Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 6
í SUMAR var byrjað á miklum framkvæmdum við Vetraríþróttamiðstöðina í Hlíðarf jalli við Akureyri, sem miða að því að gera þar enn fullkomnari almennan skíðastað og jafnframt ganga þannig frá tæknilegri hlið skíðastaðarins að hann uppfylli skilyrði til að hægt verði að halda þar alþjóðleg skíðamót í B-flokki. í samtali við Morgunblaðið sagði ívar Sigmundsson fram- kvæmdastjóri Vetraríþrótta- miðstöðvarinnar að í sumar hefði verið byrjað á framkvæmdum við lagningu nýrrar skíðalyftu og lengingu annarrar, sem miðuðu að því að draga úr þeim biðröðum ,sem myndast á fjölsóttum degi og einnig til að uppfylla B-skilyrðin. Hér er um að ræða lengingu stólalyftunnar úr 500 metrum í 800 metra og lagningu nýrrar 600 metra lyftu nær samsíða hinni. Er framkvæmdum lýkur á næsta ári ef allt gengur skv. áætlun mun stólalyftan geta flutt um 800 manns á klukkutíma nær uppund- ir toppinn á Strompi og hin lyftan um 600 manns á klukkutíma. Verður Stromplyftan þá afkasta- mesta skíðalyfta á landinu og nær í um 1000 metra hæð yfir sjávar- mál. Lengist skíðasvæðið til muna við þessa framkvæmd. Þá var í sumar einnig byrjað á byggingu snyrti og veitingaaðstöðu við Strýtu og væntanlega verður keyptur nýr snjótroðari fyrir skíðavertíðina í vetur. Þá er búið að leggja símalínur fyrir fullkomið tal og kallkerfi um allt svæðið fyrir tímatöku, byrjað á endur- byggingu 40 metra stökkbrautar og verður því haldið áfram á næsta ári og einnig er lagning göngubrauta ofarlega á dagskrá. Aðspurður um möguleika á að B-keppnir verði haldnar hér á landi sagði ívar að þegar endur- bótum yrði lokið á svæðinu ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu tæknilega að halda slíkt mót, aðeins væri spurning um hvort tækist að fá erlenda keppendur hingað. Væri að því stefnt árið 1980, er haldin verður vetrar- íþróttahátíð á Akureyri, að allt yrði tilbúið til að hægt yrði að setja slíkt mót á og væri vissulega ánægjulegt ef hægt yrði að halda fyrsta B-mótið hér á landi í því sambandi. ívar sagði að ekki væru ráð- gerðar neinar breytingar á rekstri skíðamiðstöðvarinnar á þessu ári. Rætt hefði verið um að leggja skíðahótelið niður sem slíkt og reka það sem dagskála, en engin ákvörðun verið tekin þar um. Miklar fram- kvæmdir til að bæta skíðaiðkunar- aðstöðuna Hann sagði að reksturinn sl. tvö ár hefði gengið mjög vel og mikil aukning orðið á aðsókn, sem raunar hefði verið um allt land. Skíðaíþróttin ætti vaxandi vin- sældum að fagna og væri það gleðiefni. Hins vegar væri það eitt sinn svo, að skíðaiðkunin væri mjög háð veðri. Á góðum degi sagði ívar að allt að 2000 manns heimsæktu Hlíðarfjall. 700 manns hefðu tekið þátt í skíðanám- skeiðum í Hlíðarfjalli sl. vetur auk 1500—1600 skólabarna, sem hefðu dvalist þar 1—3 daga í senn. Um 400 manns hefðu gist skíðahótelið sjálft þannig að ljóst væri að tugþúsundir skíðafólks legðu leið sína í Hlíðarfjall á hverju ári. ívar sagði að hann gerði ráð fyrir að daglegur rekstur í Hlíðar- fjalli byrjaði um miðjan janúar, alltaf þyrfti fyrstu tvær vikurnar til að koma öllu í stand, en eitthvað yrði þó opið um helgar í desember ef nægur skíðasnjór yrði kominn. Áfram yrðu á boðstólum helgarferðir að sunnan þótt ekki hefði enn veri gengið frá verði og öðru þess háttar. Við spurðum ívar hvort gerð hefði verið áætlun um framtíðar- uppbyggingu skíðamiðstöðvarinn- ar og sagði hann að íþróttaráð Akureyrar hefði í vor lagt fram áætlun til 5 ára skv. bókun Bæjarráðs Akureyrar nokkru áður um slíkt. Hefði í ár verið unnið fyrir um 10 milljónir króna skv. þeirri áætlun. Hann sagði að á næsta ári væri lagt til að keypt yrðu tímatökutæki, Stromplyfta færð í Hjallabrekku, hafin b.Vgging vélgeymslu, lokið frágangi vegar að skíðahótelinu og háspennulína frá Hólabraut að Strýtu lögð í jörð. Á árunum fram til 1981 væri m.á. lagt til að byggðar yrðu stökkbrautír, göngu- hrautir, bílastæði, gengið frá flóðlýsingu og brautir endur- byggðar og lyftur.Allt færi þetta að sjálfsögðu eftir fjármagni á hverjum tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.