Morgunblaðið - 04.10.1978, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 04.10.1978, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1978 11 Skæruliðar sprengdu brú Zimbabwe Times bannað tilfinning fyrir formi og mynd- byggingu, að ekki sé minnst á hina sérstöku litsjón hans, fylgir hon- um í öllum hans verkum, hvort heldur um yngri eða eldri verk er að ræða. Einmitt í þessum atriðum finnum við hina sérstæðu ásjón listamannsins, og það gildir einu, hvort hann handfjatlar olíuliti eða vatnsliti. Vatnslitameðferð Snorra er svo einstæð, að ég þekki engan málara, hvorki hérlendan né erlendan, sem hefur farið eins með það efni, enda hefur Snorri gert sum af sínum allra bestu verkum einmitt í vatnslitum. Það er mjög merkilegt, að Snorri skuli hafa gert sínar vatnslitamyndir á sama tima og Asgrímur Jónsson gerði sín verk. Svo ólíkir eru þessir ágætis málarar á þessu sviði, að varla verða greind nokkur tengsl. Það er heldur ekki hlaupið að því að gera upp á milli þessara tveggja málara á þessu sviði. Báðir hafa mikið til síns máls. Mörgum af þessum myndum Snorra verður ekki öðruvísi lýst en, að þær séu hreinustu perlur. Snorri málaði alla tíð mikið í olíulitum og vann stundum verk sín árum saman. Meðferð hans á þessu efni er engu minna sérstæð en meðferð hans á vatnslitum. A yngri árum málar Snorri yfirleitt mjög þunnt, og það er engu líkara en að myndgerðin leiki í höndum hans, en með árunum breytist þetta, og Snorri verður bæði vandlátari og strangari í mynd- byggingu sinni, hreinsar smámuni burtu, en byggir þess hnitmiðaðri hluti í myndflötinn. Seinustu árin var hann farinn að mála abstrakt, en þá var heilsa hans einnig farin að gera honum lífið erfiðara og ég efast um, hvort geta hans og hæfileikar fengu notið sín sem skyldi vegna þess. Mestum árangri held ég, að Snorri hafi náð á miðjum aldri, og þó er hvergi auðvelt að gera sér ákveðna skoðun um það. Svo vönduð og örugg eru vinnubrögð Snorra á öllum tímum, að einkamat hlýtur að ráða hvað verður ofaná í hvert skipti, hvernig verk þessa merka málara verða tíunduð. Eg hef stundum áður drepið niður penna í tilefni listar Snorra Arinbjarnar og hef raunverulega engu þar við að bæta. Þessi sýning á verkum Snorra er sérlega vel valin að mínum dómi og vönduð í alla staði. Hún er Listasafni Islands til mikils sóma, og væri vel, ef safnið þess gæti gert mér af slíku. Ekki má gleyma þeim mikla fjársjóði sem Helgi Þorvarðarson hefur ákveðið að færa Listasafni Islands að gjöf. Hann var giftur systur Snorra, og þau hjón höfðu ákveðið fyrir andlát hennar, að Listasafnið fengi verk Snorra úr þejrra eigu eftir þeirra dag. Þetta er önnur stórgjöfin, sem safninu berst á skömmum tíma; hin var frá Van Welde, hinum hollenska. Við þessar.gjafir verður safnið enn auðugra en áður var, og má þjóðin vel við una og ætti að þakka þessum tveim heiðursmönnum vel fyrir. Það er fjöldi verka á þessari sýningu Snorra Arinbjarnar, sem ætti skilið sérstaka umfjötlun, en ég fer ekki út í þá sálma hér. Þetta lesmál er orðið æði langt, og þó hefur ekki verið sagt nema af og á um þessa merkilegu hluti. Það er ágætur formáli um Snorra og list hans í Sýningarskrá, sem Dr. Selma Jónsdóttir hefur skrif- að. Þar eru einnig nokkrar myndir í litum, og er þetta mjög eigulegur hlutur. Eg vil að lokum þakka fyrir þessa sýningu og fúslega skal það játað, að ég hef af henni haft mikið gagn og gaman. Það er því mín hjartans ósk, að sem flestir fái að njóta þessara verka Snorra Arinbjarnar, sem safnað hefur verið saman úr öllum áttum, og er ekki vitað, hvenær næst gefst tækifæri til að sjá svo merka sýningu á verkum Snorra. Ég þekkti Snorra ArÍnbjarnar það vel hér á dögunum, að ég er fullviss um, að hann hefði veriö ánægður með þessa sýningu oghefði átt það skilið að sjá hana með eigin augum. Salisbury — 2. október. Reuter. SKÆRULIÐAR hafa sprengt í loft upp brú á þjóðveginum, sem er helzta samgönguleiðin milli Salis- bury og Suður-Afríku. Þessi leið er nokkurs konar lífæð þar sem Rhodesíumenn eiga ekki land að sjó, auk þess sem hvítir íbúar landsins telja að hér sé um að ræða mikilvæga undankomuleið ef n esynlegt verði að leggja skyndilega á flótta. Stjórn Ian Smiths hefur bannað útkomu Zimbabwe Times, eina dagblaðsins í landinu, sem er undir stjórn blökkumanna. Blaðið hefur að undanförnu haft uppi háværar kröfur um að bráða- birgðastjórnin i landinu taki upp samningaviðræður við skæruliða Þjóðernisfylkingarinnar, og hefur það þótt draga mjög taum Joshua Nkomos. Stjórn Smiths hefur ekki gefið ástæður fyrir útgáfubann- inu, aðrar en þær að almenningi í landinu stafi hætta af því. Al'UI.VSISOASÍMINN ER: ^22480 J IWoreunblntiiíi Stórútsala og verksmiðjútsala Karnabæjar og Belgjagerðarinnar stendur sem hsest í kjallara lönaöarmannahússins Hallveigarstíg 1. Adeins dagar eftir Allt á að seljast ... og nú lækka verðin stórkostlega mikill afsláttur □ Pólar úlpur, barna- unglinga- fullorðinna. □ Anorakkar barna- unglinga- fulloröinna. □ Sloppar kemputeppi, □ Kerrupokar □ Stórkostlegt úrval af alls konar efnum. □ Kakhi buxur □ Terylenebuxur □ Herraskyrtur □ Dömupeysur □ Dömudragtir □ Tweed pils □ Kjólar □ Bolir □ Mussur □ Flauelsbuxur □ Deminbuxur □ Dömublússur □ Dömujakkar □ Mittisjakkar □ PilsD Herrajakkaföt m. vesti □ Dress. □ HerrajakkarD o.m.fl. o.m.fl. Hljómplöturyd teknar fram í dag Þessa útsölu er ekki hægt aó láta fram hjá sér fara á fiessum síðustu og versfu tímum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.