Morgunblaðið - 01.10.1978, Side 29

Morgunblaðið - 01.10.1978, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 29 Krabbi fundinn med blóðrannsókn Boston, 29. septcmber. AP. VÍSINDAMENN scgja að ný hlóðrannsókn muni leiða í ljós krabbamcinseinkenni áður en KreinileK sjúkdómseinkenni komi í ljós ok að þannití verði hægt að flýta fyrir læknismeðferð og auka batahorfur. Slík rannsókn hefur lengi verið takmark krabbameinssérfræð- inga. Þeir sem fundið hafa hana upp við Massachusetts General Hospital segjast vona að hana verði hægt að nota til að leita að krabbameini í miklum fjölda fólks áður en sjúkdómurinn komist á ólæknanlegt stig. Einn vísindamannanna, dr. Kurt J. Isselbacher, segir að blóðrann- sóknin kunni að verða venjulegur liður í læknisskoðunum, á sama hátt og blóðþrýstingsmælir og sykursýkirannsóknir. Blóðrannsóknin byggir á þeirri uppgötvun að í blóði krabbameins- sjúklinga eru efni sem finnast ekki í heilbrigðu fólki. Þetta efni kallast „Galactorsyltransferase" eða GT-II. Vísindamennirnir komust að raun um að GT-II má finna í blóðrannsókn mörgum mánuðum áður sýnileg merki um krabba- mein sjást á sjúklingi. Rannsóknin hefur staðið í fjögur ár og náð til 232 krabbameins- sjúklinga. Læknarnir komust að raun um að 71% þeirra voru með GT-II í blóðinu. Skýrsla um rannsóknir þeirra var birt á fimmtudag í The New England Journal of Medicine. Isselbacher sagði að hann von- aði að blóðrannsóknin yrði orðin almenn innan þriggja ára. Hins vegar verður í fyrstunni að notast við einfaldaða aðferð sem getur komið í staðinn fyrir flókna aðferð sem nú er notuð til að rannsaka blóðsýnishorn. Vorster forseti Hiifðaboric. 29. sept. Reuter. JOHN Vorster, fyrrverandi for- sætisráðherra Suður-Afríku, var í dag kjörinn forseti Suður-Afríku eins og skipulagt hafði verið. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um mun Vorster hafa hug á því að hlutur hans verði meiri en fyrir- rennara hans, sem hafa verið valdalausir og aðeins komið fram við opinberar athafnir o.þ.u.l. Þá er talið að flokkur Vorsters sem kaus hann til forseta muni og reyna að sleikja sár sín á næstunni eftir valdabaráttuna sem stóð innan flokksins um eftirmann Vorsters. Eftir að Vorster hafði verið lýstur forseti ávarpaði hann fréttamenn og sagðist þar mundu vera utan við alla flokkapólitík en hlutverk hans sé að efla áhrif og virðingu S-Afríku inn á við sem út á við. Víetnam vill ræða við Kína Singapore, 28. september. Reuter. VÍETNAMAR hvöttu til þess í dag að viðræður þeirra og Kínverja um kínverska borgara í Víetnam yrðu teknar upp að nýju. Síðan. viðræðurnar fóru út um þúfpr fyrr í vikunni hafa Kínverj- ar sakað Víetnama um liðssafnað á landamærunum og Víetnamar hafa sakað Kínverja um hið sama. Viðræðufundirnir urðu átta. Útvarpið í Hanoi sagði í dag, að Kínverjar hefðu einhliða slitið viðræðunum og sakaði þá um að sýna engan samstarfsvilja á við- ræðufundunum. Byggingaréttur 1000 fm Til sölu er 1000 fm byggingaréttur á einni hæö (2. hæö) í austurborginni meö nægum bílastæöum. Hægt er aö skipta honum í einingar. Sérstaklega hentugur fyrir félagasamtök, skrifstofur, o.þ.h. Mjög góö fjárfesting. Eignaskipti koma til greina. Upplýsingar aöeins veittar á skrifstofunni. Magnús Hreggvidsson, viðskiptafræðingur, Síðumúla 33. Orð Krossins Fagnaöarerindi veröur boöaö á íslensku frá Trans World Radio, Monte Carlo, á hverju mánudags- kvöldi kl. 23.15—23.30. Sent veröur á miöbylgju 205 metra (1466 KHz) Ath: Breyttur tími og bylgjulengd. Orö krossins, Pósth. 4187, Reykjavík. \ Opnaðu börnum þínum töfraheim tónanna stdnorhf s./28iss-i«4so. úmrinn Flytjendur eru Philadelphia Orchestra undir stjóm Eugene Ormandy. Bessi Bjarnason er sögumaður. Bömin læra að þekkja hin ýmsu hljóðfæri og fylgja þeim í sögunni sem magnast að spennu eftir þvi sem á líður. Allt fer að sjálfsögðu vel að lokum, svo sem vera ber. Plötukápan er 8 síðna myndabók, prýdd 14 litmyndum eftir Pétur Halldórsson teiknara. Þrátt fyrir að svo mjög er til útgáfunnar vandað kostar þessi hljómplata aðeins kr. 4.900 Gefðu þeim hljómplötuna: Pétur og úlfurinn. Pétur og úlfurinn eftir Sergei Prokofieff er frægasta lýsandi (Program) hljómsveitarverk sem skrifað hefur verið í heiminum til þessa. í upphafi plötunnar em hljóðfærin kynnt sem fulltrúar hinna ýmsu persóna sögunnar. Klari- nettan túlkar köttinn, flautan fuglinn, óbóið öndina. Fagottið leikur afann, þrjú horn úlfinn, trommurnar skot veiðimannanna. öll strok- hljóðfæri hljómsveitarinnar fylgjast með Pétri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.