Morgunblaðið - 04.10.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.10.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1978 31 Framkvæmdastjóri Feyenoord kominn hingað til viðræðna við IA ÁSAMT með hollenska unglingalandsliðinu, sem kom hingað til lands ígær, kom einn af stjórnarmönnum hollenska stórliðsins Feyenoord, P. Stephan að nafni. Hann kom hingað gagngert til þess að ræða við forráðamenn ÍA og knattspyrnusambandsins um þá Pétur Pétursson og Karl Þórðarson, og hugsanlega fleiri. Mbl. leit við á Hótel Esju í gærkvöldi og ræddi við Stephan. Ég horfi á leik ÍA gegn Köln talaði hann um einn leikmann og ytra og síðan á leik Islands og Hollands í Nijmegen fyrir stuttu. Ég fylgdist með leikmönnum í A og leist vel á, ekki bara leikmennina, heldur einnig hve öflug íslensk knattspyrna er orðin, sagði Stephen í viðtalinu en hann vildi aldrei nefna á pafn þá leikmenn sem hann hafði í huga. Fyrst þegar blm. spurði hvort hann hefði ekki hug á fleiri, sagði hann: — Já, e.t.v. 2 eða 3, hver veit, því að í liði ÍA sá ég 3 leikmenn sem mundu sóma sér vel í hollenskri knatt- spyrnu. Blm. innti Stephen eftir því hvort hann reiknaði með því að ónefndir Skagamenn myndu ganga inn í aðallið Feyenoord, ef úr yrði Reuteman vann að félagið fengi einn eða fleiri til liðs við sig. Hollendingurinn gerðist mjög loðinn í svörum, en sagði þó að Feyenoord væri voldugt félag og innan vébanda þess væru þrjú lið, aðalliðið, varaliðið,. sem jafnframt væri unglingalið og áhugamannaliðið. Mikið væri um það að finnsk og norsk lið sendu unga leikmenn til Feyenoord á veturna til æfinga og ef sýnt væri að þar væru efni á ferðinni, væri leitað eftir samningum. Það sem skilja mátti af orðum Stephens var, að væru ónefndir Skagamenn nógu góðir, þá kæmust þeir í liðið, annars ekki. Þess má geta, að hollensk lið mega nota 2 erlenda leikmenn, en Feyenoord hefur enga í herbúðum sínum eins og sakir standa. Eftir viðtal Mbl. og Stephens, vildi Gunnar Sigurðsson, for- maður knattspyrnuráðs í A, að það kæmi skýrt fram, að hér væri alls ekki verið að semja um nokkurn hlut, þessir aðilar væru einungis að ræða málin, enda ekkert um að semja, meðan viðkomandi leik- menn væru staddir í Halle. Hitt væri svo annað mál, að Feyenoord hlyti að hafa verulegan áhuga á þessum mönnum, fyrst þeir hefðu fyrir því að senda hingað mann. bandaríska „Grand Prix CARLOS Reuteman frá Argentínu vann bandaríska „Grand Prix" kappakstur- inn, sem fram fór í Watkins Glenn um helgina. Kappinn náði snemma góðri forystu sem hann lét ekki af hendi og þrátt fyrir að hann • Mario Andretti nýbakaður hcimsmeistari í formúlu 1 kapp- akstri, sést hér athuga súrefnis- slönguna í bkuhjáim sínum áður en lagt er af stað í keppnina í Bandaríkjunum. hægði verulega á sér í lokasprettinum, var hann 19,7 sekúndum á undan næsta manni, sem var Alan Jones frá Ástralíu. Mario Andretti, sem af mörgum var álitinn sigurstrangleg- ur, bræddi úr Lótus bifreið sinni og náði fyrir vikið aðeins 20. sæti. Jody Schekter varð í þriðja sæti á Wolf-bifreið og tveir fyrrum heimsmeistarar, Ja- mes Hunt