Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 32
 L r u <;i.ysi\<;asíminn EK: r—j-^ ZZ4ðU f _J 2tiornivnMnt>ií> trgmtiIblirM^ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 Metveiði á sumarloðnu M JÖG góð loðnuveiði var í fyrrinótt og gærdag og skömmu cftir hádegi htifðu 18 skip tilkynnt um 10.890 lestir og þá var vitað um nokkur skip, sem voru komin með 3000 — 1000 lestir. Veiði síðasta sólar- hrintís var orðin metveiði á sumar- loðnu um hádegi í gær og er hátt í Ljósm. Rax. Litla Cessnan 150 vegur aðeins 1300 kg fullhlaðin og kæmust áreiðanlega nokkuð margar slíkar vélar fyrir inni í stærri vélinni. _ „A að vera eitt af stefhu- miðum rikisst jórnarinnar að fresta tollalækkunum,, — segir Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra „ÉG IIEF litið svo á og flciri ráðherrar í ríkisstjórninni að það eigi að vcra citt af stcfnumiðum stjórnarinnar að frcsta tollakrkk- umiin iðnaðarvara." sagði Iljör- lcifur Guttormsson iðnaðarráð- hcrra í samtali við Morgunhlaðið. 122 árekstr- ar og þrjú slys urðu í umferðinni síðustu viku UMFERÐARSLYS urðu mcð fæsta móti á höfuðborgar- sva-ðinu í síðustu viku og cr það gleðilegt en árekstrar urðu alltof margir eða 122 í allt. Eru það rúmlega 17 árrckstrar að mcðaltali á dag. Slys mcð mciðslum urðu þrjú. Frá miðnætti í fyrrinótt til hádegis í gær urðu 5 árekstrar í Re.vkjavík, einn í Hafnarfirði og enginn í Kópavogi, en þar er istandið langbezt. Ekki hefur • rðið umferðaróhapp í Kópa- >'ogi síðan á fimmtudag. Engin slys urðu í þessum sex árekstr- um. Með sameiginlegu átaki hef- ur tekizt að halda slysum í skefjum. Nú er takmarkið að draga úr árekstrum og þar með úr slysahættunni. Það lætur nærri að í þessum 122 árekstr- um hafi nær 300 bílar skemmst meira og minna og samanlagt tjón nemur tugum milljóna króna. Þetta ættu ökumenn að íhúga. „Mál þctta hcfur aðcins verið tekið lauslcga til umræðu í ríkisstjórninni." sagði Hjörlcifur. „en engin ákvörðun hcfur vcrið tckin. Væntanlega vcrður skipuð innanhússncfnd til þcss að at- huga þcssi mál áður cn ákvörðun vcrður tckin. nokkurs konar samstarfsncfnd viðkomandi ráðu- ncyta. Það tckur væntanlega cinhvcrn tíma að kanna þctta mál og þegar niðurstaðan liggur fyrir vcrður málið metið." Aðspurður sagði Hjörleifur að ekki væri útilokað að gripið yrði til gagnráðstafana af hálfu EBE og EFTA ef tollalækkunum yrði frestað og menn yrðu að vera viðbúnir slíku. Hins vegar kvaðst hann ekki óttast það svo mjög, því að við Islendingar gætum lagt fram góð og gild rök fyrir þessari ákvörðun. Ýmsar stuðningsað- gerðir við iðn'aðinn hefðu verið ræddar á vettvangi EFTA og okkar sérstaða væri ekki ókunn þar. „Iðnaðurinn hefur lagt 'mikið kapp á frestun tollalækkana og kveður sig ekki undir samkeppni búinn. I mínum augum yrði þessar aðgerðir því til lítils nema tíminn sé nýttur til þess að búa iðnaðinn undir það að taka á sig samkeppn- ina sem bíður hans þegar tollunum verður aflétt," sagði Hjörleifur. Hjörleifur sagði að lokum að ef til þess ráðs yrði gripið að fresta tollalækkunum yrði það einhliða ákvörðun okkar íslendinga, alveg eins og útfærsla landhelginnar, þó að þessu máli væru ekki sambæri- leg að öðru leyti. Pétur og Karl til Hollands ÞAÐ cr afráðið að knatt- spyrnumennirnir Pétur Pctursson og Karl Þórðarson frá Akrancsi fari innun skamms til Hollands og líti að aðstæður hjá knattspyrnu- félaginu FC Twcnte. Þetta lið er með beztu liðum í Hollandi og var t.d. í öðru sæti í 1. dcildinni í Hollandi s.l. vor. Framkvæmdastjóri félagsins Van Tallen hafði símasamband við Akurnesingana í fyrra- kvöld. Kvaðst hann ætla að fara til Austur-Þýzkalands á miðvikudaginn og fylgjast með þeim Pétri og Karli leika með íslenska landsliðinu gegn því austur-þýzka í Evrópukeppn- inni. Að leiknum loknum fara þeir félagar með framkvæmda- stjóranum yfir til Hollands og líta á aðstæður hjá félaginu. Og ef þeim líst