Morgunblaðið - 04.10.1978, Page 23

Morgunblaðið - 04.10.1978, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1978 23 Guðjón Felixson — Minningarorð Fæddur 20. júní 1964 Dáinn 9. september 1978. Guðjón Felixson lézt að heimili sínu 9.9. ‘78 á afmælisdegi ömmu. sinnar, aðeins 14 ára að aldri. Þeir sem með honum fylgdust á hans stuttu æfi, undruðust hvílíkur kjarkur honum var gefinn í baráttunni. Fram í andlátið ljómaði frá honum hjartagæzka, mikill and- legur þroski og skilningur á vandamálum sínum og þeirra sem um hann önnuðust. Hann langaði að lifa — hann var svo ungur, en hann vissi að dauðinn var alltaf á næsta leiti, og stundum þegar honum leið sem verst sagði hann: „æ, amma mín, ég vildi að ég færi að deyja.“ Svo mörg voru þau orð. Hann er farinn og Guði sé lof að hann er búinn að stríða. Enginn veit, nema sá sem uppá horfir, hvað ungt fólk og börn sýna mikla hetjulund þegar á reynir — þar fara hetjur hversdagsleikans. A sínum fáu árum upplifði hann svolítið sem mörg börn fá aldrei, það er gagnkvæm ást og virðing milli hans og ömmu og afa í Keflavík, sem gengu honum í foreldrastað nokkurra ára göml- um. Þessi einlæga væntumþykja gerði honum árin kleif, engin átti hann eins mikið og amma og enginn hafði handtökin hennar ömmu. Amma, afi, Inga frænka og fótboltaliðið var það gleðilega við lífið hjá honum. Nú er tómt að Smáratúni 4, það vantar hann, hlátur hans er hljóðnaður, en eftir standa syrgj- endur við gröf. Við biðjum Guð að blessa hans saklausu sál. Vinarkveðja frá Ilrafnhildi. ólöfu og Auði. Sigríður Bogadótt- ir—Minningarorð Fædd 25. nóvember 1925 Dáin 24. september 1978 Lát Sigríðar bar að mjög skyndilega, og öllum óvænt. Þau hjónin Karl og Sigríður komu úr velheppnaðri og langþráðri sumar- leyfisferð eftir mikla starfsönn seinustu undanfarin ár, snemma morguns laugardaginn 23. septem- ber s.l., seint sama kveld er Sigríður flutt á Sjúkrahúsið á Selfossi vegna vanlíðunar, og lést þar árla sunnudagsmorguns. Sigríður var fædd í Reykjavík, og var yngst af 8 börnum, en þrjú þeirra eru enn á lífi, en næst yngsta systirin Bryndís andaðist 15. september s.l. Foreldrar henn- ar voru hjónin Elín Guðrún Sigurðardóttir hreppstjóra í Firði í Seyðisfirði og Bogi Benediktsson, fæddur í Garði í Fnjóskadal. Þau hjón bjuggu lengst af hér í Reykjávík. Sigríður hóf nám í Menntaskól- anum í Reykjavík, og lauk þaðan gagnfræðaprófi 1941. Eins og eldri Reykvíkingar muna var á þeim árum takmarkaður aðgangur að skólanum. Þegar Sigríður hóf nám gengust 125 nemendyr undir inn- tökupróf en aðeins 25 fengu inngöngu, og var Sigríður ein í þeim hópi. Að loknu námi hóf Sigríður að starfa hjá Morgun- blaðinu. Starfaði hún þar með þeirri vandvirkni og samvisku- semi, sem henni var í blóð borið, allt þar til hún fluttist með manni sínum til Kanada árið 1948. Sigríður giftist 20. mars 1948 Karli Guðmundssyni úrsmíða- meistara, en sama dag flugu ungu hjónin til Winnipeg í Kanada. Þar dvöldu þau hjá móðurbróður Karls, Karli Þorlákssyni og konu hans Valdheiði. Tilgangur Karls var að fullnuma sig í úrsmíði hjá Karli móðurbróð- ur sínum, en hann starfaði sem úrsmíðameistari í Winnipeg í áratugi. Þau hjónin Sigríður og Karl dvöldu nokkuð á annað ár í Winnipeg, og hefur verið mikill vinskapur þar á milli alla tíð síðan. Börn