Morgunblaðið - 04.10.1978, Page 5

Morgunblaðið - 04.10.1978, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1978 5 Búist við 15-20 þus- und þáttakendum í f>Tsta skólaskákmótinu UNDANFARIÐ hefur verið í undirbúninKÍ framkvæmd sam- ræmdra skólaskákmóta í öllum Krunnskólum landsins. en á síðasta aðalfundi Skáksambands íslands, var samþykkt tillasa um þetta efni frá Skáksambandi Suðurlands. Nefnd sú sem sett var á laggirnar til að semja reglugerð fyrir keppnina, undir formennsku dr. Ingimars Jónssonar, hefur nú skilað áliti, sem hlotið hefur staðfestingu stjórnar Skáksam- bands íslands og verið kynnt menntamálaráðuneytinu. í stórum dráttum er þar gert ráð fyrir að sérstakt skólaskákmót verði haldið í öllum grunnskólum landsins eða í 210 skólum. í keppninni skal nemendum skipt í 2 flokka. í yngra flokki, 7—12 ára, keppa nemendur í 1.—6. bekk, en í eldra flokki 13—16 ára, nemendur í 7.-9. bekk. Alls geta skólaskák- mótin orðið 183 í barnaflokki og 132 í unglingaflokki. Keppnin skiptist í: a) skólamót. þar sem keppt er um titilinn skólaskák- meistari viðkomandi skóla. b) sýslumót/kaupstaðamót, sem í keppa skákmeistarar skólanna innan hverrar sýslu og í hvorum flokki um titilinn sýslu- eða kaupstaðarmeistari í skólaskák. c) kjördæmamót, sem í keppa 2 efstu menn hvérrar sýslu eða kaupstað- ar í viðkomandi kjördæmi, um titilinn kjördæmismeistari í skóla- skák. d) Landsmót. þar sem skólaskákmeistarar kjördæmanna keppa og 2 frá Reykjavík, um titilinn Skólaskákmeistari íslands í hvorum flokki fyrir sig. Alls geta skakmótin orðið 349 talsins, 315 skólamót, 25 sýslu- eða kaupstaðamót, 8 kjördæmamót og 1 landsmót. Þátttakendur gætu hæglega orðið á bilinu 15—20 þúsund. Er því hér um að ræða stærstu skákkeppni, sem skipulögð hefur verið hér á landi og þó víðar væri leitað. Skáksamband Islands hefur yfirumsjón með keppninni, en einstök svæðasambönd, taflfélög eða aðrir aðilar munu annast framkvæmd mótanna á tilteknum svæðum. SI sér um framkvæmd landsmótsins. Útbúin hafa verið sérstök verðlaunaskjöl fyrir sigur- vegarana í einstökum rúótum, sem Erlendur Magnússon, kennari á Hvolsvelli, hefur gert, en hann hefur tekið að sér að vera aðalumsjónarmaður skólaskák- keppninnar. > > < Inuunn; ihríitt < <K<iK < n9 íruinb'ir- < Merki mótsins. Dr. Jakob Jónsson: Hálf milljón til Hall- grímskirkju í Reykjavík Fyrir skömmu voru mjer afhentar fimm hundruð þúsund krónur, er jeg var beðinn að fá gjaldkera Hallgrímskirkju í Reykjavík, að gjöf til kirkjunnar. Þessi beiðni rifjaði upp fyrir mjer ótalmörg ánægjuleg atvik frá liðnum áratugum, og jeg sá fyrir mjer þá vinsemd, sem þjóðin hefir borið í brjósti til þessarar kirkju. Jeg man þá tíð, að Hallgríms- söfnuður hafði ekki þak yfir höfuðið, og mikið varð út undan af því sem prestana langaði að framkvæma. Hvergi var fastur bústaður fyrir kirkjulegt starf í hinu nýja prestakalli. Jeg hugsa einnig til þeirrar starfsemi, sem smám saman gat farið fram, eftir að lítið brot af kirkjunni var komið upp og orðið nothæft. Kvenfjelagsstarf, æskulýðsstarf, kirkjukvöld, þar sem sumir af merkustu fvrirlesurum fluttu mál sitt og afburða söngvarar og leikarar tóku þátt í menningar- starfi á vegum kirkjunnar. Enn- fremur guðfræðileg námskeið. Hjer var um að ræða margt fleira en messurnar einar á helgum dögum. Yfir mörgu er ástæða til að gleðjast. Þó að kirkjubygging- unni hafi þokað hægt áfram, hefir aldrei verið gefist upp, og jafnan horft fram á við. En því er ekki að leyna, að stundum hefir gætt misskilnings gagnvart Hallgríms- kirkju. Mörgum hefir þótt hún of stór. En sjálfur er jeg