Morgunblaðið - 04.10.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.10.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 4. OKTOBER 1978 15 Helgafell gefur út þrettán bækur ÞRETTÁN bækur koma út hjá Helgafelli í haust: átta frumút- gáfur og fimm endurútgáfur. Auk nýrrar bókar Halldórs Laxness, sem Mbl. hefur skýrt frá, en hún verður 44. bók Halldórs, verða fimm fyrri bækur hans endurútgefnar, en að sögn Ragnars Jónssonar verður Helgafell stöðugt að bæta í skörðin með endurútgáf- um á bókum Laxness. Fyrstu bækur Helgafells, sem koma út síðar í mánuðinum, eru safn þýddra smásagna, leikrit þýdd af Árna Guðnasyni og ljóðmæli Sigurðar Sigurðssonar frá Arn- arholti. Síðan kemur bók Hall- dórs Laxness og á eftir henni 3ja bindið ^af Ættum Þingeyinga, sagnasafn Svövu Jakobsdóttur, unglingabók eftir Pál Jónsson og myndskreytt útgáfa af Þorp- inu eftir Jón úr Vör og er það Kjartan Guðjónsson sem gerir teikningar í bókina. Úr fórum fyrri alda nefnist safn þýddra sagna sem Kristján Albertsson hefur valið úr blöð- u'm og tímaritum á öldinni sem leið. í bókinni eru 15 sögur þýddar af Benedikt Gröndal, Bertel E.Ó. Þorleifssyni, Birni Jónssyni, Brynjúlfi Kúld, Hann- esi Hafstein, Jóni Ólafsyni, Matthíasi Jochumssyni, Stein- grími Thorsteinssyni, Þorgils Gjallanda og Þorsteini Erlings- syni. „Ég hef orð Halldórs Laxness og Þorstejns Ö. Stephensen fyrir því að Árni Guðnason hafi verið okkar bezti leikritaþýðandi," sagði Ragnar Jónsson í samtali við Mbl. í gær. „Mér þykir því nokkur heiður að því að mega koma þýðingum hans á fram- færi, en ætlunin er að gefa út öll þau um 40 leikrit, sem Árni þýddi." I þessari fyrstu bók eru Andrókles og ljónið og Óska- barn örlaganna eftir Bernard Shaw. Þorsteinn Ö. Stephensen annast útgáfuna. Ljóðmæli Sigurðar Sigurðs- sonar frá Arnarholti eru fyrsta heildarútgáfan á ljóðum hans, en auk ljóðabóka lét Sigurður eftir sig ljóð og brot í blöðum og handriti og kvaðst Ragnar ætla að um þriðjungur efnisins í bókinni hefði ekki birzt áður. Jóhann Gunnar Ólafsson fyrr- verandi bæjarfógeti hefur séð um útgáfuna og ritar að henni formála. Þriðja bindið af Ættum Þing- eyinga er mikið rit sem hin fyrri og sagði Ragnar það m.a. innihalda um 1200 myndir. Höfundur er Indriði Indriðason og sagði Ragnar ákveðið að halda þessari útgáfu áfram. Sagnasafn Svövu Jakobsdótt- ur hefur að geyma sögur henn- ar: smásögur og skáldsögur, sem Helgafell hefur áður gefið út. Unglingabók Helgafells verð- ur Berjabrjótur eftir Pál Jóns- son fyrrúm skólastjóra á Húsa- vík. BrynhildurAnd- ersen endurkjör- in formaður — félags sjálfstœðismanna í vestur- og miðbœjarhverfi BRYNHILDUR Andersen var endurkjörinn íormaður Félags sjálfstæðismanna í vestur- og miðbæjarhverfi á aðalfundi félagsins á sunnudag. Hlaut Brynhildur 20 atkvæði en Guðmundur Ingi Gunnlaugs- son, fyrrverandi varaformaður félagsins, sem bauð sig fram til formennsku á móti Brynhildi fékk 13 atkvæði. í stjórn félagsins voru endur- kjörin: Áslaug Cassata, Jón Ólafsson og Ásgeir Bjarnason. Pétur Snæland og Pétur Sigurðsson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs en nýir í stjórn voru kjörnir: Þorkell Sigur- laugsson, Jón B. Stefánssqn og Svanur Þór Vilhjálmsson. „Ég er hlynnt því að fólk láti reyna á stöðu sína í kosningum og því hef ég ekkert nema gott eitt um það að segja að varafor- maður minn skyldi bjóða sig fram á móti mér í formann- starfið að þessu sinni," sagði Brynhildur Andersen í samtali við Mbl. í gær. „Ég tel að mótframboð hans sé fyrst og fremst til komið vegna ein- hverra átaka hjá ungu mönnun- um, sem