þeirra hjóna eru 3 og barnabörnin einnig 3, þ.e., Bogi, úrsmíðameistari, sem nú starfar sem úrsmiður með föður sínum, Bogi er kvæntur Kristínu Önnu Guðmundsdóttur; Kolbrún, sem starfar nú hjá Landsbanka Islands á Selfossi, hennar barn er Karl Reynir Einarsson; Erlín Kristín, gift Þorvaldi Þorvaldssyni, sem starfar hjá Rafveitu Selfoss, þeirra börn eru Arnheiður Sigríð- ur og Karl Þór. Þau hjónin Sigríður og Karl fluttust til Selfoss haustið 1964 og settu þar á stofn eigið úrsmíða- verkstæði. Þéssi uppbygging á eigin starfsemi var þeim hjónum erfið, en Sigríður átti stóran og heilladrjúgan þátt í að efla og treysta þessa starfsemi á ókunn- um stað, og var nú er hún lést að því komið að mikill árangur var að sjást, eftir mörg erfið ár, og er því mikið skarð fyrir skildi við fráfall Sigríðar. Sigríður og Karl fluttust til - Selfoss, þar sem þau vissu að þar var góð framtíð í framtíðarbæ, í miðju eins besta landbúnaðarhér- aðs hérlendis, og áttu þau góða viðskiptavini alls staðar að af þessu stóra blómlega svæði. Sel- fossi hefur bæst með flutningi þeirra hjóna þangað, góðir kraftar til eflandi uppbyggingar í þessum vaxandi kaupstað, þar sem allar fjölskyldur þeirra hjóna starfa nú á Selfossi. Hið óvænta fráfall mágkonu minnar, Sirrýar (eins og hún var alltaf kölluð) kom eins og reiðar- slag yfir fjölskyldurnar á Selfossi og aðra ættingja, en oft kemur kallið þegar síst skyldi. Ég veit að alniættið mun styrkja þau öll í sorg sinni og söknuði, en minning- in um góða eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu mun hvetja þau til góðra verka á áframhald- andi lífsbraut. Leifur Guðmundsson. Þú töfraðir hetjurnar. ókomna öld, ok ennþá er svipur þinn faxur. cr hver maður þorir að þekkja sinn skjöld og þarf ekki að krjúpa við gull eða völd. Ó, það verður dýrleKur daKur. (Þorsteinn Erl.) Þetta er afmælisijóð Sirrýar í bókinni minni. Mér finnst það passa vel við þessar línur sem fara hér á eftir, nú er hún horfin frá okkur. Mig langar að senda kveðju og þakklæti, fyrir samleiðina í 37 ár. Minningarnar koma hver af annarri, það var vorið 1941 að leiðir okkar lágu fyrst saman, þegar hún kom sem gagnfræðing- ur úr Menntaskólanum í Reykja- vík til að vinna á Morgunblaðinu. Þar vann ég þegar hún byrjaði þar. Störfin á blaðinu voru strax metin að verðleikum: vandvirkni, rétt mál og alveg sérstaklega skýra og fallega rithönd hafði Sirrý. Ég var alltaf velkomin á æskuheimili hennar hjá hennar góðu foreldrum. Það má segja að við værum saman allar okkar frístundir. En svo kom Kalli í myndina. Þá urðu okkar samverustundir óhjákvæmi- lega færri. í marz 1948 skildu leiðir okkar um sinn, þegar hún giftist Kalla og fóru þau strax til Kanada. En svo var þráðurinn tekinn upp aftur, þegar þau komu heim. Alltaf var jafn gaman að vera með Sirrý og Kalla, hvort sem það var í Reykjavík, eða Selfossi. Mér er sérstaklega minnisstæð ein slík heimsókn til þeirra á Selfossi. — Kalli og Þorlákur ætluðu í veiði í Ölfusá. Við fórum eldsnemma af stað frá Reykjavík því byrja átti að veiða kl. 7. Þegar við komum heim til þeirra stóð Sirrý úti á hlaðinu og tók á móti okkur með sínu fallega brosi sem henni var svo eiginlegt, bauð okkur velkomin og að ganga í bæinn sinn. Þar beið okkar kaffi og góðgæti. Þetta var alveg yndisleg helgi. Við