vel á sig mun framkvæmdastjórinn verða Karli og Pétri samferða til íslands til samningaviðræðna, en hann hefur mikinn hug á því að fá þá sem leikmenn með atvinnuknattspyrnuliði sínu. bcztu sólarhringsveiði yfir vetrar- tíriann. Þau skip scm fyrst tilkynntu um afla fóru til Norðurlandshafna, en flest fóru loðnuskipin til Austf jarða og þangað voru á leið 6500 lestir eftir hádegi í gær, og 1300 lestir voru á leið í Faxaf ióa. Morgunblaðinu var tjáð hjá loðnu- nefnd í gær að ef þessi góða veiði héldi áfram, kæmu löndunarörðug- leikar upp strax í dag, en alls eru um 50 skip á loðnuveiðum. Skipstjórar sögðu í talstöðvum í gær, að þeir hefðu aldrei fundið jafn mikið af loðnu að sumarlagi. Eftirtalin skip híifðu tilkynnt um afla til luðnunefndar um hádeui í gær, ()rn KE 580 lestir. Óskar Halldórsson RE 360. Fífill GK 550. EldborK GK 550, Hilmir SU 520, Skarðsvfk SH 010. Sandafell GK 320. Ársæll KE 460. Pétur Jðnsson RE 670, Hraín GK 660. Hákon ÞH 820. Börkur NK 1150. Grindvíkinuur GK 1000. Kap 2. VE 650, Gfsli Arni RE 630. Skírnir AK 440. Mbkkús NK 450 og Náttfari ÞH 470 lestir. Þá var Moritunblaðinu kunnuxt um að SÍKiirður var kominn með 1100 — 1200 lestir. Gullberm var komið mcð 540 lestir og mörK skip voru með 300—500 lesta afla. Eldsvoði á Akureyri Akureyri. .10. scptomher. MIKIÐ tjón varð af rcyk í húsinu nr. 11 við Ægisgötu þegar eldur kom upp í frystikistu um kl. 24 í gærkvöldi. Frystikistan var geymd í þvotta- húsi íbúðarinnar til bráðabirgða vegna breytinga sem verið er að gera á íbúðinni og eyðilagðist frystikistan með öllu sem í henni var. Megnan reyk lagði af henni um alla íbúðina en tjón af völdum eldsins sjálfs varð ekki á húsi eða innanstokksmunum að öðru leyti. Sv.P. Aldrei meira selt af Suðurlandssíldinni PULLTRÚAR Síldarút- vegnsnefndar hafa að undanförnu staðið í sölu- samningum við Sovétmenn, Pólverja, Finna og Svía. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem Morgunblaðið hef- ur aflað sér, tókst söluferð þessi betur en flestir áttu von á. Þegar fulltrúar Síldarútvegsnefndar fóru utan, var búið að semja um sölu á tæplega 100 þús. tunnum, en í þessari ferð Hrikaleg vanskil við Fiskveiðisjóð: Fara 70 til 80 fyr- irtæki á uppboð ? FJOLMORG fiskvinnslu- og út- gcrðarfyrirtæki í landinu ciga nú í miklum vanskilum við Fisk- vciðisjóð íslands og samkvæmt árciðanlcgum hcimiidiim, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, mun liggja nærri að Fiskveiða- sjóður fari fram á uppboð á 70 — 80 fyrirtækjum á næstu vikum og mánuðum. Mjög er mismunandi hvað fyrir- tækin skulda Fiskveiðisjóði vegna vanskila. Þó er Morgunblaðinu kunnugt um að vanskil tveggja fyrirtækja vegna lána frá Fisk- veiðasjóði eru mest. Fiskimjöls- verksmiðjan í Vestmannaeyjum mun skulda á milli 150 og 160 millj. kr. vegna tveggja skipa, skuttogarans Sindra og nóta- og skutskipsíns Breka. Þá mun út- gerðarfélag það á Þórshöfn, sem gerir út Font skulda Fiskveiða- sjóði um 135 millj. kr. í afborganir. mun hafa verið gengið frá sölu eða möguleikum á sölu á 80—90 þús. tunnum, og er Síldarútvegsnefnd búin að ganga frá eða hefur mögu- leika á að selja 180 þús. tunnur af Suðurlandssíld í haust, sem er meira en nokkru sinni fyrr. Eins og áður hefur komið fram í Mbl. samdi síldarútvegsnefnd um sölu á 40 þús. tunnum samkvæmt viðbótarsamningi fyrir tveimur vikum. Þá var gengið frá sölu á 10 þús. tunnum til Póllands, en pólski markaðurinn hefur verið útilokað- ur íslendingum um tíma vegna ásóknar Kanadamanna. I viðræðum við Svía mun hafa komið fram, að þeir eru tilbúnir að kaupa umtalsvert magn af „sauerlaupen", ediksaltaöri síld í haust, en Svíar hafa ekki áður keypt þannig verkaða síld frá íslandi. Þá munu fulltrúar Síldar- útvegsnefndar hafa samið um sölu á 15 þúsund tunnum til Finnlands, en gengið verður frá síldinni þangað í 15 kg umbúðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.