Morgunblaðið - 04.10.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.10.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1978 Hefna unglingarnir ISLENSKA land.sliðið í knatt- spyrnu. skipað leikmönnum 16—18 ára, lcikur í dag á Laugardalsvellinum kl. 17.15 gegn jafnöWrum sínum frá Hol- landi. Er lcikurinn liður í undan- kcppni Evrópukeppninnar. en lokakcppnin fer fram í Austur- ríki síðari hluta maí á næsta ári. Síðari leikur þjóðanna fcr fram í Hollandi 8. nóvember. Islending- ar hafa jafnan staðið sijf mjög vel í kcppni þessari og komist í lokakeppnina í f jögur af síðustu 5 skiptum. bó að mótherjinn sé að þessu sinni af sterkara taginu, má húast við spcnnandi lcik og vonandi góðum cinnití- Það cr alls ekki fjaríægur draumur að land- inn tryggi sér sæti í lokakeppn- inni einu sinni enn. Landsliðsþjálfarinn, Lárus Loftsson, hefur tilkynnt hvaða 11 leikmenn muni hefja leikinn gegn Hollandi. En það eru eftirtaldir: Bjarni Sigurðsson ÍBK, markvörð- ur, Gunnar Gíslason KA, bakvörður, Halldór Ólafsson ÍBÍ, bakvörður, Ágúst Hauksson Þrótti Benedikt Guðmundsson UBK, mið- vörður ok fyrirliði, Heimir Karlsson Víkingi, tengilið- ur, Skúli Rósantsson ÍBK, tengiliður, Bergur Heimir Bergsson Selfossi, tertgiliður, Lárus Guðmundsson Víkingi, framherji, Arnór Guðjohnsen Lokeren, fram- herji, Sæbjörn Guðmundsson KR, fram- herji. Varamenni Árni Dan Einarsson UBK Ástvaldur Jóhannsson IA Guðmundur Torfason Fram Ragnar Margeirsson ÍBK Hafþór Sveinjónsson Fram. Margir af hollensku piltunum eru atvinnumenn með frægum félögum þar í landi, eins og sjá má af upptalningu þeirra 16 leik- manna sem hingað til lands koma. J. Strijkers, Urmondia, Zwan, VUC, Van Der Akker, FC Utrecht, Van Der Meer, AZ'67 Alkmaar, Talan, AZ'67 Alkmaar, Bergsma, Ajax, Keiser, Ajax, Holshuyzen, Ajax, Blanker, Ajax, Dómari verður R.B. Valantine, en línuverðir þeir Þorvarður Björnsson og Garðar Guðmunds- son. • Gunnar Sigurðsson, formaður knattspyrnuráðs ÍA, tekur við f járgjöf Akranesbæjar til handa ÍA úr höndum forseta bæjarstjórnar Gáf u knattspyrnu- mönnum millión ARSHÁTIÐ íþróttabandalags Akraness var haldin í fyrrakvöld og þótti takast mjög vel. Á hátíðinni kvaddi Valdimar Indriðason forseti bæjarstjórnar Akraness sér hljóðs og afhenti knattspyrnuráði bæjarins að gjöf eina milljón króna frá bænum sem þakklætisvott fyrir góða frammi- stöðu Skagamanna í bikarkeppni KSI og Evrópukeppninni í sumar. Gunnar Sigurðsson, formaður ráðsins, veitti gjöfinni viðtöku og færði bæjarstjórninni þakkir. IÚRSLIT15 AF 6 SKIPTUM IIOLLENDINGAR eru mót- hcrjar Islendinga að þessu sinni í Evrópukcppni landsliða skipuðum strákum 16—18 ára. Landsliðin leika í Laugardaln- um í' dag eins og fram kemur annars staðar í blaðin'u. fslend- ingar hafa verið sigursælir í undankcppniiniim. komist oft í' lokakcppnina. leikið þar meðal 16 bestu knattspyrnuþjóða Evrópu og ávallt staðið sig með mikilli prýði. ísland tók fyrst þátt í keppni þessari árið 1970, en varð þá að lúta í lægra haldi fyrir Skotum og Wales. Árið eftir voru það írar sem slökktu vonir íslend- inga, en leikirnir voru þó mjög jafnir. Árið 1972 mættu íslendingar síðan Luxemburg og töpuðu ytra 1—2. En landinn vann heima 2—0 og komst því í lokakeppn- ina. Þar var gert jafntefli við Belga, en tapað fyrir Englend- ingum og Sviss. Árið 1973 slógu