Morgunblaðið - 04.10.1978, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 04.10.1978, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1978 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Blaðburðarfólk óskast til aö dreifa Morgunblaöinu í Ytri-Njarövík. Upplýsingar hjá umboösmanni í Ytri-Njarö- vík, sími 92-3424. Verkamannafélagið Dagsbrún óskar eftir starfsmanni til almennra skrif- stofustarfa. Vélritunarkunnátta nauösynleg. Um er aö ræöa heilsdagsstarf. Umsóknir sendist Mbl. fyrir n.k. föstudag merkt: „Dagsbrún — 1901.“ Afgreiðslustarf Viljum ráöa fólk til afgreiöslustarfa á aldrinum 25—35 ára, góö framkoma og tungumálakunnátta nauösynleg ásamt ein- hverri vélritunarkunnáttu. Upplýsingar veittar í versluninni miðviku- dag, fimmtudag og föstudag kl. 3—5. Gráfeldur hf. Þingholtsstræti 2. Atvinna Unglingur óskast allan daginn eöa fyrir hádegi, til léttra sendistarfa. Davíö S. Jónsson og Co. h.f. Heildverzlun, Þingholtsstræti 18. Lagerstörf Heildverzlun í Sundaborg óskar eftir aö ráöa starfsmann á vörulager hiö fyrsta. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, starfsreynslu og menntun sendist Morgun- blaöinu fyrir 7. október merkt „Lagerstörf — 1902.“ Organisti óskast til starfa fyrir Seltjarnarnessöfnuö. Uppl. í síma 18126 kl. 18—20. Sóknarnefndin Vefnaðar- vörudeild Óskum eftir aö ráöa starfsmann til afgreiöslustarfa í vefnaðar- og fatadeild. Um er aö ræöa starf allan daginn. Reynsla í svipuöum störfum æskileg. Lágmarksaldur 20 ár. “ Upplýsingar á skrifstofunni í dag kl. 1.30—5. Sendlar óskast hálfan eöa allan daginn, upplýsingar á skrifstofunni. KUIIII Ananaustum Síml 28855 Skrifstofustarf Opinber stofnun vill ráöa starfsmann nú þegar. Þarf aö hafa reynslu í vélritun og venjulegum skrifstofustörfum. Hér er um heils dags starf aö ræöa. Umsækjendur sendi nöfn sín meö helstu upplýsingum til afgreiöslu blaösins fyrir 10. okt. n.k. merkt: „Skrifstofustarf — 1904“. Minning — Ingibjörg Sólveig Hlöðversdóttir Fa-dd 29. ájjúst 1967 Dáin 16. september 1978 Nú lítil rós er lióin sem Ijós á himni skín. hjá víuóí færðu frióinn. hann faðmar biirnin sín. Seint mun mér úr minni líða kvöldið 16. sept. s.l., er dóttir mín kom á heimili mitt og sagði þau ATHYGLI skal.vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. sorgartíðindi, að Ingibjörg Sólveig Hlöðversdóttir hefði látist i um- ferðarslysi þá um daginn. Hún Ingibjörg litla var aðeins 11 ára og svo yndislegt barn, stillt og prúð og svo ábyggileg, að það hefði margur, bæði ungur og gamall, margt af henni mátt læra. Alltaf stóð heima það sem hún lofaði. Einnig var hún í hljómsveit Laugarnesskólans, hún var svo músíkölsk og spilaði á klarinett. Ekki var slegið slöku við æfingar, hún lokaði sig inni til að verða ekki fyrir ónæði, og þegar hljóm- sveitin spilaði í Laugarneskirkj- unni í vor, þá minnist ég aðdáun- arsvipsins á lítilli stúlku, sem sat við hliðina á mér og hún sagði: „Aldrei gæti ég spilað svona vel eins og hún Ingibjörg." Við nokkrar nágrannakonur foreldra Ingibjargar vottum þeim, systkin- um og öllum ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð