Morgunblaðið - 04.10.1978, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.10.1978, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1978 Feðgum bjargað af brennandi báti Akurevri. 3. októhor. VÉLBÁTURINN Kópur SII 132 .skemmdist mikið af eldi í dag þpKar hann var á siglinKU inn Eyjafjöró. Eigandinn, Ililmar IIolKason. ok 5 ára sonur hans. scm voru einir um horð. hjörguð- ust heilir á húfi. Báturinn var drejíinn til Iljalteyrar. þar sem eldurinn var slökktur. Hilmar keypti bátinn í vor og fluttist til Húsavíkur en þaðan hefur hann stundað rækjuveiðar í sumar við annan mann. I morgun hafði hann verið á Ólafsfirði og var í dag að færa bátinn inn til Akureyrar undan versnandi veðri. Hann var einn á bátnum að þessu sinni en hafði tekið 5 ára son sinn með, Helga að nafni. Þegar þeir voru komnir inn á Laufásgrunn, norðaustur af Hjalt- eyri um klukkan 14.30 fann Hilmar reykjarþef og lyfti hlera yfir vélarrúminu til að aðgæta þetta nánar. Þá gaus eidur og reykur á móti honum og fyllti stýrishúsið svo að þeir feðgar urðu að flýja þaðan. Snúran á hljóð- nemanum á talstöðinni var svo löng, að Hilmar gat tekið hana með sér út á þilfar og kallað á Á stærri myndinni eru Agnar Þórisson (t.v.) og Valgarður Sigurðsson. sem björguðu feðgun- um á Kópi og drógu bátinn til Hjalteyrar. Minni myndin er af Helga litla Hilmarssyni 5 ára, sem var um borð í Kópi ásamt föður sínum. Þeim var háðum bjargað heilum á húfi.Ljósm. Mbl. Sv.P. hjálp. M.a. náði hann sambandi við hafnarverði á Akuréyri, sem gerðu slökkviliði Akureyrar við- vart. Um þetta leyti var Agnar Þórisson frá Hjálteyri á heimleið úr fiskiróðri á trillu sinni og sá þá reykinn leggja upp af Kóp. Hann ákvað að aðgæta þetta nánar og lagði lykkju á leið sína. Þegar hann kom að bátnum voru þeir feðgar komnir í gúmbát enda gátu þeir ekkert gert á eigin spýtur til að hefta eldinn. Agnar tók Kóp í tog og byrjaöi að draga hann til Hjalteyrar. Valgarður Sigurðsson á Hjalteyri hafði séð heiman að frá sér hvað var að gerast og kom nú líka til aðstoðar á trillu sinni. Þeir Agnar og Valgarður hjálpuð- ust svo að við að draga Kóp og gúmbátinn í mjög versnandi veðri vestur undir Hjalteyri en þá kom vélbáturinn Haförninn frá Hrísey einnig til hjálpar. Þegar komið var að bryggju klukkan rúmlega fjögur biðu þar slökkviliðsmenn frá Akureyri og slökktu þeir eldinn á u.þ.b. tveim- ur klukkustundum. Feðgunum Hilmari og Helga varð ekkert meint af volkinu og sýndu stillingu og héldu báðir óbiluðum kjarki allan tímann. Hins vegar var þeim orðið mjög kalt en hresstust fljótt þegar þeir komust í húsaskjól og fengu aðhlynningu á Hjalteyri. Þar var norðanstormur og stór- rigning síðdegis í dag. Báturinn er mjög brunninn aftantil, einkum í vélarrúmi og stýrishúsi. Kópur er 35 lestir að stærð. - Sv.P. Sjónarmió Morgunblaðsins, Dagblaósins og Vísis: Opinber afskipti af verð- lagsmálum dagblaóa and- stæð stjórnarskránni í YFIRLÝSINGU frá Morgun- hlaðinu. sem birt er á baksíðu blaðsins í dag. kemur fram. að Morgunhlaðið telur með tilvísun til 72. gr. stjórnarskrárinnar. að hlöðunum sé frjálst að verðleggja þjónustu sína án afskipta stjórn- valda. þótt útgáfustjórn Morgun- blaðsins hafi tekið þá ákvörðun að hækka áskriftargjöld og lausa- söluverð blaðsins aðeins um 10% fyrst um sinn. I yfirlýsingunni, kcmur fram að blaðið áskilur sér allan rétt í þessum efnum. Síðdegisblöðin hafa tekið þá ákvörðun að hækka þjónustu sína um 20% og líta svo á að þau séu ekki hundin verðlagsákvæðum vegna áðurnefndrar greinar stjórnarskrárinnar. Tíminn. Þjóðviljinn og Alþýðublaðið hafa hins vegar engan fyrirvara á samþykki sínu við ákvörðun verðlagsyfirvalda. I 72. grein stjórnarskrárinnar segir: „Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar á prenti; þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei í lög leiða.