Morgunblaðið - 04.10.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.10.1978, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 225. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sá hörmulegi atburður varð fyrir utan bækistöðvar Sameinuðu þjóðanna í Genf á mánudagskvöld, að ung kona réð sér bana með því að hella yfir sig olíu og bera síðan eld að. Hún var áströlsk, 24 ára að aldri, hét Lynette Phillips, og var meðlimur í öfgafullum sértrúarflokki. Tilgangur hennar með sjálfsmorðinu var að mótmæla því sem hún taldi vera munaðarlíf fulltrúa á vetívangi Sameinuðu þjóðanna, en við rannsókn kom í ljós að fyrir nokkrum dögum var dvalarleyfi hennar í Bretlandi afturkallað þar sem brezk stjórnvöld höfðu af því veður að hún ætlaði að brenna sig til bana á torginu fyrir framan þinghúsið í Lundúnum. Símamynd AP Blackpool-fundur Verkamannafloksins: Callaghan klappað lof í lófa þegar hann neitaði að hopa Blackpool 3. október AP JAMES Challaghan, forsætisráð- herra Breta, sat fastur við sinn keip á ársfundi Verkamannaflokksins í Blaekpool í dag. Ilann lýsti því yfir að ekki yrði hvikað írá þeirri stefnu að halda launahækkunum innan við fimm prósenta markið, og þrátt fyrir ótvíræða ándstöðu verkalýðshreyfingarinnar við þcssa stefnu stjórnarinnar var Challag- han fagnað með mikiu lófataki er hann lauk raðu sinni. Það er mái manna að aidrei á 33 ára stjórn- máiaferii hafi skafið eins af Callag- han og í dag, og þykir það tíðindum sæta þar sem stefnu hans í launa- málum var hafnað á þinginu í gær. Ekki í eitt skipti lét Callaghan að því liggja að hann hygðist slaka á Neyðarástand í Beirút, aldrei barizt af meiri hörku en nú Beirút 3. okt. Reuter GÍFURLEGIR bardagar geisa nú í Beirút og nágrenni, einkum þó í austurhluta borgarinnar. Beittu báðir aðilar stórskotaliði og af fregnum frá borginni er augljóst að aldrei hefur verið barizt þar af eins mikilli hiirku og nú. Vatns- ból borgarinnar hefur stór- skemmzt í bardiigunum, síma- kerfið er lamað og rafmagns- straumur hefur rofnað með öllu. Franska stjórnin tilkynnti í kvöld að hún hygðist á morgun leggja fram tillögu um vopnahlé á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. og stæði Kurt Waldheim fram- kvæmdastjóri samtakanna að því máli, en Sameinuðu þjóðirnar undirbúa nú brottflutning starfs- manna sinna frá Beirút. Pierre Gemayel, leiðtogi krist- Jóhannes Páll páfi I. jarðsettur í dag Vatíkaninu, 3. okt. Reuter. JÓIIANNES Páll páfi I. verður lagður til hinztu hvílu í Péturs- kirkjunni í dag, en í gærkvöldi- hafði um hálf milljón manna farið hjá likbörum trúarleiðtogans, sem aðeins ríkti í 33 daga. Yfir hundrað kardínálar eru komnir í Vatíkanið til að vera viðstaddir útförina, en alls er búizt við um 100 þúsund manns við athöfnina, sem fer fram á torginu fyrir framan Péturskirkjuna. Hið skyndilega andlát páfa, sem var 65 ára að aldri hefur orðið tilefni nokkurra blaðaskrifa á Italíu, og ýmsir hafa krafizt þess að krufning færi fram til að taka af öll tvímæli um orsökina, en Vatíkanið telur hana hafa verið hjartaslag. I dag krafðist trúarhreyfingin „Kristin menning" í Róm þess að opinber rannsókn á láti páfans færi fram. Bent hefur verið á að krufning á líki páfa hafi áður farið fram, en það var þegar Píus páfi VIII lézt árið 1830, hálfu öðru ári eftir að hann var kjörinn páfi, en hann varð 69 ára. Meðal þeirra fyrirmenna, sem komin eru til Rómar til að vera við útförina, er Lillian Carter móðir Bandaríkjaforseta. Umræður um eftirmann páfa eru ekki háværar, en helzt er Benelli kardináli nefndur þessa dagana. Kardínálasamkundan sem kýs nýjan páfa, kemur saman annan laugar- dag. inna hægri manna i Líbanon, skoraði í dag á Elias Sarkis, forseta landsins, að leita á náðir Sameinuðu þjóðanna til að endi yrði bundinn á hin blóðugu átök í landinu. Víst er talið að fjölmargir hafi fallið í bardögunum í dag, en tölur um mannfall liggja ekki fyrir. íbúar í hverfum hægri manna í Beirút hafa þá sögu að segja að sjúkrahús í austurhluta borgar- innar hafi stórkemmzt í árásun- um, og sé neyðarástand ríkjandi þar sem ekki sé lengur hægt að veita læknishjálp þeim fjölmörgu, sem þangað séu fluttir. Ekkert lát virðist ætla að verða á bardögum þegar síðast fréttist, en sambands- leysi torveldar allan fréttaflutning af bardagasvæðunum. De Guiringaut utanríkisráð- herra Frakka sagði í kvöld að tillagan um vopnahlé fæli í sér meðal annars að hægri menn og Sýrlendingar legðu tafarlaust niður vopn, svo og að sýrlenzku gæzlusveitirnar, sem eru á vegum Arababandalagsins, verði endur- skipulagðar. stefnu sinni, þar sem miðað er fyrst og fremst að því að draga úr verðbólgu, og þegar hann kom fram í sjónvarpi í kvöld barði hann hvað eftir annað í bor.