sannfærður um, að einhvern tíma verður kvartað yfir því, að Hallgríms- kirkja sje ekki nógu stór. Nýlega sá jeg grein í blaði um nýtingu húsa, og var þar margt skynsam- lega sagt, sem jeg fyrir mitt leyti get vel fallist á. Með greininni var mynd af Hallgrímskirkju. Og þá kom mjer til hugar, hversu gaman verði að lifa, þegar kirkjan verði fullbyggð og nýting hennar svo sem vinir hennar hafa jafnan þráð og dreymt um. Jeg nefni hjer aðeins eitt átriði, hina kirkjulegu sönglist. Dr. Páll ísólfsson, Dr. Róbert A. Ottósson, Ingólfur Guðbrandsson og fleiri athafna- menn á því sviði hafa látið í ljósi þá von að Hallgrímskirkja' myndi á sínum tíma verða framúrskar- andi „sönghús", sem geti veitt aðstöðu til flutnings hinna mestu kirkjulegu tónsmíða, sem völ er á. — Þetta er draumur fjölmargra meðal tónlistarmanna okkar. Jeg vona, að draumurinn eigi eftir að rætast, og „nýtingin“ verði í samræmi við það. I upphafi þessara orða minntist jeg á höfðinglega gjöf til kirkjunnar, en þessi gjöf vekur ekki aðeins minningar, heldur og vonir — því sendi jeg þessar línur frá mjer — bæði sem þakkarorð til gefandans og einnig til einlægrar og ákveðinnar hvatningar til allra, sem vilja vinna að því, að bygging- unni verði lokið sem fyrst, — til kirkjulegs starfs í þrengri merkingu og til tónlistariðkunar um komandi aldir. Jeg beini orðum mínum þess vegna ekki aðeins til safnaðarins, heldur til almennings, og ekki sízt til tón- listarfólksins í landinu í heild. Gaman væri, ef sá hópur vildi gera eitthvað alveg sjerstakt til að ýta undir verkið. I þeirri „litlu“ kirkju og samkomusal, sem Hallgríms- söfnuður hefir haft yfir að ráða, hefi jeg heyrt marga snillinga leika og syngja, og jeg vona, að sá tími sje ekki langt undan, að unnt verði að heyra tónsnillinga íslands innan þeirra veggja, sem víðari verða og undir hærra þaki. Engin hætta á öðru en að nýtingin verði góð. Kannski það eigi eftir að koma upp úr dúrnum, að Hallgrímskirkja sje of lítil. Meö vinsemd. Jakoh Jónsson fyrrv. prestur við Ilallgrímskirkju. Sjálfstæðisflokkur: Ráðstefna um verka- lýðsmál á Hellu Ákveðið hefur verið að halda ráðstefnu á vegum Verkalýðs- ráðs Sjálfstæðisflokksins laugardag og sunnudag 14. og 15. október n.k. í Verkalýðshúsinu, Hellu. Ráðstefnan hefst á laugardag- inn 14. október kl. 14:00 með ávarpi fornianns Verkalýðsráðs, Gunnars Helgasonar. Famsögur verða m.a. um: Sjálfstæðisflokkurinn og launþegasamtökin. Framsögumenn: Bjarni Jakobsson, formaður Iðju, og Pétur Sigurðsson, varaformaður Verkalýðsráðs. Atvinnumál Framsögumenn: Kristján Ottósson, formaður Félags blikksmiða, og Sigurður Óskars- son, framkvæmdastjóri verka- lýðsfélaganna í Rangárvallasýslu. Kaup- og kjaramál Framsögumenn: Hersir Odds- son, varaformaður B.S.R.B., og Magnús L. Sveinsson, varafor- maður V.R. Vinstri stjórnin og skattamálin Framsögumaður: Guðmundur H. Garðarsson, formaður V.R. Umræðuhópar munu starfa fyrir hádegi á sunnudag, en ráðstefnunni verður fram haldið kl. 13.30 þar sem lagðar verða fram ályktanir umræðuhópanna til umræðu og afgreiðslu. Á sunnudag mun formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímsson, flytja ávarp. Nauðsynlegt er vegna undir- búnings (gisting o.fl.) að til- kynna þátttöku í síðasta lagi 10. október n.k. til skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins, sími 82398 — 82900. (Fréttatilkynning) sími: 27211 Allir kjólar verzlunarinnar á stórlækkuðu verði í dag og næstu daga ★ Vinnukjólar frá 3.900 kr. ★ Sparikjólar frá 7.500 kr. ★ Síðir kjólar frá 9.900 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.