Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 Rabb um fram- tíðarhorfur Það er ekki beinlínis árennilegt að hefja kvik- myndaskrif að nýju þessa dagana, eftir um það bil *A árs hvíld. Endursýningar á gömlum myndum hafa ver- ið svo vinsælar upp á síðkastið, að manni dettur helst í hug að einhver hugarfarsbreyting eða menningarleg bylting hafi átt sér stað. Heldur eru þó formerkin á þessu fyrir- brigði neikvæð, því ekki er hússins og útlitsbreytingu, sem nú stendur yfir. Columbia Pictures stóð að gerð Close Encounters... svo að ég sló aftur á þráðinn, nú til Þor- varðar Þorvarðarsonar í Stjörnubíói, með hálfum huga satt að segja, því að ég bjóst ekki við að þessi mynd kæmi hér til sýningar fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Þorvarður sagði mér hins vegar að sýningar á mynd- Saturday Night Fever í Háskólabíói. John Travolta. beint hægt að segja, aðendursýndar séu úrvals- myndir í venjulegum skiln- ingi þess orðs. Sem betur fer fyrir okkur áhorfendur mun þetta þó ekki vera orðin ríkjandi stefna í kvikmyndahúsarekstri hér á landi og eins og dæmin hafa áður sannað fylgja yfirleitt í kjölfar svona lægða einhverjir hæðar- punktar. Þegar ég settist niður til að rita þessa grein datt mér helst í hug að það eina, sem ég gæti fjölyrt eitthvað um í augnablikinu væru ýmsar nýlegar myndir, sem höfðu rekið á fjörur mínar erlend- is í sumar. Það sem ég hafði þá helst í huga var að gera geimóperunum tveim, Star Wars og Colsc Encounters of the Third Kind nokkur skil. Þar sem Star Wars var væntanleg í Nýjabíó þótti mér rétt að slá á þráðinn til Sigurðar Guð- mundssonar og fá hjá hon- um nánari upplýsingar. Hann sagðist vona, að sýningar á myndinni hæf- ust um 20. okt. næstk., en þá þjóst hann við að lokið yrði við stækkun á anddyri inni mundu hefjast nú um eða fyrir miðjan október. Þessar tvær stórmyndir verða því báðar sýndar hér samtímis og höfuðborgar- búar geta því búið sig undir „geimstríð" milli kvik- myndahúsanna. Þorvarður sagði mér ennfremur að á næstunni ætlaöi hann að sýna Murder by Death (Am. 1976, leikstj. Robert Moore,) bráðfyndna kómedíu eftir Neil Simon. Ég hressist nú nokkuð eftir þessar upplýsingar og hugsaði með mér, að ef til vill væri ástandið ekki eins hábölvað og það virtist í upphafi. Ég ákvað að kanna þetta betur og hringdi í Háskólabíó. Nei, Friðfinnur var ekki við, en ég fékk að vita að næsta mánudags- mynd var Dagens Skönhed (La Belle de Jour) eftir Bunuel. Gott dæmi um endursýnda úrvalsmynd og ekkert nema gott um það að segja, þó að tvær nýlegar Bunuel-myndir bíði þess nú að verða sýndar hér á landi. (Le fantome de la liberte og Cet Obscur Objet du Désir). Það kom upp úr kafinu, að Friðfinnur var NETWORK í Tónabíó, Peter Finch. að skoða eina af sínum væntanlegu myndum Saturday Night Fever, með hinum nú heimsfræga John Travolta. Eftir því sem ég komst næst, verður myndin sýnd eins fljótt og hægt er (það á eftir að setja við hana íslenskan texta), þá væntanlega fyrir miðjan október. I Austurbæjarbíói fékk ég þær upplýsingar að í þessari viku verður Ken Russell sleppt lausum á tjaldið með mynd sína Lisztamonia (bresk, 1975), með Roger Daltrey í hlut- verki Franz Liszt. Þá er von á mynd Linu Wertmuller, Seven