“ Það er skoðun, a.m.k. Morgunblaðsins, Dagblaðs- ins og Vísis, að sé blöðunum eigi heimilt að „ákveða sanngjarnt endurgjald fvrir þjónustu sína“, svo að það standi undir rekstri þeirra, sé um hömlur á prentfrelsi að ræða. Dagblöðin fengu síðast hækkun í aprílmánuði síðastliðnum. Þau tilkynntu í ágústmánuði að hækkunarþörfin hinn 1. september væri 20% . Dagblöðin eru inni í grundvelli vísitölu framfærslu- kostnaðar, sem frá apríl til september hefur hækkað um 24,15% . í vísitölunni eru einnig erlend blöð, Time, I)et Bedste, Anders And og Co og Hjemmet sem á tímabilinu frá marz til september hafa hækkað þannig að Time hefur hækkað um 44%., Det Bedste um 37% , Anders And & Co um 41,8% og Hjemmet um 37,1%.. Á sama tíma hefur norska krónan, en pappír í blöðin er keyptur frá Noregi, hækkað um 25,88%., danska krónan um 21,31%, dollar um 20,98% og sterlingspund um 28,33%. Minnstur hluti aðfanga dagblaða kemur frá Bandaríkjun- um. Eins og áður sagði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað á þessum tíma um 24,15%, vísitala byggingarkostnaðar um 25%., kaupgjald blaðamanna um 25,6%, prentara um 25%. og verzlunar- fólks á bilinu frá 27,5 til 28,6%. Þessar kostnaðarhækkanir telja blaðaútgefendur að sýni, að 20% hækkun sé sízt of há. Þá ber að geta þess, að einu sinni hefur það gerzt, að dagblöðin hafa hækkað í blóra við ákvörðun verðlagsyfirvalda. Það var á árinu 1974 eftir margra vikna verkfall prentara. Þá var hækkunin látin átölulaus af hálfu yfirvalda. Verð- lagsstjóri hefur nú lýst yfir, að vfirvöld muni hefja „viðeigandi aðgerðir" gagnvart Vísi og Dag- blaðinu, sem hækkað hafa þjón- ustu sína um 20%. Aðspurður hefur hann ekki viljað tilgreina nánar, hverjar þær aðgerðir eru, en talið er víst, að sá leikur, sem yfirvöld eigi, sé sá að kæra málið fyrir verðlagsdómi. Er málið enn í athugun hjá verðlagsstjóra, en þess er að vænta, að bráðlega verði tekin ákvörðun um aðgerðir. Hörður Einarsson, stjórnarfor- maður Reykjaprents, sem gefur út dagblaðið Vísi, kvað sjónarmið síns blaðs vera hin sömu og allra hinna blaðanna á þörfinni á því að hækka blöðin. Þau hafi verið sammála um það öll í ágústmánuði síðastliðnum, að þau þyrftu að hækka a.m.k. um 20% frá og með 1. september og ef eitthvað væri kvað hann hækkunarþörfiná nú orðna meiri. Þessar hækkanir, sem nú hefðu verið ákveðnar væru lágmarkshækkanir, sem væru nauðsynlegar, svo að frjáls blöð gætu haidið áfram að koma út. „Auðvitað er hægt að halda úti þessum flokksmálgögnum með ríkisstyrkjum,“ sagði Hörður, „en við, sem þurfum að gefa út blöðin með tekjum frá okkar viðskipta- vinum, kaupendum og auglýsend- um, sjáum ekki fram á það, að hægt sé að gefa blöðin út. Við lítum jafnframt svo á, að við þurfum eriga heimild frá verðlags- yfirvöldum til hækkunar. Það hefur hins vegar verið venja að senda verðlagsyfirvöldum tilkynn- ingu um fyrirhugaðar hækkanir, svo að þau fylgdust með verðlagi í landinu og viðbrögð verðlagsyfir- valda hafa yfirleitt verið, að þau sjá ekki ástæðu til afskipta af þessum málum. Hins vegar höfum við ekki sent beiðnir til verðlagsyf- irvalda og þess vegna hafa þau heldur ekki samþykkt eða