og Niki Lauda, urðu aftar á merinni en þeirra er vani. Hunt náði aðeins 7. sæti og Lauda því 19^_______________________ Enska knatt- spyrnan NOKKRIR leikir fóru fram í 3 umferð enska deildarbikarsins í gærkvöldi og fleiri verða leiknir í kvöld. Tvö af efstu líðunum í 2 deild unnu athyglisverða sigra á útivöllum, Ward (2) og Maybank skoruðu fyrir Brighton, en Stoke tryggðí sér sigur yfir Northhampton með tveimur mörkum í síöari hálfleik. Lítum á úrslitin. Brunley — Brighton 1:3 Everton — Darlington 1:0 Luton — Crewe 2:1 Northhampton — Stoke 1:3 Peterbrought — Swindon 1:1 QPR — Swansea 2:0 Rotherham — Reading 2:2 Southhampton — Derby 1:0 • P. Stephan, stjórnarmaður hollenska stórliðsins Feye- nord, er hér staddur á Hótel Esju í gærkvöldi ásamt Gunnari Sigurðssyni, formanni knattspyrnuráðs ÍA og Gylfa Þórðarsyni, stjórnarmanni KSÍ. LJósm- - w Allir mættir til Halle! — NÚ HAFA þeir allir skilað sér og við hérna í Halle erum svo fegnir, að það hvarflaði ekki að okkur að fara að spyrja þá hvernig á töfinni stæði — sagði Ellert Schram, er við höfðum samband við hann í Halle seint í gærkvöldi. Þá var loksins ljóst að Valsmennirnir Ingi Bjó'rn, Guðmundur og Atli höfðu náð til hópsins í tæka tíð fyrir landsleikinn, svo og Stefán Orn Sigurðsson. sem að kom einn síns liðs frá Danmörku. Ellert sagði ennfremur: — varamannabekknum. Ellert tók Ljóst var, að Ingi Björn kom sjálfur þátt í tveimur síðustu snemma í gær til Vestur-Berlínar frá London, en tók þann kostinn að bíða þar félaga sinna Atla og Guðmundar. Þeir töfðust hins vegar er snuðra hljóp á þráðinn varðandi flug þeirra frá Barce- lona. Sem betur fór rættist úr því og Valsmennirnir skiluðu sér allir til okkar. Stefán Örn mun hafa tafist á landamærunum og spurðist því lítið til hans um tíma og þar sem landsliðsmennirnir eru frekar sambandslitlir við umheiminn í Halle var nokkur uggur í mönnum." Ellert tjáði Mbl. í gærkvöldi, að illa hefði horft ef leikmennirnir hefðu ekki komið í leitirnar, ,því að þá hefði aðeins Árni Stefánsson verið á æfingum liðsins, ef það versta skildi verða ofan á og hefði hann þá verið fyrsti og eini varamaður- inn. Sagði Ellert í gær, að sennilega hefði hann orðið af einum landsleik í viðbót er ljóst var að allir myndu mæta! Ellert sagði að lokum, að aðbúnaður allur væri sæmilegur, að vísu væri mikil loftmengun, þar sem Halle er kolanámubær, en þeir létu það ekkert á sig fá. Aðalatriðið væri, að nú gætu íslendingar stillt upp fullskipuðu liði og væru tilbúnir í slaginn. Landsleikur A-Þýzkalands og íslands í Evrópukeppninni hefst í dag klukkan 17 að íslenzkum tíma. — gg. Gefa út minnispening I TILEFNI 70 ára afmælis knatt- spyrnufélagsins Fram hefur aðal- stjórn félagsins látið gera minnis- pehing. Peningurinn er úr bronsi og fjöldi eintaka er 500 og eru þau númeruð. ísspor HF sá um hönnun peningsins og sláttu. Minnispeningurinn verður til sölu hjá eftirtöldum aðilum: Lúllabúð, Carli Bergmann úrsmið, Skóla- vörðustíg 5, Sportvöruverslun Ing- ólfs Óskarssonar, Klapparstíg 44, og Versluninni Straumnes, Vestur- bergi 76. Einnig má fá peninginn hjá formönnum hinna einstöki deilda innan Fram, svo og stjórnar- mönnum. Spennandi keppni á Hausthátíð TBR FYRIR stuttu lauk Hausthátíð TBR og urðu úrslit þar eftirfarandit IINOKKAR - TÁTUR - TV ÍLIÐALEIKUR. Ix'irflur Svcinsson TBR og íris Smáradótt- ir í A sinruou Wirdisi Klöru Briddc TBR ok Inuóir HolKason (A. 15,12. 