Morgunblaðið - 04.10.1978, Side 12

Morgunblaðið - 04.10.1978, Side 12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1978 12 / AUKAÞING Sambands ungra sjálfstæðismanna var haldið á Þingvöllum um síðustu helgi. Nær 150 Rætt við full- Ýl*Ú cL á Sl JS-bÍnÖl ^u,,tr^ar Vl^s ve9ar aö af landinu sóttu þingið og er •r* ® hér á síðunni rætt við nokkra Þingfulltrúa. Pétur SÍKurðsson Ríkisstjórnin er andstœð láglaunafólki PÉTUR SÍKurðsson frá ísafirði var fyrst spurður um álit sitt á efnahaKsaðgerðum ríkis- stjórnarinnar. Hann sagði, að þegar á allt væri litið, væri vinstri stjórnin byKKÖ á tiltölu- lega veikum Krunni. Hún reyndi auðsjáanlejja ekki að brúa bilið milli þeirra hærra launuðu annars ve«ar op hinna sem verr eru settir. Fráleitt væri, að láta menn Kreiða allt upp í 70% skatta og með slíku væri svo sannarlega verið að refsa þeim hópi fólks, sem lagt hefði á sig mikla vinnu og erfiði. Pétur lýsti furðu sinni á, hversu auðfáanlegur Framsóknar- flokkurinn væri í hvers konar ríkisstjórnir og merkti það mjög óákveðna stefnu. Pétur Sigurðs- son kvað Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarandstöðu þurfa sýna festu og ábyrgð, ennfremur að beita sér fyrir, að dregið verði úr ríkisbákninu. Pétur kvað starfsemi SUS vera öfluga og leggja bæri áherzlu á að félög ungra sjálfstæðismanna úti um land væru í góðum tengslum hvert við annað því slíkt hlyti að vera forsenda árangursríks starfs Sjálfstæðisflokksins í framtíðinni. Guðmundur bórðarson Varaformaður flokksins sé kosinn utan þingliðsins „ÞAÐ verkefni, sem mest er aðkaliandi fyrir SUS nú er að ná til unga fólksins í landinu og byggja upp starfið á lands- byggðinni. Við þurfum'einnig að auka upplýsingastreymi milli félaga víðs vegar á landinu. Varðandi þetta þing hefði ég gjarnan kosið að þingfulltrúar hefðu verið virkari," sagði Guðmundur Þórðarson frá Isa- firði. „Ég tel að eins og málum er háttað nú sé flokknum best borgið undir forystu Geirs Hallgrímssonar en varðandi embætti varaformanns flokks- ins tel ég að hann eigi að kjósa utan þingliðsins, þannig að hann geti leitt flokksstarfið, þegar flokkurinn er í stjórn. Einnig tel ég óeðlilegt að formaður eða varaformaður flokksins sé jafnframt formaður þingflokks flokksins. Vel getur hugsast að einnig sé rétt að framkvæmdastjóri þingflokks- ins ætti einnig að vera maður utan þingliðsins. Ég held að það sé almennt viðhorf ungra sjálfstæðismanna að þeir vilji yngja upp forystu- liðið, við viljum nýtt blóð og nýjar hugmyndir. Um það hvort landsfund eigi að halda fyrr en hann á að vera samkvæmt lögum flokksins, vil ég aðeins segja það að ég tel ekki að það eigi að flana að neinu í þessu sambandi enda mun litlu breyta hvort við höldum landsfund saman í byrjun árs eða að vori,“ sagði Guðmundur. Thomas MöIIcr X Island að verða eitt miðstgrð- asta land hins vestrœna heims THOMAS Möller frá Reykjavík sagði efnahagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar ekki vera lækn- ingu á sjúku efnahagskerfi. Þjóðin væri þegar byrjuð að vantreysta vinstri stjórninni og undirbúa sig fyrir næstu verð- hækkunarskriðu. Breytingar mættu ekki verða breytinganna vegna heldur yrðu þær að hafa tilgang; í þessu tilfeili að leysa vandann í efnahagslífinu. Thomas sagði, að að sínu áliti væri þjóðin orðin vön tilvist verðbólgunnar