Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 4
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978 TilÞrif á skautaboröi. til með að taka tillit til sem allra flestra. Við höfðum t.d. lamaða og fatlaða í ráðum í sambandi við hönnun hússins. Þar sem hægt er að skipta salnum verður hægt að skapa aðstöðu til að iðka margar reinar og einnig gefa hliðarsalirn- ir möguleika t.d. á lyftingum og tækniþjálfun. Stöðugt eru að bætast við nýjar greinar og við reynum að hanga í öllu á lands- mælikvarða. — Markmiðið hjá ykkur er sem sagt að koma þessu upp fyrir 1981? — Það verður mikil áherzla lögð á það og við vonum að Akureyrarbær og ríkissjóður styðji myndarlega við bakið á okkur með fjárframlög. Það væri gaman að hafa þetta að hluta tilbúið á íþróttahátíðinni 1980, sem ISI stendur fyrir, en það er líklega of mikil bjartsýni. — Kemur íþróttavöllur hjá nýja húsinu? — Nei, það er ekki gert ráð fyrir því, nema aðeins handboltavöllur og völlur fyrir minni leiki. Hins vegar var við skipulagningu lóðar gert ráð fyrir að allt svæðið yrði skipulagt í heild og tillit tekið til nærliggjandi bygginga. Gert er ráð fyrir að Gagnfræðaskólinn fái austurhluta svæðisins til afnota til útivistar nemenda og að bílastæði fyrir sundlaug verði tengd bíla- stæðum íþróttahússins. Bílastæði austan hússins eru áætluð fyrir 90—100 bíla, en sunnan hússins verða leikvellir, sem nota má fyrir 180—200 híla, er þörf krefur. *• mörg /þróttaíélög eri; ' muí á Akureyri? - Fyrst ber að telja Þór og KA. h' i .jí'lagið, íþróttafélag M.A., i r s- og badmintonfélag Akur- eyrar, Sjóferðafélagið, Sundfélagið Óðin, íþróttafélag fatlaðra, ný- stofnað íþróttafélag þroskaheftra, Eik, og svo ýmis sérfélög. — bið eruð að taka í notkun nýjan íshokkívöll? — Já, Skautafélagið tekur hann að fullu í notkun á þessu ári, skipt hefur verið um jarðveg, sett upp lýsing og annað, en vélfrystingin verður þó enn að bíða um sinn. Nú, það er einnig verið að ganga frá trimmbraut í Kjarnaskógi, skammt fyrir utan bæinn. — Markið er greinilega sett hátt hjá ykkur? — Já, það. vantar ekki að við setjum það hátt og miklar fram- kvæmdir eru fyrirhugaðar og við teljum það munu eiga stóran þátt í að draga úr vandamálum í sam- bandi við unglinga, er hægt verður að tengja æskulýðsstarf og íþróttastarf saman. Það verður aldrei hægt að útiloka vandamálin alveg, en hægt að vinna að því að draga úr þeim, eins og t.d. við höfum gert með okkar æskulýðs- starfi í Ðynheimum. Við gerum okkur grein fyrir að við getum aldrei útilokað áfengisneyslu al- gerlega, en við viljum þá heldur geta haft auga með unglingunum heldur en að henda þeim út á götuna. Nauðsyn ber til að for- ráðamenn marki skýra stefnu í uppeldis- og æskulýðsmálum, þau mál mega ekki stöðugt lúta í lægra haldi fyrir öðru og úrlausnir þeirra mega ekki stöðugt dragast á langinn. Slíkt kemur okkur í koll. Þótt margt hafi verið vel gert verður að gera enn meira á komandi árum. Fyrsta skrefið er íþróttahöll og útivistarsvæði, næsta skref ætti að vera ökubraut- ir fyrir bíla og bifhjól og þriðja skrefið öflug og vel búin æskulýðshöll. — ihj. VÉLSMIÐJAN Oddi á Akureyri hefur nú verið starf- rækt í rúma hálfa öld var stofnuð árið 1926. í dag starfa um 80 manns að staðaldri hjá fyrirtækinu í fimm þjónustu og framleiðsludeildum og var heildarveltan á sl. ári um 400 milljónir króna. Mbl. hitti Jóhannes Kristjánsson fram- kvæmdastjóra að máli fyrir skömmu og spurði hann frétta af framleiðslunni og starfsem- inni. Jóhannes sagði að fram- leiðsludeildirnar væru tvær, ofnadeild og bobbingadeild. „Bobbingaframleiðslan hófst hjá okkur fyrir 9 árum. Við keyptum þá vélar og búnað af Albert Sölvasyni, sem byrjaði á framleiðslunni