Beauties og mynd Sidney Lumets, Dog Day Afternoon, með Pacino, báðum á næstu tveim mánuðum. Úr herbúðum Laugarásbíós bárust þau tíðindi að nú væri von á Slap Shot upp úr miðjum október. Slap Shot (Am. 1977) er leikstýrt af George Roy Hill (Butch Cassidy.../ The Sting) með Paul Newman í aðal- hlutverki og hér ber hann einn hita og þunga leiksins án félaga síns úr hinum myndunum, Robert Redford. Þá mun einnig vera stutt í myndina The Last Remake of Beau Geste, sem er frumraun gamanleikarans Marty Feldmans sem leikstjóra. eftir sögum Agatha Christie (sú fyrsta var' Murder on the Orient Express) og hér er það Peter Ustionv sem -teikur Hercuie Poirot. Leikstjóri er John Gulliermin. Þá er einnig von á ísraelsk/ amerískri hasarmynd, Diamonds, með Robert Shaw, leikstjóri Menahem Golan og ábætir fyrir þá, sem ekki verða orðnir full- saddir á geimstríðsmynd- um, War in Space frá Japan. Tónabíó er nú eitt eftir og eftir nokkrar tilraunir til að ná sambandi fékk ég þær upplýsingar að myndin Network yrði tekin til sýninga mjög fljótlega, jafnvel í þessari viku. Network er leikstýrt af Sidney Lumet eftir handriti Paddy Chayefskys með Pet- er Finch (Þetta var síðasta myndin, sem hann lék í) í hlutverki sjónvarpsfrétta- þuls, sem í beinni útsend- ingu lýsir ógeði sínu á því, sem hann er ávallt að bera á borð fyrir áhorfendur sína. Myndin er sterk ádeila á sjónvarp, notkun þess og misnotkun og hlaut á síð- asta ári fern Oscarsverð- laun, þ.á.m. Chayefsky fyrir besta frumsamda handritið árið 1976. Þessi grein er nú eigin- lega orðin allt önnur en sú, WfiBBBB&p^^^^^^^^^^^BH wBsbbí P*H B -'SBHB pH ^^^^^^r ^tf%É+ ¦ m J 1 wlJs' *Æ STAR WARS í Nýja Bíói Prinsessan (Carrie Fisher) og R2-D2. Gamla Bíó mun innan tíðar taka til sýninga danska mynd, sem nýlega hefur verið frumsýnd í Danmórku. Þetta er mynd- in Vetrarbörn, sem er gerð eftir samnefndri sögu dansks kvenarkitekts, en bókin mun nú vera að koma út í íslenskri þýðingu. I Regnbogíhyim/ Hafnar- bíó var fremur h'tilla frétta að vænta fyrr en hugsan- lega 23. okt. en þá er stefnt að því að frumsýna hér myndina Death on the Nile, samtímis því sem hún verður frumsýnd í London. Þetta er önnur stórmyndin á seinni árum, sem gerð er sem ég settist niður við að skrifa í morgun. I stað þess að ónotast dálítið meir út í hið lélega myndaval þessa dagana og breiða síðan úr persónulegum skoðunum mínum á geimmyndunum tveim hefur forvitnin rekið mig út í nærtækari fram- tíðarsýn, myndavalið í októbermánuði. Ég vona bara að lesendur hafi verið jafnforvitnir og fyrirgefi þetta víxlspor. Geim- myndunum og öðrum myndum, sem hér hafa verið nefndar verða gerð betri skil um leið og færi gefst. 28.9.1978. Stflfærð, fjarræn aftaka í LUCKY LUCIANO. Lucky Luciano og Francesco Rosi Lucky Luciano, ítölsk/frönsk, 1973. Leikstjóri: Francesco Rosi. Myndir eftir þennan ít- alska leikstjóra, sem fyrir einum fimmtán árum síðan gat sér góðan orðstí utan heimalands síns, eru sjald- séðar hér á landi og verk hans í heild því sem mér skilst, hrein tilviljun. Þetta vekur mann enn á ný til umhugsunar um það, að verk fjólmargra þekktra kvikmyndagerðarmanna ná aldrei hingað til lands á sama tíma og miklum sýn- ingartíma er eytt í ýmsar myndir, sem ekkert hafa hingað að gera. Rosi byggir Lucky Luciano upp eins og flestar mynda sinna, á rannsókn. Luciano var dæmdur í New York í 30—50 ára fangelsi fyrir Mafíustarfsemi en sleppt til að vinna að „sérstökum verkefnum" fyrir bandaríska herinn í seinni heimsstyrjöldinni. 