Morgunblaðið - 04.10.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.10.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1978 + Móöir mín og amma okkar, SALBJÓBG KRISTÍN ARADÓTTIR, Hofsvallagötu 20, lézt í Landakotsspítala 2. október. Anna Kjartansdóttir, Hallgrímur Guömundsson, Halldóra Guðmundsdóttir. t Eiginkona mín og móöir okkar, ÁGÚSTA BJARNADÓTTIR, Furugerði 1, lézt í Borgarspítalanum þriöjudaginn 3. október. Fslix Pétursson, Hörður, Bjarni og Gunnar Felixsynir. + Faöir okkar, SVEINN GUÐMUNDSSON, Hóli, Borgarfirði, eystra, lézt í sjúkrahúsinu Egilsstööum, 1. október. Systkinin. t Maðurinn minn og faöir okkar, EINAR KÁRI SIGURDSSON, bóndi í Héholti er látinn. Margrét SteinÞórsdóttir og born. + Móðir okkar, JÓNA SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Lækjargötu 6, Akureyri, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1. október. Jarðsett veröur frá Akureyrarkirkju laugardaginn 7. október kl. 1.30. Börnin. + Innilegar þakkir öllum þeim er auðsýndu samúð og vináttu vlö fráfall eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður, HALLDÓRU BJÖRNSDÓTTUR, frá Ólafsfirði. Halidór Bjarnason, Björn Halldórsson, Kristín Trampe, Guðmunda Halldórsdóttir, Jón Jóhannsson, Þorbjörg Halldórsdóttir, Önundur Haraldsson. + Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö við andlát og jarðarför, JÓNS ARNFINSSONAR, garöyrkjumanns, Baldursgötu 4. Guöbjörg Kristinsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Helgi Sigvaldason, Arndís Jónsdóttir, og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug við andlát og jaröarför dóttur okkar og systur, GÍGJU MAGNÚSDÓTTUR, Kvígholtt 10, Hafnarfiröi. Auodís Karlsdóttir, Magnús Sigfússon, Sigfús Magnússon. + Þökkum auðsýnda samúö og vinarhug við fráfall sonar okkar, unnusta míns, fööur okkar, tendafööur og bróöur, ÚLFARS SIGURBJÖRNSSONAR. Guðlaug Sæmundsdóttir, Sigurbjörn Halldðrsson, Sólveig Jónsdóttir, Lilia Olfarsdóttir, Baldur Úlfarsson, Heiðrún Jónsdóttir, Erla Sadowinski, Rut Sigurbjömsdóttir. Þorgrímur Þorsteins- son — Minningarorð Fæddur 15. júní 1902. Dáinn 8. september 1978. Hinn 15. september í fögru haustveðri þegar viðkvæmustu sumarblómin eru að falla, en hin harðgerðu lauf trjánna skrýðast fyrstu haustlitunum, þá var Þor- grímur Þorsteinsson verkamaður borinn til moldar. Þorgrímur var einn af stórum systkinahóp, einn' af 12 börnum foreldra sinna, fæddur að Hofsósi í Skagafirði, sterkur kvistur af stórum stofni alinn upp við kröpp kjör þeirra tíma. En íslensk þjóð er til í dag vegna þess að hið harðgerða fólk lifði af dimmar aldir og hélt stofninum við. Einn af þessum stofni var Þorgrímur, það var ekki mulið undir hann í æsku eins og sagt er, en hann var gæfumaður, sigraðist á öllum erfiðleikum, var alla tíð bjargálna og vel það, hann lifði alla ævi eftir orðunum: Sælla er að gefa en þiggja. Á gleðinnar stund naut Þor- grímur sín vel, sem sannur Skag- firðingur, eJskaði söng og gleð- skap, kom vel fyrir sig orði, hrifnæmur bæði í gleði og sorg. Frændi Bólu Hjálmars var hann, stórbrotinn, örgeðja, vinur vina sinna, hár og herðabreiður svo eftir honum var tekið. Hann gekk að störfum þar til hann var 75 ára, hélt andlegri reisn til hinstu stundar. Á dánar- beði bað hann fyrir kveðju til vína sinna og samferðamanna, sofnaði rótt, sáttur og samlyndur við allt og alla. Þorgrímur kvæntist hinn 3. júní 1927 mikilli ágætiskonu, Jóhönnu Halldórsdóttur, ættaðri frá Stokkseyri, og af hinni kunnu Bergsætt, og lifir hún mann sinn eftir meira en hálfrar aldar sambúð. Oft orðaði Þorgrímur að það hefði veriö sín mikla hamingja aö eignast Jóhönnu, sterkan og bjart- sýnan lífsförunaut, sem stóð af sér storma lífsins við hlið hans, glöð og hjálpsöm við hver.t fótmál. Þau eignuðust 2 börn, son og dóttur. Soninn misstu þau aðeins 3 mánaða, en dóttirin, Hulda, óx úr grasi, í mikilli umhyggju foreldra sinna. Hulda er gift Gunnari Hermannssyni frá Aðalvík. Einnig ólu þau upp dótturdóttur sína, Jóhönnu, sem sitt eigið barn í miklu ástríki og er hún