og hagaði sér í samræmi við það. Bezt kæmi það í ljós þegar fólk teldi sig græða á verðbólgunni sem væri rangt ef litið væri á þjóðarheild- ina til lengri tíma. Ef þjóðin bæri ekki traust til gjaldmiðils væri efnahagslífinu vissulega hætta búin. Varðandi Sjálf- stæðisflokkinn í stjórnarand- stöðu taldi Thomas, að vinstri stjórninni yrði að veita sérstakt aðhald og standa á verði gegn aukinni miðstýringu á hagkerfi og stjórnkerfi landsins. Island væri að verða eitt miðstýrðasta land hins vestræna heims og afskipti ríkisvaldsins af athafnalífinu og einstaklingnum væru þegar of mikil. Leggja yrði sérstaka áherzlu á frjálsara efnahagskerfi með frjálsri verð- myndun á öllum mörkuðum. Thomas Möller kvað þetta fyrsta SUS-þingið sitt og væri það mjög gagnlegt að kýnnast mönnum og málefnum. Nauðsynlegt væri, að sú mikla vinna er hér hefði verið innt af hendi yrði ekki til einskis og niðurstöðum þingsins því komið á framfæri og þær kynntar rækilega. Guðlaug Sigurðardóttir Sjálfstœðis- flokkurinn standi vörð um einstaklinginn Guðlaug Sigurðardóttir frá Akureyri kvaðst hafa vantrú á, að efnahagsaðgerðir ríkisstjórn- arinnár bæru árangur. Yfirlýst hugsanleg afskipti ríkisvaldsins af innflutningi væru fáránleg og til þess eins að ganga á athafna- frelsi einstaklingsins. Iiina stórkostlegu aukningu skatta taldi Guðlaug koma ranglátlega niður á þeim er mest leggðu á sig. Athyglisvert væri, að Alþýðubandalagið bakkaði með slagorðið „ísland úr NATO — herinn burt“ til þess eins að komast í ráðherrastóla. Guðlaug kvaðst vona að Sjálfstæðis- flokkurinn yrði málefnalegur í stjórnarandstöðu og stæði vörð um einstaklinginn, en málefna- samningur ríkisstjórnarinnar benti til, að ætlunin væri að auka miðstýringuna í stjórn landsins. SUS-þingið kvaðst hún telja vel heppnað enda fjöl- mennt. Vonandi væri, að niður- stöður þess yrðu gaumgæfilega athugaðar á næstunni. Árni Þórðarson x Ottast að vinstri stjórnin geri atlögu að einstaklingnum Árni Þórðarson frá Siglufirði kvaðst hafa litla trú á, að efnahagsaðgerðirnar yrðu árangursríkar. Sjálfstæðis- flokkurinn hefði á sínum tíma bent á aðsteðjandi vandamál en of sterkir og misnotaðir þrýsti- hópar hefðu stöðugt gert hvað þeir gátu til að gera ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins erfitt fyrir. Augljóst væri, að engu máli skipti hvaða ríkisstjórn sæti að völdum við slíkar aðstæður — ávallt yrði erfitt að stjórna. Árni taldi, að með óhóflegri skattheimtu væri verið að refsa þeim sem duglegastir væru að bjarga sér. I stjórnarandstöðu þyrfti Sjálfstæðisflokkurinn að standa sérstakan vörð um lýð- ræðið og athafnafrelsi einstakl- ingsins. Hann kvaðst óttast, að vinstri stjórnin myndi gera atlögu að einstaklingnum. Árni kvaðst ánægður með þingið, hér hefði verið mikið unnið en það væri ekki nóg, niðurstöðum þingsins þyrfti að fylgja eftir. Guðmundur Lúðvíksson Sveit forystunnar verði breikkuð „Við ungir sjálfstæðismenn verðum að vera ferskir og með ferskar hugmyndir. Enginn hef- ur getað skýrt út af hverju ósigrar flokksins stafaði en ég held þó að það, sem skipti mestu, sé að við höldum okkur fast við stefnuna. Sem dæmi um stefnumál, sem við þurfum að leggja áherzlu á, eru vegamálin og taka þau mál fastari tökum, því þar er um að ræða mála- flokk, sem varðar hvern einasta landsmann," sagði