og höfum síðan bætt við og endurnýjað þann búnað og er nú svo komið að öll tækin til framleiðslunnar eru smíðuð hérlendis að undanskil- inni sjálfvirkri suðuvél. Fram- leiðslan hefur gengið mjög vel og við gætum fyllilega fullnægt eftirspurn hér innanlands, okkar framleiðsla er fullkom- lega samkeppnisfær hvað verð og gæði snertir við innflutning en enginn tollur er á innfluttum bobbingum og eigum við þar í harðri samkeppni. Virðist það næsta óeðlilegt að innflutning- ur á slíku sé hömlulaus er hægt er að tryggja sambærileg verð og gæði á framleiðslu hér innanlands. — Hversu marga bobbinga framleiðið þið á ári? — Það er nokkuð misjafnt, eftir eftirspurn, en yfirleitt er ársframleiðslan í kringum 2500—3000 stk, en gert er ráð fyrir að togarar og togskip þurfi 5—6000 bobbinga á ári. Við framleiðum bobbingana í 4 stærðum, sem henta fyrir allar stærðir skipa og varpa og er Rætt við Jóhannes Kristjánsson í Vélsmiðjunni Odda hf. verðið 25—30000 kr fyrir stk. Bobbingasalan hjá okkur á sl. ári nam um 40 milljónum króna. — Þið gerðuð breytingar á framleiðslunni á sl. ári? — Já, við gerðum nokkuð róttækar breytingar, er við byrjuðum að framleiða bobb- inga með mun breiðari og þykkari gjörð og stálsuðu á þrjár slitlínur. Þetta hefur breytt afskaplega miklu í sam- bandi við endingu og hafa innflytjendur orðið að láta vinna sambærilega stálsuðu á sína vöru hér heima, því þetta er ekki framleitt svona skert erlendis. Við höfum mikinn áhuga á að koma upp fram- leiðslu á millibobbingum, sem mikið eru notaðir, en til þess þurfum við að koma upp stál- steypu og höfum ekki fengið fjármagn til þess enn. Slík framleiðsla ætti að geta orðið mjög hagkvæm, því að við myndum eingöngu nota efni, sem til félli hjá okkur við ýmis framleiðslustörf. Áætlaður kostnaður við þessa fram- kvæmd er 30—50 milljónir kr með byggingum og öllum bún- aði og teljum við þetta mjög álitlegt verkefni. — Hvað er að segja um ofnaframleiðsluna? — Við byrjuðum á henni árið 1970. Við fáum efnið hálfunnið í plötum erlendis frá og setjum síðan saman og göngum frá og hefur þetta gengið all vel og nam salan á sl. ári 43 milljónum króna. Framan af seldum við nær alla framleiðsluna til Reykjavíkur gegnum Bygginga- vörudeild SÍS og ísleif Jónsson, en nú fer töluvert af henni á markað hér á Akureyri. Það er hörð samkeppni í þessari iðn- grein, en nú er nýbúið að setja íslenzkan framleiðslustaðal á þessa iðngrein og enn sem komið er, framleiðum aðeins við og Ofnasmiðjan eftir þessum staðli, en fleiri munu væntan- lega fylgja á eftir. Tölvueftirlit með hitagjafa tryggir skv. staðlinum að ofnarnir standast 12 kg þrýstiprófun. — Eru einhver önnur verk- efni framundan hjá ykkur á framleiðslusviðinu? — Við erum nú að athuga möguleika á framleiðslu tækja og búnaðar til að vinna úr rækjuúrgangi. Þegar þessum úrgangi er kastað í sjóinn gefur hann frá sér kolsýring, sem eyðir öllu lífi. Danir eru að vinna að hönnun á slíkum búnaði, skv. skipun frá yfirvöld- um vegna þessarar mengunar. Mjöl sem unnið er úr rækju og humarskel er mjög hentugt, til fiskeldis, en það gefur silungi og laxi rauða litinn. Hins vegar veldur það erfiðleikum að hér eru aðeins tvær rækjuverk- smiðjur, en Danir t.d. miða sinn búnað við að vinna úr úrgangi frá 6 verksmiðjum. — Ef þú segðir okkur að lokum stuttlega frá þjónustu- deildunum? — Við erum hér með alhliða járnsmíða, vélsmíða, blokk- og plötusmíðaþjónustu og vinnum verkefni fyrir aðila á öllu Norðurlandi svo og ýmsa aðra aðila á landinu. Gestur Iljaltason verkstjóri bobbingadeiidar og Jóhannes Kristjánsson við bobbingastæðu. „Gœtum fullnœgt allri eftirspum eftir bobbingum "

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.