í þeirra þungu sorg. Hve sffl. ó hve sael er hver leikandi lund. ok lukkan hún er eilíf þótt hverfi um stund. M.Joch. ólöf. í landsynningnum um helgina var víða hvasst á Suður og SV-landi. Mótauppistöður á byggingu við Suðurlandshraut hrundu í einni hviðunni og í gær unnu smiðir við að slá uppistöðunum upp á ný. Frystihúsin í Garðinum: Mikill skortur á starfsfólki Garði 3. október. ÞRJÚ frystihús eru starfandi hér í þorpinu og vantar starfsfólk í öll þeirra. Hjá ísstöðinni vantar tilfinnanlega karlmcnn en hjá Ásgeiri hf. og Ilraðfrystihúsi Baldvins Njálssonar vantar hins vegar konur til starfa. Ástæðan fyrir vinnuaflsskortinum eru margar og má nefna að öll frystihúsin hættu starfsemi sinni í ágúst vegna fjárhagsörðugleika og er rekstur þeirra ekki kominn í fullan gang ennþá. Þá vinnur mikill fjöldi skólafólks í frysti- húsunum á sumrin, en á veturna byggist reksturinn á því að húsmæðurnar koma út á vinnu- markaðinn. Þá má einnig nefna að undanfarin ár hefur oft vantað fólk til starfa, þannig að vanda- málið er ekki nýtt af nálinni. Isstöðin hf. er stærsti vinnuveit- andinn og vinna þar nú milli 25 og 30 konur og fimm karlmenn. Þar vantar tilfinnanlega karlmenn til vinnu. Unnið er á hverjum degi til kl. 7 og stundum lengur. Þá er unnið á laugardögum þegar þurfa þykir. ísstöðin er stærsti eignarað- ili í togaranum Erlingi og aflar hann meginuppistöðu hráefnisins sem unnið er i húsinu. Þó má geta þess að um þessar mundir er unnið að frystingu á murtu sem fengin er úr Þingvallavatni og er hún seld á Japansmarkað. Hjá verkstjóra ísstöðvarinnar, Sævari Guðbergssyni, fengum við þær upplýsingar að fyrir þremur árum hefði verið keyptar í húsið flökunarvélar. Hefðu þær skilað mjög góðum árangri og taldi hann að nýting á fiski sem flakaður væri í vélinni og pakkaður og seldur á Bandaríkjamarkað væri 30% betri en á fiski sem væri handflakaður. Þá má einnig geta þess að miklar endurbætur fara nú fram á húsnæði Isstöðvarinnar. Hjá Hraðfrystihúsi Baldvins Njálssonar fengum við þær upp- lýsingar að fyrir stöðvunina í ágúst hefðu starfað milli 30 og 35 manns. Nú eru starfandi milli 15 og 20 manns og vantar mjög konur til starfa. Þó ber þess að geta að starfsemin er ekki komin í fullan gang ennþá eftir lokunina í ágúst. Þrír línubátar sjá húsinu fyrir hráefni og er allur fiskur hand- flakaður. Venjulega er nú unnið til kl. 5 á daginn og á laugardögum ef þurfa þykir og var t.d. unnið sl. laugardag. Hjá Ásgeiri hf. vinna 15 konur og éru þær flestar húsmæður. Vinna nokkrar þeirra hálfan daginn af skiljanlegum ástæðum. Að sögn forráðamanna er sækileg- ur fjöldi 20—25 konur. Tveir línubátar og einn netabátur sjá húsinu fyrir hráefni að mestu leyti. Þar er unnið til kl. 7 öll kvöld og lengur 1—2 kvöld í viku. Þá er unnið á laugardögum ef þurfa þykir. Allur fiskur hjá Ásgeiri hf. er handflakaður. Tvö önnur frystihús eru í Garði.num, Kothús, en það hefir ekki verið starfrækt í rúmt ár, og Berg hf. sem hætti starfsemi í vor. Segja má að bæði þessi hús hafi stöðvast vegna fjárhagsörð- ugleika. — Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.