Morgunblaðið - 03.10.1978, Síða 11

Morgunblaðið - 03.10.1978, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1978 11 Sigrún borvaldsdóttir Ljósmynd Bjórn InKÚlfsson „Áður f óru menn burt á vertíð og konur voru einar heima með börnin44 Spjallað við Sigrúnu Þorvaldsdóttur í frystihúsinu Kaldbak á Grenivík „Hér hef ég unnið í tíu ár í frystihúsinu. cn pabbi hafði útgerð hér áður ok við krakkarn- ir vorum í linunni frá því að við fórum eitthvað að geta.“ sagði Sigrún Þorvaldsdóttir starfsmað- ur f frystihúsinu Kaldbak h.f. á Grenivík í rabbi við blm. í síðustu viku. Sigrún er fædd 1916 og er búsett að Melum rétt utan við Grenivík. ásamt manni sínum Jóhanni Bessasyni sem einnig starfar hjá frystihúsinu. „Jú, heima var búskapur með og þegar ég stækkaði gekk ég að heyvinnunni og greip auk þess í línuvinnuna. Eftir að við hjónin hófum búskap vorum við með skepnur, en því hættum við í fyrra." Hvernig kanntu við frystihús- vinnuna? „Mér hefur alltaf líkað ágætlega að vinna hér, enda býst ég við að ég hefði hætt ef mér hefði leiðst fram úr hófi. Hvað ég geri? Ég vinn við að skera úr og gríp annars inn í þau störf sem vinna þarf. Ég hef aldrei þurft að kvarta undan neinu hér, mér hefur líkað afskaplega vel við fólkið hér, verkstjórana og aðra.“ Nú hefur mikið breytzt hér í plássinu með komu frystihússins fyrir utn tíu árum. „Það breytti geysilega miklu að það kom. Áður fóru menn alltaf burtu á vertíð og konurnar voru einar eftir með börnin langan tíma, þá var mikið róið frá Grindavík yfir veturinn. Þá voru samgöngurnar líka strjálaryfir veturinn, þegar snjó- þungt var. Þá var Grenivík það sem kallað er afskekkt pláss og einu ferðirnar til Akureyrar voru með póstbátnum svo mánuðum skipti." Hvernig kanntu þá við að búa hér á Grenivík? „Það hefur allt gengið þokkalega með ævina hjá mér. Hér er ágætt að vera, enda er maður vanur því frá barnæsku. Ég held ekki að ég kynni við að fara héðan svona á efri árum. Þegar ég var að'vaxa upp voru hér ekki nema nokkur hús. Núna er hér ansi mikil uppbygging og ef húsnæði væri meira á boðstólum gæti verið að hingað flyttust fleiri. Ungt fólk er farið að sækja hingað mikið. Innansveitarfólkið fer og kemur svo aftur. Nei, sjálf hef ég ekki róið, en ég hef skroppið með í róðra mér til gamans.“ Hefurðu ferðast mikið? „Ég er í kvenfélainu og hef oftast farið í ferðalög þess og þá í orlofsferðir seinni árin. Það hefur verið mjög ánægjulegt því það má segja að ég sé náttúruunnandi. Ég hef ánægju af fallegum gróðri og því sem landið býður upp á.“ Trjágróður er lítill á Grenivík. Reynið þið ekki að rækta svolítið upp? „Já, hér er trjágróðurinn lítill op það er ákaflega lítið hirt um trjáræktina. Þó er svolítið sett í garða, en þó er Bárðartjarnar- skógurinn töluvert stór, en hann sést ekki frá veginum." Tekurðu þátt í því félagslífi sem býðst á staðnum? „Já, eins og ég sagði er ég í kvenfélaginu Hlín, sem stendur fyrir ferðalögum og öðru og gefur í hitt og þetta smávegis. Ég var innan við tvítugt þegar ég gekk í félagið og þá lagði maður mikið á sig til þess að sækja fundi og annað og kom gangandi í alls konar veðrum. Þá var iifað og starfað í félaginu ekki síður en nú. Jú, yngri konurnar eru að smákoma í félagið, í því er kona frá hverjum bæ og hverju húsi. Já, hér giftist fólk mikið innan sveitarinnar. Það er dálítið ein- kennandi hér fyrir plássið hvað það giftist mikið innbyrðis. Ungdómurinn. Það er svolítil leti í ungdómnum að fara um. Hann er hættur að nenna að skemmta sér, vill heldur láta skemmta