ðið orðum sínum til áherzluauka, um leið og hann sagðh „Þjóðin verður að vita að stjórnin hefur axlað þessa ábyrgð og ætlar sér ekki að skorast undan henni". Callaghan lýsti því yfir í ræðu sinni að stjórnin hygðist hafa heimil á verðbólgunni með ráðstöfunum varðandi gjaldeyrismál og fjárlög, en um leið kvaðst hann mundu fagna hverri tilraun, sem gerð yrði til að leysa kjaramáladeiluna. Væri hann reyndar sjálfur reiðubúinn til að hafa frumkvæði að sáttum í sam- bandi við þau mál. Af máli Callaghans má ráða að þeir Denis Healey fjármálaráðherra hafi í hyggju ýmsar ráðstafanir á næstunni, meðal annars lánatak- markanir og vaxtaháekkanir, ásamt verðhækkunum á ýmiss konar varn- ingi, svo sem bílum, heimilistækjum og fatnaði. Slíkar ráðstafanir mundu trauðla verða til að afla stjórninni vinsælda fyrir kosningar, sem fram fara í síðasta lagi að ári, en kunnugir telja að Callaghan leggi á það megináherzlu að halda verðbólgunni í skefjum og reyna að vinna bug á atvinnuleysi. A sunnudaginn var lét Callaghan að því liggja að hann kynni að segja af sér ef kjaramálastefna hans byði afhroð á flokksþinginu, en hvorki í gær né dag hefur hann orðað slíkt og heldur ekki þann möguleika að hann boði til kosninga á næstunni. Bretland: 3,6 milljarða heróínsmygl Lundúnum. 3. okt. Reuter. MESTA heróínmagn, sem brezk tollayfirvöld hafa í Sovétstjórnin bað Holstað sitja heima (kln K oktnhor Osló, 3. október. Frá Jan Erik Lauré fréttaritara Morgunbiaðsins. Á síðustu stundu dró Sovétstjórnin til baka heimboð til Johans Jorgens Holst, aðstoðarvarnarmálaráðherra Noregs, en hann ætlaði ásamt fylgdarliði að leggja af stað til Moskvu á þriðjudag og þekkjast þar með boð hins rússneska starfsbróður síns, I.G.Pavlovskijs. Skýring Sovétstjórnarinnar á þessari óvæntu og óvenjulegu ráðstöfun hefur ekki fengizt önnur en sú að „ófyrirsjáanlegar ástæður" hafi valdið. Þegar Morgunblaðið spurði Johan Jorgen Holst að því í gærkvöldi hvort þær getgátur norskra blaða væru réttar að hér væri um að ræða ótvíræða vísbendingu um óánægju Sovétstjórnarinnar með synjun norskra stjórnvalda um að þau létu af hendi upplýsinga- ritann úr sovézkri herflugvél, sem nýlega hrapaði á Hopen, kvaðst hann hvorki vilja vísa á bug þeirri skýringu né lýsa því yfir að hún ætti við rök að styðjast. Sem kunnugt er ákváðu Norðmenn að rannsaka tækið sjálfir svo sem venja er þegar um slík mál er að ræða. Hopen telst til Sval- barða-eyjaklasans og er því á norsku yfirráðasvæði þannig að rannsókn flugslyssins er mál norskra flugmálayfirvalda. Sovétstjórnin hefur ekkert látið að því liggja hvort eða hvenær af heimsókn Holsts geti orðið, og sjálfur kveðst hann ekki sjá ástæðu til þess að aflýst verði heimsókn rússneskra herskóla- frömuða til Noregs vegna þessa máls. Sú heimsókn er ráðgerð eftir þrjár vikur. Rússarnir munu skoða herskóla í Ós!ó, Elverum, Björgvin og Þrándheimi, en þetta er í fyrsta sinn sem Norðmenn bjóða Rússum í slíka kynnisferð. einu náð úr klóm eitur- lyfjasmyglara, fannst nýlega falið í hjólbörðum tveggja bifreiða, sem komu frá Malaysíu. Hér var um að ræða 32 kíló- grömm, en áætlað gang- verð þessa gífurlega magns á svartamarkaði er talið nema sex milljónum sterlingspunda, eða 3,6 milljörðum íslenzkra króna. Heróínið kom til Bret- lands í tvennu lagi, en lögreglan vill enn sem komið er ekki skýra nánar frá málinu, að öðru leyti en því að hún hafi látið til skarar skríða eftir að eitrið fannst og að fjórir. menn aðstoði nú við að upplýsa málið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.