Morgunblaðið - 04.10.1978, Síða 3

Morgunblaðið - 04.10.1978, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1978 3 Fjármálaráðuneytið vill fá ÁTVR einkasölu á gersveppum Viðskiptaráðuneytið telur lagaboð þurfa til að ákveða einkasölu á einni vörutegund Fjármálaráðuneytið hefur í bréfi til viðskiptaráðuneytisins lagt til að gersveppir til öl- og víngerðar verði teknir af frílista og að Afengis- og tóbaksversluninni verði fengið forræði um innflutning þeirra. Ætlun ráðuneytisins mun með þessu taka fyrir sölu á gersveppum til öl- og víngerðar. Þessi málaleitan hefur ekki fengið jákvæðar undirtektir í viðskipta- ráðuneytinu, þar sem það er álit manna að það eigi að vera Alþingis en ekki ráðuneytis að fela einum aðila einkasölu á einstökum inn- flutningsvörum. Fréttatilkynning fjármálaráðu- neytisins sem send var fjölmiðlum í gær er svohljóðandi: Fjármálaráðuneytið hefur í dag ritað viðskiptaráðuneytinu svofellt bréf: „Að undanförnu hefur verslun með hvers konar tæki til vín- og ölgerðar færst mjög í vöxt hér á landi svo og með efni til framleiðslu. Þótt gerð vínfanga verði vart við komið innan þeirra marka um áfengisstyrkleika sem íslensk lög heimila hafa eigi borið að þau tilvik er gefið hafa tilefni til beitingar ákvæða áfengis- laga gegn öl- og víngerðarmönnum. Um margra ára skeið var innflutn- ingur gersveppa í höndum Afengis- verslunar ríkisins og hafði Áfengis- verslunin þá á því forræði í hvaða formi gersveppir voru seldir almenn- ingi. Ráðuneytið telur þann verslun- armáta, sem nú er á öl- og víngerðarefni lítt viðunandi og að til bóta sé að innflutningur gersveppa komist aftur í hendur aðila, er eigi selja samhliða gersveppum efni og tæki til öl- og vínframleiðslu. Ráðuneytið leggur því til að viðskiptaráðuneytið taki gersveppi af frílista og afhendi Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins forræði á innflutningi þeirra. Hér er átt við: Gersveppi hvers konar af tegundinni saccharomyces cerevisiae,. ásamt afbrigðum (t.d. pressuger, perluger, ölger og vínger).“ Eftir þeim upplýsingum sem Mbl. tókst að afla í gær mun fjármála- ráðuneytið vilja takmarka innflutn- ing á gersveppum við blautger og perluger til baksturs. Af hálfu talsmanns fjármálaráðuneytisins var því neitað að ástæður fyrir þessum vilja ráðuneytisins væri sú að menn teldu sig hafa orðið vara við tekjutap ríkisins af völdum heima- bruggs heldur þætti mönnum verzl- unarhættir á öl- og víngerðarefnum orðnir óviðunandi — t.d. væru kaupmenn farnir að auglýsa að nú væri rétti tíminn að leggja í fyrir jólin. Þegar Mbl. grennslaðist fyrir um viðbrögð viðskiptaráðuneytisins við þessari tillögu fjármálaráðuneytis- ins fengust þau svör, að bréfið hefði borizt því um líkt leyti og fjöl- miðlum, þannig að eftir væri að taka það til nánari athugunar. Hins vegar sýndist mönnum í fljótu bragði, að enda þótt ráðuneytið gæti ákveðið hvaða vörutegundir skyldi taka af frílista, væri það varla á þess valdi að ákveða á hvaða vörutegundum skyldi vera einkasala heldur yrði löggjafinn, þ.e. Alþingi, að ákveða slíkt. Guttormur Einarsson, kaupmaður í Ámunni og umsvifamikill inn- flytjandi öl- og víngerðarefna, sagði í samtali við Mbl, að þessi fyrirætlun fjármálaráðuneytisins hefði lengi legið í loftinu en kvaðst hins vegar telja, að næði hún fram að ganga myndi það ekki hafa annað í för með sér en allur almenningur myndi sjálfur búa til gersveppi til heima- brúks, því að slíkt væri leikur einn og hér á landi væru til sérstök næringarefni í því skyni. Mikið hefð selzt af handbókum um öl- oi víngerð, þar sem aðferðum í þessi skyni væri nákvæmlega lýst, þannii að þekkingin væri víða fyrir hendi Þá væri einnig til sá möguleiki ai vinir eða ættingjar erlendis sendi gersveppi til landsins í pósti, því a< víðast hvar sem hann þekkti til vær ger auðfengin vara, enda öl- o( víngerð eitt vinsælasta tómstunda gamanið í mörgum nágrannalöndun okkar. upp sína tillögu þannig: Heimila skal dagblöðunum í Reykjavík að hækka áskriftargjöld í krónur 2.200 og lausasöluverð í krónur 110, en auglýsingaverð hækki samkvæmt beiðni blaðanna. Tillagan svohljóðandi var sam- þykkt með 5 