vilja yngja upp og breyta til í forystusveitum flokksins. Við það sjónarmið í sjálfu sér hef ég ekkert að athuga. Kosningabaráttan var hins vegar ekki löng, því mér var ekki endanlega skýrt frá mótframboðinu fyrr en á föstu- dagskvöld. Eg leiði engum frekari getum að þessu mótframboði, hvorki persónulegum né pólitískum. En það náði alla vega ekki fram að ganga á þessum fundi." Mbl. hafði einnig samband við Guðmund Inga Gunnlaugsson og spurði hann um mótframboð hans, en hann kvaðst ekkert vilja láta hafa eftir sér um málið. Teflir íDanmörku DAGANA 14. okt. til 22. okt. nk. verður haldið í Hvidovre, Danmörku, skák- mót fyrir keppendur á aldrinum 20—25 ára. Danska skáksambandið og Hvidovre-skákklúbbur- inn standa fyrir mótinu og hafa boðið til mótsins efnilegum skákmönnum á þessum aldri frá Norður- löndunum, Hollandi og Sviss. Af hálfu Skáksambands íslands hefur Haraldur Haraldsson, skákmeistari úr Mjölni, verið valinn til þátttöku, en hann sigraði í áskorendaflokki í Skák- þingi íslands sl. vetur. Alls verða þátttakendur 20 talsins og í mótinu verða tefldar 9 umferðir eftir svissneska kerfinu. Yfirmenn hers Egypta settir af Kaíró. 3- október. Reuter. ANWAR Sadat forseti, sem tilnefndi Mustapha Khalil forsætisráðherra í gær, veitti í dag tveimur æðstu mönnum hermála Egypta lausn frá störfum í dag, aðeins níu dögum áður en viðræður hefjast ,við Israelsmenn um friðarsamning. Mohammed Abdel-Ghani Gamassi hermálaráðherra, sem er jafnframt yfirhershöfðingi herafl- ans, og Mohammed Ali Fahmi hershöfðingi, forseti herráðsins, verða hernaðarráðunautar forset- ans að því er Kaíró-útvarpið tilkynnti. Hingað til hefur embætti for- setaráðgjafa- verið virðingarstaða og ekki er ljóst hvort breyting verður þar á. Vestrænir diplómatar vara við því að of mikið sé Iagt upp úr þessum breytingum. Þeir segja að vitað hafi verið að Sadat vildi breytingar í æðstu forystunni og nýja menn og hann hafi greinilega notað byrjun friðarviðræðnanna í Washington til þess þar serrí hann hafi talið tímann hentugan. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur Khalil, hinn nýtilnefndi forsætisráðherra, valið Kamal Eddin Hassan Ali hermála- ráðherra. Hann var yfirmaður brynvædds herfylkis í Sinai-auðn- inni í stríðinu 1973. Kairó-útvarpið sagði að eftir- maður Fahmi hershöfðingja yrði Ahmed Badawi hershöfðingi sem stjórnaði sókn Þriðja egypzka hersins yfir Súez-skurð í stríðinu 1973. Vestrænir diplómatar segja að Sadat telji að algerlega nýir menn eigi að veita fyrstu raunverulegu friðarstjórn- Egypta í 30 ár for- Norsk lest f ór út af sporinu Frá íróttaritara Mbl.í Óslú ( KaT. TUTTUGU og sjö voru fluttir á sjúkrahús. h'tillega meiddir eða vegna taugaáfalls, þegar tveir vagnar hraðlestarinnar „Skandiapilen" frá Kaupmanna- hb'fn til Ósló hbfðu farið út af sporinu hjá Moss sunnan við Ósló f gærkvöldi. Óttazt var í fyrstu að stórslys hefði orðið og margir hefðu farizt og slasazt alvarlega og 15 sjúkra- bílar, mörg hundruð björgunar- menn og ein þyrla voru strax send á vettvang. En fljótt kom í ljós að slysið var ekki eins alvarlegt og óttazt hafði verið. Aðeins þrír þeirra 27 sem meiddust voru enn í sjúkrahúsi síðdegis í dag. Það voru tveir öftustu vagnarnir sem fóru út af sporinu. Lestin ók á lítilli ferð þar sem menn voru að vinna við járnbrautarlínuna og því varð slysið ekki eins alvarlegt og það gat orðið. En vinnan við línuna orsakaði kannski slysið þar sem of mikil feiti var á teinunum og línan var óstöðug. Nokkrir útlendingar voru í öftustu vögnunum, þar á meðal Bandaríkjamenn, Svíar og Danir en enginn íslendingur að því er Morgunblaðinu var tjáð. ystu. í ræðum að undanförnu hefur Sadat sagt að hann vilji að „kynslóðin 1973" stjórni landinu. