Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 M óöurinn, það er nú herra sem lætur hlýöa sér, er haft eftir karli einum. Það eru orð að sönnu. Á hverju ári eru tízku- línurnar lagðar suður í París og konur um allan heim taka að hlýða. Hárgreiðslulínan er lógð af sam- tökunum Haute Coiffure og kynnt í septembermánuði. Þá streyma þátt- takendur í þessum virðulegu samtök- um til Parísar. Síðan íslenzkir hárgreiðslumeistarar gerðust aðilar að Hautte Coiffure berst nýja linan til Islands nær samdægurs og er hér kynnt um leið. Á sýninguna í París fofu að þessu sinni hárgreiðsiumeistararnir Bára Kemp, Elsa Haraldsdóttir, Guðbjörn Sævar, Hanna Kristín Guðmunds- dóttir, Lovísa Jónsdóttir, Marteinn GuðmUndsson og Þóra Björk Ólafs- dóttir. Þau síðustu þeirra komu heim á fimmtudag og um kvöldið komu þau saman í hárgreiðslustofunni Salon VEH í Glæsibæ, ræddu nýjungarnar, sem þau höfðu séð, og lögðu samkvæmt þeim hárið á 8 stúlkum. En sum þeirra voru á förum aftur eftir einn dag á heimsmeistarakeppnina í hár- greiðslu í Dusseldorf. Myndirnar hér á síðunni tók Ijósmyndari Morgunblaðsíns Emilía, af nýju hárgreiðslunni, eins og hún j««!Ö Línurnar eru fjórar í nýju hárgreiðslunni og heita ákveðnum nöfnum, Bully, Peggy, Poppy og Topsy. Þar eru skýrðar á þennan veg: „Bully" heitir sú greiðsla, sem er létt og tindrandi, notuð bæði á millisítt og hálfsitt hár. Það er tekið upp i hliðunum með snúningum og fest með pípuhreinsurum. Þetta er að sögn ungleg og töfrandi greiðsla fyrir kátt kvöld. »Peggý" nefnist greiðsla fyrir stutt eða hálfsitt hár, þar sem hárið liggur að mestu yfir enninu í frjálsum bylgjum, og hárið greitt upp í hnakkann. Á greiðslan að bera með sér kvenlegan yndisþokka. „Poppy" greiðslan hefur í för með sér nýja aðferð við klippinguna. Hún miðar að því að vera hentug fyrir önnum köfnu konuna, sem er á hlaupum og á að vera bæði kvenleg og karlmannleg í senn. „Topsy" er greiðslan, sem sést hér á siðunni, (við spegilinn) þar sem sítt hár hefur verið tekið með skárúllu upp í hnút og rúllan fest í báða enda með spennu. Hárið er tekið upp í hnakkann. Þessi greiðsla á að vera kvenleg og fáguð, og þykir eiga vel við svonefnda „bibis" fatatísku, sem tískufrömuðirnir hafa sett á markaðinn fyrir veturinn. Og geta menn svo spreytt sig á að finna hvaða nafn á við hverja greiðslu. kom fram í túlkun íslenzku hár- greiðslumeistaranna þetta kvöld. Og þeir veittu okkur upplýsingar um nýju línuna í hárgreiðslu, sem er í samræmi við tízkufatnaðinn, eins og þau sáu hann í París. Strax vakti athygli okkar bátur, sem minnti á dátana frá stríðsárun- um. Og þaðan er einmitt sótt tískulínan í ár. Dragtir með breiðum stoppuðum öxlum og pilsin mjó niður. Bátar af þessari gerð voru komnir í búðir í París og á tízkusýningunni á Haute Coiffure 17. og 18. september mátti sjá báta og langar sígarettur í stíl við fatnaðinn og undir leikin lög með Söru Leander. Nýju hártískunni svipar líka mjög til þess sem þekktist á stríðsárunum og árunum næst á eftir. Hvort sem hárið er haft sítt eða stutt, þá er það greitt upp í hnakkann og toppar fram á ennið. Því nefnum við bátinn, að línurnar í hárgreiðslunni liggja í átt að slíku höfuðfati efst á höfðinu. Rauði blærinn á hárinu, sem hefur verið í tízku, er nú horfinn, en hárið ýmist ljóst eða dökkt. Það er sem sagt ýmist stutt eða sítt og þá upptekið. I hvort tveggja sett permanent — þó ekki af sömu gerð og verið hefur. í hárgreiðslu kvenna er notað lakk og vatn, en karlar nota brillantín eins og einu sinni þekktist. En annars virtist hárgreiðsla karla vera svipuð og hárgreiðsla kvenna. Eins og sjá má á myndunum hér á síðunni er mikið um að notað sé hárskraut af ýmsum gerðum: blóm, kambar og „semelíusteinar". Og pípuhreinsarar af öllum litum eru notaðir til að halda saman snúning- um og fléttum, eins og sést á einni greiðslunni hér. Ljósmynd- ir Emilía Nýja hárgreiðshm sótt aftur tilstríðsáranna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.