atkvæðum gegn einu atkvæði. Hjá sátu: Einar Árnason, Stefán Jónsson og Baldur Guðlaugsson." Samkvæmt þessu hefur tillaga Þorvarðar Elíassonar verið felld með atkvæðum launþega og for- manns nefndarinnar, Björgvins Guðmundssonar, en fulltrúar vinnuveitenda studdu hana. Fulltrúar launþega sem sátu fundinn voru: Snorri Jónsson, Ásmundur Stefánsson, Haraldur Steinþórsson og Jón Sigurðsson, fyrrum formaður Sjómannasam- bands Islands. Georg Ólafsson verðlagsstjóri sagði er Morgunblaðið spurði um afstöðu verðlagsnefndar til hækkunar á verði dagblaða, að hann vildi ekki tjá sig um málið, en tillagan, sem verðlagsnefnd hefði samþykkt, hefði verið að heimila dagblöðunum í Reykjavík að hækka áskriftargjald í krónur 2.200 og lausasöluverð í krónur 110, en auglýsingaverð hækki samkvæmt beiðni blaðanna. Til- lagan var samþykkt með 5 atkvæð- um gegn einu og 3 sátu hjá. Morgunblaðið spurði Georg Ólafsson hvers vegn verðlagsyfir- völd hefðu aldrei afskipti af verðlagningu Vikunnar, Samúels og annarra timarita, sem gefin væru út. Hann kvað hækkun þessara blaða yfirleitt hafa verið látna afskiptalausa og þannig hafi það einnig oftast verið með dagblöðin. Væri það mjög sjald- ggeft, að gripið væri inn í verðlagn- ingu þeirra eins og nú hefði verið gert. Georg kvað blöðin ekki hafa verið afskipt, erindi þeirra hefði notið forgangs, þar sem fjölmarg- ar beiðnir hefðu verið afgreiddar þegar í verðlagsnefnd, en ekki hlotið fullgildingu. Hins vegar mætti ávallt deila um það, hvort hækkanir væru nægilegar. Þá sagði verðlagsstjóri, að ef teknar yrðu saman þær hækkanir, sem blöðin hefðu fengið að undan- förnu, væru þær vel umfram verðbólguna. Nefndi hann sem dæmi, að frá 13. apríl 1977 hefði verð blaðanna hækkað um 100%, en verðbólgan hefði á þessum tíma alls ekki verið svo mikil. Um mál Dagblaðsins og Vísis, sem hækkuðu um 20%, sagði Georg Ólafsson, að það væri i athugun og yrðu gerðar viðeigandi ráðstafanir vegna þess. Fjölmiðlar jákvæðir gagnvart þrýstihópum? IIÖSKULDUR Jónsson, ráðu neytisstjóri í fjármálaráðuneyt- inu varpar fram þeirri spurningu varðandi viðskipti ríkisvaldsins og hinna aðskiljanlegu þrýsti- hópa í þjóðfélaginu. að það virtist einkennandi. að hvaða hópur sem væri fengi ótrúlega miklar og jákvæðar undirtektir hjá fjöl- miðlum. Þetta segir ráðuncytis- stjóri í fréttaviðtali, sem birt er á bls. 19 í hlaðinu í dag. Höskuldur segir: „Mér kæmi ekki á óvart að annars staðar en hér, og þá á ég sérstaklega við hin Norðurlöndin, tækju fjölmiðlarnir hart á hreyfingum einstakra hópa í þessa veru, þ.e. að nota aðstöðu sína til að knýja fram verulegar kjarabætur milli samninga, því að raunverulega eru þeir einungis með því að seilast ofan í vasa samborgara sinna — taka það sem heildinni er ætlað og fá forskot á sæluna, því að sjálfsögðu munu þeir síðan taka undir allar sömu almennu kröfur heildarsamtak- anna í næstu kjarasamningum." Kindakjöt: Læri og hrygg- ir fluttir til Luxemborgar í síðustu viku voru flutt til Luxemborgar dilkalæri og hryggir eða alls 6000 kíló og var þetta flutt flugleiðis. Er þarna um að ræða tilraunasendingu, sem fór til sölu hjá kjörbúðakeðjúnni Cogel. Að sögn Jóns Björnssonar hjá Markaðsnefnd landbúnaðarins líkaði þessi sending vel og voru menn úti ánægðir með gæði kjötsins. Verðið, sem þarna fæst fyrir kjötið er að sögn Jóns heldur betra en fæst fyrir dilkakjöt, sem nú er almennt flutt út og er nú verið að kanna möguleika á framhaldi þessa útflutnings. INNLENT Colgate MFP f luor tannkrem herðir tennurnar og ver þær skemmdum Colgate MFP fluor tannkrem er reyndasta tannkremið á markaðnum. Þúsundir barna um víða veröld hafa um árabil verið þáttakendur i visindalegri Colgate-prófun og hefur hun ótvirætt sannað að Colgate MFP fluor tann- krem herðir glerung tannanna viðÞverja burstun, þannig að tennurnar verða sífellt sterkari og skemmast síður. Þess vegna velja milljónir foreldra um heim allan Colgate MFP fluor tannkrem handa börnum sinum. 1. Colgate MFP fluor gengur inn i glerunginn og herðir hann 2. Þess vegna verður glerungurinn sterkari Og börnunum likar bragðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.