12.15 oK 13*1. SVEINAR - MEYJAR - TVÍLIÐALEIKUR, Elín Hclcna Bjarnadóttir TBR ok l>ór hallur InKason (A siKruou Gunnar Björns- son ok Drífu Daníclsdóttur TBR 15,8 ok 15,2. DRENGIR - TELPUR - TVÍLIÐALEIKUR, Bryndís Hilmarsdóttir TBR ok Arna Stoinson KR sÍKrudu Giinnar Tómasson TBR ok Ilávaro Bor'nharftsson TBV' 18,16 ok 15.2. KONUR - KARLAR - TV ÍLIÐALEIKUR, Jónas l'. I>órisson KR ok Hannos Ríkhardsson TBR sÍKrudu Gudmund Vdolfsson TBR ok Olal Gústalsson TBR. 17.11 ok 15.11. IINOKKAR - EINLIÐALEIKUR, Arni Kir HallKrímsson ÍA siKradi Harald SiKurftsson TBR. 11,1. 1,11 ok 11.6. TÁTUR - EINLIÐALEIKUR, Þórdís ErlinKsdóttir TBR sÍKradi Katý Jónsdóttur ÍA. 11,1 og 11.0. MEYJAR - EINLIÐALEIKUR, Wirunn Oskarsdóttir KR sisraoi InKu Kjartansdóttur TBR. 11,8. 11,8. SVEINAR - EINLIÐALEIKUR, I>orstoinn Páll IIaknKsson TBR siKradi Indrida Bjiirnsson TBR. 11,5 oK 11.2. TELPUR - EINLIDALEIKUR, Sif Fridloifsdottir KR siKradi Örnu Stoinson KR. 11,7 oK 12,9. DRENGIR - EINLIDALEIKUR, Skarphcdinn Gardarsson TBR siKradi ÞorKcir Jóhannsson TBR. 2,11.11 ,fi ok 11,1. A FLOKKUR KARLA - EINLIÐALEIKUR, Oskar BraKason KR siKradi BjorKvin (iuðhjörnsson KR. 7,15.15,8 oK 15,2. MEISTAR.VFLOKKUR KVENNA - EINLIDALEIKUR, Kristín MaKnúsdóttir TBR sÍKradi Hbnnu Láru Pálsdóttur TBR. 11,5 oK 11,1. (iÐLINGAFLOKKUR KARLA - EINLIÐALEIKUR, Gardar Alfonsson TBR sÍKradi HænK Þorstoinsson TBR. 17,lfi og 15,12. MEISTARAFLOKKUR KAKLA - EINLIÐALEIKUR. SiKfús .EKir Arnason TBR sÍKradi Jóhann Kjartansson TBR. 15,10 og 15.10. Tap Vais VALSMENN léku um hélgina gegn 2. deildar liði Ibiza eins og frá var skýrt í Mbl. fyrir skömmu. Lið Ibiza er bærilegt lið og lét sig ekki muna um það að leggja Valsmenn að velli, 2—1. Það var Sævar Jónsson, miðvörðurinn sterkí, sem skor- aði eina mark Vals. Vetrarstarf Ægis NÚ ER að hefjast vetrarstarf Sundfélagsins Ægis. Æfingar yngri félaga eru í Sundhöll Reykjavíkur á þriðjudögum og föstudögum kl. 18.50—20.45, en á fimmtudögum kl. 18.50—20.00. Þeir sem hefja vilja æfíngar hjá félaginu geta mætt á ofan- greindum tímum og látið innrita sig. Þjálfarar á þessum æfingum verða Guðmundur Harðarson, landsliðsþjálfari í sundi, Helga Gunnarsdóttir, íþróttakennari, fyrrverandi landsliðskona í sundi, og Kristinn Kolbeinsson, en hann þjálfaði yngri flokka félagsins í fyrra með góðum árangri. Afrekshópur félagsins mun æfa í sundlauginni í Laugardal, daglega kl. 17.30. Sundknattleiksmenn Ægis æfa í Sundhöllinni á mánudög- um og^ fimmtudögum kl. 20.45. Stjórn Ægis hvetur alla þá er áhuga hafa á því að æfa sund að mæta á æfingar hjá félaginu og láta innrita sig. Félagið hefur átt mikilli velgengni að fagna undanfarin ár og hyggst halda því striki er það hefur haldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.