Morgunblaðið - 04.10.1978, Síða 29

Morgunblaðið - 04.10.1978, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1978 29 m VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRA MÁNUDEGI Kærleikshugsun eins aðiia eða helzt margra samhuga manna sem beint er til ódæðismanns hvort heldur hann er utan eða innan fangelsismúra, hlýtur að verka mildandi á hugarfar hins seka og valda hugarfarsbreytingu til batn- aðar. Ég held að beiting góðvildar- hugsunar til ódæðismanns sé eina leiðin til að gera hann að betri manni. Og hér standa þeir sem kærleikshugsanir senda ekki einir að verki því þeir stilla hinn illa til lífssambands við lengra komna hjálpendur annars staðar í al- heimi. En þær háþroskaverur munu ávallt beina mætti sínum og kærleika til þeirra sem þjáningar líða og til þeirra sem fara villir vegar á lífsins brautum. Aðeins þaðan er að vænta þeirrar hjálpar sem duga mætti til að breyta rangsnúnu hugarfari hins illa til réttrar áttar svo hann geti aftur orðið nýtur maður og geti lifað sjálfum sér og öðrum til blessunar. I.A.“ Ekki verða höfð fleiri orð um þetta málefni, en hér fer á eftir lítil ósk frá konu sem oft segist fara í laugar: Stund og trimm „Ég er ein af þeim mikla fjölda sem stundár sund í laugun- um í Laugardal. Og fyrir nokkrum dögum tók ég eftir því að börn voru í leikfimi á grasvelli sem er fyrir utan girðinguna en þau gengu í gegnum hurð sem er á henni. Þegar ég sá þetta hugsaði ég með mér að þarna gæti ég farið að trimma. Ég rétt eins og fjölda margir aðrir hef mikinn áhuga á því að trimma til þess að halda mér í formi. Þetta er nefnilega alveg fyrirtaks aðstaða þarna í sundlaugunum. Ég tók með mér léttan klæðnað næst þegar ég ætlaði í sund, en ég varð fyrir sárum vonbrigðum, dyrnar út að æfingavellinum voru læstar og engin leið að komast út. Ég skora hér með á sundlaugar- yfirvöld að hafa opið út á vellina þarna á bak við vegna þess að þá gæti fólk bara klætt sig úr í útiklefunum og farið að trimma, og síðan fengið sér bað á eftir. Sundkona og trimmaðdáandi.“ Þessir hringdu . . • Gangbrautum gleymt Kona sem ferðast mikið fót- gangandi um borgina hafði eftir- farandi að segja um ökumenn og gangbrautir: — Ég hefi þráfaldlega orðið vör við það að ökumenn virða ekki nokkra gangbraut hér í bænum, það er engu líkara en þeir haldi að þær séu ekki til. Örlítið virðist mér þó ástandið hafa batnað síðustu daga í kjölfar slysa og umræðna um þau, en sem dæmi um það vil ég nefna að við Lækjartorg var ég komin út á gangbraut þegar bíl bar að og virtist hann ætla að ana áfram, en áttaði sig á síðustu stundu og hemlaði með væli miklu. Þetta er kannski dæmi þess að ökumenn átti sig einstaka sinnum á „elleftu stundu", eins og sagt er. Það er að verða slíkt hættuspil að ferðast fótgangandi um borgina að taka verður upp stöðugan áróður fyrir bættri umferðarmenningu bæði ökumanna og fótgangandi vegfarenda. • Stökur en ekki ljóð Gagnrýndar hafa verið harð- lega vísur og ljóð er birt voru í SKÁK Umsjón: Margoir Pétursson A haustmóti T.R. sem nú stendur yfir kom þessi staða upp í B flokki í skák þeirra Jóhannesar Gísla Jónssonar, sem hafði hvítt og átti leik, og Árna Sigurbjörns- sonar. Skákin hafði fylgt þekktum farvegi Marshall árásarinnar í Spænska leiknum allt þar til svartur lék í síðasta leik 16 .. .Bd6 - g3? ? í stað 16... Bc8 - b7. Þetta reyndist honum dýrkeypt: Velvakanda í gær, þriðjudag, og má segja að gagnrýnendur hafi gert harkalega árás á þennan „skáldskap". Segja má að ekki hafi verið um að ræða þær snaggara- legu ferskeytlur og góðu vísur, sem Velvakandi hafði farið fram á og var fremur beðið um stökur en ljóð. Því miður er brageyra Islendinga ekki eins og það var, eins og sézt af því sem sent hefur verið til Velvakanda, en margt af því verður vart birt og menn sem yrkja undir hefðbundnum bragar- hætti verða að kunna skil á honum. Stjórn Kaupmannafélags Austfjarða talið frá vinstrii Björn Björnsson, Hornafirði, Gísli