heimil- að neinar hækkanir. Því er nú um afbrigðilega afgreiðslu yfirvalda að ræða. Við teljum, að blöðin njóti samkvæmt stjórnarskránni sérstakrar verndar, þar sem segir, að ekki megi leiða í lög neinar tálmanir fyrir prentfrelsi í land- inu. Eigi hins vegar að ákveða verð blaða þannig að þeim sé stefnt í hreinan taprekstur, sem leiða hlýtur til stöðvunar, þá er ekki lengur prentfrelsi í landinu. Það er sjónarmið okkar, að þegar skammta á blöðum verð, sem eru ekki niðurgreidd úr ríkissjóði og þau verði þar af leiðandi að stöðva útgáfu sína — þá sé vegið að prentfrelsinu í landinu." „Við höfum engan ríkisstyrk,“ sagði Hörður. „Hins vegar selur Vísir eins og öll önnur blöð ríkinu ákveðinn blaðafjölda. Þetta gildir um öll blöðin, þar með talið Dagblaðið. En styrki höfum við aldrei fengið og höfum aldrei óskað eftir þeim. Við viljum lifa án ríkisframfæris; það yrði ekkert líf fyrir slík blöð.“ Björn Þórhallsson, stjórnarfor- maður Dagblaðsins, sagði að til þess að blaðaútgefendur gætu haldið áfram útgáfunni, þyrftu þeir auðvitað að fá það verð, sem undir kostnaðinum stæði og þetta væri það verð og vissulega tæplega það. „Það getur verið“, sagði Björn, „að einhverjir, sem gefa út blöð, vilji reiða sig á það, að hið opinbera styrki þá nægilega til þess að þeir geti komið út biaði, en okkur finnst það ekki hægt. í fyrsta lagi viljum við ekki vera háðir stjórnvöldum eða hinu opinbera og einnig finnst okkur óeðlilegt að þeir, sem ekki kaupa blöðin, skuli látnir borga fyrir þau, sem yrði ef greiðslur almannafjár yrðu látnar standa undir rekstri blaðanna. Eðlilegast er, að verð blaðanna nægi til að kosta útgáf- una og þeir borgi, sem kaupa blöðin.“ „Ef þetta gengur ekki svona og okkur verður meinað að hafa það verð á blöðunum, sem þarf til þess að standa undir kostnaðinum er ekki um annað að ræða en hömlur á prentfrelsi. Slikt bannar 72. grein stjórnarskrárinnar. Þá er þess einnig að gæta, að það er skerðing á frelsi blaða, ef kosta á þau af því opinbera, en ekki af lesendum þeirra. Því eru fleiri en eitt atriði í þessu máli ákaflega ískyggileg. Það er því ljóst, að allt spil með vísitöluna kann ekki góðri lukku að stýra, sérstaklega þegar það er farið að brengla hlutlægt mat manna á staðreyndum," sagði Björn Þórhallsson að lokum, Á fundi verðlagsnefndar var hækkunin til dagblaðanna með- höndluð með eftirfarandi hætti: Annað mál á dagskrá fundarins var hækkunarbeiðni dagblaðanna í Reykjavík. „Verðlagsstjóri lagði fram erindi, sem honum hefur borizt frá dagblöðunum í Reykja- vík. Hann sagði að í erindinu væri óskað eftir heimild fyrir að mega hækka um 20% áskriftargjöld, lausasöluverð og auglýsingar. Verðlagsstjóri sagðist hafa við afgreiðslu á tveimur síðustu erind- um dagblaðanna lagt erindin fram fyrir nefndina án þess að gera tillögur um afgreiðslur og það mun hann gera einnig nú. Nokkrar umræður urðu um málið og komu þá fram tvær tillögur. Formaður lagði til að heimila blöðunum 10% hækkun á áskriftar og lausasöluverði, en 20% á auglýsingaverð, en Þorvarð- ur Elíasson lagði til að hækkunar- beiðnin væri látin afskiptalaus. Tillögumenn miðuðu báðir við að hækkunin tæki gildi frá 15. september 1978. Formaður bar fyrst upp tillögu Þorvarðar, þar sem hún gekk lengra. Tillagan var felld, fjögur atkvæði með en fimm atkvæði á móti. Þá bar formaður 64 SÍÐUR alþýðu blaöíö i 5HIW ' )0 uoÐvtum IfAGBUnrn SIMfgisblMi, h,,,, vertktMyflnilé 0% HÆKKJ^ f frjmlMi'

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.