Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 8
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978 Óli og Lilja spjalla viö Magnús Björnsson í Landsbankanum. Örn, Siguröur og Hjördís skoöa sparibauka. Séö yffir teiknistofu Hauks Haraldssonar. Haukur skýrir teikningu fyrir peim hjónum. Landsbanki íslands „Ætli sé ekki bezt að taka daginn snemma og ganga á fund Magnúsar Björnssonar 'útibússtjóra í Brekkuaf- greiðslu Landsbankans og sjá hvort hann vill ekki fjármagna verzlunarferðina hjá okkur,“ sagði Óli kíminn við konu sína. Magnús tók þeim hjónum hlýlega, en börnin þrjú fóru fram í afgreiðslusal til að fá að skoða sparibauka hjá stúlkun- um frammi. Magnús sagði að hann veitti nú ekki forstöðu bankaútibúi, heldur héti þetta Brekku- afgreiðsla frá Landsbankaúti- búinu á Akureyri. Bankinn hefði verið með afgreiðslu í Glerárþorpi, sem lögð hefði verið niður, er þetta húsnæði hefði fengist. Var afgreiðslan opnuð í nóvember 1975, en þar fer fram öll venjuleg banka- þjónusta eins og í öðrum útibúum landsbankans, spari- sjóðsinnlán, ávísanareikning- ar, hlaupareikningar, vaxta- aukareikningar, sparilán og útlán. Heildarinnstæður í september námu 164 milljón- um króna auk um 25 milljóna króna á ávísana- og hlaupa- reikningum. Magnús sagði að sparilánin hjá bankanum nytu vinsælda, en skv. því fyrir- komulagi fær fólk lán hjá bankanum ef það hefur lagt allt að 8000 kr. inn á bók mánaðarlega í 12—24 mánuði. Eftir 12 mánaða sparnað fæst sama upphæð og spöruð hefur verið að láni í sama tíma. Eftir 18 mánuði 1 '/z upphæðin til 36 mánaða, en eftir 24 mánaða sparnað, tvöföld upphæðin til 48 mánaða. Magnús sagði að mikil ásókn væri í fjármagn, mikið væri framkvæmt á Akureyri, en bankinn yrði að sæta útlánaþaki eins og aðrar lánastofnanir. Er Óli spurði hvers konar lánafyrirgreiðslu hann gæti fengið, ef hann ætlaði út í byggingu sagði Magnús að um væri að ræða 500—600 þús. kr. vaxtaauka- lán. í afgreiðslunni starfa nú tvær stúlkur auk Magnúsar og opið er frá kl. 9.30 á morgnana. Teiknistofa Hauks Nú var það Lilja sem átti frumkvæðið og sagði við mann sinn að rétt væri að líta við á Teiknistofu Hauks Haralds- sonar og sjá hvort að hann gæti teiknað fyrir þau hús fyrir upphæðina, sem Magnús hefði nefnt, „ekki það elskan að ég ætli að fara að reka þig út í byggingu svona strax aftur“, en þau hjón hafa komið sér upp fallegu heimili í einbýlis- húsi að Reynilundi 5. Haukur sagði það alveg sjálfsagt að gefa allar upplýsingar um húsateikning- ar. A stofunni væru unnin öll hugsanleg verkefni í sambandi við hönnun og teikningu bygginga. Kæmu til hans hjón til að panta teikningu væri að sjálfsögðu byrjað á því að skoða aðstæður við lóðina og stærð hennar og hvort hægt væri að hafa kjallara. Síðan væri rætt um fjölskyldustærð, aldur barnanna, heimilis- venjur og skoðanir á hvernig hýbýlin ættu að vera. Hann sagði það ákaflega misjafnt Tryggvi Pálsson forstjóri Smára H/F ræöir viö Óla og Lilju um byggingakostnaö. í Noröurfelli eru skoöaöar litaprufur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.