Morgunblaðið - 04.10.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.10.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKJJDAGUR 4. OKTÓBER 1978 Myndllst eftirVALTY PÉTURSSON Snorri Arinbjarnar var málari af guðí náö. Þannig hefst formáli í sýningarskrá, er Dr. Selma Jóns- dóttir hefur ritað í tilefni yfirlits- sýningar Snorra, sem nú stendur í Listasafni íslands. Um þessa fullyrðinga Dr. Selmu verður ekki deilt. Allir þeir, sem þekkja verk þessa sérstæða málara, hljóta að gera sér ljóst, að hér hefur naglinn verið hittur á höfuðið. Því er það einnig óumdeilanlegt, að slík sýning sem nú er á verkum Snorra í Listasafni íslands er með meiri háttar viðburðum í íslensku menn- ingarlífi. Hin fræga Gertrude Stein segir í einni af frægari bókum sínum PARIS, FRANCE: „Á árunum 1900 til 1939 gerði mannkynið verulega tilraun til að verða siðmenntað". Einmitt á þessum tíma verður Snorri Arinbjarnar til sem málari, og list hans mótast í þann farveg, er hún náði endanleg- um þroska í. Það, sem einkenndi allt viðhorf Snorra til myndgerð- ar, er enn í fullugildi og hefur verið um langan aldur. Þrátt fyrir sviptingar og stílbragðastyrjaldir hefur undirstaða góðs málverks haldist óbreytt, frá því menn fóru að rista myndir í hellum sínum fram til okkar tíma. Það er þetta, sem engin hugtök né orð fá útskýrt. Dulúð og kraftur, sem þeir einir sjá og heyra, sem útvaldir eru til skilnings á því sviði, sem um er að ræða í hvert skipti fyrir sig. Ég hef þá barna- legu trú, að þessi skilningur eigi sér rætur í öllu fólki, en sé aðeins mismunandi þroskaður meðal manna, og þannig hafi sumir ræktað garð sinn vel, en aðrir látið illgresið hafa yfirhöndina. En allt tekur þetta tíma, og Hfið er stutt. Því er það ekki sennilega eðlilegt, að Snorri Arinbjarnar var mörg- um óskiljanlegur á sínum tíma, sem ekki er langt undan, en nú efast engir, sem myndlist þekkja, um að hann var snillingur. Ef fólk er í vafa um þessa fullyrðingu og álítur, að ég noti aðeins stóru orðin, þá þarf ekki annað en leggja leið sína í listasafn íslands og skoða þá merkilegu sýningu, sem þar hangir um þessar mundir. Snorri Arinbjarnar varð ekki gamall maður. Hann náði ekki sextugu, en þegar litið er yfir lífsstarf hans og tekið er tillit til umhverfisins, er hann lifði í, verður maður steini lostinn yfir snilld hans og áræði. Kreppuárin voru enginn dans á rósum, Reykja- vík var ekki sú, sem hún er nú. Lífsöryggi þegnanna var óþekkt hugtak, og það var langt til annarra landa, þar sem Gertrude Stein reit þá setningu, er ég hafði eftir henni hér að ofan. Samferða- mönnum Snorra hefur nú fækkað, svo aðeins örfáir af hans kynslóð eru enn starfandi listamenn meðal okkar. En maður kemur í manns stað, og gaman hefði verið að hafa Snorra virkan og nálægan í þeim umbrotum og sýningarfargani, sem færist í aukana með hverju árinu, sem líður. Hvar í röðum hann hefði staðið? Enginn vafi. Þar sem málverkið er látið sitja í fyrirrúmi og hvergi annars staðar. Upplag hans og eðli var svo nátengt málverkinu, að hann fyrirleit fúsk og sprang í allar áttir, og hann var hvergi hræddur um að missa af strætó og dagá uppi í list sinni. -Til þess vissi Snorri of vel, hvað hann var að gera og þurfti ekki á neinum skrípaleik að halda. Snorri var málari af guðs náð. Þegar litið er til baka og rennt augum yfir ástandið á kreppuár- unum, verður ekki hjá því komist að dást að, hve margir listamenn voru þá starfandi hér í landinu. Á þeim tímum, er þjóðin var svo fátæk og lítilmegnug, að raunveru- lega hefði mátt ætla, að list gæti ekki þróast með henni. En einmitt þá, sýnist manni nú, að skapaðir hafi verið margir mestu dýrgripir í listum síðari tíma. Og Snorri Póstskipið kemur (nr. 18). Yfirlitssýning á verk- um Snorra Arinbjarnar Arinbjarnar á vissulega sinn þátt í unar þarf, og ekki nóg með það, þeirri þróun. Nú eru íslendingar heldur er þetta framið í nafni með efnuðu þjóðum heims, en þá réttlætis og sósíalisma. Með öðr- bregður svo einkennilega við, að um orðum, svo er nú komið í fóti er brugðið fyrir skapandi listir góðærunum hjá okkur, að lista- með því að leggja lúxusskatta á menn landsins (Breiðu bökin) eru flest, ef ekki allt, sem til listsköp- látnir borga brúsann af rekstrar- Sjálfsmynd (nr. 42). í Vesturbænum (nr. 73). halla frystihúsa hér og þar um landsbyggðina. Eg veit, að Snorri heitinn Arinbjarnar reiðist mér ekki við þess athugasemd, en hún kemur óhjákvæmilega upp í huga mér er rennt er augum yfir þau verk, er hann skóp á þeim árum þegar lítið sem ekkert var um fjármuni í þessum hluta Dana- veldis. Nú erum við fullvalda ríki og berumst á meðal þjóða, en hvílíkur munur á tilveru lista- manna. Ég trúi því ekki, að listamenn okkar séu svo pólitískt þrúgaðir, að Bandalag þeirra rísi ekki upp og mótmæli. Það hefði Snorri Arinbjarnar gert. Ekki meira um það, snúum okkur heldur að sýningu Snorra. í list Snorra Arinbjarnar eru mjög greinileg þáttaskil, sem eðlilegt er. Fyrstu myndir hans eru gerðar hér heima, og þá virðist Þórarinn B. Þorláksson hefa verið fyrirmynd þessa unga manns. Síðar liggur leið Snorra til út- landa, og þá má enn sjá, hvernig hann verður fyrir áhrifum og hvernig list hans þróast stig af stigi, en við skulum heldur ekki ganga framhjá þeim augljósa sannleik, að hvernig sem Snorri þróast á listabrautinni, er hann alltaf samur við sig. Hin sterka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.