Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978 49 Ómar verzlunarstjóri blandar liti. hvað fólk hugsaði sér sérstak- lega í sambandi við aðstöðu fyrir börnin, hvaða augum það liti á sjónvarpið og hlutverk þess á heimilinu og ýmis önnur þessháttar atriði. Ef fólkið hefði engar sérstakar óskir, vildi hafa einfalt í kringum sig væru því oft boðnar staðlaðar teikningar, en annars farið út í að teikna skv. óskum þess. Hann sagði að yfirleitt tækist mjög gott samband við fólkið í fyrsta skipti, en að sjálfsögðu væri oft ræðst við eftir því sem teikningunni miðaði. Verðið á teikningum sagði hann frá 200— 800 þúsund. Teiknistofan var stofnuð 1967, en fluttist í Kaupang í febrúar 1976. Starfsmenn eru 3—4 með Hauki. Meðal stór- verkefna, sem stofan hefur fengist við, er teikning hins glæsilega svæðisíþróttahúss, sem byrjað er að reisa á Akureyri, þar sem gamla tjald- | stæðið var norðan við Mennta- skólann, skammt frá sundlaug- inni. Haukur sagði að miklar annir væru á stofunni og verið að vinna að teikningum á einbýlishúsum, raðhúsum, verzlunarhúsum, iðnaðar- húsnæði, svo eitthvað væri nefnt. Einnig sagði hann að stofan annaðist verkfræði- teikningar og ýmsa aðra þjónustu á þessu sviði. Smári h/f Þegar búið er að fá byrjunarfjármagn og teikningu að húsi er auðvitað næst að finna sér einhvern til að byggja fyrir sig og slíkan aðila er að sjálfsögðu að finna í Kaupangi, þar sem er verk- takafyrirtækið Smári h/f. Þau hjón þurftu því ekki að velta mikið fyrir sér næsta áfanga- stað. Tryggvi Pálsson er fram- kvæmdastjóri Smára og hann sagðist með ánægju skyldu taka að sér að byggja fyrir þau einbýlishús og skila því full- gerðu utan og innan fyrir 22—23 milljónir króna, sem væri 30—40% lægra verð en hægt væri að fá í Reykjavík. Tryggvi sagði að nokkur mun- ur væri á lóðaverði á Akureyri og Reykjavík, en að öðru leyti væri engin skýring á því hvers vegna verðið væri svo miklu hærra fyrir sunnan. Tryggvi sagði að þeir hjá Smára legðu áherzlu á að fylgjast með og nota sér alls konar tækni- nýjungar» sem miðuðu að ódýrari uppbyggingu húsa og hefði það eflaust eitthvað að segja. Fyrirtækið var stofnað árið 1965 og í dag starfa hjá því um 50 manns. Meginverk- efnið í sumar hefur verið smíði 44 íbúða í fjölbýlishúsum í Velt vöngum yfir gólfflísum. Axel Guömundsson í Radíóvinnustofunni veitir upplýsingar um litasjónvörp. Glerárhverfi, sem nú væru allar seldar. Væri því verki senn lokið og væri fyrirtækið byrjað á framkvæmdum við nýja verzlunarmiðstöð í Gler- árþorpi, sem væri að %, hlutum í eigu einstaklinga, en Kaupfé- lag Eyfirðinga ætti fjórðung. Væri þarna um að ræða fyrsta raunverulega samstarf ein- staklingsframtaksins og KEA. Tryggvi sagðist telja að hér væri um að ræða eina stærstu verzlunarmiðstöð á landinu, .þar sem boðið yrði upp á verzlun og þjónustustarfsemi í húsi, sem væri 4700 fermetrar að grunnfleti á þremur hæðum, enda væri Glerárþorp orðið 5000 manna hverfi og áfram yrði byggt til norðurs. Tryggvi sagði að Smári væri alhliða verktakafyrirtæki, sem byggði og seldi og byði í verk og hefði á sínum vegum alhliða iðnaðarmenn til að annast smíði, múrverk, pípulagnir, raflagnir og málningu. Norðurfell Til að loka húsbygginga- hringnum er að sjálfsögðu byggingavöruverzlun í Kaup- angi og nefnist hún Norðurfell og þangað lá leiðin næst þannig að allt gæti verið klappað og klárt á því sviði. Sjá nœstu síðu - /A Blóm gjafavörur við öll tækifæri Keramik og kristalvorur. Allskonar skrautvörur. Blómaskreytingar. Mikið úrval af fallegum skrautkertum. Pottablóm og afskorin blóm. Lilja BlómabúÖin Kaupangi v. Myrarveg sími 19800. Næg bilastæoi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.