Guðmundur Lúðvíksson frá Seyðisfirði. „Þú spyrð hver sé afstaða mín til flokksforystunnar, sem svo mjög hafi verið deilt um að undanförnu. Þetta er erfið spurning en ég held að forystu- vandamálið verði ekki leyst nema með örari skiptum í forystuliðinu og einnig að sveit forystunnar verði breikkuð. Ég vil í þessu sambandi taka fram að við landsbyggðarmenn viljum ekki skipta okkur af þeim flokkadráttum, sem lita flokks- starfið í Reykjavík. Við lands- byggðarmenn viljum halda okk- ur við stefnuatriði," sagði Guð- mundur. Sverrir Bernhöft. Landsfundur verði eins fljótt og auðið er „Það sem ég sakna á þessu þingi er meiri sóknarhugur, fleira fólk og minna karp um menn en slíkt mun ekki leiða okkur til sigurs. Við þurfum að skapa vakningu sem mun leiða okkur til sigurs en til þess að svo megi verða þurfum við að útfæra stefnuna vel, fylgja henni eftir og þá mun ekki standa á ungu fólki að kjósa okkur," sagði Sverrir Bernhöft frá Reykjavík. „Eg tel að það breytist í sjálfu sér ekki margt þó við breytum um forystu í flokknum ef flokksstarfið breytist ekki neitt. Málið er að við höfum ekki fylgt stefnunni eftir enda kom það á daginn að kosningasigur krata var byggður á okkar stefnu. Þegar áföll verða verðum við að spyrja okkur hvaðan komu þau atkvæði sem við fengum og hverjir fóru frá okkur. Einnig- verðum við að gera upp við okkur, hvort líklegt sé að við vinnum stóra kosningasigra með sömu forystumönnum. Ég tel að það sé höfuðatriði að landsfundur verði haldinn eins fljótt og auðið er þannig að tryggt sé að iandsfundur verði haldinn fyrir kosningar, sem kunna að verða að vori kom- anda. Nú er það ljóst að ungu kratarnir setja kjördæmamálið á oddinn og ýmislegt annað bendir einnig til að ríkisstjórn sú, sem nú situr, sé ekki líkleg til að sitja út kjörtímabilið. Við sjálfstæðismenn verðum því að vera í viðbragðsstöðu," sagði Sverrir. óðinn Sigþórsson Rjúfa verður sam- bandsleysi milli forystu fíokksins og kjósenda hans „Ég er ekki ánægður með störf þingsins að því leyti að mér finnst við vera um of bundnir við að semja ályktanir en við höfum oft áður komið fram með tillögur án þess að þær hafi fengið hljómgrunn hjá flokksforystunni," sagði Óðinn Sigþórsson í Einarsnesi í Borgarfirði. „Brýnasta verkefni SUS nú er að samtökin vinni sér fastari sess innan flokksins. Einnig þurfum við ungir sjálfstæðis- menn að veita þingmönnum flokksins meira aðhald og að sjá til þess að það sambandsleysi, sem nú ríkir milli forystu flokksins og hins almenna kjós- anda hans sé rofið. Þá vil ég að það komi skýrt fram að ég tel að það verði flokknum síst til framdráttar að þingmenn flokksins kalli unga sjálfstæðis- menn sperrileggi. Ég tel að það hafi verið rangt af flokksforystunni að taka ekki tillit til óska fjölmargra flokks- manna um að halda landsfund í haust vegna úrslita kosning- anna í vor. Staða flokksforyst- unnar er veik bæði gagnvart flokknum inn á við og gagnvart hinum almenna kjósanda og þess vegna verður forysta flokksins að fá umboð sitt endurnýjað en það kæmi tvímælalaust til með að styrkja flokkinn í heild. Um þær raddir sem heyrst hafa að við sjálf- stæðismenn eigum ekki menn til að takast á hendur forystu vil ég segja að þá et eitthvað meir en lítið að,“ sagði Óðinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.