Morgunblaðið - 04.10.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.10.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1978 19 Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri: Tilfærsla 753 kenn- ara um 1-2 flokka - stórmál sem aðeins verður útkljáð í kjarasamningum I kröfugerð nrunnskólakennara felst að þeir vilja færa 753 manns upp um emn til tvo launaflokka og er þess vegna slíkt stórmál að af hálfu fjármálaráðuneytisins er fráleitt að ræða það á milli samninga. að þvf er Höskuldur Jónsson. ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneytinu. sagði í samtali við Mbl. í gær þar scm hann var beðinn um að gera grein fyrir sjónarmiðum ríkisvaldsins i kennaradeilunni. „Þetta er deila sem er búin að standa allt frá árinu 1970 en þá hljóðaði kjarasamningur upp á það að kennurum var skipað í mismunandi launaflokka eftir því hvenær þeir raunverulega luku prófi,“ sagði Höskuldur Jónsson, í samtali við Mbl. í gær. „Allar götur síðan hefur verið gengið frá kjarasamningi með svipuðum hætti og reyndar hefur launa- flokkum kennara fækkað með tímanum því að allt þetta skeið hafa þeir haft uppi þessi rök, sem þeir beita nú. Þegar kennaraháskólinn fór að útskrifa kennara kom þó kannski fyrst veruleg alvara í þetta mál. í annan stað voru þarna komnir til skjalanna kennarar með menntun, sem krafizt var að metin yrði eins og venjuleg háskólamenntun og hins vegar var þorri kennara, sem taldi að þeirra menntun ætti að meta eins og þeirra sem út væru að skrifast. Breytingin sem varð á með tilkomu kennaraháskólans var raunverulega sú að áður fóru menn úr landsprófi og voru 4 ár í kennaraskólanum og urðu þá kennarar eða á svipuðu þrepi eins og stúdentar úr menntaskóla en varð nú allt í einu orðið þannig að stúdentsprófið var orðið inntöku- skilyrði í kennaraskólann og síðan komu þrjú ár í viðbót. Þarna var tekið gífurlegt stökk, og ég geri ekki ráð fyrir því að neinn hafi hugsað til þess þá að allt þetta hefði í för með sér veigamiklar launafylgjur fyrir þúsund manna kennaralið, sem raunverulega hafði aldrei gengið þessa kennara- háskólabraut." Ráðuneytisstjórinn sagði, að reynt hefði verið að brúa þetta bil smám saman án þess að raunveru- lega mikil áföll yrðu fyrir hvorug- an aðilann — kennarana, sem ætluðu að njóta launahækkan- anna, og ríkissjóðs, sem þurfti að standa straum af peningum til að greiða þessar launahækkanir. „í samningunum sem gerðir voru í nóvember 1977 varð enn ein málamiðlunin að okkar dómi og þá sagt að stefnt skyldi að því að próf sem gæfu sömu starfsréttindi gæfu sömu laun. Það var engin tilviljun að þarna voru orðin „stefnt skal að“ heldur voru þau hreinlega valin til þess að ekki þyrfti að taka skrefið til fulls. Þetta var öllum aðilum ljóst og hefðu menn ætlað sér eitthvað annað, þá hefðu önnur orð verið valin.“ Ráðuneytisstjórinn sagði, að síðan hefðu málin komið til kjaranefndar til að ákveða svo- kallað sérkjarasamninga eða jafn- gildi þeirra, og þá hefði niðurstað- an orðið sú að aðallaunaflokkur kennaranna varð 13. launaflokkur en síðan gátu kennarar færzt úr honum og eftir samræmdum regl- um upp í 15. launaflokk. „Það varpar ef til vill nokkru ljósi á þetta mál að rekja það að í ársbyrjun 1977 er þessum kennur- um skipað í sex launaflokka. í 10. launaflokki vóru þá 13 kennarar, í 11. launaflokki 257, í 12. flokki 254, í 13. flokki voru 233, í 14. flokki voru 105 og í 15. flokki voru 138 kennarar. í ársbyrjun 1978 er röðunin á hinn bóginn orðin þessi að 10., 11. og 12. flokkur eru horfnir en í 13. flokki eru 753 kennarar, í 14. flokki 113 og í 15. flokki eru 134. Höskuldur sagði að það væri því greinilegt að þarna