1946 er hann rekinn til ítalíu og nokkrum árum síðar hefur bandaríska fíkniefnalögreglan hann grunaðan um að standa að baki stórfelldu fíkniefna- smygli frá ítalíu til Banda- ríkjanna. Sérstakur lög- reglumaður er settur hon- um til hófuðs, til að reyna að grafa upp einhverjar sannanir, en það reynist ómögulegt. Rosi setur myndina fram sem stíl- færða heimildarmynd (þó hann bregði reyndar nokk- uð oft út af þeirri braut), spyr spurninga og setur saman ýmis tengsl á milli manna og atburða án þess að svara neinum spurning- um sjálfur í myndinni. Gian Maria Volonté leikur Luciano, stillilegan og kald- rifjaðan mann að sjá, ímynd undirföruls stór- glæpamanns, en samt sýnir Rosi hann aldrei tengdann neinu, sem gæti talist glæp- samlegt. Viðfangsefni Rosi í þessari mynd, eins og svo mörgum mynda hans, er valdið og hvernig valdið tengist, með góðu eða illu, pólitík og fjármunum, stjórnmálamönnúm og glæpamönnum. Niðurstaða Rosi í þessari mynd, kemur fram í setningu rannsókn- arstjórans hjá fíknlefnalög- reglunni: „Við eltum Luciano, Dewy eltir okkur, Kefauver eltir Dewey" þar sem Kefauver og Dewey eru pólitíkusar með mismun- andi skoðanir," og að lokum fara allir í hring og við stöndum í sömu sporum og þegar við byrjuðum." Rosi kynntist því í eigin raun árið áður að í þessu tafli snúast menn aðeins í hring. Ákveðnum spurning- um verður ekki svarað. Hann var þá að gera mynd um Enrico Mattei, olíuein- vald á ítalíu, sem hafði staðið í stríði við bandar- ísku olíufyrirtækin og ýtt undir þjóðir þriðja heims- ins að þær ættu sjálfar að hagnast á eigin auðlindum. Mattei fórst mjög sviplega í flugslysi 1962 og Rosi byggði mynd sína upp sem rannsókn á slysinu, í stíl heimildarmyndar, sem leit- ar eftir ákveðnu svari. Líkt og í Luciano svaraði Rosi engum spurningum, en per- sónulega hefur hann senni- lega talið sig fá óyggjandi svar. Blaðamaður, sem var kominn á kaf í rannsókn málsins í efnisleit fyrir kvikmyndina, hvarf skyndi- lega án nokkurra um- merkja, þegar hann var að rannsaka síðustu klukku- tímana í lífi Mattei. Spurs- málið um tengslin milli stjórnmála, valda, glæpa og fjármuna er eitt aðalvið- fangsefni Rosis, og ekki fæ ég séð, að þetta geti hindr- að aðsókn að myndum hans, miðað við allar þær delluglæpamyndir, sem tal- ið er að borgi sig í sýningu. Aö baki mynda hans er þó ákveðin hugsun, varpað er fram ákveðnum spurning- um til umhugsunar, á með- an margar hinna, sem hér eru sýndar eru verra en tímasóun. I fyrra gerði Þráinn Bertelsson, kvik- myndaskólanemi við sænska kvikmyndaskólann mynd um Rosi, þar sem sá síðarnefndi var að störfum og vonandi fáum við fljót- lega tækifæri til að sjá þessa mynd. Áhorfendur fengju þá tækifæri til að kynnast Rosi lítillega, svo og þeir, sem hugsa fyrir myndakaupum fyrir kvik- myndahúsin og ef til vill muna þeir þá eftir að leita uppi myndir eftir Rosi í næsta myndasamning sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.