Morgunblaðið - 04.10.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.10.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1978 Bætt umferðarmenning er hagsmunamál okkar allra Aðhaldsaðgerdir Hækkun sekta. Á síðustu árum hafa sektir fyrir umferðarlagabrot verið hækkaðar. Sektir þessar eru þó í flestum tilvikum allt of lágar til þess að bera tilætlaðan árang- ur. Sérstaklega sektir fyrir endur- tekið brot. Ábyrgð á greiðslu þessara sekta ætti að ná til eigenda bifreiðarinnar sjálfrar ef með þyrfti. Athugandi væri að sektir þeirra sem aka ökuleyfis- laust væru eins háar eða hærri en verðmaeti þeirrar bifreiðar sem ekið er. Með þessu móti væri sennilega hægt að tryggja að menn brytu ekki umferðarreglur oftar en einu sinni eftir ökuleyfis- sviptingu. Ölvun, við akstur, viðurlög. Refsing vegna ölvunar við akstur er í dag fyrst og fremst ökuleyfis- svipting, ásamt nokkurri sekt. Þar er ljóst að svipting ökuleyfis kemur mjög misjafnlega niður á þeim kærða og nánast engar hjá óðrum. Sektir ættu að hækka verulega á kostnað sviptingartíma og jafnvel fella sviptingartíma alveg niður t.d. við fyrsta brot, en láta viðkomandi þess í stað gangast undir ökupróf að nýju. Hafi aðili átt hlut að umferðar- óhappi og jafnvel yfirgefið vett- vang væri refsing verulega mikið þyngri. Lendi aðili sem er ólvaður, hefur verið sviptur ökuréttindum, eða ekki öðlast þau, í umferðar- óhappi er tjón hans í dag gert upp, án tillits til þess, þannig að tjónaskipting ef um hana er að ræða fer fram án tillits til þessa. Ökumaður sem þannig er ástatt um, ætti ekki að vera á ferð á ökutæki og ætti því ekki að hljóta bætur frá mótaðila, þó hann sé umferðarlega séð í rétti. Þá er nauðsynlegt að gera tryggingar- félögum auðveldara að gera endur- kröfur á hendur tryggingartaka, þar sem það á við. Þau lög og reglur sem gilda við ölvunarbrot við akstur virðast óþarflega flókin og seinvirk og aðalrefsingin fólgin í ökuleyfissviptingu enda þótt ökuleyfissvipting leiði sjaldan eða aldrei til bættra ökusiða eða kenni hinum seka að aka betur en áður. Þvert á móti hefur verið bent á erlendis, að ökumenn sem hætta akstri í hálft ár eða 1 ár, aka venjulega verr þegar þeir taka upp akstur að nýju. Þeir hafa bæði gleymt umferðarreglum og þeim hefur förlast færni í akstri. Nauðsynlegt er að stórhækka sektir fyrir ölvun við akstur, nota aðeins skammtíma-ökuleyfis- sviptingar, en gera hinn ölvaða ökumann ætíð ábyrgan fyrir því tjóni sem hann veldur beint eða óbeint með sínum ólöglega akstri. Þegar um endurtekin brot er að ræða eða stórslys, sem orðið hafa í sambandi við ölvun við akstur, er eðlilegt að langtíma-ökuleyfis- sviptingu sé beitt. Ökuleyfi á að sjálfsögðu aldrei að veita að nýju nema að undangengnu ökuprófi, skriflegu og verklegu. Punktakerfið mun eitt veiga- mesta atriði, sem hægt er að setja í lög og reglugerðir til varnar umferðarslysum en samkvæmt þessu kerfi er umferðarbrotum safnað inn á sérstaka skrá og geymd þar í ákveðinn tíma. Verði skráð umferðarbrot á hverjum tíma of viðamikil, getur slíkt leitt til tímabundins ökuleyfismissis. Nú eru um 20 ár síðan F.Í.B. benti fyrst á nauðsyn þessa kerfis. Líklegt er að það geti sparað bifreiðaeigendum tugi milljóna króna ár hvert með fækkun umferðarslysa. Vegna þessa ber sérstaklega að fagna því að lagt var fyrir Alþingi á árinu 1977 frumvarp um breytingu á um- Síðari hluti greinargerð- ar stjórnar Hagtrygg- ingar hf. ferðarlögum, þar sem gert var ráð fyrir að kerfi þetta verði tekið upp í íslensk lög. Því miður náði þetta frumvarp ekki fram að ganga í síðasta þingi. Umferðardómstóll. Allmörg ár eru síðan F.