hefði gífurlega dregið saman. Það væru orðnir 3 flokkar í stað sek, og þrír neðstu flokkarnir úr sögunni. „Þess má jafnframt geta að kennarar með kennaraháskólapróf (BEd-próf) væru alls 61 talsins og þar af eru 39 í Sambandi grunn- skólakennara. Þeir eru allir í 13. launaflokki, þannig að þessi við- miðun við nýútskrifaða kennara úr kennaraháskólanum sem haldið er fram, er að svo stöddu algjörlega út í hött. Þetta eru 39 manns af 1000 mönnum og allir eru þeir í 13. launaflokki." Ráðuneytisstjórninn kvað því það sem skipti máli vera þetta: „Við eigúm að semja við kennar- ana á 2ja ára fresti og stórmál af því tagi, sem þeir eru nú með á ferðinni — að ætla að færa 753 menn upp um 1—2 launaflokka, dytti ekki nokkrum öðrum en þeim í hug að ræða á milli kjarasamn- inga,“ sagði Höskuldur. Hann kvaðst jafnframt vilja varpa því fram varðandi viðskipti ríkisvaldsins og hinna aðskiljan- legu þrýstihópa í þjóðfélaginu, að það virtist einkennandi að það væri nánast sama hvaða hópur hreyfði sig með launakröfur gagn- vart ríkinu að þeir fengju ótrúlega miklar og jákvæðar undirtektir hjá fjölmiðlunum. „Mér kæmi ekki á óvart að annars staðar en hér, og þá á ég sérstaklega við hin Norðurlöndin, tækju fjölmiðlarnir hart á hreyfingum einstakra hópa í þessa veru, þ.e. að nota aðstöðu sína til að knýja fram verulegar kjarabætur milli samninga, því að raunverulega eru þeir einungis með því að seilast ofan í vasa samborgara sinna — taka það sem heildinni er ætlað og fá forskot á sæluna, því að sjálfsögðu munu þeir síðan taka undir allar sömu almennu kröfur heildarsamtak- anna í næstu kjarasamningum." ENN hafa ekki náðst sættir milli bæjarstjórnar Neskaupstaðar og Péturs Óskarssonar húsasmíða- meistara þar, en sem kunnugt er reisti Pétur viðbyggingu við hús sitt, Egilsbraut nr. 9, án þess að hafa tilskilin leyfi frá bæjarstjórn, að sögn. Zóphanías Pálsson, skipulags- stjóri hefur reynt að koma á Lögreglan leitar bílþjófs RANNSÓKNARLÖGREGLAN í Hafnarfirði leitar nú ungs manns. sem stal bíl í Keflavík s.l. laugardagskvöld, og velti á Reykjanesbraut nálægt Hafnar- firði með þeim afleiðingum að híllinn er stórskemmdur. Maðurinn stal bílnum í Keflavík um níuleytið um kvöldið. Ók hann bílnum í áttina til Hafnarfjarðar en þegar hann kom áð Lónakoti rétt sunnan Hafnarfjarðar missti hann stjórn á bílnum og velti honum. Var þetta skömmu fyrir klukkan tíu. Vitað er að einhverjir sáu manninn og einnig má telja líklegt að einhver bíll hafi tekið manninn upp í um kvöldið á Reykjanesbrautinni. Eru þeir, sem veitt geta upplýsingar um málið beðnir að hafa samband við Rannsóknarlögregluna í Hafnar- firði. sáttum í málinu og í fyrradag voru Zóphanías og Hallgrímur Dalberg ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðu- neytinu á fundum með aðilunum. Fyrst héldu þeir fund með Loga Kristjánssyni bæjarstjóra og síð- an með Pétri Óskarssyni, en ekki náðist grundvöllur um samkomu- lag. Ekkert samkomu- lag í Neskaupstað Solaifrí á Kanarí Styttirvetur-styvkirkivpp x I Brottfarardagar í vetur: ’78 28/10, 17/11, 1/12, 8/12, 15/12, 22/12, 29/12. ’79 5/1, 12/1,19/1,26/1,2/2,9/2,16/2,23/2, 2/3, 9/3,16/3,23/3,30/3,6/4,13/4,20/4, 27/4._________________________ Þú getur valið um viku, - 2ja vikna, 3ja vikna eða 4ra vikna ferðir. Verð pr. mann, t.d. í 2ja vikna ferð, er kr. 185.000.oo (4 í íbúð) Endurnýið andlegan og líkamlegan þrótt í sól og sjó suður á Kanarí. Dragið ekki að panta. FLUCFÉLAC LOFTLEIDIR /C/ Nll ^ Lækjargötu 2 1 170 Sími 25100 URVAL LANDSÝN v/Austurvöll Skólavörðustíg 16 Sími 26900 Sími 28899 UTSYN Austurstræti 17 Sími 26611

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.