nutum svo sannarlega gest- risni þessara góðu vina okkar á Selfossi í eins ríkum mæli og hægt er. — Og ég fullyrði að þetta ferðalag og móttökur allar verða okkur á mínu heimili með öllu ógleymanlegar. — Og báðar höfuip við mikla ánægju af því að okkur gafst um leið tækifæri til að rifja upp gamlar og góðar endurminn- ingar, sem ætíð verður bjart yfir. Ég þakka svo Sirrý að lokum samfylgdina og samverustundirn- ar, sem vissulega hefðu mátt vera fleiri. — Við hjónin sendum Kalla og börnum þeirra innilegar samúðar- kveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Gyða. Ég get ekki látið hjá líða að minnast svilkonu minnar með nokkrum orðum. En það er svo oft, að þegar manni liggur mikið á hjarta, þá láta orðin á sér standa. Þegar kallið kemur er maður alltaf svo óviðbúinn. Við stöndum alltaf jafn lítils megnug gagnvart dauð- anum, sérstaklega þegar kallið kemur eins snöggt og í þessu tilfelli, þegar Sirrý, eins og hún var kölluð, var kvödd burtu frá okkur sem eftir stöndum. Hún sem fór með sínum ástkæra eiginmanni til sólarlanda, sér og manni sínum til hvíldar og hress- ingar. Þau komu frá sólarströnd- inni að morgni 23. september s.L, með birtu og yl eftir vel heppnaða ferð, en hún naut ekki þessarar ferðar lengi, því morguninn eftir hringir dóttir Sirrýar í konu mína, og segir að hún hafi látist þá um morguninn. Mér finnst ég ekki trúa því að hún sé ekki lengur meðal okkar. Sirrý var gædd miklum mann- kostum, var frekar hlédræg, en var vel gefin og var gaman að ræða við hana um menn og málefni. Hún hafði að mínum dómi sérstaklega góða lund, frekar dul en hjartahlý. Trygg og trú stóð hún við hlið eiginmanns síns, sem klettur í hafinu. Hún unni mest velferð síns ástkæra eiginmanns og barna sinna. í hvert skipti sem maður hitti Sirrý spurði hún, hvað er að frétta af fjölskyldunni? Að mínu mati bar hún mikinn hlýhug til allra ættingja manns síns og sinna. Ég minnist hennar sem skemmtilegrar manneskju fyrir hispurslausa framkomu. Þær minningar verða okkur huggun harmi gegn, og auðvelda okkur að sætta okkur við beiska staðreynd. Að endingu votta ég og mín fjölskylda mági mínum og öllu ættfólki okkar innilegustu samúð, og bið að gæfa fylgi þeim í blíðu og stríðu. Björn Björnsson. JÓNAS ÓLAFSSON JÓRFA — MINNING Fæddur 27. apríl 1896. Dáinn 18. ágúst 1978. Þó að nokkuð sé liðið frá dauða vinar míns, Jónasar Ólafssonar bónda á Jörfa í Kolbeinstaða- hreppi, þá finnst mér ég verða að kveðja hann með nokkrum orðum. Ég hefði gert það fyrr, hefði ekki lasleiki hamlað því. Jónas á Jörfa var slíkur persónuleiki er ekki getur fallið úr minni þeirra er honum kynntust, mikill að vallar- sýn, maðurinn allur hinn gjörvu- legasti, sviphreinn enda sannkall- að göfugmenni, hlýr í viðmóti, allir vildu vera í návist hans bæði vegna hins talandi orðs, því að hann var mikill húmoristi, gat dáleitt hvern mann með frásagn- arhæfileikum sínum. Voru þetta oft frásagnir af sérkennilegum mönnum er nokkuð var af hér áður fyrr. Hann var ekki að gera lítið úr þeim, heldur draga fram sérkenni þeirra í skáldlegan búning, svo allir gætu hlegið sér til heilsubót- ar. Jónas var mikill hestamaður, átti jafnan góða hesta, enda góður tamningamaður, með afbrigðum glöggur á að sjá út á ungum fola hvort um góðhest var að ræða eða ekki. Einn