Í.B. benti á að nauðsynlegt sé að koma á fót umferðardómstól. Vátryggingarfé- lög ættu ekki að vera mótfallin einhverskonar gerðardómi til ákvörðunar um sök eða sakar- skiptingu í stað þess að liggja undir grun um hlutdrægni í meðhöndlun og uppgjöri tjóna. Flestir þættir umferðarbrota eru með þeim hætti að unnt er að meta þá eftir tölulegu formi, þannig að út komi gildi, sem auðvelt er að meðhöndla í tölvu eftir föstum formum (programmi), og láta tölvuna túlka niðurstöðu sem dómsúrskurð. Lögreglumenn í umferðargæslu þurfa þá að sjálfsógðu að færa sérstaklega hannaðar skýrslur um umferðarbrot. Ökuferilsskrá þarf að geta tengst í tölvumeðferð úrvinnslu þessara skýrslna. Með þessum hætti er unnt að fá dómsniðurstöðu fáum mínútum eftir að skýrslugerð er lokið. Slíkri niðurstöðu væri að sjálfsögðu hægt að áfrýja til annars dómstigs gegn hæfilegri tryggingu. Aðaltil- gangur slíks dómstóls er að gera málsmeðferð ódýrari og fljótari, þannig að ákveðin refsing verði í nánum tímatengslum við um- ferðarbrotið. Refsing eða dóms- niðurstaða, sem kemur löngu eftir að umferðarbrotið hefur verið framið og er næstum gleymt, verður torskilin, óvinsæl og ólíkleg til þess að bæta hegöun þess sem brotið framdi. Viðurlög fyrir umferðarlagabrot ættu yfirleitt að vera eingöngu fjársektir, en öku- leyfissviptingar aðeins í tilteknum atvikum. Þegar ástæða er til að svipa menn ökuleyfi ætti aldrei að veita það aftur nema að undan- gengnu ströngu ökuprófi. Ökuferilsskrá. í áðurnefndum breytingum á umferðarlögum er gert ráð fyrir að stofnsett verði ókuferilsskrá, er nauðsynlegt að hún sé færð á tölvu og tiltæk dómurum og lögreglu fyrirvara- laust, hvenær sem á þarf að halda. Slíkur upplýsingabanki er nauð- synlegur grundvöllur fyrir raun- hæfa og nútímalega dómsmeðferð á umferðarlagabrotum. Umgengni — sóun Umferðarmengun er mikið vandamál í flestum þjóðfélögum. Mikið er talað um mengun frá stóriðju og iönaði almennt, en þó er það svo að mengun vegna útblásturs bifreiða er yfirleítt miklu meiri og hættulegri heilsu manna en jafnvel öll mengun stóriðjunnar samanlögð. Vegna víðáttu landsins miöað við bif- reiðafjölda og næstum stöðugra vinda er hættan af þessari mengun minni en víðast hvar annars staðar. Mengun á sér stað af völdum bifreiða á þjóðvegum yfir sumar- tímann með þeim ógrynnum af ryki sem þyrlað er upp úr veg- arstæðum, þannig að ofaníburður beinlínis hverfur upp í andrúms- loftið sem vegfarendur anda að sér. Þetta ryk leggst jafnframt yfir nærliggjandi beitilönd og beitihaga dýra. Þá er rykmökkur yfir þjóðveg- um stórkostleg slysagildra í um- ferð, þar sem ökumönnum byrgist útsýn vegar og þar með nálægra ökutækja, ástand vegarins með öllum sínum holum og hvörfum, auk bæði dýra og manna sem gætu verið á eða við þjóðvegi. Auk þessa má benda á as- falt-mengun á veturna þegar bílarnir spæna upp mörg hundruð- um tonna af asfalti sem fer sem mismunandi fínn úði út í loftið, sest á bifreiðar og bifreiðarúður en fínustu úðaagnirnar fara einnig inn í bifreiðarnar og sennilega ofan í lungu ökumanna og farþega, en þessi efni innihalda tjörusam- bönd, benzspyrin, sem eru krabba- meinsvaldandi. Saltaustur á göt- um er sennilega veigamikill þáttur í þessari mengun, spillir útsýni úr bifreiðum og skemmir gótur, sennilega meir en nokkur einn þáttur umferðarinnar. Rannsókn á heildarkostnaði umferðarslysa er þjóðarnauðsyn. Með upplýsingum um þessi atriði er hægt að átta sig á því í hvern kostnað er hagkvæmt að leggja, til að fyrirbyggja umferðarslys. Sérhvert umferðartjón veldur sóun verðmæta í formi skemmda á tveimur eða fleiri ökutækjum, sem leiðir til eyðslu á dýrmætum gjaldeyri til kaupa á varahlutum til endurbóta á hinum skemmdu hiutum. Þetta tjón bindur mann- afla og fjárfestingu á bílaverk- stæðum við lagfæringu tjónsins