sér. Hér áður gekk fólk lengst utan af Látraströnd í vondum veðrum kannski í einn til tvo klukkutíma til þess aðeins að spila í klukkustund eða tvær. Núna t.d. fara menn ekki erindisleysu í hús, og ég geri ráð fyrir að sjónvarpið hafi þar haft sín áhrif. Það er þó ekki sjónvarpið sem unglingarnir hanga svo mikið við. Sautján ára unglingar eiga flestir bíl, en hér er ekkert við að vera. Þeir keyra um og sækja fótbolta- æfingar og annað. Stelpurnar hafa margar ekki neitt tómstunda- gaman. En hér vantar aðstöðu fyrir unglingana til afþreyingar eða skemmtunar. Þeir fara ekki í gönguferðir á kvöldin eða í bolta- leiki. Fólk giftir sig svo margt ungt, en æskan er það skemmtilegt timabil í ævi manns að hún ætti að vera lengri." Hafðirðu stórt bú að Melum? „Við höfðum kindur og kýr, það var heldur lítill búskapur. Og eingöngu kindur síðustu árin.“ Hógvær og glaðleg sat hún hinum megin við borðið og hefur án efa haft nóg fyrir stafni um ævina ekki sízt þann tíma sem þau hjónin voru með búskap með vinnunni í frystihúsinu. Þau eiga þrjú börn og er eitt þeirra heima, en tvö eru gift ti! Akureyrar. ÁJR Fjölbreytt vetrarstarf Æskulýðsráðs í vetur VETRARSTARF Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur er nú að hefjast og verður flest með líku sniði og áður, en þó verður um eina nýjung að ræða, því að í vetur verður boðið upp á tómstundastarf fyrir 10—12 ára börn í félagsmiðstöðvum ráðsins, Fellahelli og Bústöðum, en tillaga formanns æskulýðs- ráðs um þetta efni var samþykkt á fundi ráðsins' nýlega, segir í fréttatil- kynningu frá Æskulýðsráði. Starf 10—12 ára barna fer fram á þriðjudögum kl. 16.00—19.00 og á laugardögum kl. 14.00 —19.00. Börnin geta skráð sig í ýmsa tómstundahópa, verið við spil og leiki og tekið þátt í undirbúningi og framkvæmd stuttra skemmtana á laugardögum. I fréttatilkynningu ráðsins segir að tómstundastarf fyrir 7.-9. bekk grunnskóla sé nú að hefjast. Það fara fram í 15 skólum borgarinnar og verði að líkindum starfandi allt að 130 hópar, með u.þ.b. 1.600 þátttakendum. Vetrardagskrá félagsmiðstöðv- anna Fellahellis og Bústaða tekur að flestu leyti gildi um mánaðar- mótin. Reynt hefur verið að ákveða, sem flesta starfsþætti fyrir allan veturinn og er þar þegar um mikið starf að ræða, bæði hjá ýmsum samtökum og á vegum staðanna sjálfra. Æskulýðsráð veitir ýniiss konar samtökum og hópum húsnæðisað- stöðu á Fríkirkjuvegi 11, til fundahalda, námskeiða o.þ.h. Þá annast skrifstofan útleigu a ferða- diskóteki og bingóbúnaði fyrir skóla og æskulýðsfélög. Ymiss konar námskeið fara fram á vegum ráðsins í vetur. Nýlokið er námskeiði í meðferð kvikmyndasýningarvéla, námskeið fyrir leiðbeinendur í félagsmála- fræðum hefst innan skamms, og gert er ráð fyrir a.m.k. 2 öðrum ieiðbeinendanámskeiðum. Þá verða námskeið í notkun siglinga- tækja og ýmsu öðru, er sjóferðum viðkemur, fyrir félaga siglinga- klúbbsins Sigluness. Óvissa framundan í fjármálunum? Oft skiptast á skin og skúrir ífjármálum fólks. Tekjur og gjöld eru breytileg frámánuðitilmánaðar. Kannski ererfið afborgun framundan, en fjármunir af skornum skammti. Útlitið virðist ekki of bjart. Fyrirhyggja er lausnarorðið í slíkum vanda. Við bendum á IB-lán okkar. Þau byggjast á reglubundnum sparn- aði sem gefur rétt til lántöku. IB-lánin gætu lyft mörgum yfir erfiðan hjalla, en það krefst fyrirhyggju. Leitið upplýsinga um IB-lán, fáið bækling. ^ Banki þeirra sem hyggja að framtíöinni Iðnaðarbankinn Aðalbankiogútibú

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.