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um eru breytingarnar í samræmi við þessa stefnu. Arabafundur Jórdanía, Saudi-Arabía, Kuwait, Bahrain, Arabíska furstasam- bandið Qatar og Oman hafa lýst yfir stuðningi við tillögu íraks um fund æðstu manna Araba um samkomulagið í Camp David. Tilgangur fundarins verður sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum að fá Egypta ofan af því að semja sérfrið við Israel. írak leggur til að komið verði á fót níu milljarða dollara sjóði til stuðnings Egypt- um til að fá þá ofan af stuðnihgi við samkomulagið í Camp David. Samkvæmt heimildum í Bahrain hefur Hafez Al-Assad forseti Sýrlands tekið vel í hug- myndina. Varaforseti íraks, Saddam Hussein, ræddi í dag við emírinn í Kuwait og forsætisráð- herra landsins um fyrirhugaðan fund. Hann kom frá Jeddah þar sem hann skaut óvænt upp kollin- um í gær og ræddi við Fahd krónprins. í Cleveland, Ohio, Bandaríkjun- um, gekk Khalid konúngur Saudi- Arabíu undir hjartauppskurð í dag. Verndarsvæðin við Svalbarða: Vondauft um árang- ur vegna heilsuleysis Alexanders íshkoffs Óslo. 3. október. Frá Jan Erik Laurí Mttaritara Mbl. ÝMISLEGT bendir til þess að Alexander Ishkoff, sjávarútvegs- ráðherra Sovétríkjanna, komist af heilsufarsástæðum ekki til við- ræðna við Jens Evensen í Ósló um miðjan mánuðinn, eins og ráðgert Þetta gerðist hefur verið. Erindi Ishkoffs var að halda áfram viðræðum um vernd- arsvæðin við Svalbarða, en Norð- menn hafa bundið vonir við að á fundinum næðist einhver árangur. Það er einkum skýrsluskylda um aflamagn á vernduðu svæðunum, sem Sovétmenn hafa ekki viljað fallast á, en auk þess hafa Sovétmenn haldið því fram í viðræðum um fiskverndarmál á þessum slóðum að Norðmenn hafi ekki heimild til að setja neinar reglur þar um. 4. október 1973 — Friðarvtðræður hafnar á Norður-írlandi. 1972 — Umhverfismálaatofnun sett á fót í Vín. 1971 — Brezki Verkamanna- flokkurinn leggst gegn EBE- aðild. 1968 — Tékkar ganga að kröf- um Eússa og leyfa dvol erlends herliðs. 1965 - Páll páfi VI flytur friöarboðskap á AHsherjarþing- inu. 1963 — Beran erkibiskupi sleppt úr haldi í Prag. 1962 — Franska þingið fellir stjórn Pompidous. 1957 — Geimöld hefst með sendingu fyrsta geimfars Rússa á braut. ¦,; 1945 - Laval fyrir rétt í París, ákærður fyrir landráð. 1940 - Fundur Hitlers og Mussolínis í Brenner-skarði. 1938 - Alþýðufylkingin í Frakklandi líður undir lok. 1930 - Bylting í Brazilm: Vargas forseti. 1910 - Manuel II flýr land eftir byltingu í Portúgal. 1865 — Biarritz-fundur Bismarcks og Napoleons III, sem fellst á að gæta hlutíeysis i stríði Prússa og Austurríkis- manna. 1853 — Tyrkir segja Rússum strið á hendur. 1824 — Lýðveldi stofnað í Mexikó. 1777 — Bretar sigra Banda- rtkjamenn víð Ger mantown. 1562 — Englendingar taka Le Havre. A fnuvli dagsins. Roger Keyes, breakar sjóliðsforingi (1872-1945). - Francois Guizot, franskur stjórnmála- maður, sagnfræðingur (1787-1874). - Charlton Heston, bandarískur leikari (1924------>. Innlenti Eldgos hefjast í Vatna- jökii 1922. — Bein Jónasar Halígrímssonar heim 1946. — -Þór-ttðilar. Bjarnason vígður biskup 1908. - F- Vilhjálmur S. Vilhjálmsson 1903. — Guðmundtif Daníeisaon 1910. — Ssemtindur Auðunsson 1917. Orð dagsin.s. Sá sem vill ekki beita nýjum læknisráðum verð- tif að bóast við nýjum mein- semdum — Roger Bacon, enskur heimspektngur (um 1214—1284).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.