Blöndal, Seyðisfirði, Margeir Þórorms- son, Fáskrúðsfirði, Guðmundur Björnsson, Stöðvarfirði, Elís II. Guðnason, Eskifirði. Sigbjörn Brynjólfsson, Hlöðum, Fljótsdalshéraði. Á mvndina vantar Gunnar Hjaitason, Reyðarfirði. Kaupmannafélag Austfjarða stofnað S3? SlGGA V/öGA £ Á/LVtWM LAUGARDAGINN 26. ágúst var stofnfundur Kaupmannafélags Austfjarða haldinn að Hallorms- stað. Kaupmannasamtök íslands höfðu forgöngu um stofnun félags- ins, enda stefna framkvæmda- stjórnar K.I. að styrkja stöðu kaupmannaverzlunar eftir megni, sem víðast á landinu. Stofnundinn sátu milli 20 og 30 austfirskir kaupmenn ásamt fulltrúum frá Kaupmannasamtökunum. Formaður K.í, Gunnar Snorra- son, setti fundinn og tilnefndi Magnús E. Finnsson, fram- kvæmdastjóra K.I., fundarstjóra og Jón I. Bjarnason, ritstjóra, fundarritara. í framsöguræðu sinni skýrði formaður frá undir- búningi og tilgangi fundarins. Einnig ræddi hann um uppbygg- ingu Kaupmannasamtakanna og lauk máli sínu með því að ræðá ýmis mál, sem að hefur verið unnið að undanförnu og þeim sem verið er að vinna að nú. Fram- kvæmdastjóri K.I., Magnús E. Finnsson, ræddi m.a. um þýðingu kaupmannafélaga og sérgreinafél- aga, starfsemi stofnlánasjóða K.I., og gildi þeirra fyrir smásölu- verzlunina. I almennum umræðum komu fram fjölmargar fyrirspurnir, sem formaður og framkvæmdastjóri svöruðu. Þá voru rædd og sam- þykkt lög fyrir Kaupmannafélag Austfjarða. I stjórn félagsins voru kjörnir: Gísli Blöndal, Sigbjörn Brynjólfsson, Björn Björnsson, Margeir Þórormsson, Elís H. Guðnason, Gunnar Hjaltason og Guðmundur Björnsson. Endur- skoðendur voru kjörnir þeir Gunn- ar Vignisson og Brynjar Júlíusson. Gunnar Hjaltason var kjörinn fulltrúi í fulltrúaráð Kaupmanna- samtaka Islands. Ný kjörinn formaður félagsins, Gísli Blöndal, þakkaði það traust, sem honum var sýnt með formannskjörinu og sagðist fagna því að starfa með samstjórnarmönnum sínum og taka á með þeim við þau verkefni, sem biðu félagsins. Hann þakkaði Kaupmannasamtökum Islands fyrir frumkvæðið að stofnun félagsins og sagðist sannfærður um að félagið ætti eftir að verða lyftistöng fyrir kaupmenn á Aust- fjörðum. Símskeyti barst á fundinn frá formanni Kaupmannafélags Vest- fjarða, Benedikt Bjarnasyni, þar sem hann óskar austfirzkum kaupmönnum til hamingju með félagið. Formaður K.Í., Gunnar Snorra- son, tók til máls og þakkaði fundarmönnum góðar undirtektir við félagsstofnunina og sagðist vona að félagið yrði traustur hlekkur í Kaupmannasamtökum íslands. Gunnar sagði það hafa verið ánægjulegt að dvelja þessa daga að Hallormsstað í ilmi austfirzkra skóga, og finna þann samhug og félagsþroska, sem einkennt hefði fundinn. Hann þakkaði að lokum framúrskarandi móttökur og allan aðbúnað við fundarhaldið að Hallormsstað. 640 nemend- ur í M.A. í vetur MENNTASKÓLINN á Akureyri var settur i 99. skipti á sunnudag- inn. Nemendur í skólanum í vetur verða 540 auk 100 nemenda í öldungadeild. Kennarar eru 38, þar af 29 fastráðnir. Kennslugreinar í M.A. eru 35 auk þess sem nemendur sækja ýmsar valgreinar í öðrum skólum á Akureyri, en í menntaskólanum er kennt á 5 sviðum; málasviði, náttúrufræðisviði, eðlisfræðisviði, félagsfræðisviði og tónlistarsviði í samvinnu við Tónlistarsk'ólann. Nú er verið að reisa skála M.A. á Sólheimaborg undir Steinsskarði í Vaðlaheiði og verður nýi skálinn arftaki Utgarðs gamla, sem stóð neðst í Hlíðarfjalli. Góð sala Rauða- núps í Hull SKUTTOGARINN Rauðinúpur frá Raufarhöfn seldi 124 tonn af blönd- uðum fiski í Hull í gærmorgun fyrir 69.776 sterlingspund eða 42.3 millj. kr. Meðalverð á kíló var kr. 341.28, sem er mjög gott verð. Fiskverð er nú mjög gott í Englandi þessa dagana og sérstak- lega vantar þorsk, ýsu og kola á markaðinn. T.d. má geta þess að í afla Rauðanúps voru 25 lestir af ufsa, en ufsi er yfirleitt ekki hátt metinn á enska markaðnum. 17. Dxí7+!! og svartur gafst upp, því að hann er mát í næsta leik.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.