íslendingar Ira út með því að skora fleiri mörk á útivelli og í lokakeppn- inni í Svíþjóð gerði landinn jafntefli við Skota, en tapaði naumlega fyrir Finnum og Rúmenum. Norður-írar báru sigurorð af íslendingum í undankeppninni árið 1974, unnu bæði ytra og í Reykjavík. Arið 1975 voru Luxemborgar- ar enn mótherjar íslendinga og að þessu sinni unnu íslendingar bæði heima og heiman. Var útisigurinn sá fyrsti sem Islend- ingar unnu í keppni þessari. Lokakeppnin var nú í Ungverja- landi og þar gerðu íslendingar jafntefli við Tyrki og Svisslend- inga, en töpuðu fyrir Spánverj- Norðmenn lágu í Reykjavík og náðu síðan aðeins jafntefli á sínum heimaslóðum árið 1976 og í lokakeppninni það árið skildu Islendingar jafnir annars vegar við Englendinga og hins vegar við Grikki. Piltarnir töpuðu hins vegar fyrir Belgum sem síðan unnu keppnina. Síðastliðið haust slógu íslend- ingar síðan Wales út úr undan- keppninni og komu þau úrslit mjög á óvart, einkum útisigur íslendinga. í lokakeppninni í maí á þessu ári töpuðu íslend- ingar síðan fyrir Júgóslövum og Ungverjum. Fjórða liðið í riðlin- um var lið Belga og er leikmenn þeirra lögðust flestir með flensu, var íslandi dæmdur 3—0 sigur. Leikurinn í dag er 34. leikur íslands í keppni þessari. ísland hefur unnið 8 leiki, gert 9 jafntefli og tapað 16 leikjum, skorað 35 mörk en fengið á sig 58. Þetta er árangur sem er frábær af smáþjóð að vera og betri en ýmis meiri knatt- spyrnuveldi geta státað af. Njóttu dagsins með Dentokej Xylitol er náttúrulegt sætieíhi Hressandi, syk urlaust tyggigúmmí frá Wrigleys 9liðí úrslit RIÐLAKEPPNINNI í firma- keppni KR í knattspyrnu er nu lokið og aðeins cftir að leika til úrslita. Leikið var í 9 riðlum og efsta liðið í hverjum riðli kemst í úrslitakcppnina, sem er með útsláttafyrirkomulagi. Dregið verftur í fyrstu leikjum keppit- innar í KR heimilinu 2. október klukkan 19.00, en keppnin sjálí hefst laugardaginn 7. októhcr. Liðin sem leika í úrslitakeppn- inni eru> Endurskoðunarskrif- stofa Ujörns E. Árnasonar, Trésmíðaverkstœði Reykja- víkurhorgar, K ristján ó. Skag- fjörð. Asfcil, Sláturf.'la- Siiðurlaiids. Scmentsvcrksmiðj' an, Máliin, Fluglciðir A-Hð og Skeljungur. Liverpool gerir jafntefli í Arabíu LANDSLIÐ Saudi-Arabíu gerði i fyrrakv'dld jafntcfli við Evrópumeistara Liverpools f knaltspyrnu. I —1. bað var Kenny Ðalglish sem skoraði fyrir Liverpool á 56. mfnútu lciksins. cn Hamdan jafnaði fyrir Saudi ¦ Arahíu ellefu mínutum síðar, cr hann lék laglega í gegnum vöYn Liver pools og Ray Clemenee kom engum vörnum við Stein að yfirgefa Leeds Utd? LEEDS United tryggði sér áframhaldandi þátttoku í ensku deildarbikarkeppninni með því að bera sigurorð aí WBA á hlutlausum velli í Manchester. Leikmenn WBA fengu miim tækifæri sem þeir misnotuðu þó oft á hinn ótrú- lcgasta hátt. Miðvallarsptlari WBA, Len Cantello, var síðan rekinn af leikvelli fyrir að reka olnbogann í andlit Arthur Graham, útherja Leeds. Paul Hart skoraði cina mark íeiks- ins á 33. mínútu. I>að gengur nú fjollunum hærra, að þetta hafi verið síðasti leikurinn sem Leeds leikur undir stjórn Jock Steins híns nýskipaða þjálfara. Talið er að Stein sé efstur á óskalista skoska knaltspyrnusamhands- ins sem arftaki Ally MeCIeods sem þjálfari skoska landsliðs- ins í knattspyrnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.