eiginkona þess sem setur þessi fáu kveðjuorð á blað með þakklæti og hlýhug til Þorgríms fyrir traust og vináttu á liðnum árum. Þá er lífsþrótturinn er tekinn að þverra, er gott að ganga til hinstu hvíldar á gamals aldri eftir marga erfiða ævidaga, eftir langt og trúlega unnið starf í þágu þjóðfé- lagsins. Megi heimkoman handan við móðuna miklu verða björt og fögur. Guð blessi Þorgrím Þorsteins- son. Friðrik Björgvinsson. Guðrún Haraldsdóttir frá Nýlendu - Minning Fædd 12. júlí 1899. Dáin 24. september 1978. I dag verður til moldar borin frá Fossvogskapellu, öldruð frænka mín og vinkona, er síðustu æviár sín dvaldi á Hrafnistu, í nálægð vina og frænda, en fjarri, æsku- stöðvum sínum. Guðrún var fædd að Höfðakoti í Eyrarsveit 12. júlí 1899, en eins árs að aldri flutti hún með foreldrum sínum í Fróðárhrepp, fyrst að Efri-Hrísum, en áriö 1914, að Nýlendu, sem varð hennar heimili næstu 24 árin. Foreldrar hennar voru Haraldur Sigurðsson, útvegsbóndi að Höfða, Pálssonar og Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir, frá Ósi bónda, Guðmundssonar, og eignuðust þau þrjú börn sem upp komust, Jónu f. 1891, Bergsvein f. 1895 og Guðrún 1899. Af fyrra hjónabandi átti Jóhanna einnig þrjú börn, með + Eiginkona mín, móöir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR BOGADÓTTIR, Fossheiði 16, Selfossi, andaðist að morgni 24. sept. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Karl R. Guömundsson, Bogi Karlsson, Kristín A. Guðmundsdóttir, Erlín K. Karlsdóttir, Þorvaldur Þorvaldssoh, Kolbrún K. Karlsdóttir, og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jaðarför, GUÐRÚNAR H. SIGTR YGGSDÓTTUR, Björk, Grímsnesi. Læknum og starfsfólki Sjúkrahúss Selfoss, þökkum við fyrir sérstaklega góöa umönnun við hina látnu. Synir, tengdadætur og barnabörn. + Þökkum innilega samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar, BJÖRNS JÓNSSONAR, fyrrum bónda, aö Hofi, Alftafirði. Starfsliöi Elliheimilisins Höfn, Hornafiröi, læknum og hjúkrunarfólki D-4 Landspítalanum færum við hjartans þakkir fyrir hjálp og frábæra hjúkrun. Börn, tengadabörn, barnabörn og barnabarnaborn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför, GUNNFRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, frá Fossi, Snorrabraut 34, Reykjavik. Sérstaklega þökkum við starfsliði og læknum á deild 4-C Landspítalanum fyrir frábæra umönnun í veikindum hennar. Sigríður Ásgeirsdóttir, dætur og aðrir vandamenn. Jóhannesi bróður Haraldar, Guð- mund Breiðfjörð, Sigurð og Jó- hönnu Breiðfjörð. Á gamlárskvöld árið 1938, giftist Guðrún þeim mæta manni, Einari Baldvin Ásmundssyni, og settist að í Strönd í Ólafsvík. Ekki varð þeim barna auðið, en höfðu drengi í fóstri um nokkurt skeið, en hjónaband þeirra var farsælt alla tíð, sem þau áttu saman, en Baldvin dó árið 1953. Snemma fluttist aldraður faðir Guðrúnar til hennar, og með honum systirin Jóna, og bjuggu þau hjá henni allt til þess tíma, að klukkan glumdi þeim, Haraldi árið 1955, og Jónu árið 1972 og voru kærleikar miklir milli þeirra, og frændabönd heil og ófúin. Þessi nítjándualdarbörn, börn síns tíma, fluttu okkur skilaboð um tíma, hugsjónir og lífsbaráttu nú óþekkta, nema af bókum rykföllnum, sem við geymum í hillum, en höfum ekki í huga, þótt hollt væri nútímanum. Af þeim mátti læra umburðarlyndi, trú- mennsku og skyldurækni ásamt gleðinni við að gleðja aðra, gefa af fátækt sinni, sem af ríkidæmi og veita vegmóðum hvíld. Gestrisni þeirra Jónu og Gunnu, ásamt frændrækni var við brugðið og mörg guðlaunin var þeim beðið heilum huga, af þeim er nutu og áttu ekki vissa inneign annars staðar. Fullviss er ég þess, að allar þær bænir samankomnar, hljóti að nægja til næturgistingar með eilífðarverum, og biður fjölskylda mín Guðrúnu að lokum sællar farar yfir landamærin og góðar heimkomu. Starfsfólki hjúkrunardeildar Hrafnistu, sem hjúkraði Guðrúnu af frábærri umhyggju í erfiðri legu hennar síðustu mánuði, fær- um við alúðar þakkir. Hreinn Bergsveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.