleiöa og Arnarflugs væri fólginn beggja hagur eins og málum væri háttaö í þessari rekstrargrein. Arnarflug væri mjög lítil rekstrareining til aö geta meö góöu móti keppt á erlendum leiguflugsmarkaöi, og hafi m.a. þurft á auknu rekstrarfé aö halda, sem aftur Flugleiöir gátu látiö því í té. Hins vegar væru Flugleiðir einnig mjög smá rekstrareining á mælikvaröa alþjóöa flugrekstrar og þyrftu aö vera vakandi fyrir öllum nýjung- um til aö halda sínum hlut. Sameinuö stæöu þess vegría bæði félögin betur aö vígi en sundruö. Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóri tók í sama streng í samtali viö Mbl. og kvaöst geta dregið þann lærdóm af veru sinni hjá Arnarflugi, þar sem hann heföi haft kynni af flugrekstri víöa um heim, aö eins og samkeppn- inni væri nú háttaö innan þeirrar greinar væri íslenzkt þjóðfélag einfaldlega of lítiö til aö halda úti tveimur flugfélögum, sem síðan væru sumpart að bítast um sama markaðinn. Fyrir þá er aöhylltust frjálsa samkeppni væri þetta kannski beiskur sannleikur en blákaldur veruleiki engu aö síöur. Hvert hlutskipti hins íslenzka neytanda verður eftir samruna þessara tveggja flugfélaga skal ósagt látiö, enda mun reynslan ein skera úr því hvort fargjöld og verö á leiguflugi koma til meö að hækka hlutfallslega meira nú milli ára en áður meðan félögin bitust um markaðinn. — bvs. Wmm Bræóraborgarstíg 16 Sími 12923-19156 DEA TRIEft M0RCH VETRARBÖRN Þýðing: Nína Björk Ámadóttir Þetta er skáldsaga um 18 konur og baksviö þeirra í þjóöfélaginu og innan veggja fjölskyldunnar. Þær eru allar staddar á fæöingar- deild. Aðrar persónur eru eiginmenn, börn og venslafólk, ræst- ingarkonur, sjúkraliðar, hjúkrunarfólk, Ijósmæóur, læknar, pró- fessorar — og öll nýfæddu börnin. í sögunni speglast hió sér- kennilega andrúmsloft sem þar ríkir, blandað kvíöa og tilhlökkun, þar sem konurnar deila sorg og gleði. Sumar hafa fætt, aðrar bíða þéss að fæða. Milli kvennanna skapast gagnkvæmur skiln- ingur og samúö og órjúfandi tengsl, þó svo að teiöir þeirra eigi eftiraðskilja. Myndirnar gerði höfundurinn sem einnig er grafíklistamaður. Bókin hefur hlotið óhemjugóðar viðtökur í Danmörku og selst í nálega 100 þúsund eintökum. Hún var sæmd dönsku bókmennta- verðlaununum „Gullnu lárberin" árið 1977. Sagan hefur verió kvikmynduð. Ógleymanlegur lestur bæöi körlum og konum. Höíundurinn lýkur upp veröld sem aðeins konur hafa hingaö til átt aðgang að. Arið 1956 var Volvo nr. 22 I rOOIIini . . « af skráöum bílum á íslandi. Volvo var þá með sama markaðs- hlutaog Fiat, 1,4% Árið 1956 var að mörgu leyti gott Volvo ár, en við vorum sannfærðir um að gæði Volvobílanna myndu hækka okkur í sessi áður en langt um liði. Árið 1966 sýndi að við höfðum rétt fyrir okkur. Volvo var þá nr. 9 í röðinni með 3,1% markaðs- hluta. Árið 1976 bættum við um betur og náðum 5. sæti með 4,8% markaðshluta. Volvo var mest seldi bíllinn í sínum verðflokki, og lang mest seldi bíllinn í sínum stærðarflokki. í dag nálgumst við 4. sætið óðfluga, enda hefur Volvo aldrei boðið jafn trausta og glæsilega bíla og fjölbreytt úrval. Nú má jafnvel Fiat fara að vara sig! Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.