án þess að um verðmætasköpun sé að ræða. Slys á fólki í umferðartjón- um bindur fjármagn í heilbrigðis- þjónustu þ.e. sjúkrarúm, lækna og hjúkrunarfólk, auk þess sem þjóðin glatar vinnuframlagi þessa fólks um lengri eða skemmri tíma. Ef öll sú vinna og fjármunir sem bundnir eru afleiðingum umferð- arslysa nýttust í stað þessa til aukinnar framleiðstu og verð- mætasköpunar leiddi það til auk- innar velmegunar þjóðarinnar. Af þessum ástæðum eru umferðar- tjón og fækkun þeirra hagsmuna- mál okkar þjóðfélagsþegnanna, en ekki — hagsmunir vátryggingar- félaganna eins og flestir telja. Vátryggingariðgjöld ákvarðast af ástandinu í þjóðfélaginu á hverj- um tíma, þ.e. því fleiri tjón þeim mun hærri iðgjöld. Ef þetta tvennt helst í hendur, þá má vátrygging- arfélögum á sama standa. Af framansögðu er ljóst að bætt umferðarmenning er hagsmuna- mál okkar allra, og því ber nauðsyn til að skapa hugarfars- breytingu meðal almennings í þá veru áð fækkun umferðartjóna eru hagsmunir sérhvers ökumanns sem bifreiðaeiganda og skattborg- ara, en ekki afmarkað vandamál umferðaryfirvalda og vátrygging- arfélaga eins og álitið er af mörgum. Athugasemd MORGUNBLAÖINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá pilt- unum tveimur, sem viðtal var við í Morgunblaðinu í gær og eru um þessar mundir að gefa út sína fyrstu ljóðabókt „í fyrstu færum vjer þakkir fyrir birting greinar um ljóðabók vora. En, þar eð hugmyndir vorar um heimspeki í sinni víðtæku mynd eru rangtúlkaðar í þessari grein munum vjer tilneyddir að leiðrjetta. Vjer erum þeirrar skoðunar, að það sje aðeins gamaldags deilda- skipting sálfræði, að tala um skynsemi óháða tilfinningum og vilja. Þetta þrennt blandast saman í hvurri einustu mannlegri hugs- an. Það er líka verið að þrengja og um leið falsa skoðanir vorar með því að segja að indversk heim- speki varði eingöngu veginn. Vjer virðum jafnt hinar 3 meginupp- sprettur heimspekinnar: Menn- ingu hebrea, gríska fornmenningu og austurlenzka trúarheimspeki, er mun fyrir löngu orðin samruni af þessu þrennu. Vjer lítum á það sem fáranlega kenningu að setja hugmyndum landamæri. Að lok- um viljum vjer tilfæra enn þakkir vorar fyrir birting greinarinnar. Mun rangtúlkan skoðana vorra orsökum og afleiðingum vera vor sök að jöfnu, enda mun hið eina sanna tungumál vera þögnin. Með virðing og þökk Ólafur Jóh. Engilbertsson Þorsteinn K. Bjarnason." Ekki ein- •• gongu diskótek Veitingamaðurinn í Skiphólí í Hafnarfirði, Birgir Pálsson, kom að máli við Morgunblaðið og vildi leiðrétta þann misskilning að breyta ætti veitingastaðnum í diskótek. Hann kvað hljómsveit verða áfram í húsinu, en hins vegar væri hugmyndin að hafa möguleika á hvoru tveggja. Þannig yrði hljómlist spiluð af plötum á meðan hljómsveit hússins tæki sér hvíld, sem títt er um hljómsveitir, sem spila fyrir dansi. Þetta leiðréttist hér með. Hafnar flug- ferðir milii Akureyrar og Siglufjarðar Siglufirði, 3. okt. FLUGFÉLAG Norðurlands er að hefja flugferðir milli Siglufjarðar og Akureyrar. Verður flogið þrisv- ar í viku, þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga. Er til mikilla bóta að geta nú komist flugleiðis til Akureyrar. Hægt er að kaupa farmiða alla leið til Reykjavíkur með viðkomu á Akureyri og kostar hann svipað og farmiðinn með Vængjum til Reykjavíkur. Vængir fljúga hingað sex sinnum í viku. - mj. Litlar birgðir af hangikjöti LITIÐ mun nú vera til af hangi- kjöti í verzlunum í Reykjavík og t.d. mun það vera uppselt hjá SS. Morgunblaðinu var tjáð í gær, að ekki væri von á nýjum hangikjöts- birgðum í verzlanirnar fyrr en um og eftir helgi, en nýja kjötið er nú í reykofnum, og verður tilbúið þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.