Morgunblaðið - 04.10.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.10.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1978 Fimm seldu í Þýzka- landi og einn í Bretlandi SEX íslenzk fiskiskip seldu í erlendum höfnum í gær, fimm í Þýzkalandi og eitt í Bretlandi. Meðalveröið í Þýzkalandi var nokkuð mis- jafnt en komst í 332 kr. á kíló. Ölduljón seldi 55 lestir í Bremerhaven fyrir 17,9 millj. kr. og var meðalverð á kíló kr. 326. Þá seldi Sævík 38 lestir fyrir 9.5 millj. kr., meðalverð á kíló var kr. 251. Hamar SH seldi 71 lest fyrir 19.3 millj. kr., meðalverð á kíló var kr. 273, Vörðunes seldi 35,5 lestir fyrir 10,2 millj. kr., meðalverð var kr. 288 og Otto Wathne seldi 46.5 lestir fyrir 15.5 millj. kr. Meðalverð var kr. 332. Þá seldi Hópsnes GK í Fleetwood en endanlegt sölu- verð var ekki komið í gær. Þau hluti fyrstu verðlaun í ritgerðasamkeppni Sambandsins, 200 þús. kr. hvort. Björg Árnadóttir og Pétur H. Ármannsson. Hlutu 200 þús. kr. fyrir ritgerð um Sambandið SÍÐASTLIÐINN föstudag voru afhent verðlaun í ritgerðasam- keppni, sem Samband ísl. samvinnufélaga efndi til meðal íslenzks æskufólk í tilefni af 75 ára afmæli sínu. Ritgerðarefnið var: Samvinnuhreyfingin á Islandi — hlutverk hennar og starfsemi. Fyrstu verðlaun í aldursflokkn- um 18—20 ára, 200 þúsund krónur, hlaut Björg Árnadóttir, Sigtúni 31, Reykjavík, og fyrstu verðlaun í aldursflokknum 14—17 ára, einnig 200 þús. kr., hlaut Pétur H. Ármannsson, Eyvindarholti, Álftanesi. Þá hlutu tvær ritgerðir viðurkenningu.- Dómnefnd skipuðu þeir Jón Helgason ritstjóri, Hörður Zóphaníasson skólastjóri og Gylfi Gröndal ritstjóri. Teflt í Munaðar- nesi um helgina DAGANA 7. og 8. október n.k. verður haldin í Munaðarnesi eins konar skákhátíð með þátttöku skáksveita víðs vegar að af landinu. jafnframt því sem for- vígismenn skákfélaga innan Skáksambands íslands þinga þar um ýmis mál sem efst eru á baugi í sambandi við vetrarstarfsemina, skáksamskipti innanlands og þá alveg sérstaklega hina sam- ræmdu skólaskákkeppni í öllum barna- og unglingaskólum lands- ins, sem hleypa á af stokkunum nú alveg á næstunni. Deildakeppni Skáksambands Is- lands er nú að hefjast í fimmta sinn, og er óðum að vinna sér fastan sess í skáklífinu, enda vel til fallin að efla skáktengsl milli félaga og hinna ýmsu byggðarlaga. I Munaðarnesi eru væntanlegar til leiks 16 skáksveitir, 8 í 1. deild (teflt á 8 borðum) og 8 í 2. deild (teflt á 6 borðum), og hefur þátttaka aldrei verið meiri. Nú kemur m.a. í fyrsta sinn til leiks sveit frá nýstofnuðu Skáksam- bandi Vesturlands, sveit frá Húsa- vík, B-sveitir frá Taflfélagi Reykjavíkur og Skákfélaginu Mjölni. Tefldar verða þrjár um- ferðir í Deildakeppninni og gengið frá endurskoðaðri reglugerð fyrir keppnina á sérstökum formanna- fundi, sem haldinn verður jafn- hliða. Búist er við að í Munaðar- nesi verði samankomnir a.m.k. 120—130 öflugustu skákmenn landsins. Verður keppnin þar með eins konar Ólympíumótssniði. íslendingur á heims- meistaramót „Mast- er Mind” — spilara UMBOÐSMAÐUR hins víðkunna brezka spils „Master Mind“ hér á landi, David Pitt, sem rekur fyrirtækið David Pitt Co., að Laugavegi 15, er nú að undirbúa hugsanlega þátttöku íslendings í fyrsta heimsmeistaramóti Mast- er-Mind-spilara, sem fram á að fara í Bretlandi í byrjun nóvem- bermánaðar. Sagði Pitt, að hann myndi í samstarfi við fyrirtækin Pennann við Hallarmúla og Frímerkjamið- stöðina við Skólavörðustíg, efna til forkeppni laugardaginn 14. þessa mánaðar. Keppnin verður opin öllum Master-Mind-spilurum 12 ára og eldri. Að lokinni þessari forkeppni, munu 20 spilarar keppa til úrslita á Hótel Loftleiðum 21. október. Verður spilurunum skipt í fjóra riðla. Sigurvegararnir fjórir úr þessari riðlakeppni keppa svo til úrslita um þátttöku í heims- meistarakeppninni. Sigurvegarinn í úrslitunum fær nýjustu gerð Master Mind spila í verðlaun, sem er rafeindaspil. Honum verður gefinn kostur á að fara til heimsmeistarakeppninnar. Hún verður háð í Bretlandi sem fyrr segir í bænum Stratford-Up- on Avon, dagana 3.-5. nóvember næstkomandi. Verður hún væntanlegum fulltrúa íslands í keppninni að kostnaðarlausu. Þar verður keppt um peningaverðlaun, sem eru veitt þeim sem hafna í fjórum efstu sætunum og nema 300 til 500 sterlingspundum, frá 1. til 4. sætis. Þá kemur að auki gullbikar í hlut heimsmeistarans. — Er ég var spurður að því af framleiðendum, sem efna til þessa fyrsta heimsmeistaramóts, sagði David Pitt, hvort íslendingar myndu hafa áhuga, svaraði ég því strax játandi, vegna allmikillar útbreiðslu sem spilið hefur hlotið hér á landi; og ekki síður vegna hins mikla og almenna skákáhuga hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.