Morgunblaðið - 04.10.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.10.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1978 27 Sími50249 Lifiö og látiö aöra deyja (Live and let die) Frábaer James Bond mynd. Roger Moore. Sýnd kl. 9. sÆjpnP " Sími 50184 Sæúlfurinn Hörkuspennandi, ítötsk stór- mynd, gerð eftir hinni sígildu sjóferðasögu Jacks London. íslenzkur texti. Sýnd kl. 9. Lister Dieselvélar 5—250 hestöfl vatnskældar eöa loftkældar. Rafstöövar 2—175 KVA Bátavélar meö gír Vélasalan h.f. Garðastræti 6 S. 15401, 16341. Ráðstefnuíulltrúar þinga í fundasal Vinnuveitendasambands íslands. Frá vinstrii Danir, Norðmenn, íslendingar fyrir háborði. Svíar og Finnar. Samtök norrænna matvöru- kaupmanna þinguðu í Rvík NORRÆN kaupmannanefnd, Nordisk Kobmandskomité þing- aði í fyrsta sinn á íslandi dagana 10. til 12. september. en það eru samtök norrænna matvörukaup- manna á Norðurlöndum. Þessi samtök voru stofnuð 23. október 1910 í Kaupmannahöfn og hafa fundir samtakanna verið haldnir til skiptist í aðildarlöndunum annað hvert ár. Fyrir tveimur árum gerðust Kaupmannasamtök íslands þátttakendur í þessu samstarfi. en áður höfðu þau sent áheyrnarfulltrúa til funda sam- takanna. Aöildarfélög Nordisk Kobmandskomité eru nú: Detaljhandelns Centralförbund, í Finnlandi, Sveriges Livsmedels- handlareförbund, í Svíþjóð, Noregs Kolonial- og landhandel- forbund, í Noregi, De samvirkenda Kobmandsforeninger, í Dan- mörku, og Kaupmannasamtök Is- lands, á Islandi. I þessum norrænu kaupmanna- samtökum eru fundir haldnir annað hvert ár, og til skiptis í aðildarlöndunum. Næsti fundur verður haldinn í Finnlandi 1980, en þá verða 70 ár liðin frá stofnun samtakanna. Tilgangur og mark- mið Mordisk Kobmandskomité er m.a. sá, að efla samstarf norrænna kaupmanna. Skiptast á upplýsing- um og skoðunum um hin ýmsu vandamál, sem snerta smásöluna á Norðurlöndum. Hafa áhrif á ýms- ar ákvarðanir stjórnvalda verð- andi verzlun og viðskipti, til hagsbóta fyrir neytendur jafnt sem kaupmenn. I þessu samstarfi er einnig fólgin mikil kynning milli þjóðann og á löndum og lífsháttum þeirra. Fundurinn hér í Reykjavík var haldinn dagana 10. og 12. september, í húsakynnum Vinnu- veitendasambands Islands við Garðastræti. Fundinn sátu að þessu sinni 31 fulltrúar, 6 frá Finnlandi, 4 frá Svíþjóð, 6 frá Noregi, 7 frá Danmörku og 8 frá Islandi. Fulltrúarnir frá Islandi voru: Gunnar Snorrason, formað- ur Kaupmannasamtaka Islands, Jónas Gunnarsson, formaður Félags matvörukaupmanna, Jóhannes Jónsson, formaður Félags kjötverzlana, Magnús E. Finnsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka Islands, Ósk- ar Jóhannsson, kaupmaður, Hreinn Sumarliðason, kaupmaður, Karl Sigurðsson, kaupmaður og Guðni Þorgeirsson, fulltrúi. Hreinn Sumarliðason var fundarstjóri. Af málefnum þeim sem tekin voru til umræðu má nefna: Lokunartími sölubúða, merkingu matvöru, vandamál verzlana í dreifbýli, lánamál smásöluverzlunarinnar, aðbúnað og hollustuhætti á vinnustað, hverfisverzlanir og markaðs- verzlanir, afskipti hins opinbera af málefnum smásöluverzlana og framhjásölu. í öllum þessum málaflokkum voru framsöguræður fluttar af fulltrúum hvers lands fyrir sig, og svo borin saman viðhorfin í frjálsum umræðum. Margt fróðlegt kom fram og voru menn á einu máli um það að ráðstefnan hefði verið hin gagn- legasta. Formennirnir talið frá vinstrii Aarno Pajunen frá Finnlandi. Holger Christensen frá Danmörku. Ottar Gjærde frá Noregi. Bengt Davidsson frá Svíþjóð. Gunnar Snorrason frá íslandi. Hafnarfjörður Frá 1. október hættir Magnús Kristinsson afgreiöslu Morgunblaösins í Hafnarfiröi. Kaup- endur blaösins í Hafnarfiröi eru vinsamlega beönir aö snúa sér framvegis til afgreiöslunnar í Rvík í síma 10100. Maharishi Mahesh Yogi MEIRI 0RKA 0G SKAPANDIGREIND Almennur kynningarfyrirlestur um tæknina Innhverf íhugun verður haldinn í kvöld kl. 20.30 Hverfisgötu 18 (gegnt þjóðleikhúsinu). M.a. verður fjallað um vísindalepar rannsóknir sem sýna þróun í vitundarlífi hjá einstaklingnum. Innhverf Ihugun er einföld, andleg tækni, er veitir hug og líkama djúpa hvíld og losar um streitu og þreytu. Allir velkomnir. Islenska íhugunarfélagið ÞRUMU-BINGO í Sigtúni, annað kvöid kl. 20.30. Verðmæti vinninga: 2 milljónir. Þar af 10 ÚTSÝNARFERÐIR , Sigríöur Hannesdóttir, eftirhermu °g gamanvísna- söngkona. 2. skemmtiatriði: Sigríöur Hannesdóttir, eftirherma og gamanvísnasöngkona Sigmar Pétursson, leikur á harmoniku. Enginn vinningur undir 80 pús. kr. Matvæli, húsgögn og óteljandi aðrir munir. Mjög verðmæt málverk. Vöruúttektir fyrir fleiri hundruö þúsundir króna. Gull og silfurmunir. . * hvot

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.