hest átti Jónas er bar af öðrum gæðingum, jafnan kallaður Jónasar-Gráni. Hann keypti þenn- an hest þá ungan af manni er ekki réð við hann en Jónas gat eftir mikla þjálfun mildað skap hans svo að lokum, að hann varð annálaður snillingur af öllum er kynntust kostum hans. Jónas var mikill dýravinur, fór vel með allar skepnur, þó að hrifning hans væri mest af hestinum. Jónas bjó á Jörfa mestallan aldur sinn ásamt konu sinni frú Guðbjörgu Hannes- dóttur ljósmóður, hinni ágætustu konu, systur Kristjáns Hann- essonar læknis er flestir kannast við af ágætu, er dó fyrir stuttu. Hann dó degi á undan mági sínum Jónasi, svo frú Guðbjörg hefir orðið fyrir stórum vinamissi á skömmum tíma. Börn þeirra Jónasar og Guð- bjargar eru: Ólafur Ragnar flug- maður hjá Loftleiðum; Helgi fræðslustj. Reykjanesumdæmis, býr í Hafnarfirði; Hanna Ein- björg, gift Jóhannesi Guðmunds- syni bónda á Jörfa; og Ingibjörg gift Baldri Ólafssyni. Foreldrar Jónasar voru: Agatha Stefánsdóttir og Ólafur Erlends- son oddviti og sýslunefndarmaður. Þetta voru ágætis manneskjur, hann var mjög vel gefinn maður, mikill mælsku-skörungur, bæði hjónin ættuð úr Mýrasýslu. Þau hjón áttu 12 börn, og voru Jörfasystkinin á svipuðum aldri og við systkinin á Stórahrauni er vorum 11, svo að það gefur auga leið að það var mikill samgangur á milli heimilanna er lágu skammt hvort frá öðru og ekki síst okkar unga fólksins. Við bræður teljum því vin okkar Jónas og þá Jörfa- bræður nokkurs konar fóstbræður okkar, svo náin voru tengsl okkar við Jörfa-systkinin og heimilið. Kolbeinstaðahreppur finnst mér fátækari við fráfall Jónasar á Jörfa, hann var forustumaður hreppsins á ýmsum sviðum, og öll hans störf stækkuðu sjáifan manninn. Jónas hafði með afbrigð- um gott minni, gat sagt okkur ssem ekki höfðum af slíku að státa, í hvaða kjördæmi hver þingmaður hét eða hétu, ef um tvímenningskjördæmi var að ræða, einnig hvað mörg atkvæði hver hafði fengið í kosningunum. Þetta var á þeim tíma þegar íslendingar réðu þingmannavali sínu. Dauða Jónasar bar brátt að. Hann gekk út á túnið skammt frá heimili sínu, þar sefn áður fyrr átti lítill drengur sín fyrstu æskuspor, og lék sér að legg og skel. Nú gekk öldungur kominn yfir (áttrætt sömu leið, sporin stærri, æsku- leiftur enn í sjóndöprum augum hans. Öldungurinn settist niður, þetta var hans síðasta ganga. Jarðarför Jónasar fór fram á Kolbeinstöðum. Var hann jarð- sunginn af séra Einari Jónssyni presti í Söðulsholti og hélt hann prýðilega ræðu yfir honum. Þetta var sú fjölmennasta jarðaför er ég hefi verið við í sveit, og gaf til kynna hve vinmargur Jónas var. Allir er þekktu hann vildu fylgja ljúfmenninu Jónasi á Jörfa síðasta spölinn hér á jörðu. Þar sem leiðir skilja í bili, þakka ég, kona mín og dætur ásamt systkinum mínum, vini okkar Jónasi fyrir samfylgd- ina á liðnum árum. Við samhryggjumst konu hans, frú Guðbjörgu, og allri fjölskyld- unni, við fráfall hans. Guð blessi þau öll. Þórarinn Árnason frá Stórahrauni. Afmœlis- og minningargreinar AF GEFNU tilefni skal það enn ítrekað, að minningargreinar, sem birtast skulu í Mbl., og greinarhöfundar óska að birtist í blaðinu útfarardag, verða að berast með nægum fyrirvara og eigi síðar en árdegis tveim dögum fyrir birtingardag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.